Alþýðublaðið - 07.03.1945, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 07.03.1945, Blaðsíða 6
«_______________________________ALÞÝÐUBLADIÐ Hefir mikið að gera um þessar mundir. Edw'ai'd Stettinius, utanríikismélará'ðiherra Roosvelts, 'hefir mikið að ©era urn bassar mundir, 'þegar hver náðstefnan rekur aðra og stónpóliíl.' ':ar í'ikvarðarnir eru teknar. Eiér sést hann á myndmni, til vinstri, ásalmt tveim samverkamönmim í ráðaneytti sínu. Masaryk, frelsishefja Tékka. Yér Islendingar munum aidrei Framhald af 4 sáðu. ursins heyrast enn átakanleg ar. Framh. af. 5. síðu kominn að mörgu leyti og hann er í dag; þá væri margt það ekki til og engin hætta á til- veru þess, sem nú 1 dag þjak- ar milljónir manna og hefur gert á undanförnum árum. Þegar þýzki prófessorinn Wahrmund iét á þrykk út ganga bersöglisritgerð eina, sem í hinu afturhaldssama Austurríki hefði getað kostað hann embættið, tók Masaryk málstað hans, — og ekki ein- ungis hans, heldur frelsisins til þess að tala og skrifa sam- kvæmt eigin vilja hvers eins. * ‘ Árið 191Q, þegar Masaryk var 59 ára gamall og þingmað- ur Tékka í Ríkisþinginu í Vín, tók 'hann miálstað þeirra, sem saklausir voru ákærðir í sam- bandi við Zagrebmuálaferlin og bjargaði þeim þar með frá fyrirsjíáanlegum dauða. Þetta gerði -bann til þess að leiða sannleikann fram til sig- urs, — einnig, og ekki sízt, í stjórnmálunum. * Um þessar mundir aflaði sósíalisminn sér fjöldafyglis allvíða. Masaryk tók jafnan iriálstað hinna vinnandi rnanna. Hartn barðist lengi fyrir átta stunda vinnudegi og almennum kosningarétfi, jafnt ‘kvenna sem karla. Hann kom mun betra skipulagi á álþýðufræðsl- una í landinu og hélt oft sjólf- ur fyrirlestra við vinnustöðvar og verksmiðjur. Einnig í þessu fór hann eftir hinni mannúð- legu höfuðstefnu sinni jafnt í stjórnmálum sem í persónulegu lífi. Hann vildi vekja á'huga vinnandi stétta á ýmsum hugð- arefnum öðrum en hinu venju- lega brauðstriti. Hann vissi, að umhugsunin um það eitt, að hafa í sig og á, er lítt æskileg í menntuðu þjóðfélagi. Jafnhliða störfum sínum við háskólann og afskiptum sínum af stjórnmálum, m. a. með þingsetu í Vín, kom hann af stað tímaritum og blöðum, vann að tékkneskri alfræði- orðabók og sendi frá sér fjöld- ann allan af merkilegustu bók- um: „Sjálfsmorð sem fjölda- fyrirbrigði", „Tékkneska mál- efnið“, „Rússland og Evrópa“, „Nútímamaðurinn og trúar- brögðin“, svo dæmi séu nefnd af því, sem hann ritaði í bók- arformi og sendi frá sér. Loks má ekki gleyma ritinu „Heims- byltingin“, sem er yfirlits- greinargerð hans yfir stjórn- mláluim á ffyrstu ártunum efftir fyrri heimsstyrjöldina, en þá var tékknesika lýðveldið mynd að. í bók þessari lýsir Masa- ryk eindregnu fylgi sínu við hinn lýðræðislega hugsunar- hátt og stjórnarstefnu. Orð Masaryks segja hug hans allan og lýsa honum sjálfum betur en nokkuð annað getur gert. Um kærleikanri farast hon- um þannig orð m. a.: „Kær- leikurinn, hinn sanni kærleik- ur, — kærleikurinn sem kem- ur t. d. fram í heilbrigðri sam- búð manns og konu, hann er dauðanum sterkari, — því hann viðheldur lífinu og írjóvgar nýtt l£f á jörðunni.“ En í þjóðlífinu kemur fram víðtæ'kari kærleikur en milli manns og konu, ef vel á að vera, var skoðun Masaryks. í augum Masaryks var sósíal- isminn stjórnmálastefna byggð á virðingarverðum tilraunum til þess að efla kærleikann meðal mannanna. Masaryk skoðaði sósíalismann í Ijósi jafnréttis og lýðræðis, eins og reyndar vera bar. Hann segir m. a.: „Byltingin, alræðið, getur að miklu leyti bætt kjör og fjar- lægt böl, — en skapar þó ekki neitt nýtt eða lifandi. í stjórn- málum er óþolinmæði tii ills ems.