Alþýðublaðið - 27.02.1945, Blaðsíða 6
•________________________________ALÞYDUBLAÐIO
RáSisl á Japana.
Mynd þessi er af ameríska flugvélaskipinu „Hornet“ og er tekin, þar sem skipið liggur
fyrir akkerum eiríhversstaðar á Kyrrahafi, Á þilfarinu getur að lita nokkrar flugvélar af
gerðinni „Grumman Hellcat“ Flugvélar frá þessu skipi hafa tekið þátt í mörgum árásum
á skip og önnur mannvirki Japana, meðal annars í hinum miklu sjóorrustum við Filipps
eyjar ekki alls fyrir löngu.
Þriðjudagur 27. febrúar 1945
Þjóðlíf í Búlgaríu nútímans
Hætt er við því, að hið
þrönga sjónarmið Og ófrjáls-
HVAÐ SEGJAHIN BLÖÐIN’
Frh. af 4. síðu.
þess við útvarpsráð, að það fyrir-
byggi slíkan erindaflutning, iþví að
Ihann stangast allt of mikið við hið
yfirlýsta hlutléysi þess. En vilji
jþað endilega halda þessu áfram,
þá ætti það að gefa mönnum kost
á að skýra málin frá fleiri sjónar
miðum, bæði í einstökum fyrir-
lestrum og beinum kappræðum.
Til sagnfræðingsins vildi ég hins
vegar beina þeim tilmælum, að
hann, sem fræðimaður, vandi bet-
ur efnisval sitt með tilliti til vand
aðra heimildarita, því að um al-
mennt dæguiþras tel ég hann engu
dómbærari en okkur hina, sem
enga sérmenntun höfum í sagn-
fræði.“
Já, það er nú svo með sagn-
fræðina hjá slíkum herrum, að
það er nú máske meira verið að
hugsa hana sem klókt vöru-
merki á hinn kommúnist'íska á-
róður, en „að hafa það heldur,
sem sannara reynist“, eins og
Ari fróði orðaði, hlutverk sagn
fræðingsins hér endur fyrir
löngu.
Merkileg bók;
Heindýr í hún og
gróðri
NÝLEGA er komin út merki
leg bók eftir Geir Gígja
skordýrafræðing. Nefnist bókin
Meindýr í húsum og gróðri og
vamir gegn þeim.
I bókinni. er getið allra mein
dýra sem til þekkist í húsum
og gróðri oig helztu ráða til
þess að útrýma þeim. Bókin er
nrjög vönduð að frágangi
prentuð á góðan pappír og inn
foundin og glæsileg að öllum
ytra útfoúnaði. Þá eru í bókinni
134 myndir af ýmsum skordýr
um.
Geir Giígja hefir unnið að
Formaðurinn þegir,
og máipípan hefir
gefizl upp
Eggert ÞORBJARNAR-
SON gefst alveg upp við
að verja framferði þingmanns-
ins óorðheldna, sitt og annarra
sundrungarmanna í Dagsbrún.
Honurfi verður bað eitt að ráði,
að telja upp í Þjóðviljanum úr
grein minni þyngstu ásökunar-
orðin í garð Sigurðar Guðna-
sonar og sundrungarmann-
anna, en minnist ekki á ísa-
fjörð, verkfallið í Dagsbrún
1940, eða setuliðsdreifibréfið.
Virðist hann með þessu vilja
draga athygli verkamannanna
frá ávirðingum jhans sjálfs með
því að 'auglýsa enn betur en
orðið er óstjórn og sviksemi
Sigurðar Guðnasonar, og má nú
vesalings Sigurður Guðnason
hugsa: „Svo bregðast krosstré
sem önnur tré.“
E. Þ. hefur mikinn áhuga fyr-
-Ir heilsufari mínu og vill hann
ólmur koma mér í - einhverja
opinbera stofnun. Virðist hann
þar albúinn að leiðbeina mér í
vali á þessum dvalarstað. Eg er
honum þakklátur fyrir það, ef
hann hefur meiri reynslu í lang
dvölum í opinberum stofnunum
en ég, að hann vill svo mjög
miðla mér af þeirri reynslu
sinni.
Dagsbnmarmaður.
samningu bókarinnar í hokkur
ár 'og i vandað mjög til rann-
sókna sinna á þessu sviði.
Er bák þessi' naiu&ynleg al-
menningi, sem vill fræðast um
skordýrin og skaðsemdir sem
þau geta valdið, enda er hún
fyrst og fremst ætluð almenn-
inigi sean. handihók, en einnig
getur hún komið sér vel sem
kennslubók í bænda-, hús-
mæðra- bg garðyrkjuskólum.
Útgefandi bókarinnar er Jens
Guðbjörnsson.
