Alþýðublaðið - 02.03.1945, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 02.03.1945, Blaðsíða 3
Föstttdagur 2. msrz 1945 ALe>yOUBLAлРz Fridrib mikli og Hitler jÞAÐ ER ENGIN TILVILJUN, að Göbbels þrástagaðist í ræðu sirmi í fyrradag á nafni herrnannakonungsíns frá Potsdam, Friðriki mikla og ummæli hans um, að Hitler muni, a sama hiátt og Friðrik bjargaði Prússum frá fyrirsjá anlegum ósigri á sínum tíma, einnig nú bjarga Þjóðverjum frá ósigri, eru vafalaust sögð af ráðnum hug. Að vísu dett ur engum í hug, að þetta tak izt, eri Hitler og Göbbels munu samt lifa í voninni, og það er næsta fróðlegt í þessu sambandi, að bera saman á- standið í lok sjö-árastríðsins, ísem háð var 1756—62 og á- standið í loík þessa strdðs, því gera má ráð fyrir, að brátt sé komið undir lokin. FRIÐRIK MIKLI áttí í höggi við mestu stórveldi álfunnar, Austurriki, Rússland og Frakkland, auk Svia en naut bins vegar nokkurs stuðn- ings Englands, lítils þó. Fyrst í stað vann hann marga og mikla sigra. Hann gætti þess, að eíga við einn í einu og tókst þetta um langa hrið með góðum árangri, vegna sundurlyndis bandamanna, sem þá voru, en þar kom að, að liðsmunar gætti og þá tók Friðrik upp aðra bardagaað- ferð: að draga styrjöldina á langinn í því skyni, að eitt- hvað óvænt kæmi fyrir, sem orðið. gæti til þess að einn eða fleiri bandamanna skær- ust úr leík. Og þetta varð. ÞEGAR ósigur Friðriks virðist með öllu óumflýjanlegur, and ast Elísabet Rússlandsdrottn ing, einn áhrifamesti and- stæðingur ’hans, en nokkru áður Georg II. konungur Englands, en við tóku stjórn endur, sem kærðu sig ekki um að halda ófriðnum ófram. Var svo friður saminn á þann hátt, að Friðrik fékk að halda löndum sínum eins og þau voru í ófriðarbyrjun. AÐ VÍSU eru tímarnir aðrir nú og aðstæður allar breyttar frá því á dögum hins stjórn- kæna Prússakonungs. En samt má gera ofurlítinn sam - anburð. Þjóðverjar vita manna bezt að þeir geta ekki sigrað í styrjöldinni, það er með öllu útilokað. Þess vegna taka þeir upp bardagaaðferð Friðriks, þrauka og draga } styrjöldina á langinn, ef ske kynni, að ósamlyndi yrði með bandamönnum eða blátt áfram, að einhverjir ótrúleg ir hlutir gerðust, sem yllu því, að Þjóðverjar gætu sloppið nokkurn veginn heil 1 ir út úr styrjöldinni. ÞE9S VEGNA er áróðri Þjóð- verja sem mest hagað ó þann hátt, að reyna að etja banda mönnurn saman, vissri dag- skrá útvarprað til Bandarikj- ann, annarri til Bretlands og Frh. á 7. síðu. Þesis var getið í fréttum í 'gærkveldí, að það hefðj verið 29. íótgönguliðsherdeildin úr 9. 'her Banda riikjamanna, sean. tók Munohen Gladfoadh. Þessi mynd sýnir Eisenlhower yifixihersihötfðingja láivarpa Ihermenn úr herdeild þessari. Þeir' tóku Munchen-Gladbach Rússar reka 40 km. breiðan fleyg í varnir Þjóðverja í Pommern Þjóðverjar fluttu 650 þúsund manns frá Austur-PrússSandi í febrúar SOKOSSOVSKY HERSHÖFÐINGI heldur áfram sókn sinni í Pommem oe sótti fram tæna 8 km. í gær. Hefur hann rekið breiðan flevg í vamarkerfið býzka, en ekki hafði hann haf- ið neina stórárás þar, er síðast fréttist í erærkveldi. Danzigbúar em sem óðast að grafa skotgrafir vegna væntanlegs nmsáturs. Rússar hafa enn tekið nokkrar húsabyrpingar í Breslau og skjóta á raforkuver borgarinnar. Ör ræSu Roosevelts: Beint samband hers- höfðingja þrí- veldanna ROOSEVELT FORSETI flutti í gær ræðu ó Banda ríSkjaþingi um ákvarðanir Krím fundarins. Meðal annars sagði forsetinn, . að mikið hefði áunnizt, en samt íefði of langur tími liðið milli leheranfundarins og Krímfund arins. En samkomulag væri í öll um aðalatriðum milli þríveld- anna og Hitler yrði ekki að von sinni, að sundrung kæmi upp. Hann sagði, að hér eftir myndi hershöíðingjar Breta, Rússa og Bandaríkjamanna hafa beint samband sín á milli um hernaðaraðgerðir, án þess að þurfa að snúa sér til London, Moskva, eða Washington. Þá sagði forsetinn, að brezkar og ameriskar tflugvélar myndu veita Rússum beinan stuðning í sókn þeirra. Hann kvaðst ekki alls kostar ánægður með á- kvörðunina um Pólland, én hún vaéri samt eftir atvikum bezta lausnin. Forster, fylkisstjóri (Gauleit er) Þjóðverja í Danzig, hefur birt áskorun til Danzigbúa, þar sem allir, karlar sem konur, er