Alþýðublaðið - 25.02.1945, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 25.02.1945, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Sunnudagur 25. febrúar 1945 Miyndin sýnir brynvtarinm amierískan vaign á götu í Saarlautern, enni ,aí Iborgutm Saarfciéraðisins. Himir ,þýzku abúar yirðast fara iferða isdnni á ró fyrir bomunri lá götunmi. HVAÐ SEGJA HTN BLÖÐIN Frh. af 4. síðu. Fyrirhuguð vörn Þjóðverja í „innsta virkinu" er aðallega bund in við það tvennt, að óeining skap ist meðal Bandamanna og þýzkir hugvitsmenn geti f undið upp ný vopn, sem gerbreytti styrkleika- hlutföllum í styrjöldinni. Fyrri vonin hefir vafalaust beðið mikinn hnekki við Krímráðstefnuna, en jafnframt má líka vera, að ráð- stefnan hafi eflt baráttuhug Þjóð- verja, þar sem þeir virðast, eiga mjög harða friðarkosti í vændum. Um síðari vonina geta Þjóðverjar einir dæmt, en víst er það, að flugsprengjurnar hafa kennt Bret um að toera þann ugg í brjósti, ,að styrjöldin sé ekki að fullu unnin fyrr en seinasti þýzki hermaður- inn hefir la'gt niður vopnin.“ — hvað ekki er vist að verði í toráð, ef dæma má af hinni harðnandi vörn Þjóðverja síð- ustu vikurnar eftir undanhald, sem fáir hefðu haldið, að yrði stöðvað. Nefnd !f! undirbúnings rekslrl ÞjóSleikhúss- Ins. E|' INN 19. þ. m. skipaði menntamálaráðherra eft- irgreinda menn í nefnd til þess að gera tillögur um og hafa með höndum undirbúning að rekstri Þjóðleikhússins: Þorstein Ö. Stephensen, leik- ara, Brynjólf Jóhannesson, leik ara, Halldór Kiljan Laxness, rithöfund, Jakob Möller, alþing ismann, og Ólaf Björnsson skrif stofumann. Þorsteinn Ö. Stephensen er foúmaður nefndarinnar. Úfbreiðið AlþýðublaðiS. af 5 sitou. Ef það ékki tækist, — hvað þá? •f** Efti’r banatilræðið við Hitler ríkti ófriðurinn og hin dulbúna varmennská ennþá lengur með al stjórnmálamannanna og inn- an flokksins, heldur en meðal þjóðarinnar. Og Hi.tler mun ó- neitan'lega hafa fengið taugaá- fall. þrátt fyrir það, þótt hann yrði ekki fyrir líkamlegum meiðslum. Nánustu samstarfs- menn áttu ekki sjö dagana sæla fyrstu mánuðina á eftir. — Hver vissi nema Hitler þaétt ist finna höfuðóvin sinn þeirra á rncðal? Eina atvíkið sem nokkurnveg inn er vitað um með vissu að bendi til þess >að eitthvað hafi ekki verið eins og það, átti að vera í þeim herbúðum, er fregn sú er baí-st út sennipartinn í október s. 1. þess efnis, að Hein rich Himmler, yfirmaður „S. S.“' hefði sökum veikinda „Foringj. ans*14 tekið við ýmsum störfum hans um stundarsakir. —---------- Fregn þessi var aldrei. birt eða staðfest opintoerlega af þýzk- um yfírvöldum, aftur á móti fannst hún í leyniskjölum utan landamæra Þýzkalands. Síðan héfur Hitler látið til sín hevra, en einnig dregið sig í hlé og það að mestu.leyti. * Nú er svo högum háttað, að Þjóðverjar deyja ekki lengur fyrir tGöðurland sitt, •— því síð- Úr fyrir Himmler, Göring eða Göbbels, ú— en til eru þeir naz- istar. og ekki svo fáir, sem eru svo fanatiskir, að þeir vilja ganga út í opinn dauðann fyrir Hitler. Hann er, enn þeirra stænsti sp'ámaður1 ag átrúmað argoð. — Hann, sem sendi her- menn sína allt austur að bökk- am Volrgu og að deltum Nílar. Áhj’if hans á hina trúu fylgis menn, sem tilbiðja hann sem guð, eru furðu varanleg, — en þau eru ekki sprottin af jafn héilbrigðum rótum og æskilegt væri. Sextugur í dag: Olafur Lárusson prófessor AÐ er venja í Reykjavík- urblöðunum við slík tæki- færi. sem í dag að segja, að nú eigi einn af beztu borgurum þessa bæjar sextugsafmæli. — Þetta er að vísu síður en svo last, en stundum á þetta ekki al veg við og er ekki nóg. Svo er nú, þvi hér er það ekki aðeins einn merkasti borgari Reykja- víkur, heldur einn merkasti ís- lendingur á fyrra helmingi þess arar aldar, sem á afmæli. Prófessor Ólafúr Lárusson er fæddur í Selárdal 25. febr. 1885. Foreldrar hans voru séra Lárus Benediktsson, sem var prestur þar, og kona hans Ólafía Ólafsdótlir Pálssónar síðast présts á Melstað. Ólafur varð stúdent 1905 og hóf þá náttúru- fræðínám við Kaupmannahafn arháskóla, en hvai’f frá því| er lagaskólinn var stofnaður og lauk embættisprófi þaðan 1912. Eftir það fékkst hann skamma hríð við málflutning og var full trúi borgarstjóra, en var sett- ur 1915 og 1919 skipaður próf- essor í lögum vi.