Alþýðublaðið - 23.01.1945, Page 5

Alþýðublaðið - 23.01.1945, Page 5
Jröðjudagur 23. janúar 1945. ALÞTÐUBLAÐIÐ ANNpJíi npyiS ,tu*l ^ N' ^ -~5# Þegar hernámið flæddi yfir og nú hegar er að fjara út — Verkefnin, sem stöðvuðust — Ummæli um fegrun bæjarins og bréfið frá garðyrkjuráðunaut bæjarins — UM LEIÐ og hernámlð flæddl yfir Reykjavík vorið 1940, var að hefjast mikil viðleitni í |>á átt, að fegra höfuðstaðinn og aást þess víða merki. Gjörhreyt- Sngin á lifnaðarháttum okkar, sem Siinn fjölmenni her og allt hans Jhafurtask olli, varð þess valdandi að margt af því, sem gert hafði verið féll í rúst og annað stöðr- aðist, garðar tróðust sundur, blett ir nrðu að flagi, borgararnir urðu hirðulausari en þeir höfðu áður yrerið og borgin varð útbiuð af bröggum og öðru drasli. ENN SÍR þó nokkuð eftir af ■ þessari fyrirstríðsviðleitni okkar og er það eins og bending og hvatning xnn það að hefjast aftur handa þar sem frá var horfið, þegar tímarnir breytast aftur og tækifærin bjóðast. — Nú er her- snámið að fjara út og vil ég, þó að snú sé frost á Fróni og gróðurinn herjist við dauðann og enn sé snokkuð Langt til vors, hefja máls á því, að með vori og hækkandi sól verði snúið sér að því að hefj- ast handa að nýju. GRASBLETTIRNIR við Hring- brautina voru eitt sinn einn bezti fegurðarauiki borgarinnar. Þetta ayðilagðist að mestu. í Austurbæn sim voru þeir gerðir að bifreiða- fBtæðum og þaktir rauðamöl en í Vestubænum eru þeir enn nokk- urn veginn óskemmdir, nema með fram hinum nýju byggingum bæj arins. Ég vil láta reka bifreiðarn ar af blettunum í Austurbænum ©g láta svo laga þá og ég vil láta endurbæta þá sem eru í Vestur- bænum. / h —““—-...........vmmmrn EN ENN ÞÁ EINU SINNI verð ég að ■ minnast á gamalkunnugt málefni. Ég skrifaði dag eftir dag eitt sinn um vemdun þessara gras ÍDletta og mér varð allmikið ágengt, ®n einmitt það var sönnun þess hversu fólki þótti vænt um þessa bletti. Nokkrir bifreiðastjórar hafa þó lengi reynst erfiðir og ekið fram og aftur um blettina og etórskemmt þá. Frá Sigurði Sveins syni garðyrkjuráðunaut bæjarins fékk ég í gær eftirfarandi bréf: „OFT HEFUR FÓLK sem, býr við Hringbrautina í Vesturbæn- um séð undanfarnar vikur bíla aka yfir grasblettina þrátt fyrir Jpað, þó að gatan sé nægilega breið fyrir þá umferð, sem þar er um að ræða. Skilti með áletruninni: „Gangið ekki á grasinu“, hafa marg sinnis verið sett þarna upp, enda ætti öllum að vera það ljóst, að grasblettirnir eru ekki ætlaðir fyrir umferð, heldur til prýðis.“ „BÖRNIN við Hringbrautina eru farin að skilja þetta, því oft er ég hef átt leið þarna um götuna, hef ég heyrt þau banna hvert öðru að ganga á grasinu. Ég veit að íbú- arnir við götuna sakna þess, ef grasblettirnir verða eyðilagðir. einu sinni enn þá. Ég vil beina þeim tilmælum til þeirra, er sjá bíla aka yfir grasflatirnar, að sekta þá tafarlaust.“ ÉG TEK mjög ákveðið undir þessi ummæli. — En við yfirvöld bæjarins vil ég segja þetta: Aukn ing á fegurð bæjarins veldur því að fólki þykir enn vænna um bæj- inn sinn. — Kona sagði við mig einu sinni í haust: „Þegar ég kom úr sumarfrínu mínu kveið ég hálf partinn fyrir að koma til þorgar- innar, en þegar ég ók um Pósthús stræti og sá blómaskrúðið á Aust m-velli, þá hvarf þessi kvíði skyndi lega, blómin heilsuðu mér, brostu til mín og buðu mig velkomna. Mér fór bara að þykja vænt um að vera komin heim.