Alþýðublaðið - 07.03.1945, Qupperneq 5
Miðvikudagur 7. marz 1945,
ALÞYÐUBLAÐIÐ
5
Umræður um nöfn á eötum — Hvernig lízt ykkur á?
— Nöfn á nýjum stað, ef sömu reglu værir fylgt. —
Nokkur orð um landbúnað.
G VERÐ að taka unðir þær
raddir, sem hafa gagnrýnt
nöfnin á götunum í og við Kapla-
skjól. Það eru hin furðulegustu ó-
nefni, sém enn hafa heyrst hér í
hænum og voru mörg nöfn þó áð-
nr komin, sem ékki þóttu falleg
eða tilkomumikil. Eftir hverju eru
mennirnir að leita sem velja göt-
unum slík nöfn? Eru þeir að reyna
að vera þjóðlegir? Það má vera að
svo sé, og út af fyrir sig er það
gott og blessað, en slík ónefni eins
og til dæmis Jaltaskjól vekur ekki
virðingu fyrir slíkri viðleitni.
ÞAÐ ER SAGT að íslenzk tunga
sé auðug og ættu vísindamenn
þeir sem telja verður líklegt að
bærinn 'hafi kvatt til að velja
nöfnin á göturnar því ekki átt að
vera í vandræðum. Ég sé ekki að
nauðsyn -'hafi krafið að kenna all-
ar göturnar við hross, þó að nafn-
ið Kaplaskjól vísi til þess að fyrr-
um hafi hross Reykvíkinga leitað
sér skjóls í vetrarnæðingunum á
þessum slóðum.
ÞAÐ ER NÚ verið að fylla stór
svæði með sorpi, Þegar því er lok
ið, er alveg hægt að gera ráð fyrir
því, að byggt verði á þessu svæði
og um það lagðar götur. Hvað
eiga þær að heita? Ég kem trnér
varla að því að fylgja sömu regl-
unni og þeir hafa fylgt, sem valið
hafa nöfn á götunum undanfarið.
En ef ég gerði það, myndi ég
leggja til að götum á þessu svæði
væri valin nöfn eins og Dauðrar-
rottustræti, Úldnakets-gata, Mygl-
aðra-ostastígur og Svínaríistorg.
NÖFNIN GÆTU orðið miklu
myndauðugri, en ég hugsa að þið
séuð búin að fá nóg af sóðaskap
í bili og þó að þessi nöfn séu ef
til vill ekki í fullu samræmi við
götunöfnin í Kaplaskjóli þá myndu
þau verða þannig ef sömu reglu
yrði fylgt og farið hefur verið
eftir í vali á gatnanöfnum að
minnsta kosti stundum.
REYKVÍKINGUR SKRIFAR:
„Það er fremur sjaldan að sjá í
dagblöðum hér rökfastar og djarf
legar' greinar um ýmis þjóðfélags-
mál okkar. Slíkar greinar eru þó
nauðsynlegri en flestar aðrar, því
að þjóðin þarfnast fræðslu um
þjóðfélagsmál.
NÝLEGA víkur Sigurður Pét-
ursson gerlafræðingur mjög frá
þessu. Hann talar af rökfestu og
með fullri djörfung um, að litlar
likur séu til að landbúnaðarfram-
leiðsla hér geti orðið samkeppnis
fær við framleiðslu annarra þjóða
hvað verð snertir. Þetta ætti reynd
ar að vera öllum Ijóst, og er það
sennilega.
ÉG ER áminnstum greinarhöf-
undi sammála það sem grein hans
nær, . en vil bæta þessu við það
mál. Þótt landbúnaður' væri rek-
inn með meiri gætni og öryggi
lieldur en gert er, þar sem flutt
hefur verið inn sauðfjárpest, sem
gerir marga bændur sauðlausa og
fráhverfa landbúnaði væru erfið-
leikarnir. nógir. í annan stað munu
fóðurbirgðir bænda vera tæpar
sem fyrr, ef hagleysa væri nokkr-
ar vikur, þrátt fyrir hinn mikla
fóðurbæti (síldarmjöl) frá sjávar
útveg, sem heldur við fjárhags-
legu sjálfstæði þjóðarinnar.“
Harines á horninu.
