Alþýðublaðið - 06.03.1945, Síða 5

Alþýðublaðið - 06.03.1945, Síða 5
Þriðjudagur 6. marz 1&45 ALÞYÐUBLAÐIÐ 5 t Merkilegar upplýsingar frá verkstjóra um vatnsskort- inn í bænum — Heimaæðarnar í miðbænum eru ónýt- ar — Þegar mennirnir í hitaveitunni skýrðu vatnsskort- inn fyrir verkfræðingnum og gerðu merka uppgötvun. AU VORU sannarlega í tíma töluð orðin, sem einn bréfrit ari minn senði mér og ég birti fyr ir helgina um útliti bæjarins og færðina á götunum þegar snjór- inn færi að hlána. Sumar götur voru eitt beljandi haf á sunnu- ðaginn og næstum ómögulegt að fara um þær. Má segja að bifreið ar hafi alveg eins og gangandi fólk varla komizt um götumar. í gær unnu mjög margir menn að því að ryðja þær og hreinsa kring um „niðurföllin“, enda veitti sann arlega ekki af því. NÝLEGA KOM maður að máli við mig og ræddi við mig um vatnsskortinn hér í Reykjavík. Það, sem hann sagði mér, vax mjög athyglisvert. Hann hafði verið flokksstjóri eða verkstjóri við hitaveituframkvæmdirnar og haft umsjón með því, er verið var að grafa fyrir heitavatnsleiðslunum, meðal annars í miðbænum. Hann heldur iþví óhikað fram að vatns- skorturinn stafi fyrst og fremst af því að leiðslurnar inn í húsin frá aðalæðum vatnsins séu orðnar ó- nýtar. HANN SAGÐI meðal annars: „Þegar við vorum að grafa í Aust urstræti og Lækjargötu urðum við varir við mikinn vatnselg kring- um innlagningaleiðslur kalda vatns ins. Þessar leiðslur eru úr járni og pípurnar eru treikvart og tommu pípur. Fyrst í stað héldum við að þetta væri sjór, en þegar þetta var svona bókstaflega alls staðar, þar sem við grófum í miðbænum, þá fór ég að athuga þetta. Ég komst brátt að því, að hér var um ræða tært og ágætt vatn. Pípurnar lágu í því og þær voru næstum eins og silunganet og héngu varla saman. ÞAÐ KEMUR EKKI til neinna mála, að við höfum með greftin- um eyðilagt pípurnar, því að okk ur datt einmitt í hug að svo kynni að vera og fórum því varlega. Það sér alls ekki á aðalleiðslun- um, þær eru heilar, en heimæð- arnar eru ónýtar og vatnið flæð- ir út um þær. Verst var þetta inn til B. S. R., Guðmundar Gamalíels sonar og á horni Pósthússtrætis og Austurstrætis, en mjög víða annars staðar bar á þessu. Við gát um bókstaflega fengið okkur að drekka þarna. Þetta var hreint og tært Gvendarbrunnavatn. ENN VAR EITT, sem var mjög athyglisvert og staðfestir þessa skoðun mína: Snemma á morgn- ana, þegar lægst var í sjó, var vatnselgurinn mestur, eða réttara sagt, þegar þrýstingurinn frá Gvendarbrunnum á að vera mest- ur. Þá fossaði vatnið út um píp- urnar. Þegar líða tók á daginn, og fólk í öðrum hverfum fór aðal- lega að nota vatnið, þá minnkaði vatnselgurinn. Ég sagði forstjóra vatnsveitunnar frá þessu og hann hélt því fyrst fram að þetta væri sjór en svo sönnuðum við að þetta væri vatn. Ný pípa var sett inn í B. S. R. og hygg ég að þeir þar geti staðfest að vatnið hafi aukizt við það hjá þeim. EN ÞETTA er ekki nóg. Miðbær inn er allur gljúpur og jarðvegur inn blautur. Þar mun því vera meiri hætta á að pípurnar þurfi á stöðugu viðhaldi að halda. Ég veit að innleiðslurnar eru mjög víða í honum alveg ónýtar og fyrst svo er, þá þarf almenningur ekki neitt að undrast yfir því þó að vandræði stafi af vatnsskorti í bænum. Menn geta alveg ságt sér það