Alþýðublaðið - 27.02.1945, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 27.02.1945, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 27. febníar 1945 ALÞVÐUBLAÐ8Ð 5 Þetta er ljóta tíðin — Snjótittlingarnir — Skíðaferðir í Bankastræti — Stríðsyfirlýsing gegn bylnum — Lok- un alþingishússins — Bréf frá ritsímastjóra. ETTA ER LJÓTA TÍÐIN. Hvað þýffir eiginlega aff vera aff gefa út blöff í þessu veðri? Er ekki bezt aff steinþegja, halda sig- heima, kveffa Andarímur og kyrja Passíusálma á víxl, en grípa svo spil og spila 13-aura vist á milli, Alkort effa bara Langhund? Mér finnst þaff að minnsta kosti ekk- ert tiltökumál, þó aff allt gangi úr skorffum í svona tíð, enda ber tölu vert á því. Maffur kemst ekki milli húsa, nema meff lögregluaffstoff, því aff bílastöffvamar loka og ekki erum viff fær til þess aff fara ferffa okkar í svona veffri þó aff gamla fólkiff hafi orffiff aff gera þaff. stöðvaðist hvað eftir annað og ætl- aði ekki að hafa sig upp úr hjól- förunum. ÉG VIL SEGJA svona veðri stríð á hendur. Maður getur ekki tekið svona ósvífni þegjandi og með þökkum. Við höfum áður herjað á byljina og unnið sigur og svo mun enn verða. En ég vil ekki heyja nema eitt stríð í einu. Annað vil ég láta afskiptalaust. MÉR LÍKAR það eiginlega vel að alþingismennirnir loki að sér í svona tíð. Það er bezt að loka bæn um vel og rækilega, þegar bylur- inn hamast úti. VESLINGS SNJÓTITTLING- ARNIR þjóta yfir húsþökin okkar, kaldir og svangir, leitandi að strái eða korni. Eigum við ekki að gefa þeim? Snjótittlingarnir eru ákaf- lega varir um sig. Ef kastað er brauðmylsnu í hrúgu í snjóinn verða þeir hræddir við hrúguna. Ef brauðmylsnu er hinsvegar stráð um snjóinn lcoma þeir von bráðar og taka til matar síns. Bezt er þó að kasta fyrir þá á húsþökin. MENN BRUNUÐU um göturnar á sunnudaginn — á skíðum, en fá- ir munu hafa leitað til fjallarma, enda hafði Jón Oddgeir bannnað það. Fólkið gekk rólega um stræt in á skíðunum, brunaði sér niður brekkurnar en þrammaði upp þær. Ég var að horfa á þetta og tók eftir því, hversu mikið atriði klæðn aðurinn var í þessu bjástri: legg- hlífarnar, treyjan, buxurnar, húf- an, að ég tali nú ekki um litinn á stöfunum. þ:j MENN. VORU LÁTNIR vera að moka snjó af götunum í gær. Það var svo sem ekki vanþörf, því að varla var mögulegt að komast um götumar fyrir sköflum. Þegar ég var að aka niður Túngötuna í gær, var alveg eins og ég væri að fara um Hellisheiði í kafaldi. Billinn ÓLAFUR KVARAN ritsímastjóri skrifar mér eftirfarandi bréf: „í athugasemdum yðar um sendimenn landssimans 23. þ. m. er ómaklega veitzt að þóst- og símamálastjóra og tel ég mér skylt að leiðrétta það. ÞAÐ ER ranghermi, að sendi- mennirnir hafi verið teknir upp í frumvarp launanefndarinnar, að minnsta kosti sést það ekki eins og það var lagt fram á alþingi. Þar eru aðeins teknir yfirsendlarn ir tveir, sem lengi hafa verið i á launalögum og áður kallaðir að- stoðarmenn við skeytaútsending- una. Af einhverjum -ókunnum á- stæðum hafði þessum mönnum þó verið sleppt aftur úr frumvarpinu við 2. umræðu á alþingi, en sendi- mennirnir hins vegar teknir inn í það. SAMKVÆMT TILLÖGU MINNI lagði póst- og símamálastjóri til við fjárhagsnefnd, að yfirsendlam ir yrðu aftur teknir í lögin, en sendimennirnir ekki, þar sem fulln aðarákvörðun hefur enn eigi verið tekin um framtíðarfyrirkomulag og mannahald við skeytaútsending una, en við hana starfa nú bæði unglingar og fullorðnir menn.“ Hannes á hominu. /wuej^l éi. /jo/i/t CAct Gervihöfn Löragu eftir innrás bandamanna í Frakkland í fyrr'asunaar varð iþað kunnugi, að einn leynd- dómurinn við ‘hana hefði verið gerfihafnir, seim berskip bandamanna hefóu dregið með sér í mörguim pörtum yfir Ermarsund og ’komið fytrir við innráfearfetröndi'na. Hér er mynd tek- in úr lofti af einni þessari gervihöfn. Fremst isést ihafnartgarðurinn og skip, isem éru að ganga frá honum, en i bafcsýn margar bryggj.ur út frá ströndinni. Hlöfn ,þessi 'er sögð vera svipuð að stærð og h'öfnin í Dover á Suður-Englandi. EINHVER- FYRSTA END URMINNING mín um Búlgaríu er í sambandi við hunda, sem voru í fylgd með hirðunum, er gættu fjárhóp- anna upp til fjalla. Þessir hundar voru fjarska grimmir, enda veitti ekki af því, sökum þess, að á veturna eru úlfarnir harla viðsjárverðir og osvífnir, er þeir leggjast á fé bændanna. Fróðir menn telja, að gerist' Balkan-íhundurinn