Alþýðublaðið - 08.02.1945, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 08.02.1945, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 8. febrúar 1945. Skáldleg lýsing á veðurfari fyrir norðan — Umþenk- ingar skólapilts í snjó og kulda — Draumar á hana- hjálkalofti f— ÍKoHsvört oturskinnshúfa |— Furðuleg áætlun frá Skipaútgerð ríkisins — Bréf frá Breiðfirðingi ÍDAG SKÍN SÓL. HeiSríkjuhim inn yfir Norffurlandi. Fjöll og dalir snævi drifin, svo að hvergi sér í dökka díla, eftir tveggja daga gjórulausa norðanhríff. Nú hallar degi. Húmiff læffist yfir Iand iff og rökkrið er blásvart, himin- hvolfiff dimmblátt, meff ljósri dags rönd, sem er affi slokkna viff brún- ir vesturfjalla. Stjörnudýrffin er óvenjulega skær. Loftiff er svo hreint og svalt. Óteljandi geisla- augu horfa yfir húmþrungna jörff ina, þar sem mannlífiff íhrærist. Norffurljósabylgja kemur simnan hvelið og færist meff drjúgum hraffa norffureftir. Eru þar örlaga uornir aff spunastarfi?“ Þetta skrif ar skólapiltur á Akureyri og held ur áfram: „HÁLFUK MÁNI líður feiminn upp frá austurbrúnum. Förin mætti vera djarfleg^i. Hér er enginn sléttu-úlfur, til að gjamma fram- an í þig, blessaður! Ekki fjalla- úlfur né skógar-úlfur heldur. ís- lenzka tófan er of mikið í ætt við sjálfa sig, til þess að þora að gagga upp á við. Og fölir geislarnir, sem varpa draugabirtu yfir snæfeld jarðar auka dularáhrif þín gegn allri óvinsemd. Jafnvel íhyrkrið sem hatar þig, skríður í felur milli ása og hæða og inn í gil og gljúfur,' ^ eða undir þverhnípta hamrastalla. Einstaka skuggi skýst á bak við húsin og rekur sig þar óþægilega á menneskjúrnar, sem eiga óuppfylltar óskir hjá bæjar stjórn.“ „FROSTRÓSIRNAR á hrrmguð uðum gluggunum gróa með undra verðum hraða. Nú eru þær alveg að hrekja mánaljósið út úr her- berginu. Það eru heilir silfraskóg ar, sem þjóta upp eins og vafnings viður í suðrænum hita, og hélan verður þykk eins og moskus-ull. Ég sezt úti við gluggann. Það er næstrum almyrkvað í herberginu. Hundgá á næsta bæ. — Bjöllu- hljóniur utan úr kvöldkyrrðinni. Hestasleði á þeysiferð niður veg- inn.“ „DAGSAGA MÍN er saga far- manns yfir höf mjalla. Á skíðum hóf ég ferð mína í morgunrökkri og af háum hnjúkum leit ég sól- aruppkomu og sólsetur, tvö æfin- týri, sem bláfölvi glitlausra daga >mun gera að helgisögum í minn- ingunni. Nú kasta ég svörtum kol um á rauðan eld og kalla feigð að hrímrósunum á glugganum." „KYRRÐIN LYFTIR TJALDINU frá heimi hversflagsleikans. Og inni í húmskógum komandi næt ur þeyrast strengjahljómar, hljóð látir fyrst, en síðan voldugri. Það er Pan, sem er að leika vorguð- inn, sem reikar um myi'kviði vetr arins og kallar á vorið. Heimþrá lífsins til vorsins syngur á hörpu- strengjunum og fellur í ómhrönn um yfir snælöndin. Hljómelfan byltist um helklungur jökulheim anna og brýtur þau. Svo voldug' og ástríðuþrungin er sú þrá.“ „ÓRALENGI HLUSTA ÉG Á fossanið ómfljótsins. Og þannig líður einn vetrardagur af æfi minni í aldanna skaut. IÞað er iLöngu orðið kalt í ofninum, og, silfraskógarnir vaxa á ný á rúðu fletina. En Pan er einnig þar og leikur ómljóð sín, meðan bruna- frostið læðist inn í þakherbergið. Áður en ég fer að sofa, klæðist ég svellþykkri, hvítri ullarpeysu utan yfir röndóttan náttserkinn, og set upp kolsvarta oturskinns- loðhúfu.