ð Háskóla ís- lands og hefir verið það síðan. Hann hefir nokkrum sinnum verið rektor háskólans og all- mörg ár verið settur dómari í hæstarétti, og auðvitað gegnt allskonar trúnaðarstörfum fyr- ir hið opinbera. Um kennslu prófessors Ólafs ljúka allir lærisveinar hans upp einum munni, að þeir þykjast ekki betri kennara haft hafa. Um önnur opiriber störf halis er það og alkunnugt, að hann hef ir lagt sömu alúð við þau sem alilt anmað, og auk þess hafa þau notið gáfna hans og frá- hæri’ar glöggskygni. Þó að prófessor Ölafur hafi innt þessi. skyldustörf sín prýði lega af hendi, ei*u það þó vís- indastörfin hans sem fyrst og fremst munu hailda nafni hans á lofti.—’Hann hefir samið rétt arsögu, gefið út lagasafnið og ritað greinar um lögfræðileg efni í iiihlend og erlend tíma- rit. Flést og bezt fræðistörf hans eru bó sagnfræðíl. :eðlis. og enda þótt þau séu ekki'ýkja Ólafur Lárusson. mikii að vöxtunum, eru þaú frá bær að gæðum. Kunnátta hans í fræðilegum aðferðum, glögg- skygni hans, gætni og alhliða menntun valda því, að þessi rit hans éru i fremstu röð íslenzkra sagnarita. Þá dregur það ekki. úr, að hann hefir lagt fyrir sig sérgrein, sem bæði er skemmti leg fyrir almennáng og jafn- framt fræðilega mjög notádrjúg það er svo nefnd 'byggðasaga, og eru fremstu rit hans þar ,',Landnám í Skagafirði“ og „Byggð og saga,“ en nú mun á næstunni von á einu slíku riti nýju um byggðasögu Snæfells- ness frá hans Eendi. Auk þessa hefir próf. Ólafur ritað margar greinar hér og þar um mörg önnur söguleg efni, og er ágæti þeiri’a alltaf hið sama. Ólafur kannar viðfangsefni sín til þi’autar, og er naumast neinu við að bæta, þegar hann sleppir höndum af þeim. ; Það er hverri þjóð lán að eiga slíka fræðimenn sem Ólaf olg þegar mannkostir og allt manngildi samsvara þessu, þá getur fekki hjá því farið áð' menn óski þessvað mega njóta slikra manna sem lengst, og því munu og hamingju- og heilla óskir berast Ólafi hvaðanæfa á þessum heiðursdegi hans. ' . A. M. $111 er hvað @rð og immúnisfá ÞJÖÐVILJINN birti ‘síðast- liðinn fimmtudag grein, er nefnist „Verkamenn eiga að ráða í verkalýðsfélögunum“ og er grein þessi prentuð upp úr kommúnistáblaðinu ,,Baldur“ á ísafirði. Grein þessari var svar að á viðeigandi hátt í blaðinu „Skutu'ir1 á ísafirði 13. þ. m., og þykir Alþýðublaðinu rétt að birta hana orðrétta hér, fyrst Þjóðviljin-n fann hvöt hjá sér til að birta í dálkum sínum þá grein, sem var tilefni hennar. Greinin í „Skutli“ nefnist „Sitt er hvað orð og athafnir -kommúnista“ og h-ljóða þann- ig: ^ „I síðasta blaði Baldurs er grein með nafninu: „Verkamenn eiga að ráða í verkalýð»félögunum“. í grein þessari er að þvá vik- íð, hversu nauðsynlegt sé fyrir Verkalýðsfélagið og sjómanna- félagið hér að Iosa sig við for- ustu manna eins og Helga Hann essonar, Hannibáls Valdimars- spnar og Jóns H. Guðmunds- sonar. Sú var tíðin að atvinnurek- endur hér stöguðust á þörf verkalýðssamtakanna að losa sig við foi’ustu Finns Jónsson- ar. Hún skyldi þó ekki vera af sama togá spunnin þessi ikrafa kommúnistaritstjórans, sem nú er í svo náinni samvinnu við íhaldið hér í bæ, að vart verð- ur á milli séð, hvað íhaldsmenn skrifa í blað hans, ' eða hvað hann sjá'lfur