Alþýðublaðið - 06.03.1945, Síða 4
4
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
ÞriSjudagur 6. marz 194£>
fU|)(|DtlbUdt5
títgeíandi Alþýðuflokbnrinn
Ritsjóri: Stefán Pétursson.
Ritsjórn og afgreiðsla í Al-
þýðuhúsinu við Hverfisgötu
Símar ritsjó'rnar: 4901 og 4902
Símar afgreiðslu: 4900 og 4906
Verð í lausasölu 40 aura.
Alþýðuprentsmiðjan h. f.
Eftir þingslHln
SÍÐAST LIÐINN LAUGAR-
DAG lauk lengsta þingi,
sem iháð hefur verið í sögu ís-
lenzku þjóðarinnar. En jafn-
framt er þar uim að ræða eitt
hvert merkilegasta þinghald, ef
e-kki hið merkilegasta, sem' háð
hefur verið frá því að allsherj-
arríki var stofnað á íslandi.
Afgreiðsla sjálfstæðismálsins
og stofnun lýðveldisins er að
sjálfsögðu stærsti atburður
þessa þings. Þá var brotið blað
í sögu lands og þjóðar. Raunar
er því ekki að neita, að um
sinn horfði óvænlega um það,
að þáttur alþingis í þessu máli
yrði slíkur, sem vonir stóðu til.
En ekki hvað sízt þess vegna
ber að fagna því, að deilumál-
in skyldu jöfnuð og sú lausn
þessa mikla máls fundin, sem
allir aðilar gátu unað. Þjóðar-
atkvæðagreiðslan um sambands
slitin bar þess líka glöggt vitni,
að landsfólkið stóð óskipt að
samkomulagi alþingis, og vissu
lega mun eíkki síður þáttar allr
ar alþýðu í rnáli þessu verða
lengi minnzt að maklegleikium
Og jafnan mun heiðríkja sög-
unnar hvila yfir þingfundinum
að Lögbergi 17. júní, þegar ís-
lenzka þjóðin endurheimti frelsi
sitt og sjálfstæði að fullu, með
festu og drengskap.
*
Annað stærsta mál hins ný-
lokna þings er að sjálfsögðu
myndun hinnar nýju rikisstjórn
ar, sem leysti utaniþingsstjórnina
af hólmi. ÞVí ber ekki að neita,
að virðing alþingis beið mikinn
hnekki við það, að þessi merk
asta stofnun þjóðarinnar gat
ekki rækt sitt stærsta hlutverk
og leita varð til manna utan
þingsins til þess að takast land
stjórnina á hendur. Til þeirrar
ráðstöfunar var stofnað af illri
nauðsyn, enda fór því fjarri, að
hún gæfi góða raun. En sér í
lagi vegna þessa ber þvi að
fagna, að úr þessu hefur nú ver
ið bætt og alþingi endurheimt
forna virðingu með því að rækja
þá skyldu sína að fá þjóðinni
ríkisstjórn, er nýtur stuðnings
meirahluta þings.
Enn er of snemmt að spá um
Janglífi hinnar nýju ríkisstjórn
ar, sem þó er mikið að gert um
þessar mundir, einkum af þeim
stjórnmiálaflokki, er eftir sat,
þegar stjórnin var mynduð, og
nú er í stjórnarandstöðu. En
um hitt verður ekki deilt, að
núverandi ríkisstjórnar Í)íða
mikil verkefni. Beri hún giftu
til þess að starfa í samræmi
við málefnasamning stuðnings
flokka sinna, sem fyrst og
fremst er mótaður af skilyrð-
um Alþýðuflokksins, hefur hún
sannarlega leyst mikið hlutverk
og þarft af höndum.
*
Hið nýlokna þing hefur ver-
ið mjög athafnasamt og látið
mörg og stór málefni til sín
taka. Afgreiðsla sjálfstæðismáls
irus og stofnun lýðveldis á ís-
Sjómannafélagi 1634:
Sjémannafélagsins
skekkia kommúni
IÞJÓÐVILJANUM 28. febr.
s.*l. er grein með yfirskrift
inni „Skýrsla Sigurjóns“. Und-
ir greinínni stendur E. Þ.
(Eggert Þorbjarnarson); það
skal því engan undra, þótt þar
sé fá isannleiikskorn að finna,
því E. Þ. fer nú brátt að verða
manna frægastur fyrir enda-
skipti á sannleikanum.