“ Þ. e. a. s.: Hvorki ein- ræði, bylting né grimmdar verk, heldur lýðræði, fram- bróun og mannúð. Masaryk lýkur bók sinni um „lheimsbyltinguna“ með þess oiml orðum: „Jesús,----ekki Cæs ar,, — >ég endurtek iþað, — hann er im'átturinn seim stjórnar gangi sögunnar, ~ inintakið í stjórnar ikerffi okkar, lýðræðinu.“ Niðurlag á morgun Tilkynning til ungra Dagsbrúnar- manna. í kvcld (miðvikudag) kl. 8,30 verður að tilhlutun stjórnar og undirbúningsnefndar ihaldinn fund ur í Kaupþingssalnum til að ræða um stofnun fræðslu- og málfunda hóps ungra Dagsbrúnarmanna. Útvarpstíðindi 17. hefti þessa árgangs eru ný k|omin út, með forsíðumynd af Bjarna Ásgeirssyni, alþingismanni og viðtali við hann um Búnaðar- málavikuna. Þá er grein’ um bræð urnar frá Veðramóti, Björn og Jak ob, og viðfangsefni þeirra o. fl. Sjáum vér nú eikki, að þótt stríðið vinnist, er enn þá eftir sú barátta, sem fram fer í sál um mannanna sjálfra? Myrkrið i hatri þrunginni sál magnast aðeins við það að mæta hatri. Örlög þessa heims eru þvi al- gerlega undir þvi komin, að myrkrið í mannssálunum eyðist með guðs fingri, með anda kær leikans og mannúðarinnar. Af sKku leiðir að nýju sam hjálp oig saanivinnu mj.íli þjóða, stétta og ríkja. Meira að segja nú 'þegar á styrjaldarárunum er verið að undirbúa og hefja margskonar starf í anda Krists, og miðar það allt að því, að byggja upp það góða í mannin u'm eftir stríðið. Ýmsar sam- hjóiparstotfnanir hafa verið myndaðar og hafa menn lesið fregnir um stórfellt samstarf víð-a um heiminn 1 þeim tifgangi að hjálpa særð ium, sjúkum og hungruðaim Fátt hefur á íslenzku verið sagt frá þeim hjálþarstöðvum sem kristin kirkja hefur haldið uppi t. d. í Portúgal, til hjálpar flótta fólki. En allt slíkt mun á sín- um tíma 'bera ávöxt. Nú á stríðs tímunum hefur hugur fólksins í nágrannalöndum vorum aftur hneigzt í áttina til kristindíóms ins og kixkjan hefur á ný séð mörg þau börn sín koma heim, er áður höfðu frá henni villzt. í öllu þessu er vottur um þann guðs fingur, sem á komandi támum mun ryðja guðsríki veg, sigra hatrið og 'buga syndina. Sá guðs fingur er þó auðvitað ekki máttur mannanna, vit þeirra og vilji, — heldur er það andi guðs, sem mennirnir gefa sig á vald, svo að mætti þeirra, viti og vilja verður 1 öllu beitt til þjónustu við guð og hið góða. Vér íslendingar munum ekki geta setið hjá í þessari baráttu, sem fram fer um gott og illt í þessum heimi. Kristur sagði: „Sá sem ekki er með mér, er á móti mér, og sá sem ekki samansafnar með mér, hann sundurdreifir.“ íslendingar eru vopnlaus smáþjóð, sem oft hef ur lýst yfir ævarandi hlutleysi slnu í styrjöldum. Þó höfum vér ekki farið varhluta af tjóni- og sorg. íslenzkt barn, sem var að leika sér á austf irzkri strönd, varð eitt sinn fyrir sprengju. íslenzk skip hafa sokkið í haf- ið, íslenzk heimili hafa á þess- um stríðsárum misst fyrirvinn- ur og ástvini vegna riíðings- verka, sam unnin voru á haf- inu. ísland hefur sennilega misst fleiri menn í sjóinn en nokkur hinna stærri þjóða, mið að við fólksfjölda, ef ekki allra þjóða mest. Vér höfum fært þessar fórnir, án þess að æðr- ast. Og vér höfum gengið eins langt tll samvinnu við þær þjóð ir, sem berjast gegn- grimmd nazisimans, og lítil, vopnlaus þjóð getur gengið. Vér