sjálfir,’ hve mikið af vatni fer þannig til spill- is. Miðbærinn er lægsti punktur bæjarins og ef leiðslumar þar tapa vatni sífellt út í jarðveginn, þá mun það skipta mörgum tonnum á dag. ÉG VIL segja þér þetta, svo að þú getir vakið athygli almennings Og starfsmanna bæjarins á þessu. Mig furðar á því, að þetta skuli ekki hafa komið opinberlega fram og það því fremur, sem við verka- mennirnir vöktum nægilega at- hygli á þessu á sínum tíma. Nú á einhver rannsókn að fara fram á aukningu vatnsveitunnar. ^Væri ekki rétt fyrir verkfræðinga bæj- arins að athuga þetta, setja nýjar heimæðar í miðbæjarhúsin áður en farið er að gera annað. Nýj- ungar og breytingar á vatnsveit- imni sjálfri, hversu nauðsynlegar sem þær eru, bera engan árangur ef ekki er fyrst stöðvaður vatns- flaumurinn út um sjálfan pípurn- ar í götunum." ÞETTA ER MJÖG athyglisvert og skylda starfsmanna bæjarins að athuga þetta. Getur þetta ekki verið víðar í bænum?,Því er hald ið fram að fólk kunni ekki með vatnið að fara og eyði því í óhófi. Fólk neitar þessu. Getur ekki skýringin einmitt legið í því, að þjófur sé í vatninu, sem ekki hef- ur enn verið haft upp á? Þetta verður að athugast nú þegar. Hannes á horninu. UngEinga vantar nú þegar til að bera blaðið til áskrifenda í eftirtalin hverfi: Barónsstígur Þlngholt Tjarnargötu i' AlþýðubSaðið. — Sími 4fð0. Á myndinni sjást, liggjandi á götunni, karlmaður og kona, sem féllu í fyrstu árekstrunum milli ELAS-iliðsins og stjórnarsinna í Aþenuborg i byrjun desembenm'ánaðar; en allt í kring sést uppæstur múgur og margmenni með kjörorð ELAS-liðsins á spjöldum, sem borin voru um göturnar. Þannig byrjaði það í Aþenuborg Lausnin undan oki nazismans ekki nóg HVAÐ er út á það að setja, að hernumdu löndin séu leyst undan okinu? Er þó of djúpt tekið í árinni, þótt full- yrt sé, að hvorki þeir sem frels ið fá eða þeir, sem að því vinna, séu fullkomlega ánægðir? Og getur nokkur maður slegið því föstu, að þær þjóðir, sem banda menn hafa leyst undan oki Hitl ers, muni að stríðinu loknu fylgja eftir í spor þau, sem nú- verandi áhrifaþjóðir eru að marka fyrir komandi kynslóð- ir? Ef maður virðir fyrir sér hið óeðlilega og lítt æskilega ásig- komulag í Frakklandi og Belgíu og jafnframt óeininguna á ítal- íu og Balkanskaga, er vert að hafa eitt í huga. Það er heimsku legt að ímynda sér nokkuð í þá átt, að þjóðir, sem búið hafa við lengri eða skemmri erlend yfir ráð og jafnvel kúgun, geti allt í einu komið viðskiptalífi sínu og stjórnmálum í venjulegt borf, endaþótt frelsi sé fengið. Jafnvel löngu fyrir stríð gjörði margskonar upplausn og þjóð- félagsleg rotnun vart við sig meðal ýmissa þjóða og þær sáu fram á langvarandi erfiðleika, sem fylgja myndu tilraunum tií úrbóta. Enda’þótt ekki væri hinum gífurlegu á'hrifum Hitlers til að dreifa í ýmsum löudum Evrópu, myndi hægfara þróun og við- reisn alltaf vera erfiðleikum bundin, þegar um er að ræða heilar þjóðir sem barizt hafa fyriir frelsi og liðið þrengingar árum saman. íEn nú er svo kom- ið, að hin illu á'hrif, sem Hitlers- stefnan hefur haft á millj'ónir mahna, eru raunverulega miklu alvarlegri en annarskonar skaði, sem þjóðirnar hafa orðið fyrir sökum ódœðisverka þessa manns. * Gegn Hitler hafa risið marg- ar milljónir manna, sem hafa