“ HANN ER SKÁLDLEGUR þessi piltur og líklegt að hann dreymi oft. Gaman mun stúlkunni hans þykja að hlusta á hvíslið hans, þegar hann er heitur af ást og þrá. Það er ekkert á móti því, að fá svona pistil í skammdeginu til að hlýja svolítið. Ekki trúi ég að haust sálirnar mínir firrtist við þó að ég lofi þessari raust frá hinu yzta hafi að heyrast hórna í dálkunum mínum. BREIÐFIRÐINGUR skrifar mér á þessa leið: „Mér hefur nú dottið í hug að biðja þig fyrir nokkrar línur. Hingað til Breiðafjarðar barst nýlega áætlun um strandferð ir frá Breiðafirði frá Skipaútgerð ríkisins, og er það eitthvert furðu legasta plagg, sem sést hefur. Skip in og bátarnir, sem eiga að fara þessar ferðir, eiga eftir áætlun- inni öll að spretta upp í Flatey. Þaðan eiga að byrja allar ferðir og enda í Reykjavík.1' „ÞAÐ SÉST HVERGI, að þau fari nokkurn tíma þaðan aftur, eða að þau komi nokkurs staðar við á norðurleiðinni. Það er þægi legt fyrir farþega, sem ætla að stapa að fara fyrst til Flateyjar, koma við í öllum höfnum í suður leið og koma svo loksins heim, kannske samdægurs og skipið kemur til Reykjavíkúr aftur, hafi það þó nokkurn tíma farið þaðan. Þetta er sem vonlegt er ákaflega óvinsælt hér og verður vonandi lagfært.“ Hannes á hominu. Það er orðin sígild saga ALÞYÐUBLAÐIÐ * Hveifi handa Grikkjum Matvæli eru nú sem óðast flutt til Grikklands til að draga úr sárasta skortinum þar, og hefir hjálpin þó fyrr mótt að gagni koma, ef grískirkommúnistar hefðu ekki hindrað uppskipun matvælanna í höfnum í Grikklandi með uppreisn sinni. Myndin er tekin um borð í sænsku skipi, hlöðnu hveiti frá Kanada, sem verið er að skipa upp í Piræus, hafnarborg Aþenu. Trygglng friðar og öryggis O- INN þýzki áróður gerir hvað hann getur til þess að dreifa út flugufregnum og not- ar m. a. til þess hin smæstu deiluefni, sem rísa kunna með- al bandamanna. Fyrir skömmu síðan tilbjó þýzka útvarpið fregn, sem það þóttist útvarpa frá B. B. C. (Brezka útvarpinu), þess efnis, að hersveitir Mont- gomerys hefðu staðizt sókúarat lcgu von Rundstedts, en ame- rísku hermennirnir vissu ekki hvað þeir ættu af sér að gera og hefðu ekkert getað aðhafzt. Tilgangur Þjóðverja með fregn þessari, var að spilla samkomu- lagi brezkra og amerískra her- sveita á vesturvigstöðvunum; einkum æsa Bandaríkjamenn móti Bretum. Þetta er gott dæmi þess, hversu vel við' meg um vera á verði, ef óvininum á ekki að takast að spilla einingu okkar. í nýársræðu sinni talaði Hitl er um óeiningu meðai banda- manna; — „Rödd húsbóndans," — Quisling gaf samskonar yfir- lýsingu og nú sem stendur gerir Göbbels allt, hvað hann getur til þess að rækta illgresið meðal bveitisins. Raunar er þetta höfuð bar- dagaaðferð þeirra þýzku eftir ósigrana á síðastliðnu hausti. Þeir reyna að bæta hag sinn með hverskonar þrjózku, — reyna, hvað þeir geta, til þess að tefja styrjaldarlokin og auka þær mannfórnir, sem styrjöld jafnan hefir í för með sér. Jafn hliða vinna þeir öllum árum að ósamkomulagi meðal banda- manna, með því að halda því fram, að styrjaldarlokin færi þjóðunum enn meiri eyrnd og volæði, siðferðislega, jafnt sem á öðrum sviðum. Það er vert að geta þess, að þrátt fyrir hina miklu eldraun, sem hinar sameinuðu þjóðir hafa prðið að ganga í gegn um í þessari styrjöld, eru þær nú betur sameinaðar heldur en dæmi eru til um samstarfandi