höfum léð þeim land vort til afnota, þá jörð, seim oss áður dreymdi, að yrði um aldur ósnortin, af harkimiklum hermamnaistígvél um. Einnig það hefur kostað fórnir og valdið sársau.ka, því að aldrei verður því haldið fram, að hernámið hafi ekki haft siðspillandi áhrif á mörg svið þjóðlífsins. Stundum geta tár særðrar sélar vegið á við iblóð særðs liíkama. Og þó höfum vér verið lán- samari en flestar aðrar þjóðir á þessum tímum. Ég á ekki við fjárhagslegan hagnað, því að sumt af honum hefur viljað fara fyrir lítið. Ég á ekki heldur við það eitt, að ísland varð ekki orrustuvöllur, þó að vér get- um aldrei þakkað það sem vert ei\ Nei, lán vort liggur fyrst og fremst i því, að vér höfum ekki þurft að knýja oss til að drepa menn. Ég ihefi einu sinni átt heimi í landi, sem var að fara ‘i stríð og ég gleymi aldrei iþví þunga skýi, sem lagðist yf ir byggðir og ból. Það var þó hvorki ótti né kviði, sem var orsök þess, því að sigurvissan var þá þegar örugg. En menn fundu til þess, að str'íðin hlutu að 'knýja menn til þeirra verka, er þeir sem einstaklingar mundu aldrei 'hafa unnið, —- og öll styrjöld hlaut að vera I eðli sínu andstæð 'kristilegri trú og siðmenningu. Kristnir menn, sem leggja af stað til mannvíga finna ti;l þess, að þeir verða, þrátt fyrir það, þótt samvizkan knýi þá í stríð, að leggja höml- ur á slna göfugustu hvöt, kær- leikann. Vér íslendingar höfum fund ið til undan þeim níðingsverk- um, sem framin hafa verið á oss. Og þó höfum vér ekki æst oss upp í haturshug gegn þeirri þjóð, sem vann þau. En vér aumkum þá menn, sem að grimmdarverkunum standa og fyrirlítum þau trúarbrögð, naz ismann, sem elur grimmdina upp í fylgjendum sínum. Vér Islendingar höfum, vegna þess arar sérstöðu friðsamrar smá- þjóðar, ennþá betra tækifæri til þess að hjálpa til við endur- reisn menningarinnar. Því ininna fé, sem vér þurfum að verja til vígbúnaðar, því meir-a ættum vér að verja til hjálpar þeim, sem þurff andi eru utan lands og inn an. Þeirri orku, sem aðrar þjóð ir þurfa að eyða til heraukning ar, ættum vér að geta varið til þess að byggja upp andlega menningu á grundvelli kristinn ar trúar. Þær hendur, sem ekki eru til þess knúðar að eyða og deyða, ættu að sameinast í því að bjarga líkömum og sálum. Þetta 'hafa þeir menn skilið, sem taka vilja þátt í hjálpar- starfi til hjálpar hungruðum og snauðum, hvort sem þeir eiga heima í Noregi, Danmörku, Rússl., Frakkl. eða öðrum lönd um, eða þeir dvelja sér til mann skemmda í lélegum hermanna skálum og öðrum skúmaskot- um ivors eigin lands. Allt starf, sem unnið er af 'kærleik, er unn ið af guðs fingri. I guðspjalli þessa dags segir Jesús Kristur: „Sérhvert það ríki, sem er sjálfu sér sundur- þykkt, leggst í auðn.“ Ef ríki kærleikans á að eflast meðal þjóðar vorrar, þá er oss nauð- synlegt að sameinast í einum anda, samansafnast I stað þess að sundurdreifast. Sumar þjóð ir hafa á siðustu árum samein- azt um einhvern ieiðtoga, sem orðið hefur tákn þeirra í sam- eigirilegri baráttu. Vér íslend ingar munum aldrei fylgja nein um foringja, sem leiðir oss til stríðs gegn öðrum þjóðum. Hinn íslenzki fáni er enginn gunnfáni — heldur krossfáni. Hann er merki Krists hins krossfesta, þess eina leiðtoga, sem verður er skilyrðislausrar fylgdar í lífi og dauða. Hvað, seim fram við oss kiemur, þá ber oss að taka á okkur krossinn og berjast gegn hinu illa með fingri guðs, þ. e. a. s. í trú á guð og í þjónustu kærleikans. Kirkja