Alþýðublaðið - 08.03.1945, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 08.03.1945, Blaðsíða 6
Jf % 1 '■ • \ K '■ .. rr) ALÞÝÐUBLAÐIÐ Fimmtudagur 8. marz 1915 Happdrætti Háskóla Islands Kynnið yður ákvæðin um skattfreisi vinninganna. DregiS verður í 1. flokki á laugardag. Vinningar samtals 2,100,000 krónur Heiimiðar eru gersamlega þrotnir Hálfmiðar einnig gengnir til þurrðar í Reykj f. \ ■ (Nokkrir hálfmiðar fást þó á Laufásveg 61.) • ■ 1 ' {. * Horfur eru á, að fjórðungsmiðar seljisf upp. Flýtið yður að ná í miða í fæka tíð. ■ j ' 0 ' • ' ■ . ! . ' ' ■ I ■ ' v ' I dag er næsfsíðasli söludagur Heggur sá, er hlífa skyldi Frainihalíi af 4 síðu. E Þ. formanns Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna Mýtur þetta að vera fordæmanlegt vinnu- lag, ef hann hefur ekki látið kjósa sig í þessa virðingar- og ábyrgðarstöðu til þess eins að eyðileggja verkalýðshreyfing- una hér í Reykjavík. Ég mun leiða hjá mér allan samanburð á Sjómannafélaginu og öðrum félögum í þessari grein og endranær að svo miklu leyti, •sem grein E. Þ. „Skýrsla Sig- urjóns“ gefur ekki tilefni til þess. í Alþýðublaðinu hefur birzt skýrsla formanns Sjómannafé- lagsins, sem hann flutti á aðal- fundi í félaginu í vetur. E. Þ. tekur sér fyrir hendur að ráðast á S. Á. Ó. meðstjórnanda sinn í stjórn Fulltrúaráðsins, fyrir þessa skýrslu. Ég, sem verið hef í Sjómannafélaginu í 25 ár, eða jafnlengi og Sigurjón hefur ver ið formaður þess, get ekki orða bundizt um þessi 'vinnubrögð Fulltrúaráðsformannsins og sting því niður penna í sigling- arfríinu til þess að ræða árásir E Þ. nokkru ítarlegar. ,(Önnur grein á morgun eða einhvern næstu daga). Hasaryk, frelsishotja Tékka Framh. af. 5. síðu „Ég fyrir mitt leyti lifi því lífi, sem ég vildi óska*hverjum einasta þjóðfélagsþegni að geta íifað. Einhverjar dýrmætustu eigur mínar eru bækur, — og ég óska, að þær megi verða sem flestum að gagni. Ég er stöðugt undir umsjón émbættismanna og mér leiðist það.“ í raun og veru var Masaryk þó nokkuð Médrægur maður, — og mest þótti honurn gaman að því að geta ýtt embættisverkum sín- um til hliðar stund og stund í góðu tómi og spjallað við vini sína um heimspekileg efni og önnur mál, sem honum voru hugþekk, — sem prívatmaður, en ekki sem forseti. Þegar hann var áttatíu og fimm ára gamáll, sótti hann um lausn frá forsetaembætti sínu og tilnefndi Eduard Benes sem eftirmann sinn. Og Benes, sem var frá upphafi pólitískur læri- sveinn Masaryks og samstarfs- maður hans við háskólann, hef- ur ekki einungis starfað að því að byggja upp og halda áfram verki fyrirrennara síns, heldur hefur hann, allt frá því Masaryk lézt, 4.. september 1937, unnið sleitulaust að því að viðhalda kjarki þjóðar sinnar gegnum hið erfiða tímabil, sem síðan hefur yfir hana gengið, — og í anda Masaryks hefur hann leitt þjóð sína til sigurs út úr þessu stríði. * Msaryk var að sínu leyti full trúi tfyrir þann tíma, er frelsishu'gtakið fékk stöð- ugt meiri viðurkenningu og befði Benes, etftirmaður hans, hefur aftur á móti mátt búa við fádæma hryðjuverk og ruddahátt af hálfu nágranna- rikja ainna, sem nú hafa reynd ar misst yfirráðin, sem betur fer. Masaryk vann að stofnun lýðræðisins. Það hefur aftur á móti verið hlutverk Benes að vernda lýðræðið í landi sínu, berjast fyrir tilveru þess og vexti. En þegar Benes í lok bókar sinnar „Lýðræðið í dag og á morgun“, segir, að „lífið krefj- ist þess að því sé lifað“, talar hann opinskátt og djarft, þrátt fyrir hættulega tíma, en samt •sem áður í lýðræðisanda Masa- iyks. Frakklandssöfnunin GJAFIR eru nú farnar að berast til Frakklandssöfn unarinnar, er hófst fyrir nokkr um dögum. í gær