Það er von, að E. Þ. og komm
únistar öfundi Sigurjón af
stjórnarferli hans i Sjómanna-
félaginu og því áliti, sem hann
nýtur meðal allrar sjómanna-
stéttarinnar fyrir þær stór
felldu umbætur, sem hann hef
ur komið í framkvæmd fyrir
þá, enda komu vinsældir hans
svo eftirminnilega fram á sið-
asta hausti, er hann hafði verið
formaður Sjómannafélagsins í
25 ár. Þó höfðu kommúnistar
ekki sparað að ofsækja hann ’
og rógbera í Þjóðviljanum eins
og þeirra er siður.
E. Þ. segir, að skýrslan inni
haldi raup og sjálfShól. Þaö er
merkilegt með suma menn, að
ef þeir sjá hreinan isannleikann
þá þola þeir hann ekki; þeir
þurfa alltaf að hafa eitthvað ó-
hreint innan ium, svo íþeim líki
bragðið. Svo rótgrónir eru þeir
orðnir í imoldvörpustarfinu.
Eða hvar er raupið og sjálfshól
ið?
E. Þ. telur lítið hafa verið
innheimt fyrir félagsmenn á ár
inu, eða aðeins kr. 2332,47, og
dregur þá ályktun þar áf, að
sjómenn treysti ekki félaginu
til að innheimta vangoldið
kaup fyrir sig. Nei, Eggert. Það
er beinlínis af því, að eldri út-
gerðarmenn eru búnir að fá
reynslu fyrir því, að Sjómanna
félagið sækir kaupið með mál-
sókn og sjóveðskröfu í skipun-
um, ef ekki er staðið í skilum,
ef krafan er réttmæt. Hér mun
þvi vera um nýgræðinga að
ræða, sem ekki eru orðnir nógu
[ vanir að fara eftir gerðum samn
* ingum.
E. Þ. segir í grein sinni, að
Sjónaannafélagið hafi síðiu’ en
svo gengið fram fyrir skjöldu
í öryggismálum sjómanna. Hvað
meinar maðurinn? Mér vitan-
lega hefur ekki verið haldimi
einn einasti fundur um örygg- i
ismál sjómanna, sem Sjómanna 1
félagið hefur ekki 'haft forystu
um, ásamt öðrum stéttarfélög-
um sjómanna.
Hitt mun ykkur svíða, að Sig
urjón nýtur jafns trausts í ör-
yggiismlálum sjómanna hjá öll
um sjómönnum, æðri sem
lægri. Enda gerði síðasta þing
Alþýðusambands Islands enga
aðra ályktun í öryggismálum
sjómanna, en þá, að mæla fast
með frumvarpi því, sem Sigur-
jón hafði verið með i að semja;
og mér er sagt að E. Þ. hafi
greitt þvi atkvæði. En hann hef
ur kanmsike ekki vitað, hvað
hann var að greiða atkvæðí
um, eins ,og sálufélagar hans
sumir.
Ég get ekki ímyndað mér
nokkurn sjómann, sem ekki ber
fullt traust til Sigurjóns í þess
um málum. En hitt er ,annað
'hvað kommúnistum . i landi
finnst. Þeir verða bara að at-
huga það, að þeir eru ekki menn
til að fara með þessi mál, frek-
ar en önnur; það gera þeirra
istarfshœtti og bæfileifcaleysi í
þessum málum. Ég vil því ráð-
leggja þeim, að hætta nú að
reyna að rógbera Sigurjón fyrir
þessi mál, því það getur ekki
endað á annan veg, en að þeir
rassskelli sjálfa sig.
Hvað við kemur forystu Sjó
mannafélags Hafnarfjarðar, þá
skal hún sízt löstuð. en geta
má þess, að hún hefur gengið
inn á verksvið skipaskoðunar-
manna og getur verið álitamál
um, 'hvort það sé rétt. Hitt er
víst, að hinn nýkjörni formað-
ur, sem er kommúnisti, vill
láta lita svo út, sem þar fylgi
hugur máli. Hann mun líka
vera sú eina stjarna, sem komm
ar sjá nú sem virkilegan sjó-
mann innan stéttarinnar, enda
hleðslustjóri á kommúnista-
fleytunni „Falkur“. Sagt hefur
mér verið, að til væri mynd af
fleytunni ferðbúinni til Eng-
landsferðar, og sízt með það
borð fyrir báru, sem hæfilegt
hefði verið talið hér.