skrifar. Ánnai’s skal það fram tekið hér, að þeir þrír menn, sem um er rætt á Baidursgreihinni hafa til trúnaðarstarfanna verið kjörnir af verkáfólkinu og sjó mönnunu-m í þessum félögum. Og það er verkafólkið sjálft, sem ávallt hefur ráðið og ræð- ur enn öllum málum í félögun- um, eins og vera ber, þar sem fullt lýðræði rí-kir, en það er meira en hægt verður að segja um þau félög, þar sem sálufé- lagar Halldórs ritstjóra eru í meirihluta í stéttarfélögum, þar eru hin pólitísku flokkssjónar- mið ráðandi, fyrst og síðast í hverju máli. Annars er nógu gaman að athuga tækifærisstefnu komm- únista í þessum málum og ó- samræmið. Skal það nú gert lítilsháttar. Meðan Héðinn Valdimarsson var í Alþýðuflokknum og var form. Dagsbrúnar, linntu kom únistar ekki söng sánum yfir þeirri óhæfu, að hanr., sem ekki var starfandi verkamaðúr, skyldi vera 'kjörinn form. Dags- brúnar, en- eftir að Héðinn hafði svikið Alþ.fl. og gengið komin- únistum á hönd, þótti þessum sömu mönnum ekkert eðlilegra, en sá sami Héðinn væri formað ur Dagsbrúnar. Hváð skyldi hafa valdið sinnaskiptunum? Ekki er það vitað, að Héðinn hafi stundað vinnu á „Eyrinni“ meðan hann hélzt við í komm- imistaf lo-kknum. Hvað er með núverandi for- mann- Dagsbrúnar? Er hann starfandi verka- rnaður? Nei, það er alþingismaður, sem kommúnistar kjósa þar til forustu og hafa ekkert við að athuga. Þjóðviljinn meira að segja telur það klofninsstarfsemi og bráðhættulegt fyrir núverandi stjórnarsamvinnu' að starfandi verkamenn á hinum ýmsu vinnustöðvum í Reykjavík stilltu upp í Dagsbrún gegn kommúnistaþingmanninum og samningsrofanum Sigurði Guðnasyni. Hverjum stilla kommúnistar í formannssæti í Verkamanna- fél. Akureyrar? Starfandi verkamanni eða hvað? — Nei, ekki alveg. Formannsefni þeirra er kom únistaþingmaðurinn Steingrím ur Aðalsteinsson, Reykviking- ur? forseti efri deildar alþingis. Hvi skyldi linan hér vera frá brugðin línunni í Reykjavík og á Akureyri? - Hverjum stilltu kommúnistar upp, sem formannsefni í Verka lýðsfélaginu Baldri á síðasta aðalfundi? Starfandi verkamanni? Þeir stilltu' sínum pólitíska ritstjóra, Halldöri frá ‘Gjögri, eftir að hafa hætt við, vegna innbyrðis ósamkomulags í sell- unni hér, að stilla fyrrverandi nazista þáverandi kommún- i-sta, en núverandi íhaldsmanni, Baldri Johnse-n, héraðslækni í formannssæti. ög hvað um Vélstjörafélagið? Haf-a kommúnistar stillt þar til formanns starfandi vél- stjóra? Nei, þar stilia þeir föstum starfsmanni Olíuverzlun-ar ís- lands, sem fyrst og fremst h-ef- ur gætt þess að ha-Ida fundi £ félagi sínu, þegar fáir eða engir síarfandi vélstjórar. hafa getað sótt , fundina, vegna þess, að þeir voru við störf sín á hafi úti. Svo var um aðalfundinn síð asta og fundinn, sem. kosning fulltrúa á Alþýðusambands- þingið fór fram á s. 1. haust. Ættu ko-mmúnistar því sem sjaldnast að minnast á þær traustsyfirlýsingar, sem þeir og þeirra ,,afrek“ hafi fengið við nið-urstöðu þessar-a og ann- ara slíkra funda. Og hvað Sjómannafé-lagi ís- firðin.ga viðkemur ber þess að geta, að núverandi formaður þess, Jón H. Guðmundsson, hef ir frá barnæsku stundað sjó- mennsiku og stundar enn á sumrin, þótt kennslu annist að vetrinum. Hann hefur þann stutta tíma, sem félagið hefur notið forustu bans sýnt mikinn dugn-að í störf um sínum fyrir félagið og glögg an skilning á málum sjómanna. Það væri því ekki einungis hnekkur fyrir samtök sjó- manna hér í bæ, að bera ekki gæfu til að fela slíkum manni íor-ustu mála sinna, heldur væri það skortur dömgreindar, að láta kommúnista verða þess valdandi, að sjómannafélagið hér félli í hendur manna, sem setja pólitíska hagsmuni flokks síns ofar stéttarlegri einingu.“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.