komu gjafa- kort söfnunarinnar í verzlanir. Samkvæmt yfirliti, sem Al- þýðublaðið fé'kk í gær frá for- stöðunefnd söfnunarinnar hafa þessar gjafjr borizt: Sigurgeir Sigurðsson biskup 100 kr. Jóhannes Gunnarsson biskup 100 kr. Ragnhildur Pét- urgdóttir Háteig 100 kr. Alex- ander Jóhannesson 100 kr. Brynjólfur Magnússon, Flóka- götu 14, 500 kr. Einar Einars- son skipherra 500 kr. Valdemar Guðmundsson Holtsgötu 16, 50 kr. Karl Magnússon læknir Keflavík 100 kr. Eiríkur Eiríks ■son Vesturvallagötu 4, 10 kr. Starfsfólk hjá Klæðaverzlun Andr. Andréssonar 755 kr. Kristín Jónsdóttir Elliheimil- inu 30 kr. Lýður Illugason Karlagötu 2, 50 kr. N. N. (af- hent frú Aðalbjörgu Sigurðar- dóttur) 1000 kr. Miklar fatagjafir hafa borizt, auk þeirra er ungfrú Thora Friðriksson hefur safnað, m. a. frá Kristinu Jónsdóttur Hring braut 141, Rannveigu Runólfs- dóttur, Klæðaverzlun Andrésar Andréssonar, Dagbjört Jóns- dóttur, Bjargarstíg 6, María Elí asdóttur, Drundarstíg 19, Gerði Hjörleifsdóttur, Þórdís Danlí elsdóttur, Hrannarstíg 3, Þóru Ágústsdóttur, Bræðraborgar- stíg 11, Guðrúnu Heiðberg, Austurstræti 14, Birni Jóhanns syni, Hafnarfirði og mörgum öðrum nafnlausum gefendum. Gjöfum veitir móttöku verzl unin París, Hafnarstræti 14, Pétur Þ. J. Gunnarsson, Mjó- stræti 6 og öli dagblöð bæjar- ins. Fatagjafir verða sóttar ef þess er óskað, og eru menn beðnir að hringja í síma 2012. Saga um hversdagslíf sjómanna Sigurður Helgason: Hafið bláa. Skáldsaga. Reykja- vík. ísafoldarprentsmiðja 1944. SIGURÐUR HELGASON er Austfirðingur, uppalinn úti á andnesi. Hann vandist snemma sjósókn og gerðist hinn röskasti sjómaður, og þó að hann stundi kennslu og rit störf á vetrum, þá lætur hann sór ekki. fyrir brjósti forenna að vera formaður á vólfoát norð ur í Steingrímsfirði á sumrum. Hann hefur og í bókuiú sínum lýst sjósókn á þann hátt, að auðsætt er, að hann veit, hvað hann er að fara. Annars eru þeir furðu fáir, rithöfundarnir íslenzku, sem lýst hafa lífi sjó manna. Af núliifandi mönnum betfur Sveinlbjörn gamli Egil son skrifað manna bezt um sæfarir, en einnig hafa þeir skrifað skemmtilegar frásagnir um slíkt, Theodór Friðriksson, Gunnar M. Magnúss og Gilis Guðmundsson, að ógleymdum Jóhanni Kúld. Hin nýja bók Sigurðar Helga sonar og sú fimmta í röðinni af þeim bókum, sem hann hef- ur ' frumsamið, heitir Hafið biáa. Ef marka mætti af því, hve hljótt hefur verið um hana, mætti ætla,að hún væri að öllu hin ómerkasta, en mér virðist síður en svo. Að öllu athuguðu tel ég hana einna merkasta af öllum bókum Sig- urðar Helgasonar, og efa ég það ekki, að hún muni verða vel þegin af þorra manna, jafnt ungra sem gamalla, ef annars er vakin á henni siú athygli, að hún í bókaflóðinu fljóti ekki fram hjá mönnum, svo að hún komist þeim aldrei í hend- ur. Sagafi hefst á því, að sagt er frá reykvískum unglingspilti, sem elst upp hjá móður sinni og stjúpa, kernst í andstöðu við ekki. aðeins þau, heldur og jafnvei tilveruna Oig hefuir stálsett sig þráa og þrjózku. Henn hefur verið send- ur ,í isveit >gegn vilja sínum í mörg sumur, og hef- ur sætt þar misjöfnu atlæti, og svo ræður hann sig, háltfvegis í trássi við aðstandendur sína, á lítinn reykvískan vélbát, sem á að stunda róðra um vorið, sum arið og haustið norður á Strönd um. Hötfundur lýsir ferðinni vest ur og síðan sjósóknhmi, og sjó- míann-a líifimu í smáþorpi einu á iStröndum, Búðavík í Ofeigstfirði oig er ekki vamdþekkt þeim, er eittihviað þekkja til, að þarna er um að ræða Hólmavík í Stein grímsfirði. Sagan lætur ekki mikið yfir sér. Þar eru ekki neinar fim- leikaæfingar á vettvangi list- arinnar, engin höfuðhlaup og heldur engar byltur. Bókin