Alþýðublaðið - 27.02.1945, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 27.02.1945, Blaðsíða 3
I»riðjuðagur 27. febrúax 1945 ALÞÝÐUBLAÐIO Nú kreppir að HINA SÍÐUSTU DAGA hafa Þjóðverjar orðið að snúast gegn , nýrri og heiftarlegri sókn bandamanna á vestur- vígstöðvunum. Bæði h.ersveit i'r Kanadamanna og Banda- ríkjaamnna eru á hreyfingu í austurátt og hafa sótt lengra fram en um langt skeið og verður vafalaust að setja hana í samband við yfir lýsingu Eisenhowers í vik- unni sem leið, um algeran ó- sigur Þjóðverja við Rín. BORGIRNAR Jiilich og Duren eru á valdi bandamanna og nú er sókninni stefnt til Köln, einhverrar mikilvæg- ustu samgöngum'iðstöðvar Þjóðverja í Vestur-Þýzka- landi og samtímis afar mikils verðrar iðnaðarborgar á bökkum hins sögufræga Rín arfljóts. Á þessu svæði munu v.éra einhver stórkostlegustu hernaðarmannvirki, sem sög ur fara af, -þar hafa Þjóðverj ar komið sér upp hinum marg vislegustu torfærum, sem verða mættu til þess að eyða áformum Eisenhowers um algeran sigur við Rín og í Ruhr, enda mikið í húfi. Síð ustu fregnir herma, að banda menn séu ekki nema rúma 18 km. frá Köln, einni aðal- borg Þýzkalands, með um 800 þúsund íbúum og þar búast menn nú óðum til varn ar gegn því, sem koma kann og sennilega komá mun, að borgin falli í hendur banda- manna nú á næstunni. Má jafnvel vænta þess, að ekki líði margir dagar, þar til her menn Eisenhowers hreki Þjóðverja öfuga yfir Hohen- zollernbrúna í Köln og nái þessari varnarstöð á sitt vald. SAMTÍMIS þessari sókn banda manna að vestan kreppa Rússar æ meir að Þjóðverj- um í austri, hafa brotizt inn í Breslau, mestu borg Slésíu . og stórmikilvæga iðnaðar- borg og samgöngumiðstöð, á mörgum stöðum yfir Oder- fljót og munu nú í aðeins 60 km. fjarlægð frá Berlín sjálfri, háborg nazismans og táknmynd kúgunar þeirrar og áþjánar, sem leidd hefir verið yfir svo mörg lönd nú undanfarin 4—5 ár. OG EKKI nóg með það, að fót- göngu- og vélasveitir sækja háborg nazismans úr vestri og austri, heldur dynur nú yfir Berlín hver árásin af ann arri og nú síðast í gærdag í björtu mesta loftárás, sem gerð hefir verið á þá borg, þar sem allt að 2000 flugvél- ar hella eldi og brennisteini, ef svo mætti segja, yfir þessa miklu iðnaðarborg, sem er frekar en nokkur önnur höf- uðborg Evrópu, miðdepill og „stolt“ þess stjónarfars, serri þar ríkir. pA BERAST og fregnir annars Staðar að úr Evrópu, sem , (Frh. á 7. síðu.) Sóknin á vesturvígsföðvunum: Bandamenn 18 km. frá Köln í gær og varnir I Þá voru bandamenn og aðeins 15 km. frá Muncben-Giadbach og 32 frá Dusseldorf Kanadamðnnum veröyr einnig vei ágengt mltii Maas ®g Rínar 13 ANDAMENN halda áfram sókn sinni á vesturvígstöðv- unum í áttina til Köln og sögðu fréttaritarar í gær- kvéldi, að víða mætti heita svo, að varnir Þjóðverja væru gersamlega í molum. En hins vegar er þess getið, að enda þótt ekki sé urn skipulega mótspyrnu þýzíka hersins að ræða, verjist dreifðir hópar þýzkra fallhiífarhermanna af miklu harðfengi. í gærkveldi voru sveitir úr fyrsta Bandaríkjahernum aðeins um 18 km. frá Köln og austur af Jiilich hafa Bandaríkjamenn tekið bæinn Elsdorf, um 21 km. frá Köln. Þá verður Kanadamönn um einnig vel ágegnt milli Maas og Rínar, en þar sóttu þeir fram 5—6 km. á 8 km. breiðri víglínu. Verkfal! í Chiysler- verksmfðjunum í Defroif OM 14.000 verkamenn í hin um kunnu bifreiðaverk- smiðjum Chrysler í Detroit í Bandaríkjunum eiga nú í verk falli. Smiðjúr þessar framleiða meðal annars hreyfla í hin frægu flugvirki, sem mikið eru notuð til árása á Tokio. Tilefni verkfa'llsiris er sagt vera það, að 8 verkamönnum var sagt upp vinnu og hafa verkfallsmenn tilkynnt, að ann að hvort verði að taka menn þessa í vinnu á ný, eða að her inn verði, að taka að sér rekst- ur verksmiðjanna að öðrum kosti. Austurvígstöðvarnar Rússar balda áfram sókn inn í miðborg- inaí Suðurhluti hennar í fojörtu foáSI f ¥ ARÐIR bardagar eru nú háðir í Breslau, mestu