Ur því að E. Þ. fer að minn-
ast á síðasta sambandsþing,
langar mig til að lofa sjómönn
um að heyra eina smásögu um,
hvað kommúnistum er annt
um Sjómannafélagið. Sagan er
á þessa leið:
landi hefur verið því, sem þjóð
inni allri, mál málanna. Mynd-
un þingræðisstjórnarinnar verð
ur og þungt lóð á vogarskál,
þegar störf þess verða metin
af alþjóð. En af öðrum málum
þingsins, sem mörg hafa verið
'hin merkilegustu, ber að sjálf-
sögðu fyrst að geta setningar
hinna nýju launalaga, sem af-
greidd voru í þinglokin. Þar
er um að ræða eitt þeirra skil-
yrða, er Alþýðuflokkurinn setti
fyrir þátttöku sinni í núverandi
ríkisstjórn, og mál, er vissulega
varðar beint og óbeint mikinn
hluta þjóðarinnar.
Það má merkilegt heita, að
launakjör opinberra starfs-
manna skuli ekki fyrir löngu
hafa verið tekin til ýtarlegrar
endurskoðunar, því að launalög
in frá 1919 voru að sjálfsögðu
löngu úrelt orðin og ósamræm
ið og óréttlætið í launakjörum
opin’berra starfsmanna hróp-
legt. 'En úr þessu hefur mjög
verið bætt með setningu hinna
nýju launalaga, þótt þeim kunni
í ýmsu að vera áfátt, enda er
hér um mjög margþætta og
vandasama löggjöf að ræða. En
um hitt verður varla deilt, að
opinberir starfsmenn hafi feng
.ið verulegar og sanngjarnar
kjarabætur með þessari laga-
setningu, enda ber að telja hana
einhvern hinn mesta málefnasig
ur, sem Alþýðuflokkurinn hef
ur unnið fyrir millistéttir og
láglaunáfólk landsins á síðustu
árum og á þó enginn annar
stjórnmálaflokkur honum sam
bærilega sögu í þeim efnum.
*
Vonandi boða sigrar síðasta
þings aukna hagsæld og aukin
réttindi millistéttanna og lág-
launatfólksins í landinu. Og víst
hefur afgreiðsla hinna nýju
launalaga og fjölmörg önnur
má] hins nýlokna þings fært
kjósendum landsins heim sann
inn um það, hvaða stjómmála-
flokkur verðskuldar mest að
heiia sverð og skjöldur íslenzkr
ar alþýðu í lífsbaráttu hennar.
og kompás-
sfans
I
Alþekktur kornmúnisti sagði
í ræðu, sem hann hélt þar, að
aðeins 4 starfandi sjómenn
væru fulltrúar þar frá Sjó-
mannafélaginu, ög fannst þetta
býsn mikil. Ég vil nú spyrja
ykkur sjómenn: Hvernig hald-
ið þið, að málum ykkar væri
nú komið, ef þið hefðuð ekki
stjórn ykkar á þurru landi?
Skyldi hann ekki hafa viljað,
að fulltrúarnir frá Sjómannafé
laginu væru i hörku aðgerð
suður á Selvogsbanka eða norð
ur á Halamiðum, meðan þingið
stóð yfir? Mér er næst að halda
það. Hitt gat ræðumaður ekki
um, hvers vegna Dagsbrún,
sem hann er fulltrúi fyrir,
isendi skriÆstotfiumjenn, forstjórá
og alþingismenn til þings, þar
sem verkamenn voru tfyrir
hendi í þúsundatali. Það er
margt skrítið í kýrhöfðinu,
drengir.
E. Þ. kemur lítillega inn á
skipulagsmál verkalýðshreyfing
arinnar, og dróttar þar að Sig-
urjóni ósvífnum fölsunum. Já,
f'tt er nú hvað, soðið og súpan.
g vil leyfa mér að halda því
fram, að aðalhornsteinn Al-
þýðusambands íslands sé hinn
gagnkvæmi réttur; og ef nú á
Auglýsingar,
sem birtast eign f
AlþýðuMaðicu,
verða að vera
Hverfisgötu)
komnar til Auglýs-
ináaskrifstofunuar
í Alþýðuhúsinn,
fyrlr kl. 7 að kvSldL
Síffli 4906
að fara að afnema hann bara
til að komast í pyngju Sjó-
mannafélags Reykjavíkur, þá
er eins gott að leysa samband-
ið upp, þvi félög úti um lands-
byggðina fara þá að hafa lítiS
igagn atf veru sinni, lí samband.
inu. Og hin smærri félög út
með ströndum landsins vil ég
spyrja: Hvaða félag hefur verið
ykkur styrkasta stoð, þegar þið
hafið staðið í kaupdeilum?
