Alþýðublaðið - 07.03.1945, Qupperneq 8

Alþýðublaðið - 07.03.1945, Qupperneq 8
ALÞVOUBLAÐiÐ Miðvikudagur 7. marz 1945. ruTJARNARBfÓ Sagan af Wassell !©tai' _ Sýnd kl. 6,30 og 9 Bönauð fyrir börn (14). (Minesweeper) Hetjusaga um tunáurdufla- veiðar. Richard Arlen Jean Parker Russel Hayen Sýnd kl. 5 Trúboði nokkur dvaldi eina nótt í gistihúsi, sem var svo yf- irfullt af gestum, að aðeins eitt herbergi var autt, en í því fékkst enginn til að sofa, sökum þess hve þar átti að vera reimt. Það varð þó úr, að trúboðinn skyldi sofa þar um nóttina. — Um morguninn spurðu gestirnir hann, hvernig ‘hann Ihefði sofið, og sagðist honum þá frá á þessa leið: „Ég svaf alveg ágætlega. Raunar varð ég þess var, ein- hverntíma kringum miðnættið, að ég var ekki einn í herberg- inu, og litlu síðar kom hvít- klædd, draugaleg vera að rúm- stokknum hjá mér. „Hver eruð þér?“ spurði ég, en fekk ekkert svar. „Nú, 'hver sem þér eruð, kæri vinur,“ sagði ég, „þá vona ég að þér séuð fús til að leggja ofurlítið af mörkum til kristni- boðsins 1 Kína, sem mjög þarf nú á fé að halda.“ En óðar er ég sleppti orðinti, var þessi aumingja vera hlaupin á dyr, og varð ég ekki var við hana, það sem eftir var nætur.“ * * Betur vinnur vit en strit. * * * Beygðu kvistinn, meðan hann er ungur, en brjóttu ekki. * * * Bóndi skal beð verma, en brúður í fyrsta sinn. Brigslaðu engum um bætta sök. Bættu svo bú þitt, að eigi ann an skaðir né ama. Hann rauk stundum frá henni til þess að leika golf eða snæða morgunverð með einhrverjum, sean ha.nn hafði komizt í kynni við, en hún mátti aldrei láta hann verða þess varan, að henni likaði það miður. Og vegna þess, að hún þóttist finna, að sigrar hennar á leiksviðinu spilltu ekki hug hans í hennar garð, lagði hún á sig óti úlegt erfiði til þess að reynast þar sem bezt. Þau höfðu verið trúlofuð i rúmt ár, þegar ameriskur leik- hússtjóri, sem tekið hafði sér ferð á hendur til þess að leita sér að nýju fólki, kom til Middlepool. Hann hafði haft spurnir af Kobba Langton. Þessi Ameríkumaður varð hrifinn af Mikael. Hann skrifaði honum og bað hann að koma til sín í gistihúsið og tala við sig. Frávita af hugaræsingu sýndi Mikael Júliu bréf- ið. Það gat varla annað undir þessu búið en að hann ætlaði að falast eftir honum. Hún fölnaði, en reyndi þó að láta eins og hún væri jafn eítirvæntingarfull og hann, og daginn eftir fylgdi hún honum í gistihúsið. Iiún varð þó að biða niðri í fordyrinu meðan Mikael ræddi við þennari mikla mann. „Öskaðu mér heilla,“ hvislaði hann um leið og Ihann fór inn í lyftuna. „Það er tæpast, að ég trúi þvi, að þetta geti verið raun- veruleiki.