Wi
fyrir næturstraum til upphitunar í íbúðarhús-
um.
Þeir, sem kynnu að óska upplýsinga viðvíkjandi
rafkatli fyrix íbúðarhús, gjöri svo vel að snúa
sér til
Vélaverkstæði
Siguriar Sveintprnssónar
Skúlatúni 6.
Sími 5753.
Effirmiðdagsklélar
Fjölbreytt úrval
Ragi»r Þórðwson & Co.
Aðalstræti 9
Áskriflarsimi Ælfiýðublaðsiiis er 4900.
Við gröf Masaryks
Gröf Masaryks í Prag er einn af . heigidómum tékknesku þjóðarinnar, og fyrir stríðið, meðan
TéfckósJóivakía var frjáls fór fram fluátiíðieg minningaratihöfn við .gnöfma á ári 'hverju, á fæð
ingardegi frelsishetjunnar. Þessí <mynd var tekin síðasta árið, fyrir stráðið og sýnix nokikfa for
ustumenn Tékka við gxöfiua. Benes er ekfci lá meðal þeirra; hann var þá iþegar farinn í útlegð
relsishetja Tékkóslóvakíu
sary
FYRIR löngu síðan heyrði
ég eitt sinn á tal tveggja
ungmenna, er ræddu um
Masaryk. — Þetta var í Prag.
,,Það er enginn meining í
því, að ræða um Masaryk eins
og einhvern dýrling. Mér finnst
skynsamlegast að hafa það í
huga, að hann var nú einu
sinni réttur og sléttur maður,
eins og við hinir.“
Hinn svaraði:
„Maður og ekki maður. Allt
hans líf, hugsun og starf mót-
aðist af kærleika, alvöru, skap-
festu og iðni og því látleysi,
sem kemur manni til þess að
virða persónu hans fyrir sér
sem tákn og ímynd þess, sem
til fyrirmyndar er öllum mönn-
um. Þessi íramfcoma hans og
eiginleikar voru að þakka eigin
vilja til þrosba og fullkomn-
unar.“
Báðir þessir ungu menn voru
aðdáendur Masaryks og höfðu
séð í honum þann mann, sem
væri þess verður að fylgja að
málum og læra af.
Þessar línur eru skrifaðar á
tímum *neyðar og hörmunga.
En þær eru í og með ætlaðar
fil þess að vísa mönnum eitt-
hvað áleiðis eftir þeirri braut,
sem farsælust er til betra líís.
Nú kann einhver að segja:
„Tilgangur minn er góður og
ég á áhugamál. En hvað stoð-
ar það, eins og ég er fátækur?
Ég get engu áorkað eða kom-
ið í framkvæmd. Eða íwernig
g'et ég haft áhrif á viðburð-
anna rás?“
*
Masaryk var ekki af mjög
ríkum foreldrum kominn. Fað-
ir hans var ökumaður hjá tig-
inlbormu fólki, en hafði oft áð
ur haft ennþá lélegri atvinnu
1 með höndum. Móðir Masaryks
var bóndadóttir frá Mæri.
Masaryk var uppalinn við
frekar þröngan kost. Ungur hóf
hann smíðanám hjá járnsmið
heima í sveitinni sinni. Þar
vann hann, þegar gamall kenn-
ari hans kom til hans einn
góðan veðurdag og fór þess á
leit við hann, að hann tæki að
sér aðstoðarkennarastöðu, hvað
hann tókst á hendur. Þannig
hófst raunverulega mennta-
braut hans, en síðar hélt hann
FTIRFAiRANDI grein er
tekin úr nýju hefti
norska tímaritsins „Fram“,
sem gefið er út í London.
Greinin er eftir dr. J. F. Hod
in. Segir hér frá ökumanns
syninum og jámsmíðalærl
ingnum, sannleiksleitandan
tun og frelsishetjunni, sem
varð fyrsti forseti tékkósló
vakiska lýðveldisins, er það
var stofnsett að lokinni fyrri
heimsstyrjöldinni. Þessi mað
ur var Thomas Garrigue
Masaryk.