ekki vinna nauðsynleg störf í verksmiðjum eru hvattir til þess að grafa skotgrafir og vinna að virkjagerð vegna yf- vofandi árása Rússa. Berlínarútvarpið hefur skýrt frá því, að skip úr þýzka flot- anum hafi í síðastliðnum mán- uði flutt 650 þús. manns frá Austur-Prússlandi. Frá her Konievs berast þær fréttir, að hann haldi áfram sókn sinni að miðborginni í Breslau og hafi enn tekið nokkr ar húsaþyrpingar og tvö af suð urhverfum borgarinnar. Þá verður Rússum einnig vel á- gengt í Suður-SlóvaMu. í gær eyðilögðu Rússar einnig 48 skriðdreka fyrir Þjóðverjum og skutu niður 28 flugvélar. SÆNSKA blaðið „Dagens Nyheter“ í Stokkhólmi birtir þá fregn, að um 3000 norskir fangar. sem voru í Oranienburg-fangabúðunuom við Berlín hafi verið fluttir á brott, sennilega til Eyjarinnar Rugen í Eystrasalti. (Frá norska blaðafulltrúanum). Lublinstjórnm léf fangelsa konu Arciszevskis Og margar aðrar konur í þjónustu rauóa krossins AÐ var upplýst við um- ræðurnar uiu Krímráð- stefnuna og stefnu stjórnarinn- ar í PóIIandsmálunum í brezka þinginu í gær, að leppstjóm Rússa í Póllandi, Lublinstjóm- in svokallaða, sem nú er kom- in til Varsjá, hefði látið taka fasta konu Arciszevkis, forsæt- isráðherra pólsku stjómarinn- ar í London og margar aðrar konur, sem vou í þjónustu rauða krossins í Póllandi. Megn fyrirlitning er látin í ljös á þessari framkomu Lubl- instjórnarinnar og lýsti Anth- ony Eden utanríkisráðherra yf- ir því, að brezka stjórnin hefði þegar snúið sér til sovétstjórn- arinnar út atf þessu, en um þetta yrði ekki rætt við Lublinstjórn ina, þar sem brezka stjórnin hefði ekki viðurkennt hana og ætlaði ekki að gera það. Einróma iraustsyfir- lýsing fil brezku sfjórnartnnar 'D RÉZKA þingið lauk í gær umræðunum um ákvarð- anir Krímfundarins og stefnu stjórnarinnar í Póllandsmálun- lun. Neðri málstofan samþykkti traustsyfirlýsingu til stjómar- innar með 413 samhljóða at- kvæðum, en 30 þingmenn sátu hjá flestir úr flokki íhalds- manna. Fyrsti Bandaríkjaher- inn 9 km. frá Köln í gærkveidi Hersveitir Pattons brjótast inn í Trier rF ILKYNNT er í aðalbæki stöðvuxn Eisenhowers, að Bandaríkjamenn hafi tek ið iðnaðarborgina Munchen- Gladbach og sæki áfram f áttina til Diisseldorf. Er þar með að nokkru rofin þögnin um aðgerðir 9. hersins, sem verið hefur af öryggisástæð um. Stórskotahríðin dynui' á Köln en þangað áttu Banda ríkjamenn rúma 9 km. ó- farna í gær. Sveitir úr þriðja her Pattons hafa mðst inn í Trier og geisa þar götubardagar. Milli Rínar og Maas er sókninni einig hald- ið áfram, en þar er mótspyma Þjóðverja mjög harðnandi. Skor að hefir verið á íbúa Kölnar að flýja ekki úr borginni austur á bóginn, þar eð húast megi við, að hafin verði fallbyssuskothríð á þjóðvegi þar og loftárásir gerð ar. Taka borgarinnar Miinchen- Gladbach er talin hafa hina mestu þýðingu, ekki aðeins vegna þess, að hún var mjög þýðingarmikill liður í virkja- kerfi Þjóðverja á þessuon slóð um, en hún var einnig mjög mikilvæg samgöngumiðstöð. Um hana kvísluðust járnbraut- ir í allar áttir og þar var mikill iðnaður. íbúar munu nú vera þar um 200 þúsund manns. Eink um var þar mikill baðmullar- iðnaður. Borgin hefir oft orðið fyrir skæðum lotftáiásum banda manna. Þjóðverjar yfirgáfu borgina án þess að veita mikið viðnám. Fyrsta bandaríkjahernum hef ir einnig orðið vel ágengt í sókn inni til Köln og hafa enn náð tveim brúarstæðum á ánni Erft. Eru Bandaríkjamenn nú um 9 km. frá borginni. Milli Rínar og Maas fara bar dagar harðnandi og eiga Kan- adamenn í hörðum bardögum í Hoch-skógi. Annar herinn brezki á við mjög óblíð veður- skilyrði og er illt yfirtferðar, aurbleytur og forað. Hersveitir Pattons eru nú komnar inn í Trier, austur af Luxemburg. Hafa þær tekið um 50 þorp þar í grend og 3000 fanga. Eden utanríkismálaráðherra flutti loíkaræðuna og sagði með- al annars að alger eining hefði ríkt milli þríveldanna um, að Þýzkalandi bæri að greiða nokk urn hluta stríðsskaðabótanna í vörum. Þávék hann að Austur- ríki og sagði, að svo væri til ætlazt, að það yrði stjáltfstætt ríki á ný, en Austurríkismenn yrðu nú að sýna einhvern lit á sér sjálfir, enda vœri ekki seinna vænna. I

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.