komið auga á blekkingar hans og ævintýraiegt braml. En, — honum hefur einnig tekizt að á- P FTIRFARANDI GREIN birtist í tímaritinu „Free Europe, í London og er eftir George Soloveytchik. Er hér nokkuð rætt núver- andi ástand í löndum þeim, sem nýlega hafa verið Ieyst undan hernámi nazista. Sömu leiðis er minnzt á erfiðleika hernumdu þjóðanna, bæði núverandi og þá, sem þær bjuggu við, meðan á hernám inu stóð, einkum viðskipta- lega og hvað snertir stjórn- málalega starfsemi. vinna sér hylli margra milljóna og þeirra á meðal er margur maðurinn, sem ekkert veit, hvað Hitlers-stefnan raunveru- lega er. Stefna Hitlers hefur megnað að telja Þjöðverjum trú um yfirburði þeirra sem þjóðar yfir allar aðr^r þjóðir, stóar og smláar, — sömuleiðis hafa viðskiptalegar kennisetn- ingar hans náð tökum á hugsun arhætti þjóðarinnar og stjórn- málastefnu. Af þessu leiðir krafa Hitlersstefnunnar um auk in yfirráð jrfir löndum og lýð- um og yfirgangur Þjóðverja og kúgun í garð1 annarra þjóða, sem-máttu sín minna fyrir ofur efli þeirra, Þeim, sem nú vinna sigur á nazismanum, leggst sú skylda á herðar að gera upp við þá stefnu, eftir þvf sem við á og sanngjarnt er. Löngu áður en blóðið litaði vopnin í þessari styrjöld, mátti sjá hverjar af- leiðingar af telveru nazismans yrðtu. En nú er það verketfnið að binda enda á tilveru hans. Samt sem áður er það stór- kostlega athyglisvert, hversu hinar sameinuðu þjóðir, sem nú eru að hefja lokaáfangann í sig urgöngunni, eru þrátt fyrir allt lítið sameinaðar, svo ekki sé fastar að orði komizt. Mér skilst svo sem tvær ástæður séu aðal- lega fyrir þessu. Skulum við nú hugleiða þetta nokkru nánar. Að öllum líkindum mun allur þorri hinna hernumdu milljóna hafa verið þeirrar skoðunar,, að um leið og nazisminn tæki að þíða verulegan ósigur kæmi frelsið upp í hendurnar á þeim. — Fyrst væri að klekkja nóg á Þjóðverjum, síðan fengist allt það frelsi, sem hugurinn girnt- ist. En, því miður, raunin hefur orðið nokkuð önnur, þegar til kastanna hefur komið. — Reynd ar hafa margar þjóðir verið leystar undan yfirráðum Þjóð- verja, — en nazisminn er enn ekki útdauður, hvorki í heima landi sínu né í ýmsum öðrum löndum, og ógnir styrjaldarinn- ar eru enn ekki með öllu um garð gengnar; síður en svo. * Ennþá líða milljónir manna andlegar og líkamlegar kvalir af völdum stríðsins, ekki sízt meðal þeirra þjóða, sem fengið hafa frelsi á ný. Ennþá er várla sú fjölskylda til á meginlandi Evrópu, sem ekki á einhverh meðlim sinn á vígstöðvunum, látinn eða lifandi, — eða sem stríðsfanga óvinarikisins. Enn- þá þúa þjóðirnar við viðskipta líf í molum og með örðugleika í framleiðálu og verzlun fram- undan. Margar þær þjóðir, sem nú eru ekki lengur undir stjórn r.azista og eru því lausar við á- rá’sir þandam., þúaniúviðstöðuig ar árásir frá rakettusprengjum Þjóðverja og „mannlausum flug vélum“ þeirra. Þessar þjóðir eru eins og að líkum lætur þúnar að fá nóg a£ stríðinu, — og svo mun um þær fiestar. En hörmungarnar halda áfram og ganga jafnt yfir þjóð- irnar, hvort sem þær hafa verið frelsaðar, eða ekki. Við&kiptalíf þessara þjóða hef ur breyzt svo mikið í öllum grundvallaratriðum, að varla er hægt að hugsa sér róttækari Framh. á 6. siOu.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.