borg Slésíu. Samkvæmt fregn- um í gærkveldi er nú suður- hluti borgarinnar í björtu báli, en Rússar sækja jafnt og þétt fram til miðhluta borgarinnar og hafa enn tekið allmargar húsaþyrpingar, sem Þjóðverjar vörðu af mikilli seiglu og harð- fengi. Einkum eru bardagar sagðir harðir umhverfis Hindenburg- torgið svonefnda, en þar höfðu Þjóðverjar komið fyrir mörg- Framhald á 7. síðu Allar fregnir frá London í gærkveldi báru það með sér, að hið mesta los er komið á varnir Þjóðverja víðast hvar á vetsurvígstöðvunum. Er hvergi getið þess, að skipulegur her sé til varnar og lítið hefir orðið vart skriðdreka og stórskota- liðs, en hins vegar er greint frá, að þýzkar úrvalshersveitir úr fallhlífarhernum verjist víða í vélbyssuhreiðrum og gefist ekki upp fyrr en í fulla hnef- ana-. Þá er þess ög getið, að víða hafi sókn Bandaríkjamanna kom ,ið Þjóðverjum algerlega á ó- vart. Meðal annars er þess get- ið í einni frétt, að þýzkur her- foringi hafi verið tekinn hönd- um, er hann var að raka sig og hugði Bandaríkjamenn vera í margra kílómetra fjarlægð. Hröðust er sókn Bandaríkja- manna eftir þjóðveginum frá Dúren til Köln, þar sem Hodges hershöfðingi er til stjórnar, en þaðan voru þeir aðeins um 18 km. frá Köln í gærkveldi. Þá er mikill þungi í sókninni austur af Júlich. Loks hafa sveitir úr 9. her Bandaríkjamanna sótt greiðlega fram og voru í gær- kveldi aðeins rúma 15 km. frá Múnóhen-Gladbadh og um 30 km. ftá Dússeldorf, einni mestu iðnaðarborg í Ruhr-héraði. Kanadamenn, sem sækja fram á Maas-Rínarsvæðinu, eiga við óblítt veðurfar að stríða, en sóttu samt fram 5—6 km., sem fyrr getur og tóku um 100Q fanga í gær. Flugvélar bandamanna voru einnig athafnasamar í gœr og eyðilögðu sæg eimreiða og rufu járnbrautarlínur á um 750 stöð um. Syðst á vígstöðvunum sækir þriðji her Pattons fram og var byrjaður að skjóta á Bitburg, fyrir austan landamæri Luxem burg af fallbyssum sínum. Þeir eru í sókn Mynd þessi sýnir Eiisenhower, yfirmann alls herafla bandamanna á vesturvígstöðvunuim (lenglat til vtnstri), Patton, ytfir-mann 3. hers Ðandaríkjaimanna, (í imiðju) og annan háttsettan foringja. Hér eru þeir ií, iFralkklandi að sfeoða þýzfea akotgröf, seim tekiri ihefiur verið. Mesfa dagárásin á Berlín tiS þessa: • i 500 þúsund íkveikjusprengjum og 1100 smá!. tundursprengna varpað á hana Stórkostlegar skemmdir uröu á járnbraut- arstöövum borgarinnar í árásinni UM ÞAÐ BIL 1900 amerískar flugvélar gerðu í gær mestu loftárásina á Berlín, sem gerð hefur verið á borgina til þessa. Var varpað niður yfir 1100 smálestum tundursprengna og um hálfri milljón íkveikjusprengna í skæðri loftárás, sem stóð í um eina klukkustund. Mosquitoflugvélar, sem réðust á borgina í gærkveldi fluttu þær fregnir, að cnn hafi logað mikiir eldar víða í borginni, en árásunum var einkum beint gegn járnbraut- arstöðvum borgarinnar. Það voru 1200 flugvirki og' Liberatorflugvélar varðar 700 orrustuflugvélum, sem árásina gerðu. Hófst hún 6 mínútum fyrir 12 á hládegi í gær og stóð í rúma klukkustund. Sprengj- unum var einkum varpað á járn brautarstöðvar borgarinnar, meðal annars á stöðina við Al- exanderplatz og varð gífurlegt tjón af. Er það tekið fram í London, að árásir þessar séu nákvæmlega samræmdar að- gerðum Rússa, sem munu vera í rúmlega 60 km. fjarlægð frá úthverfum hennar. Er svo skýrt skýrt frá í London, að um járn- brautarstöðvar Berlínar hafi verið stöðugir herflutningar, Frh. á 7. síðu. Franski utanríkisráS- herrann í London C* RANSKI utanrikismálaráð- herrann, Bidault er um þessar mundir staddur ’í Lon- dori til viðræðna við brezka á- hrifamenn. í gær sat hann hádegisboð hjá Ohurdhill forsætisráðherra Breta, en annars hefur hann einnig rætt við Eden utanríkis málaráðherra. Munu umræður þeirra meðal annars hafa^snú- izt um ákvarðanir þær, sem sem téknar voru á Krímfundin um. Hann mun hverfa mjög bráðlega aftur til Parísar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.