“ ÞETTA talar sínu máli. Það er ekki að kasta fé á glæ að verja einhverju til fegrunar bæjarins. Ef hægt er að gera hann hlýlegan, vinalegan og fagran, þá fer okk- ur öllum að þykja enn meira vænt um hann. Of ef svo verður, þá munu þeir, sem eiga að stjórna bænum finna það fljótt að starf þeirra verður léttara og ljúfara. Ég vona að borgarstjórinn sé mér sammála um þetta. UM LEIÐ og hernámið flæddi yfir okkur sköpuðust algerlega ný viðhorf. Um leið og það fjarar út koma önnur viðhorf. Það er að fjara úr og nú ber að undirbúa nýjar framkvæmdir .Mikið hefur verið gert undanfarið að því að hreinsa bæinn og hefur hann tek- ið nokkrum stakkaskiptum. í vor verður að auka fegurðina innan- bæjar, eins og hægt er. Og þó er aðalatriðið að byggja svo mikið af nýjum íbúðarhúsum að hægt sé að rífa hvern einn og einasta bragga, sem er á bæjarlandinu. Hannes á horninu. Heræfingar í Ameríku. Sfcriödrekairoiir eru 'iátnir reyna sitt hvað áður en þeir eru sendir tdl vígistöðvarma. Þeim vea-ðair ekki mikið fyrir að fara yfir ýmsar óTiærur, einis og þeasi mynd sýnir, sem tekin var við heræfáínigar einJhversstaðar í Band.arikjam!um ð á ýmsum Hmum STÆRRI —B ETRI Það er orðin sígild saga Eina Pepsi alla daga AUGLÝSID í ALÞÝÐUBLADINU EINANGRUÐ kósakkaher- hersveit hafði verið um- setin af þýzkri njósnasveit. Þeir námu staðar við þóndaþæ. Þar þáru vængir vindmyllunnar við himin og sáust langar leiðir að. Og í þóndabæ þessum rákust kósakkarnir á Þjóðverja nokk- urn. Kósakkaforinginn skipaði svo fyrir, að Þjóðverjinn skyldi bundinn við einn væng vind- myllunnar og vængjunum síð- an snúið, unz sá, sem Þjóðverj- inn væri bundinn við, vissi beint upp. Að svo búnu tóka kósakkarnir sér stöðu 'kammt frá bænum, stilltu fallbyssum sínum þannig, að þær vissu heim að húsinu, og biðu svo rólegir átekta. Innan lítillar stundar komu Þjóðverjarnir í 'grennd við húsið. Þeir heyrðu brátt, hvar félagi þeirra kallaði á hjálp, bundinn við myllu- vænginn, og sneru vængjunum þannig, að þeir gátu losað hann. Én í sama mund hvað við glymj andi kúlnahríð og bóndabærinn kominn í þúsund mola. Her- bragð kósakkanna hafði heppn- azt. Foringi þeirra hafði miðað nákvæmlega á skotmarkið, og vandinn var aðeins sá, að vita nákvæmlega, hvenær Þjóðverj ar væru staddir í grennd við húsið. Með því að binda Þjóð- verjann fastan við mylluvæng- inn og snúa vængnum beint upp, gat hann vitað, hvenær Þjóðverjarnir væru komnir heim að bænum. — Því til þess að losa manninn þurftu þeir að snúa mylluvængjunum, en með því gátu kósakkarnir fylgzt frá bækistöð sinni. Herbrögð eins og þessi hafa 'verið leikin af kósökkum sva að segja í ómunatíð. Oft og mörgum sinnum hafa þeir gert út af við yfirgnæfandi fjölda óvina, betur búinn að vopnum, með því að beita hinni glöggu ráðksénsku sinni. Dæmin um I þess konar sígild herbrögð fyr- irfinnast í munnmælum allt frá dögum Gamla testamentisins, þegar Gideon með aðeins 300 manna sveit vann á óvinum, sem voru „óteljandi eins og engisprettur á kornakri“. Það er vert að minnast þess, að Gideon útbjó menn sína með lúður, vatnskrukku og lampa, hvern einstakan. Menn hans umkringdu óvinastöðvarnar um miðnæturleytið og gáfu merki með því að blása í lúðrana, GREIN ÞESSI birtist £ ritinu „World Digest“, og er eftir Frank W. Lane. Hún segir frá ýmsum atvik- um í þessu stríði og fyrri styrj öldum, þar sem hemaðaraðil ar hafa beitt ýmiskonar brögð um til þess að sigrast á and- stæðingunum. brjóta vatnskrukkurnar, halda logandi kyndlum sínum á loft og hrópa: „Sverð Herrans og Gideons.