Verkalýðssamfökin é
Fáskrúðsfirði
Frh. af 4. sxðu.
legir félagar séu um 130, en
við foi-mannskösninguna kusu
aðeins 37 menn. Stungið var
upp á tveimur mönnum; ann-
ar fékk 18 atkvæði, hinn 19|
atkvæði, og aðrir, sem kosnir
voru í stjórn, hlutfallslega
sömu tölur. En. á aðalfundi eiga
•að kjósa 2/5 gildra meðlima í
félaginu til þess að kosningin
sé lögmæt.
Þegar að siðasta lið dagskrár
innar kom, var inntaka nýrra
félaga borin upp á fundinum,
og var þá áður búið að ganga
frá og hækka allverulega inn-
tökugjaldið, því verið gat, að ég
spryngi. á þeim lið og drægi mig
til baka. En á mér var aldrei
neinn bilbug að finna, hvaða
mannraunir, sem á mig átti að
leggja, og var það því að end-
ingu samþykkt, að veita mér í
náð inntöku sem nýjum félaga,
þó með strangasta skilyrði, sem
hægt var að setja, um fulla
greiðslu fyrir næsta ár og inn-
tökugjald, og þá var ég orðinn
endurskírður á nýjan leik hjá
mínum háttsettu kommum.
Þetta eru nú stær.s'tu punkt-
arnir i þessu fundarhaldi, og
sýnir það glögglega, hversu
margvislegir vegir þeirra rétt-
látu eru, og hvernig lýðræðinu
er komið undir stjórn þeirra í
verkalýðssamtökunum hér á
staðnum.
25. janúar 1945.
Þórð-ur Jónsson.
HinnÍRgarspjöid
Barnaspítalasjóðs Hrings
ins fást í verzlun frú
Ágústu Svendsen, Aðal
stræti 12
ÚlbreiSi! AlþýðublaðiS.
Frh. aí 5. «iöu
Reyndar er dánartala barna og
unglinga ískyggilega há á þess-
um árum og stafar það af or-
sökum stríðsins En emhvern
veginn mun þjóðin vonandi
komast út úr þeim ógöngum,
sem hún nú hefur lent í vegna
styr j aldar innar.
Hlutfallstala þeirra manna,
sem ná tíræðisaldri, er einna
hæst í Búlgaríu af öllum Ev-
rópuríkjunum.
Þjóðbúningur bændanna hef-
ur ekki breytzt að útliti eða
sniði svo að nokkru nemi und-
anfarin fimm hundruð ár, —
og hann er algerlega búinn til
í heimahúsum.
Þegar einhver þarfnast nýrra
fata, fer hann ekki beina leið
til klæðskerans, eins og við
gerum, — nema kannske í
„spilltum“ borgum eins og
Sofíu og Vörnu. Við skulum
gera ráð fyrir því, að nú þurfi
Tommy litli að fá sér nýjar
buxur, — því hann er vaxinn
upp úr þeim gömlu og verður
nú bráðum fullorðinn maður.
Faðir hans tekur sig til og
klippir ullina af fáeinum kind-
um, móðirin þvær ullina vel
og vandlega, og síðan er unnið
af kappi að því að gera úr
henni þráð, sem síðan er ofið
úr. Ef við mætum móður
Tommys á vegi okkar, megum
við gera ráð fyrir því, að hún
sé með prjónadót sitt meðferð-
xs, eða aðra handavinnu. Ef til
vill hefur hún heilan rokk
meðferðis, sezt niður með
hann, þegar hún mætir kunn-
ingjakonu sinni og þarf að
spjalla svolítið við hana um
daginn og veginn, og tekur til
að spinna til þess að engin
stund fari algerlega til spillis:
Með vinstri hendi teygir hún
úr þræðinum, sem vinzt upp á
fagurlega málaða rokkspóluna.
Þegar hún hefur spunhið á
nógu margar spólur, tekur hún
að vefa. Við vefstólinn er
unnið bæði með höndum og
fótum, þegar klæðið er ofið.
Eftir margrá vikna látlausa og
þoliiimóða setu við vefnaðinn
er klæðið tilbúið til litunar.
Reyndar, ef klæðið er mislitt,
litar hún auðvitað þræðina,
samkvæmt- fyrirmyndinni, áður
en vefnaðurinn fer fram.
Litirnir eru heimatilbúnir,
framleiddir úr jurtum, sem
vaxa í garðinum við húshliðina,
eða sem tíndar eru í skóginum.
Þessu næst fer móðirin ef til
vill til klæðskerans og biður
hann um að sníða fötin og
sauma þau, ef hún hefur ein-
hverra hluta vegna ekki tæki-
færi til þess að gera bað sjálf.
Og mörgum vikum eftir að
verkið var hafið, fær Tommy
litli nýju buxurnar sínar til
notkunar.
