Alþýðublaðið - 08.02.1945, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 08.02.1945, Blaðsíða 8
ft Fimmtudagur 8. febrúar 1945. ALÞYÐUBLAÐIÐ ■TJARNARBIC. Englasöngur (And the Angels Sing) Amerísk söngva- og gam- anmynd Derothy Lamour Betty Hutton Fred MacMurray Sýning ki. 5, 7 og 9 fS HVERGI AF SLEGIÐ! Björn á Esju'bergi var að slá í Innra-Hólmstúni og gat ekki eggjað Ijá sinn. Reiddist hann þá svo mjög, að hann kastaðist brýninu i loft upp, og sagðist honum svo siðar frá, að það mundi ekki komið niður enn. Þetta þótti ekki trúlegt. Þá sagði Bjöm: Fari ég þá í helvíti, fað ir minn og móðir mín og allt fólkið á Hólmi, ef ég lýg. Þetta var stöðugt viðkvæði Björns, er sögur hans voru rengdar, sem oft kom fyrir. Sunnanfari ÓVENJULEG TILLITSSEMI Skammt frá Innra-Hólmi er engjastykki, sem Klömhrur heita. Þar eru gamlar mógraf- ir uppgengnar og lítið vatn í, en for. Hjá gröfum þessum sást eitt sinn hestur á beit með þófareiði, en enginn maður. Björn á Esjuhergi var sendur að vita, hverju þetta sætti. Þegar hann kom aftur gaf hann þessa skýrslu: „Það er hann Gvendur Gíslason, hann ligg- ttr þar í mógröf og sýnist fara vel um hann.“ Drógstu hann ekki upp úr? „Nei, ég tímdi ekki að vekja hann.“ Gvendi var bjargað. Sunnanfari. hann í annað skipti, „ef þér fengjuð alvarlegt hlutverk. Ég hef velt því fyrir -mér, og —“ „Hvers vegna er það?“ sagði Carrie. „Nú,“ sagði 'hann, eins og maður sem glímir við dægra- dvöl. „Þessi svipur kemur á andlit yðar við hið allra smá- vægilegasta atvik. Hann kemur þegar þér hlustið á hrífandi lag eða sjáið einhverja mynd. Þetta er sá svipur, sem heimur- inn Vill sjá, því að hann túlkar þrár hans.“ Carrie starði á hann án þess að skilja fullkomlega, hvað hann átti við. „Heimurinn er alltaf að reyna að látá skoðanir sánar í ljós,“ hélt 'hann ófram. „Flest- ir menn geta ekki fundið orð fyrir tilfinningar sdnar. Þeir eru undir öðrum komnir. Þess vegna er snillingurinn til. Sumir lýsa þrám al’heimsins í tónlist, aðrir í skáldskap og enn aðrir í leiklistinni. Stundum kemur þetta fram í andlitum manna — andlitssvipurinn sýn- ir allar tilfinningar og þrár. Það er þetta, sem á sér stað með yður.“ Hann horfði á 'hana með svo alvarlegu augnaráði, að hún skildi hann. Að minnsta kosti skildi hún, að útlit hennar túlk- aði þrár alheimsins. Hún hélt, að þetta væri 'hrós, þangað til hann bætti við: „En af þessum ástæðum hvíl- ir mikil ábyrgð á yður. Það er af hendingu, að yður er þetta gefið. Þér getið ekki miklazt af 'þvi — ég á við, að þér hefð- uð alveg eins vel getað verið lausar við það. Þér hafið ekk- ert borgað til þess að eignast það. En nú, þar sena yður er þetta gefið, þá verðið þér að nota það á ein'hvern hátf.“ „Hvernig?" spurði Carrie. „Til dæmis með því að leika í harmleikjum. Þér eruð svo fullar af viðkvæmni og hafið hljómfagra rödd. Þess vegna eigið þér að flytja öðrum gleði. Það gerir vald yðar varanlegt.“ Carrie skildi ekki þetta síð- asta. Annars sannfærðu orð hans hana um það, að velgengni hennar ihingað til hefði enga þýðingu. „En hvað eigið þér við?“ spurði hún. „Aðeins þetta, sem ég segi. Þér hafið hæfileika í augum yð- ar, munni yðar og í eðli yðar. En samt getið þér misst hann. Ef þér snúið yður undan og hugsið aðeins um að lifa þægi- legu lífi, þá hverfur ‘hann fyrr en varir. Þér missið glampann úr augunum. Munnsvipur yðar breytist. Þér missið hæfileik- ann. Þér haldið ef til vill, að þetta sé ekki rétt, en það er rétt. Náttúran sér um það.“ Hann var svo ákafur í að auka allt hið góða., að hann fylltist stundiun eins konar anda og varð að gefa honum lausan tauminn. Það var eitt- hvað í fari Carrie, sem honum geðjaðist að. Hann vildi vekja hana. „Já, það er víst,“ sagði hún utan við sig og fann til sektar. „Ef ég væri í yðar sporum,“ sagði hann, „þá mundi ég breyta til.“ Dögum saman sat Carrie í ruggustólnum sinum og velti þessu fyrir sér. „Ég held, að ég fari að hætta að leika gamanhlutverk," sagði hún loks við Lólu. „Hvers vegna?“ sagði Lóla. „Ég held, að ég sé betur fall- in til að leika í harmleikjum." „Hver hefur nú verið að telja þér trú um þetta?