ríki í fyrri styrjöldum. Við, sem höfum frelsi til þess að REIN ÞESSI er þýdd úr „Norsk tidend“ og er eftir prófessor J. S. Worm- Miiller. Ræðir hér m. a. um mismunandi starfsaðferðir Bandaríkjaforsetanna Wil- sons og Roosevelts til þess að i^yggja friðinn í heiminum. segja meiningu okkar, við get- um viðurkennt þetta og litið á árangurinn með ánægju. Sam- vinna okkar hefur hjálpað okk- ur til þess að vinna sameinuð að sameiginlegum málstað. Og við höfum lært af reýnslunni. Undirbúningur friðartímans mitt á stríðstímanum getur vald ið ýmiskonar vafningum. Nú hefst sá tími innan skamms, að við verðum að bæta úr eyðilegg ingu og gripdeildum Þjóðverja. Við meigum fastlega gera ráð fyrir því, að eftir að augnabl'.ks fögnuðurinn yfir hinum endur fengna frelsi er liðinn hjá muni koma deyfðartímabil. Þetta stafar af því, að taugaspenning urinn hefur verið of mikill á slyrjaldartímanum; í 4—5 ár hefur þjóðin búið við ófrelsi og ekki getað lifað heibrigðu póli- tísku lífi. Vegna þess, að styrjöldin krefst svo rnikils starfs og útheimtir svo margt, er ekiki hægt að senda hinu þjáða fólki þá hjálp, sem þyrfti. Má vera, að þetta geti valdið vonbrigðum og jafnvel tor- tryggni. Við lok hverrar styrj- aldar hefur reynslan sýnt, að hinir sameinuðu stríðsaðilar hafa jafnan mismunandi skoð- anir á ýmsum sviðum, og þá þarf hver aðili að hafa til að bera vilja til óhlutlægs starfs og skilnings. Og umbrotum nýs tíma fylgir alltaf einhver sár- sauki. Hin sálfræðilega skýring kem ur fram í friðarviðleitni þjóð- anna, og í því/ hvort fólkinu tekst að jafna sig eftir umskipt \ in frá yfirráðum Þjóðverja; — venjast því, að vera öðrum meg in við víglinuna, heldur en áð- ur. Það fór margt öðruvísi en. skyldi við frelsun Ítalíu og Belg íu. í Grikklandi kom til borgara styrjaldar og okkur er kunnugfc um landamæraþrætu Póllands og Rússlands. Þetta olli mikilli gagnrýni, ekki hvað sízt í Englandi, þar sem hver og einn er frjáls með að láta uppi álit sitt. Einn dag- inn varð Churchill fyrir árás- um sökum afstöðu hans til Grikklands-málanna, — annan daginn var hann bendlaður við „kommúnisma“, sökum álits hans varðandi Póllandsdeiluna. Síðan komu ósköpin öll af gagnrýni frá bandarískum blöð um og stjórnmálamönnum. — Vera má, að hér sé um að ræða eftirhreytur kosningabaráttunn iar í Baudaríjunjum. En það ork aði á oikikur hér í Evróptu eins og Bandaríkjamenn væru farn- ir að fá eitthvert hugarvíl vegna Evrópu. Svo virðist sem ein- a n grunarst efnan þar væri ekki dauð, heldur sigruð í bili, að hin gamla, ameríska tortryggni gagnvart „vonsku“ Evrópu og óttinn um að vera viðriðinn deilumál Evrópuþjóða, væri vaknaður á ný. Hvöss gagnrýni kom fram gagnvart Rússlandi, sér í lagi af hálfu Bretlands. Tal að var um heimsveldisstefnu, heimsyfirráð og hagsmuna- svæði. Sagt var berum orðum, að bandamenn hefðu svikið Atlantshafssáttmálann. Einangr únarsinnar eins og Ball og Wheeler byrjuðu að hóta þvi, að hætta öllum afskipum af Evrópu; og Wheeler réðst hat- ramlega gegn kröfunni um „skilyrðislausa uppgjöf“. Þetta voru gömlu tónarnir, síðan fyr- ir tuttugu og fimm árum, sem rú bárust okkur yfir Atlants- hafið. Þetta varð til þess, að mörg þrezku blöðin, þar á meðal „Times“, andmæltu slíkum of- Franah. á 6. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.