Á undanförnum árum hefur
nýtízku vélatækni rutt sér til
rúms á sviði landbúnaðarins
víða á Balkanskaga. Samt sem
áður er ennþá til fjöldinn allxxr
af bændum, sem nota sams
konar búnaðarhætti og tdðkuð-
ust fyrir mörgum mannsöldr-
um síðan. Og með slíkum
vinnuaðferðum þykjast þeir
margir hverjir geta keppt við
hina feykilegu tækni, hvað
vinnuaðferðir snertir, sem nú á
sér stað í Kanada og Argen-
tínu! Orsökin er sú, að þeir
líta ekki nógu raunhæfum aug-
um á nútímann, — sjóndeild-
arhringur þeirra er furðu
þröngur.
Nú í dag eru uppi riddir um
það að hætta þessari tilgangs-
lausu samkeppni, minnka akur-
lendið þar sem hrísið er rækt-
að, en taka upp meiri ræktun
ýmissá aldina og tóbaks, sem
ekki myndi síður verða ágætis
markaðsvara.
1-yndu skoðanir á ýmis konar
tækni stafi af þeim sjálfsbjarg-
ar- og einkareksturshugsunar-
hætti, sem gegnsýrir flesta í-
búana í landinu. Þetta ér ör-
lítið að breytast til batnaðar,
en til skamms tíma kappkost-
aði hver einasta fjölskylda í
landinu það að vera sem sjálf-
stæðust og einangruðust í
framleiðslu sinni. I augum
Búlgarans er engin þörf á því
að kaupa heilan eldspýtustokk
íyrir beinharða peninga, —
sérhver Búlgari getur framleitt
eld með hjálp tinnu og stáls.
Með þessu fer hann þó sínu
fram í trássi við vilja ríkis-
stjórnarinnar, því ríkið hefur
á 'hendi einkasölu á eldspýtun-
um.
Við undirbúning hátíðlegra
tækifæra mallar búlgarska
húsmóðirin sjálf allt það vín,
sem notað er í veizlunni. Það
er nokkurs konar plómu-kon-
jak og er nefnt slivovitza á
máli þeirra búlgörsku. Vín
þetta er bruggað með gamal-
dags tækjum og aðferðum, og
er stundum ærið sterkt á
bragðið og áhrif þess fljótvirk
og mikil.
*
Mest er ræktað af hveiti og
mais, en aukin tóbaksræktun
er nauðsynleg, — 'hingað til
hefur tóbakið verið álitið
„tyrknesk vara“ af Búlgörum,
en þetta er að breytast. I suð-
urhluta landsins er ræktuð
bómull og hrís. En einna
skemmtilegustu jurtirnar, sem
ræktaðar eru í Búlgaríu, eru
rósirnar. í Suður-Búlgaríu er
undurfagur dalur, sem nefnist
Rósadalurinn. í þessum dal er
veðursæld svo mikil og jarð-
vegurinn svo vel fallinn til
ræktunar, að þar spretta ein-
hverjar ilmbeztu rósir, sem til
eru. Sjötíu og fimm prósent af
rósum þeim, sem ýms ilmvötn
eru unnin úr, koma frá þessum
dal rósanna. Þar er loftið mett-
að af dásamlegum ilmi, þegar
rósirnar eru í mestum blóma
og eru ræktaðar í stórum breið-
um alls staðar um dalinn. Það
er furðuleg sjón að líta yfir
dalinn um það leyti, sem hann
er fegu'rstur, — að horfa yfir
margar fermílur af rosa dam-
ascena og rosa alba. Snemma
á morgni hverjum fer heil
hersing ungra stúlkna út á
rósaakurinn til þess að 'hlúa að
honum og rækta hann af stök-
ustu nákvæmni, — sömuleiðis
til þess að taka brumin, áður
en þau > verða fullþroska. Úr
brumunum er framleidd gul-
»græn olía, sem síðan er þykkt
og ummynduð í vaselín og
snyrtikrem. En þær eru ekki
fáar aðferðirnar við lögun og
umbúnað snyrtivaranna, sem
fram verða að fara, áður en
sölumaðurinn að lokum heim-
sæknir konuna mína og sýnir
henni hinn girnilega varning,
er varðveitir yndisþokka hins
fagra kyns. Verðlag smyrsl-
anna er miðað við þunga
þeirra. Hvert kíló getur kostað
allt að 40 sterlingspund, en
Rósadalurinn gefur af sér 2700
kíló árlega.
Nú skulum við með örfáum
orðum gera okkur grein fyrir
lífi alþýðumannsins í einhverju
hinna búlgörsku þorpa. í Búlg-.
aríu eru fremur fá bændabýli,
sem standa ein sér, heldur búa
bændurnir í smáþorpum xxm
gjörvallt landið. Þetta er gert
bæði sökum þess, að þéttbýlið
er, vinsælla en dreifbýlið og
auk þess er með slíku fyrir-
komulagi hægt að gera vega-
kerfi landsins einfaldara og
hentugra. — Niðui-1. á morgun