“ Óvinirnir, sem héldu sig vera umkringda af ótöluleg um mannfjölda, gátu naumast áttað sig á því, sem á gekk og í uppnáminu um miðja nótt börðust þeir hverir við annan. Þá kallaði Gideon á varalið sitt og lét það gera útaf við þá sem eftir voru af óvinunum. Her- bragð hans hafði heppnazt á- gætlega. * Nokkrar mílur fyrir sunnan stað þann, þar setm Gideon vann einn stærsta hernaðarsigur sinn er staður nokkur, sem nefnist Michmash. Nálægt þeim stað bar svo til, að nótt eina í fyrri heimsstyrjöldinni sat einn af liðsforingjum Allenbys hers- höfðingja uppi og las í Bibl- íunni. Hann las í Fyrstu bók Samúiels, þar sem sagt er frá því, hvernig Jónatan fór ásamt mönnum sínum til bækistnðva Filistea, og lagði leið sína gegn um skað nokkurt „þar sem egg- hvöss fjallsbrún var til beggja hliða,“ unz þeir komust út á sléttu eina. -Liðsforingjanum kom til hugar, að ef til vill gæti hann og menn hans fundið þstta skarð og þesisar fj'allsbrún ir. Sendimenn voru gerðir út, og þeir fundu stað, sem kom al- gjörlega heim við frásögnina í Fyrstu bók Samúels. Og þar höfðu Tyrkir sezt að. Skynd.1- lega var herliðið undir það búið að gera árás. Það lagði leið sína uim skarðið, vann sigur á varð- mönnunum, sém bar voru fyrir, og komist út á sléttuna áður en dagur var risrnn. Tyrkirnir vöknuðu við vondan draum og íögðu á óskipulegan flótta, þar eð þeir héldu, að hersveitir Allenbys hefðu algjörlga inni- króað þá. Hin aldagamla hern- aðaraðferð Jónatans og manr.a hans bar þar með fyrirtaks á- rangur. í langri og þrautseigri baráttu sinni við Japani, hafa Kínverj- ar oft og tíðum yfirunnið ó- vini sína með því að nota gaml ar en góðar hernaðaraðferðir, enda þótt óvinimir hefðu í upp hafi miklu betri aðstöðu. Kín- verskan hershöfðingja, sem varði virki eitt í nánd við Shanghai skorti nothæf vopn til þess að geta varizt. Hafði hann þó fengið orðsendingu um, að honum skyldi send vopn innan tveggja daga. En þar sem har.n var að hugleiða, hvað til bragðs skyldi taka, barst honum skeyti þess efnis að keisaraflotinn japanski væri í þann veginn pö sigla framhjá úti fyrir strönd- inni og myndi verða kominr. í skotfæri eftir klukkutíma. Hers höfðingjanum datt snjallræði í hug. í virkinu var til fjöldinn allur af stórtim trjábolum. Her mönnunum var skipað að hola þá í . annan endan, mála þá svarta og stilla þeim síðan upp á virkisgarðinn. bar sem þeir sæjust vel utan af sjónum. Þeg ar yfirmennirnir á japanska keisaraflotanum sáu þennan ara grúa af „fallbyssum“ gegnum kíkja sína, flýðu þeir sem mest þeir máttu. Arunað dæimi herkæmsku, ann arrar tegundar er þetta: Hers- höfðingi einn kínverskur sat um borg eina á bökkum Yangtse tfljó'bsiLns. Herdieild hans varð fyr ir örvahríð oig fjöldi hermanna féll. En honum kom ekki aldeil is til hugar að gefast upp, — ó- vinunum skyldi ekki verða kápa úr því klæðinu! — Hann hafði skipaflota, sem ráðast skyldi á borgina. Skipin voru yfirbyggð húsum með stráþökum. Hers- höfðinginn stillti nú upp gerfi hermönnum, — úttroðnum pok um með bádmrusli í, klædda í hermannaföt, — og stillti þeim upp þar sem þeir sáust vel frá óvinunum, — á algjörlega varn arlausan stað ofan á yfirbygg- ingum skipanna. Þegar skipin sigldu framhjá víggirðingum ó- vinanna, lét hann menn sína berja bumbur og skjóta flugeld um til þess að láta andstæðing ana halda, að um raunverulega skothríð væri að ræða. Hermenn irnir í borginni, sem setið var Framh. á 6. síðu. / I

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.