Alþýðublaðið - 08.02.1945, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 08.02.1945, Blaðsíða 3
c&MÍJt ■ ;> :\r • ' . í IBlwmtndagttT 8. fobrúar 1945. ALÞYÐUBLAÐIÐ Zhukovs sagðar hafa Su vestan Á rnynd þessari, sem tekin var á vesturvígstöðvunum ekki alls fyr- ir löngu, má sjá Clare Booth Luce, sem er þingmaður úr flokki republikana, heilsa Patton hershöfðingja, sem getið hefir sér mik- inn orðstír í bardögunum á vesturvígstöðvunum, síðan bandamenn gengu þar á land 6. júní í sumar. Herivaifir Paffons brufusf inn í í gær Sækja fram á 40 km breiSu svæði HERSVEITIR úr þriðja her Bandaríkjamanna, sem stjómað er af Patton hershöfðingja, brutust í gær á 10 stöðum inn í Þýzkaland, yfir ána Our, sem rennur á landamærum Luxemburg og Þýzkalands. Er það á hér um bil 40 km. langri víglínu, sem hersveitir Pattons sækja þama fram. I MacArihur | t, GÆR BÁRIJST þær fréttir að MacArthur, sem nú um lángt skeið hefir stjórnað her afla bandamanna á Suður- Kyrrahafi, hefði ekið gegn- mm Manila, höfuðborg Fil- appseyja. Þar með hafi Mac- Arthur efnt það loforð, er Ihnnn gaf árið 1942, er her- , wveitir hans urðu að hörfa af Corregidorvirki og Bat- anskaga, að hann myndi fcoma aftur. f Bandaríkjun- wn er almennt talið, að þeg- ar saga þessarar styrjaldar verði skrifuð, verði þáttur jþeirra, sem vörðust á Bataan ækaga og Corregidor ekki ó- glæsilegastur enda stafar meiri ljómi af nafni Douglas MacArthurs en flestra þeirra sem hafa getið sér orðstír í jþessu stríði. MaCARTHUR hafði, löngu áð- or en þetta stríð hófst bent á, hversu mikilvæg herstöð Filippseyjar væru og hann hafði einnig undirbúið af kappi vamir eyja þessara, sem teljast mega ómissandi í styrjöld við Japani. Hann hafði æ ofan í æ sett fram tillögur við Bandaríkjamenn um auknar varnir og hann skildi líka manna bezt, að eyjaskeggjar voru almennt með Bandaríkjamönnum og daufheyrðist yfirleitt við þeim röddum, sem einstaka jsinnum komu upp, um að framtið landsins væri bezt komið undir vernd Japana, sem snemma reyndu að hafa áhrif á hugarfar eyjar- skeggja. EN HINS VEGAR BOTNUÐU ráðamenn í Bandarikjunum ekki í því, að hér var maður á ferð, sem vissi gerla, að hverju fór. Enda mun svo nú komið, að fáir, eða engir hers höfðingjar Bandaríkjamanna njóta jafnmikillar hylli og jafnmikils trausts og Mac- Arthur. ÞAÐ ER EKKI BARA til þess að sýnast, að MacArthur hef ir nú gengið á land á Filipps eyjum og birt íbúum eyj- anna boðskap endurlausnar- Innar. Hann vissi upp á hár, að hann kom þangað ekki sem undirokari, ef svo mætti segja, heldur sem maður, er hefir unnið að því að leysa undan oki þjóð, sem að sjálfsögðu vill vera frjáls. Bandaríkjamenn hafa, að þvi er bezt er vitað, gert samn- Ing við Filippseyjamenn og munu 'hinir siðarnefndu verða frjálsir innan skamms samkvæmt samningi þessum. JAPANAR HAFA, samkvæmt þeim fréttum, sem oltkur Vestur-Evrópubúum hafa borizt, farið hrottalega að Fil ippseyjabúum, ekki ósvipað því, sem þeir hafa gert við Kínverja á sínum tíma. Þeir hafa ekki virt siði og háttu þeirra, sem land þetta byggja heldur reynt að þröngva upþ á þá einhverju, sem er þeim. gersamlega ókunnugt Hermennirnir fóru þarna yfir ána á innrásarprömmum og gúmmíbátum í dynjandi vél- byssuskothríð frá stöðvum Þjóðverja austan við hana. Tókst Þjóðverjum að sökkva sumum bátunum, en hermönn unum í þeim tókst að synda til lands. Hafa þeir nú náð öruggri fótfestu austan árinnar. Norðan við þriðja herinn sækja hersveitir úr fyrsta hern um ameríska innan þýzkulanda mæranna og eiga aðeins skammt eftir ófarið til bæjarins Prum. bæði trú og siðum. HINS VEGÁR IIAFA Banda- rikjamenn til þessa reynt að koma > fram eins og menn gagnvart Filippseyjabúum, þeir hafa ekki reynt að kúga þá miskunnarlaust, ekki ver ið miskunnarlausir böðlar þeirrar þjóðar, sem þeim hefði þó verið hagur í að fá á sitt band. Suður í Elsass halda Frakkar áfram að hreinsa til í Colmar- svæðinu og þjappa meira og meira að hersveitum Þjóðverja, sem haldast við á vesturbakkan um