“ „Ó, enginn,“ svaraði hún. „Ég hef alltaf haldið þetta sjálf.“ En hún hafðist ekkert að — hún var hrygg. Þetta var svo löng leið — eða svo virtist henni — og hún var umvafin þægindum. Af þvi stafaði að- gerðaleysi hennar, en samt var hún gagntekin af þrám. FERTUGASTI OG SJÖUNDI KAFLI. í New York voru um þessar mundir allmargar góðgerða- stofnanir, og með aðstoð þeirra dró Hurstwood nú fram lífið. Meðal þeirra var heimili hinna miskunnsömu systra í Fimmt- ándu götu. Þar á dyrunum hékk lélegur ölmusupottur, og á 'hann var málað, að hver, sem bæði um, gæti fengið ókeypis máltíð þar. Þessi auglýsing lét lítið yfir sér, en, bak við hana stóð þó víðtæk ’velgerðarstarf- semi. Það eru svo margar og miklar stofnanir af slíku tagi, að betri borgararnir taka ekki éftir þeim. En þegar fólk hef- ur komið auga á þær og fær áhuga fyrir þeim, þá fyrst upp- götvar það, hversu viðtækar og mikilvægar þær eru. Ef mað- ur hefði ekki einmitt þetta í huga, þá var hægt að standa á horninu á Sjöttu Avenue og NTJA BtO m » GAMLA SIO ■ Land sólarupp- komunnar Gamlar kunningja konur („Old Acquaintances“) Betty Davis Gig Young, Miriam Hopkins Sýnd kl. 6.30 og 9. ’ « Hver er maðurinn! leynilögreglu- fSpennandi ®lmynd. Sýnd kl. 5. 1 Bönnuð fyrir böm yngrij ien 16 ára. Fimmtándu götu dag eftir dag án þess að taka eftir því, að með nokkurra augnablika milli- bili gengu nokkrir veðurbitnir, magrir og tötralegir menn út úr fólksfjöldanum á breiðstræt- inu og sneri niður Fimmtándu götu. En þannig var það engu að síður, og því kaldara sem var i veðri, þeim mun greini- legra var þetta. Rúmleysið á heimili hinna m,iskunnsömu systra gerði það að verkum, að aðeins tuttugu og fimm eða þrjátíu gátu borðað í einu, og Sýnd kl. 9 Bönnuð börnum innan 16 ára Prófessorinn og dansmærin (My Heart Belongs to Daddy) Richard Carlson Martha O'Driscoll Frances Gifford Sýnd kl. 5 og 7. 'hinir, sem biðu, urðu þvf að standa í hóp úti fyrir, og við innganginn varð að vera vörð- ur. Þetta hafði endurtekið sig daglega i svo mörg ár, að allir voru hættir að taka eftir því. Mennirnir stóðu þarna eins og fjái'hópur í rétt og biðu þolin- móðir — biðu í misjöfnu veðri klukkutímum saman, áður en hægt var að hleypa þeim inn. Engra spurninga var spurt, og engar bænir voru beðnar. Þeir átu mat sinn og fóru svo, og sumir komu reglulega dag eft- w/'/ta/n v/a Fyrsta ferðalag Mogens „Amalía, — mér geðjast ekki Konráð.“ „Ekki láta svona, vinur minn,“ sagði Amalía og beygði sig til þess að færa Konráð í skóna. „Ég held að Konráð sé bezti maður. Og þar sem hann kemur hingað, sendur af veiðistjóranum sjálfum, þá verðurn við að fara með hon- um, — er ekki svo?“ Mogens hneigði höfuðið til samþykkis. Loks var hann tilbúinn. Hann hafði ekki minnstu lyst á nýmjólkinni og kökumun, sem Amalía bax á borð fyrir hann. Mikið fannst honuatn undarlegt að koma út undir bert loft um hánótt í júní. Trén virtust svo stór, — stærri en venjulega. Fyrir utan garðshliðið beið Konráð með vagn sinn Mogens sá strax, að þetta var ekki vagn föðurs hans, — ekki næstum því eins fallegur, að honum fannst. Mogens og Amalía settust aftur í, en Konráð settist í ökusætið. Mogens hallaði sér í fang Arnalíu og varð litið upp í him- inhverfinguna, þar skinu fáeinar stjörnur. Mikið voru þær langt í burtu frá honum bar sem hann sat í vágnum og horfði upp til þeirra. Mogens heyrði fuglasöng einshversstaðar Skammt frá veginum og hélt, að nú hefði fuglamir vakn- að við kerrulskröltið á veginum. Síðan fór hann að hugsa um Bertelsen. Líklega var hann ekki vaknaður enn, — þau f I £A5y.amster... well Nj nvrsy tcm ! <S£T YOU TOA OOC, /..w£í" IW : IM KO T/MB- PAI — MYNDA- SAG A HERlMAÐUR: „Faæðiu vartega, ’kunningi. Við skulum fara með þig til læknis.“ ANNAR HERMAÐUR: „Jæja við skulum flýta okkur. Hon- um li'ður. .. . “ ANNAR „ARABI“ kemur með byssu í hendi: „Þú færð sömu útreið kunningi, ef þú hreyf- ir þig — Emil! Farðu með þessum þarna bak við rúst- irnar. Þú ferð á eftir. Svona nú, eða ég skýt!“ HERMAÐUINN: „Það var slæmt að við skyldum ekki þekkja ykkur á lyktinni, naz- istablækurnar ykkar.“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.