nærgöngull við menn, þýði ekki mikið að hlaupa undan eða ætla sér að stilla hann eða snoppunga: eina ráðið sé að fara sér að öllu rólega og þá sefist hann von bráðar. * Eitt sinn var ég staddur á almenningsskemmtun í búlg- örsku þorpi einu, Þar var sam- an kominn mikill fjöldi bænda, sem tóku þátt í þjóðdönsum ýmis konar, svonefndum haro, sem eru mikið tíðkaðir í hinum búlgörsku fjalldölum. Eg var spurður að því, hvort mig langaði til þess að taka þátt í dansinum með þeim. „Viltu ekki koma í dansinn?" spurðu bændurnir. Framkoma þeirra var algerlega blátt á- fram og óþvinguð. Fáir þeirra, sem þarna voru, jafnvel eng- inn þeirra, hafði áður séð Eng- lending, þótt undarlegt kunni að virðast. Mér var látin í té undurfög- ur blómarós til þess að dansa við. — En allt í einu kom hús- bóndi minn, skólastjórinn í þorpinu, askvaðandi í ’áttina til mín, þar sem ég var að dansa við þessa yndislegu sveita- stúlku. — „Þú hefur dansað við þessa stúlku þrjá dansa í röð,“ hróp- aði hann. „Gott og vel,“ svaraði ég. „Mig langar ekki til að dansa við neina aðra en hana!“ „Já, — en það er hú einu sinni sá siður hér í landi, að ef maður dansar við sömu stúlk- una þrjé dansa í röð, þýðir það, að maður biðji hennar, — úlaaríu núlimans i 1 T EFTIRFARANDI grein skýrir Bemhard New- man frá núverandi menn- ingarástandi í Búlgaríu og viöhorfi búlgörsku þjóðar- innar til nágrannaríkjanna og nútímamenningarinnar. Grein þessi birtist upphaf- Iega í ,Balkan Backgroxmd‘, en er hér þýdd úr „World Digest“. veiztu það kamiske ekki?!“ Mér varð komið hjá frekari óþægindum með því að ung- lingspiltur, sem stóð þarna skammt frá, tók frá mér stúlik- una mína og dansaði við hana þrjá dansa samfleytt! Ég ósk- aði þeim innilega til hamingju! í annað skipti kom fyrir mig smávegis atvik, sem er dálítið viðskiptalegs eðlis. Ég ætla að segja frá því með fáum orð- um: Upp til sveita 1 Búlgaríu er lífsviðurværi frekar ódýrt og fabrotið. í‘ venjulegu búlgörsku sveitaþorpi er hægt að fá mál- tíð, gistingu og morgunverð samtals fyrir 1 shilling og 7 pence. En svo var það kvöld eitt, að ég kom í þorp eitt, sem var að vissu leyti fráhrugðið öðr- um búlgörskum þorpum, sem ég hafði áður komið í. Þar fékk ég framreidda sjöfalda máltíð, — hún innihélt meðal annars steik og ætisveppi, en borgunin var aðeins 9 pence, — og þjónninn, sem bar á borð fyrir mig, vártist ekki hafa hugimynd um þjónustugjald. Daginn eftir keypti ég mér súkkulaðjstykki, sem venjulega kostar 2 penie, en fyrir það varð ég sömuleiðis að borga 9 pence. Súkkulaðið var innflutt og höfðu verið lagðir á það gífur- legir Ínnflutningstollar, aftur á móti var máltíðin, sem ég keyþti daginn áður, búin til úr innlendum efnum. Þetta var orsökin fyrir hinu mismun andi háa verðlagi. ❖ Búlgaría er næst-minnsta ríkið á Balkanskaganum. Þjóð- ín lifir mestmegnis á landbún- aði. Áttatíu og tvö prósent af fólkinu vinnur að landbúnaðin- um, en tíu prósent starfar ein- göngu við markaðssöluna eða það, sem framleitt er úr land- búnaðarafurðunum. Hinar til- tölulega fáu verksmiðjur í landinu eru í þágu landbúnað- arins að meira eða minna leyti og þannig hefur iðnaði þj*óðar- innar og framleiðslu verið hátt- að um margra alda skeið. í Shumba eru leðurvenksmiðjur; eggjárnasmíði í Gabróró o. s. frv. — Hinn búlgarski iðnað- armaður er álitinn að jafnaði einhver sá bezti, sem völ er á, — og á hann það álit sannar- lega skilið. Samt var það svo, að þegar búlgarska stjórnin hefur leitað til erlendra fyrir- tækja eða ríkisstjórna í því skyni, að þær settu á stofn verksmiðjur í landinu, þegar verðhrun, atvinnuleysi og önn- ur óáran hefur geisað innan- lands, hafa slíkar tilraunir jafnan borið lélegan árangur. Þetta hefur mikið stafað af þvþ að Búlgörum fellur yfir- leitt illa stórbrotinn verk- smiðjuiðnaður, þrátt fyrir það þótt þeir séu duglegir og lagn- ir. Það kom oft fyrir, að Búlg- arar, sem unnu við verbsmiðj- urnar, fóru heim til sín frá verkinu til þess að vinna að uppskerunni heima á heimilum sinum. Að lokum fór oft svo, að forráðamenn iðnfyrirtækjanna urðu að fá verkamenn frá nær- liggjandi ríkjum til þess að verksmiðjur þeirra gætu haldið framleiðslu sinni áfram! * Hin einstöku þorp og borgir eru furðanlega sjálfum sér nógar. Lif alþýðumannsins er mjog fábreytt, en heilbrigt. — Fnamh. á 6. sáSu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.