“ Júlia settj.st i djúpan leðurstól og óskaði þess af öllu hjarta, að þessi ameríski leikhússtjóri byði Mikael hlutverk, sem hann vildi ekki takast á hendur, eða kaup, sem honum fyndist sér ekki samboðið að sætta sig við. Eða þá hlutverk, sem hann sæi, að hann myndi alls ekki ráða við. En þegar Mikael kom aftur- sá hún strax, að samningar myndu háfa tekizt með þeim. Hann var svo léttur i spori og augun svo skær. Snöggvast fannst henni ætla að svífa að sér, og þegar hún kúgaði sjálfa sig til þess að brosa, fann hún að andlitsvöðvarnir voru stirnaðir. „Þetta er í lagi. H-ann segir, að |það sé fjári gott hlutverk sem ég fæ — piltur, nitján ára. Átta til tíu vikur i New York og síðan hér og þar. Alls fjörutíu vikur. Tvö hundruð og fimmtiu dalir á viku.“ „Ó, hjartað mitt! Hve íþetta er dásamlegt fyrir þig!“ Það var auðheyrt, að hann hafði þegið þetta boð fúslega. Honum hafði ekki einu sinni flogið í hug að hafna þvi. ,,Og ég-------ég,“ hugsaði hún. „Ég hefði ekki þegið það, þótt þeir hefðu boðið mér þúsund dali á viku, éf ég hefði orðið að yfirgefa Mikael.“ Örvæntingin greip hana heljartökum. En hún gat ekkert aðhafzt. Hún varð bara að láta eins og henni fyndist þetta jafn yndislegt og Mikael. En hann var alltof æstur til þess að geta haldið kyrru fyrir. Hann bað hana að koma með sér í gönguferð. „Þetta var dásamleg heppni,“ sagði hann. „Auðvitað er dýrt að lifa í Vesturheimi, en ég ætti þó að komast af með fimmtíu dali, á viku. Það er vel í lagt því að Bandaríkj amenn eru sagðir gestrisnir, 'og ég ætti iðulega að fá ókeypis mat. — Ég get ekki ímyndað mér annað ven ég gæti lagt fyrir átta þúsunda dali þessar fjörutíu vikur, og það jafngildir sextán hundruð sterlings- pundum.“ („Hann elskar mig ekki. Honum stendur nákvæmlega á sama um mig. Ég hata hann. Ég gæti drepið hann. Þessi djöfuls ameríski leikhússtjóri!“) „Og ef hann ræður mig annað ár til, fæ ég þrjú hundruð dali. Með öðrum orðum: Eftir tvö ár ætti ég að eiga obbann af fjögur þúsund pundum í reiðufé. Það væri hér um bil nóg til þess að byrja með.“ „Annað ár til!“ Snöggvast missti Júlía vald á sjálfri sér og rödd hennar varð grátklökk. „Ertu i raun og veru að segjai mér, áð þú ætlir að vera tvö ár vestan hafs?“ „O, ég kem auðvitað heim næsta sumar. Þau borga fyrir mig farið vestur aftur, svo að ég kem auðvitað heim og verð hér í leyfinu, því að það verður bara ódýrara.“ _ NÝJA BÍÓ OBE n _ GAMLA BlÓ i» Vort æskulíf er Elskhugi á leigu leikur (Her Cardboard Lover) Norma Shearer („Mister BIG“) Robert Taylor Gerge Sanders Fjörug söngva og gaman- mynd. Aðaihlutverk: Sýnd kl. 7 og 9 Gloria Jean Árás rauðskinna Peggy Ryan (Apache Trail) Donald Connor Lloyd Nolan *Donna Reed Sýning kl. 5, 7 og 9 Sýnd kl. 5 Sala hefst kl. 11 Bönnuð börnum innan 12 ára „Ég veit ekki, hvað ég á til bragðs að taka, þegar þú ert farinn.“ Hún sagði þetta léttilega og eins og af tilviljun. „Við getum átt sældardaga að sumri, og eitt ár — i hæsta lagi tvö ár —, þau eru liðin áður en við vitum af.“ Mikael gaf því ekki gaum, hvert þau gengu, en Júlía hafði beint ferðinni í þá átt, sem hún óskaði, án þess að hann veitti því athygli. Nú voru þau komin að leikhúsinu. Hún nam staðar. „Við sjáumst bráðum. Ég var búin að lofa Robba að líta inn til hans.