áfram námi í Brno og Vín, við
rnenntaskóla og háskóla, unz
hann að lokum varð launalaus
dósent. Þá var hann kvæntur
orðinn og átti barn og varð að
vinna fyrir heimili sínu með
tímakennslu. — Síðar varð
hann prófessor við hinn ný-
stofnaða háskóla í Prag.
Masaryk hélt því jafnan
fram, að hann hafi haft gott
af því að berjast hinni erfiðu
baráttu fyrir lífi sínu fram
eítir æfinni; — hann þurfti að
leggja nærri sér, en slíkt sagði
hann að væri tækifærið til
þess að sigrast á örðugleikun-
um og vaxa sjálfur.
Afsikipti Masaryks af stjórn-
málum ibyrjuðu þá fyrst fyrir al
vöru tí Prag, en þarolliþátttakaí
umræðum um innbyrðis stjórn-
málaþrætur því, að heimspeki-
prófessorinn Masar'yk breytt-
ist í stjórnmálamanninn Masa-
ryfc. Um þær mundir áttu
Tékkar í deilum, bæði inn-
byrðis og út á við, sökum hinna
ungversku og austurrísku yfir-
ráða í landinu. Masaryk eign-
aðist snemma einlæga fylgis-
mienn og hatramma andstæð-
inga. En hvorki fylgi annarra
ré andróður fékk Masaryk
nokkru sinni til þess að víkja
út af þeirri braut, sem hann
áleit réttasta í hvert eitt sinn.
Og það var hann, sem síðar
meir átti eftir að velja orðin,
eftir gamla spakmælinu, í hið
nýja skjaldarmerki hins unga
tékkneska lýðveldis. Þessi orð
<voru: Pravda vítézi (Sann
leikurinn sigrar). í nafni sann-
ieikans gegn ósannindum og
orétti var barátta Masaryks
alla tíð háð.
Um skeið voru uppi aillmikl-
ar deilur út af handritum
nokkrum, sem haldið var fram
að væri forn söngleikjasfcáld-
skapur, tékkneskur og þjóðleg-
ur, að sínu leyti á borð við
Beowuif slkviðu og Rolandiskviðu.
Masaryk hélt því eindregið
fram, að þarna væri um svik-
in handrit að ræða, eða a. m. k.
væru þau ekki þess virði, sem
haldið var fram. Fyrir þessa
afstöðu sína fékk Masaryk ó-
þökk alls þorra manna. En
Masaryk var ljóst, að stríðið
fyrir frelsi verður að heyjást
á grundvelli sannleiksástar,
annars yrði það árangurslaust.
í 'hásfcólafyrirlestrum sínum
talaði hann um hættu þá, sem
stafaði af lygum og blekfcing-
um í ýmsum myndum og sem
fram kæmu hvarvetna í hinu
daglega lífi hvers og eins.
Hann fullyrti, að það væri
undirrót alls, sem miður væri í
heiminum.
Masaryk var á móti lög-
bundnum líflátsdómum og
kom til leiðar, að Gyðingurinn
Hilsner var sýknaður. En
hver skyldi ástæðan hafa ver-
ið? Hún var sú, sem fram kom
í ræðum bans um þær mundir:
Afstaða almennings . varðandi
þetta mál hafði verið á þann
veg, að augljóst var, að allur
þorri manna var svo að segja
gersneyddur dómgreind og
frálslyndi. í ræðum manna og
rituim komu fram hivað eftir
annað taumlausar hugsanavill-
ur og öfgar auk ótriilegustu
scaðhcefinga varðandi málið.
Andstæðingar Masaryks
héldu því fram, að ;hann væri
leiguþý Gyðinga og á tímabili
varð hann að leggja niður fyr-
irlestra sína. En sannleikurinn
sigraði að lokum. Og ef sann-
leikanum hefði ékki verið
gieymt aftur og aftur á undan-
förnum árum, myndi heimur-
inn ekki vera jafn illa á sig
Framh. á 6. síða.
l