er skritfuð á mjög blátt 'átfram, en hreinu og alþýðlegu máli, hugsana- og setningasambönd- in óþvinguð og óvenjulega rök rétt, stíllinn látlaus, en þó alls ékki svipilaust, heldur eitthvað traupt og manndómslegt við hann. Saga tferðarinnar er raun ar nokkuð dauflega skrifuð og á köflum allt að því landa- fræðilega, en svo lifhar yfir tfrásögninni, og gœtir sums stað ar hæglátlegrar, en fyllilega ófalsaðrar kímni, og það er þróttur og líf í lýsingunum á fiskveiðum og fangbrögðum við úfinn sjó. Atburðarás sögunnar er ein- ungis hversdagslíf sjómann- anna, en yfir henni hvílir svo eðlilegur veruleikablær, að hún heldur fastri athygli les- andans. Þama er ekkert selst sem, gull, engin listbrögð, önn ur en þá þau, að láta lífið sjálft —- eins og það virðist í raun og veru — koma fram í sínum ibráa og slitna hversragssam festimgi. Sögupersónurnar eru fyrst og fremst skipshöfnin á Von inni, bátnum, sem drengurinn Kári, hefur ráðið sig á sem hálfdrættingur. Formaðurinn, Kristótfer, drenglyndur mað ur og vandaður, dugnaðarfor- maður og Mnn ágætasti sjó- maður. Þá er traílinn og kvennadaðrarinn Sveinn, bezti strákur og góður sjómaður, en hálfgildingsskrapatól í landi. Sá þriðji er Jósep, fýldur og heldur ógeðslegur náungi svona við skjóta kynningu, en virðist þvií foetri, sem við þekkjum hann meira, og við gleðjumst sannarlega með honum, þegar honum seint og um síðir, eftir heils siumars tómstundalestur tekst að Ijúka við Gallastríðin. Hálfdrættingarnir, Kári og Pétur, ■—- ja, það er helzt að þeim að finna, að þeir séu fuliltfjörlausir, of lausir við til- hneigingar til hrekkja og strákapara! Atf öðru fólki kynn umst við bezt Jóni Jónssyni, formanni á Bárunni — og enn fremur mági hans og eigin- könu. Þessi þrjú eru ef til vill bezt mótuðu persónur bókar- innar, og sannarlega er það Jóni Jónssyni líkt, að læðast að landi heill á húfi með alla sína skipshöfn, þegar engum lifandi manni hefur dottið ann að í hug en að hann væri að velkjast liðið lík á mararbotni, en við sjáum hann ekki næsta sumar við sjósókn í Búðavík, því að konan hans, sem kom alla leið frá Reykjavík til þess að gæta þess, að hann sækti bærilega sjóinn, hún hefur af- tekið, að hann skuli nokkurn tíma stunda róðra framar. Annars sýnir það meðal ann- ars hófsemi höfundarins, að neitar sér um að drekkja nokkr um manni allt guðslangt vorið, sumarið og haustið. Hins vegar er lýsing á ofviðri, prýðileg lýsing, undir lok sögunnar, og þá kynnumst við talsvert hin- 'um sérkennilega bónda og sjó- sóknara, Samúel gamla, sem við sumarið, og Samiúel — hann er isannarlega maður, isem dregur að sér athyglina, þó að við sjáum foann ekki nema tvlsvar. Um alla háttu við sjósókn þarna norður frá er saigan hin gleggsta heimild, og ýmsir af köflunum í henni væru tilval inn lestur fyrir unglinga til þess að kynna þeim þá grein atvinnulífsins, sem þarna er um að ræða. Höfundurinn gerir sjálfsagt enga kröfu til þess, að litið sé á þessa sögu sem stórbrotinn skáldskap, en honum hefur tek izt að bregða upp trúrri og mjög samfelldri mynd af ein- um þættinum í sjósókn okkar íslendinga, einnig tekizt að sýna, hve heillavænleg áhrif slík störf sem þarna er lýst hatfa á lítt þroskaða unglinga —• og loks hefur honum heppn •azt að láta það koma mjög greinilega fram, hve trúfesti, dugnaður, framtak og dreng- lyndi eru mikilvægir og allrar virðingar verðir eigiMeikar á þessum vettvangi og þá sömu- leiðis hverjum öðrum, þar sem einstaklingurinn — um leið og hann vinnur að gagni sjálfs sín — er ein af stoðunum undir hagsæld þjóðfélagsins. Guðmundur G. Hagalín. ð

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.