“ Meðal ræningja. Pétur hafði haft það fyrir venju í mörg ár að heimsækja móður sína ásamt konu sinni á afmælisdegi gömlu konunar. Þá tók hann börnin sín með sér í förina og dvaldi hjá móð- ir sinini í nokkra daga. — Þetta ferðalag var léngsta ferða- lagið, sem börnin fóru í og þeim þótti verulega gaman að beimsækja ömmu sína. Eins og nærri má geta fannst börnunum og foreldrum þeirra leitt, er einu sinni leit út sem þau gætu ekki lagt af stað í ferðina eitt árið= Dag nokkurn, er Petur hafði gengið til fjalls á útengjar, varð hann fyrir því óláni að verða fyrir grjótskriðu er kom ofan fiallshlíðina og fótbrotnaði hann og var borinn heim. Það kom brátt í ljós. að brotið var ekki alveg eins illt við- ureignar eins og upphaflega var haldið, en þetta varð þó til þess, að fresta varð förinni til gömlu konunnar, en þangað höfðu þau ætlað tveim dögum seinna. Til þess að gamla konan yrði aftur á móti ekki fyrir von- brigðum, og börnin misstu ekki af þeirri ánægju, sem þau höfðu isvo lengi verið búin að hlakka til, ákváðu hjónin að láta Jósep og Maríu fara einsömúl. Jósep var orðinn það gamall, að honum vel trúandi til að gæta systur sinnar á leiðinni, — og leiðinni var hann kunnugur, hann þekkti hana frá fvrri ferðum til göm'lu kohunar. Þegar börnin heyrðu þessi málalok, urðu þau óumræðilega glöð, samt var María svolitið kvíðin, vegna þess: að hún hafði aldrei farið af stað að heiman án þess að hafa pabba og mömmu með sér. JAÁ-TWAT IS ElSWT...THey HAVe SAlP OUB VBSBfír 15 CÍUlTe BSAUriFUL 3V MOOH- Lló-HT.-.COUUP VOU NOT P&ZíTUAPE HERIZ ÍMITH^ TO ACCOMPASiy VOU, M/ PEAR ? IS THE CAPTAIN LlkT£ ALL americans... imPatie hY? WHy NOT GeiAX ANP ENJoy vouc^elfe.theee 15 vet TiME POS BUSlSlBSf —5AV, TOMORROW/ ? ) I'M 5UBE HE WILL ... I SHALL HAVE THE HOP5E5 AAAPE REAPy ... ANP VOKTO&, I kíNOW you WILL EWTEBTAIN OUK OTHER ^jSUggr, WHILE AKE AWAV. B?UT, WHAT'5 THE CATCH ?...THE FOOO WA5 (SfSEAT... EVEgyONE 15 WAVINff A WONPEPFUL TIME „.THE CONPEMNEO ATEA m HEAssry meal/e’efore... Jf ÖRN: „Jæja, bvað er þá á seyði. Maturinn er ágætur — Öllum líður ágætlega. — Hinn dauda dæmdi fær góðan miálsverðar áður en hann. . . .“ B ARONESSAN: „En höfuðs maðurinn eius og allir aðrir Ameríkanar — ójþolinmóðir? Hvers vegna eruð Iþér ekki ró legur eg reyna að njóta lífsins. Það er alltaf nógur tími til að tala um annað t. d. á morgun“. BÖKTORXNN: „Já, það er rétt IÞeir haffa isagt að eyðimörkin ®é undirfögur í tunglsskini. Gætir þú ekki elskan' mín fenigið Önn Elding til að fara með þér í skemlmtiför.“ 'BAIROiMESlSAN: „Ég ar alveg vfssum að hann tekur því .feg inn. Ég ætla að láia leggja á' Ihestana og doktor, ég vona að jþú sketnmtir hinum gestinum ókkar á meðan.“

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.