Krists hefur haldið merki hans á lofti og hún kveð- ur oss enn til fvlgdar við hann. Hún sameinar í eina heild hina ólíkustu einstaklinga, sem þó eru Ihver öðrum líkir í því að fylgja honum á friðarveg — og honum einum. Vér erum þó oft og tíðum sundurþyfckir sjélf um oss hið innra, — ekki síður Miðvikudagur 7. marz 1943- en þjóð vor og söfnuður hið ytra. Samt á Kristur það, sem bezt er í oss öllum. Það þykir vonandi ekki óvið eigandi að enda predikun á því að minna á gamla, íslenzka þjóð sögu, sem vér lásum i ibernsku. Ung stúlka vakti yfir litlu barni, en nátttröllið lá á glugganum. En tröllið gat ekki lokkað stúlk una frá vöggunni, af því að 'hvorki hönd hennar, fótur né auga hafði illt séð eða nálgast það, sem óhreint var. Það var hreinleikurinn og gæZkan í orð um og athöfnum, sem gerði hana ósigrandi gegn illvættum náttmyrkursins. — Nú ríkir nótt yfir heiminum. Hin ís- lenzka þjóð vakir yfir vöggu síns nýfædda lýðveldis. Komi hvað, sem koma vill. Efckert tryggir líf vort og framtíð bet- ur en hreinleiki í hugsun og gæzka í athöfnum, — siðmenn in-g, sem stefnir til Krists, þjón ar Kristi og styðst við hans’ heilaga' nafn. HVAÐ SEGJA HIN BLÖÐIN’ Frh. af 4. raðu. og Bandaríkjamenn vonandi skilja og hún 'því vart koma að sök, ef þeir fá einir um þetta ráðið.“ Vissulega er þetta von okk- ar; en hart verður það að telj- ast, að tii skuli vera stjórnmála flokkur í landinu, sem er svo framandi öllum skilningi á að- stöðu okkar og ræktarsemi við sögu okkar og ’hugsunarhátt, að við skulum vænta okkur meira skilnings af hálfu erlendra þjóða. * Sigurður Grímsson skrifar í Morgunblaðið á sunnudaginn í tilefni af fyrstu leiksýningunni i leiksal ‘hins nýja ráðhúss Hafn arfjarðar: „Því verður ekki neitað, að við Reykvíkingarnir, sem þarna vor- um mættir fundum til óþægilegrar blygðunar er við komum inn í þetta nýja leikhús og við okkur blasti stórt og skrautlegt anddyri með góðri fatageymslu, söluborði og sófum til beggja handa. Og þeg ar við gengum þaðan inn í sýning arsalinn, stílhreinan og fagran, með þægilegum hækkandi sætaröðum, snotrum vegglömpum og loftlýs- ingu, — þá datt okkur víst öllum það sama í hug. — „Þá kenaur mað ur loksins í boðlegt leikhús é ís- landi,“ sagði einn af leikurum höf- uðborgarinnar við mig,,er við geng um saman inn í salinn. Já, hvílík viðbrigði! Hér var enginn stigi og enginn klósettgangur til að hanga í á milli þátta. Ekkert hnjask eða ryskingar við fatageymsluna. Hér ultu engir bekkir um koll þegar menn gengu til sæta sinna, hér tróðu engir á tánum á manni og hér þurfti enginn að snúa sig allt að því úr hálsliðnum til þess að sjá það sem fram fór á sviðinu. — Hvað kemur til? Jú! — áttaðu þið maður minn! Þú ert ekki í Reykjavík. Þú ert í Hafnarfirði. Það er að vísu smábær borið sam- an við höfuðs.taðinn. En þeim hafði einhvernveginn hugkvæmst þar, að hægt væri, að reisa ráðhús, og það jafnvel svo myndarlegt, að það' gæti rúmað kvikmyndasal og hýst einhverja ágætustu menningar- starfsemi bæjarins, Leikfélagið. ... En þetta var í Hafnar- firði. Og vissulega er ráðhúsið sjálft og þessi víðsýni forráða- manna bæjarins Hafnarfirði . til mikils sóma.“ Skyldu ekki einhverjir af hin um vísu íhaldsfeðrum Rvíkur finna til sömu „óþægilegu blygð unarinnar" við lestur þessarar greinar, og höfundur hennar, þegar hann kom inn í hinn myndarlega leiksal í hinu nýja réðhúsi Hafnarfjarðar?

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.