þar. Keiptarlegum loftárásum var haldið uppi í allan gærdag á ýmsar helztu borgir og sam- göngumiðstöðvar í Vestur- •Þýzkalandi allt austur að Mag deburg. Eiseuhower yfirhershöfðingi var á vígstöðvunum í gær og átti þar tal við Pattop, yfir- mann þriðja hersins ameríska. ÞESS VEGNA munu Filipps- eyjabúar fagna komu Mac- Arthurs, enda þótt þeir séu ef til vill af öðru kyni en hann. Hér virðist skilja á milli feigs og ófeigs. Með því að MacArthur hefir brotizt 1 inn i Manila er nýtt blað brotið í þá styrjöld, sem nú er háð milli þeirra sem vilja undiroka eða vera frjálsir. við Oder Sókn Konevs heldur á- fram í SSésíu Teicsf homam a’ð ein- angra Breslau? ÝZKAR fregnir sögðu í gærkvöldi, að hersveit- um Zhukovs marskálks hefði nú tekizt að ná f ótfestu á vest urbakka Oder, skammt frá Kústrin og var frá þessum fréttum skýrt í London seint í gærkvöldi, en þær hafa enn ekki verið staðfestar í Moskva. Harðir bardagar geisa enn austan við fljótið á þessum slóðum og eru hersveitir Zhu kovs komnar að fljótinu á um það bil 80 km. löngu svæði, þar á meðal á svæðinu Frank furt og Kústrin, en Þjóðverj ar halda uppi þrálátri vörn í báðum þessum borgum, en barizt er í úthverfum þeirra. Það var tilkynnt í Moskva í gær, að Rússar hefðu tekið þorp ið Kunersdorf, sem er aðeins þrjá kílómetra fyrir austan Frankfurt við Oder. Er þetta sögufræggur staður, því að þar var það sem Friðrik Prússakon ungur beið mesta ósigur sinn fyrir Rússum í sjöárastríðinu 1759, þega rallt virtist tapað fyrir honum. Mikilli stórskotahríð er hald ið uppi af Rússum yestur yfir fljótið og gerir hún mikinn usla í stöðvum Þjóðverja. En allir vegir vestur á bóginn eru sagð ir fullir af fólki, sem streymir vestur á bóginn í áttina til Ber línar. Cifrine vill enga fuli- Irúa frá Póllandi Lublinsfjérnarinnar Aalþjóðarádstefnu VERKALÝÐSFÉLAG- ANNA í LONDON var því hreyft í gær hvort ekki væri rétt, að bjóða á ráðstefnuna full trúum frá verkalýðsfélögunum í Finnlandi, Búlgaríu og Rúm eniu, svo og verkalýðsfélögun- um þeim, sem Lublinstjómln hefir stofnað í Póllandi. Sir Walter Citrine, aðalritari brezka verkalýðssambandsins lagðist á móti þessum tillögum og benti sérstaklega á það, varð andi Pólland, að Lublin-stjórn in hefði ekki verið viðurkennd af Bretum og Bandaríkjamönn um. NorSmenn gerðu hið « eina réita, segir Chrishnas Möller HRISTMAS MÖLLER, for maður Danska ráðsins í London, er nú staddur í heim sókn til Stokkhólms, að því er segir í fréttum til norska blaða fulltrúans hér. Sagði hann í við tal við blaðamenn, að Noregur væri nú fremsta land Norður- landa, vegna baráttu sinnar og með henni hefðu Norðmenn gert hið eina rétta, með því að snú ast til varnar. (Frá norska blaðafulltrúanum). Uppi í Slésíu halda hersyeit ir Konevs marskálks áfram sókn sinni á svæðinu milli Berslau og Oppeln og verður vel ágengt. Var jafnvel talað um í fréttum í gær, að svo gæti j farið að þeim takizt að einangra * Breslau. Ráðsfefna hinna „þriggja sfóm" er við Svarfahaf , -------—-------— Þa® var opinberlega tilkynnt i London, Washington og Rfloskva í gær TILKYNNT var opinberlega í gærkveldi og samtímis í London Washington og Moskva, að þeir Churchill, Roo- sevelt og Stalin sætu á ráðstefnu einhvers staðar við Svarta- haf. Samtímis var sagt, að í för með þeim væru utanríkisráð- herrar viðkomandi þjóða, svo og formenn herforingjaráða þeirra. Rætt var um, hvemig tryggja bæri frið í álfunni og hvemig bæri að girða fyrir það, að Þjóðverjar hefðu árásir á ný. Hins vegar hafa engar yfirlýsingar verið gefnar um- fram þetta. Vitað var um ráðstefnu „hirnia þriggja stóru“ nú fyrir fram, en tilkynning þessi er hin fyrsta sem borizt hefur umheiminum um það, sem raunverulega er að gerast. Þá var og tilkynnt, að í einni af flugvélum þeim, sem vom á vegum Churchills, hafi um 13 manns farizt í flug- • slysi, en þess er ekki getið, hvar það hafi gerzt. Meðal þeirra voru ýmsir starfsmenn utanríkisráðuneytisins brezka.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.