Skyldi þeim ekki flestum hafa
fundizt gott, að eiga þá Sjó-
mannafélagið fyrir samherja,
þann samherja, sem hægt var að
treyst á? Nei, E. Þ. Þetta er olf
þykkt fyrir okkur sjómenn; við
vitum eins vel og E. Þ., að
mennirnir, sem alltaf eru á sjóni
um, hafa ekki möguleika á að'
fylgjast eins vel með málumt
dagsins, og þörf er fyrir jafn
fjölmennt félag og Sjómannafé-
ÍVh. á 6. sf©u
i
VÍSIR minnist í gær, í sam-
bandi við þingslitin, á af
greiðslu launalaganna og lætur
á rnargan hátt vel yfir þeim. I
grein hans segir meðal annars:
„Á síðustu dögum þingsins tókst
því að afgreiða launalögin, sem
veruleg átök ihöfðu orðið um, og
ýmsir töldiu að hefðu ekki hlotið
nægan undirta. Hvað sem segja má
um það, var ekki verjandi áð draga
afgreiðslu þessara laga enn á
langinn, með því að segja má með
fullum rétti að Iþau hafi átt að
endurskoða fyrir 20 árum og ávallt
síðan. Launin voru óeðlileg á ýms
an hátt, sem eðlilegt var, iþar eð
ný embætti voru stofnuð á bitl-
ingatímatailinu mesta, en viðeig-
andi launalagaákvæði sett til þess
eins. að ofala gæðingana. Þetta skap
aði slíkt misræmi og ófremdará-
stand, að ekki varð við þagað, enda
ihafði þráfaldlega verið um málið
ritað og rætt, án þess þó að nokk-
ur veruleg leiðrétting fengist.
Afgreiðsla launalaganna hefir í
för með sér aukin útgjöld fyrir rík
issjóðinn, sem nema munu nokkr-
um milljónum. Þær breytingartil-
lögur, sem samþykktar voru, munu
allar hafa miðað í hækkunarátt
og flokkarnir verið innilega sam-
mála um að auka útgjöldin freltar
en að draga úr þeim. Framsókn-
arflokkurinn hafði þó þá sérstöðu
að hann greiddi atkvæði með öll-
um hækkunartillögunum, en í
gegn frumvarpinu í heild, og var
það af ýmsum talið éðlilegt, með
því að þingmenn flokksins gæíu
ekki unað því, að sómasamlegt
jafnrétti skyldi gllda í opinberum
launagreiðslum.“
Hér er framkomu Fram&ókn
arflokksins í sambandi við launa
lögin rétt lýst; og sízt skal það
lastað, að -Vísir viðurkennir
nú svo afdráttar'laust nauðsyn
þess, að leiðrétta á þessu þingi'
það ranglæti sem opinberir-
starfsmenn hafa verið beittir.
En hvers vegna viðurkenndi
Vísir þetta ekki meðan sú stjórn
sat við völd, sem hann studdi
og hefur alla tíð harmað síð-
an? Og hvers vegna gerði sú
stjórn ekki gangskör að þvi, að
afgreiða launalögin?
*
Jónas Guðmundsson skrifar
at’hyglisverða grein í siðasta
tölublað Ingólfs um allan þann.
taumlausa lygaáróður og blekk
ingar, sem nú er ausið yfir
löndin, einnig okkar land. Þar
segir meðal annars:
„Það voru kommúnistarnir rúss
nesku, sem fyrstir allra urðu til
þess að taka upp áróður til þess
að taka upp áróður í þeirri mynd,
sem hann nú þekkist. Aðrir flokk
ar sáu fljótt hve vel þessi aðferð
gafst og tóku hana 'því eftir komm
únistum. Nazistar urðu um skeið
fremri kommúnistum í áróðrinum
þ. e. í því að skipuleggja óhróð-
urs- og rangfærslustarfsemi. „Með
nægilega öflugum áróðri er hægt
að láta þá, sem lifa í helvíti halda
að þeir séu í himnaríki“, er haft
eftir Hitler. Sýnir þetta vel hina
miklu trú á áróðrinum
Hinum lævísustu skoðunum er
lætt in» á milli viðurkenningar-
orða og jafnvel er svo langt geng-
ið að dáist að „fórnardýrinu" að
einhverju leyti a. m. k., til þess
að því betra sé að koma lyginni að„
Áróðurstæknin segir að andstæð-
urnar verki bezt. Nazistar komust
ekki svo langt hér að ná nokkurn
tíma verulegri aðstöðu til áróð-
urs. Þeir skipulögðu þó sínaff
Framh. á 6. síQu.