Alþýðublaðið - 15.03.1945, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 15.03.1945, Blaðsíða 2
2 . ' . . ALrÞÝOUBLAPIP ' . : Fimmtndagur 15. malrg: Styrkfarsjóður verkalýðsféiag- anna er nú um 158 þús. kr. —— — ♦ -'— Um 100 verkamenn og verkakonur nutu styrks úr sjódnum s. I. ár, um 28 þús. kr. Glímukeppni í Tri- polileikhúsinu á Keppt verSur í 4 þyngdarflokkum LÍMURÁÐ REYKJA- VÍKUR hefur ákveðið að efna til mikillar glímu keppni á laugardagskvöld og á hún að fara fram í Tripoli- leikhúsinu. Ákveðið er að keppt verði í fjórum þyngdarflokkum, en ekki er enn vitað hve margir þátttakendur verða eða hverjir. Vitasjóður Strandar- kirkju stofnaður á sérkenniiegan hátt ISKUPI ÍSLANDS hefur nýlega horizt sérkennileg gjöf, sem ætluð er til sjóðsstofn unar, er hafi það markmið, að kveikja vitaljós í turni Strand- arkirkju í Selvogi. Er gjöf þessi 500 króna seðill, og er skrifað í liinn hvíta reit seðilsins orðin: „Vitasjóður Strandarkirkju“. Er það tilmæli gefandans, en hann nefnir sig Þjóðólf bónda, að hver sá, sem þennan seðil fær í hendur, láti eitthvað af hendi rakna til sjóðsins. Þeir aðrir, sem hafa í hyggju að senda sjóðnum gjafir, eru beðnir að auðkenna þær „Vita- sjóður“. A RSSKÝRSLA styrktar- s jóðs verkam'anna og. sjómannafélaganna í Reykja- vík (ll.-maá-sjóðs) fyrir s.l. ár liggur nú fyrir, en sjóður þessi var stofnaður 1917 með Muta verkalýðsfélaganna af andvirði togaranna, sem seld- ir voru tii Frakklands. Styrks úr sjóðnum nutu á ár inu 101 umsækjandi, 86 karlar og 15 konur. Þeir, sem styrk fengu, eru mJeðlimir eftirtaldra félaga, og nam styrkurinn samtals kr. 27800.00 og skiptist hann þann ig: Verkamannafélagið Dagshrún 52 karlar kr. 14600.00. Sjómannafélag Reykjavíkur 34 karlar kr 9575.00. Verkakvennafélagið Fram- sókn 11 konur kr. 2675.00. Þvottakvennafélagið Freyja 3 konur kr 650.00. Iðja, félag verksmiðjufólks 1 kona kr. 300,00. Hæsti styrkur var kr. 300.00, en lægsti styrkur kr. 150,00. Árgjald tn sjóðsins hafa eft- irtöld félög greitt á árinu: Verkamannafélagið Dagsbrún kr. 2980,00. Sjómannafélag Reykjavíkur kr. 1511,00. Verkakvennafélagið Fram- sókn kr. 276,50. Hið íslenzka prentarafélag kr. * 170,50. ! Bakarasveinafélag íslands j kr. 52,00. j Þvottakvennafélagið Freyja í kr. 65,50. j Bókbindarafélag Reykjavík- ur kr. 52.00 Iðja, félag verksmiðjufólks kr. 392,00. — Samtals krónur 5500.00. Árgjaldið er kr. 1,00 af körl- um, en kr. 0,50 af konum. Á árinu hefur sjóðurinn feng ið styrk: úr ríkissjóði kr. 6000- 00, úr bæjarsjóði kr. 10000,00. Sjóðurinn var i ársbyrjun kr. 155719,86, en i árslok kr. 1577- 85,93. Aukning á árinu var því kr. 2066,07. Á fundi fulltrúaráðs verka- lýðsfélaganna 29. júní var Guð munda L. Ólafsdóttir kosin í stjórn sjóðsins til næstu þriggja ára í stað Sigriðar Ólafsdóttur. Stjórn sjóðsins skipa nú: Sig urjón Á. Ólafsson, Ágúst Jósefs son og Guðmunda L. Ólafsdótt- ir. Sala happdrættismiða Norræna félagsins er hafin INS og áður hefur verið getið hér í blaðinu efnir Norræna félagið tibhappdrættis til ágóða fyrir norræna höll, sem reisa á við Þingvallavatn. Er sala mið- anna nú hafin og munu með- Iimir Norræna félagsins fá miða senda og er þess vænst að þeir beiti sér af áhuga fyrir sölu þeirra svo og að fólk al- menn sýni þessu máli velvilja og stuðning með því að kaupa happdrættismiðana. Óstjérn kommúnisia: Einn þriðfi fekna Fulifrúaráðs verkalýðfélaganna rann lil á- róðursmanns kemmúnisla jÞúsundir króna til lögfræðings kommún- ista fyrir undirlsúnings máls9 sem ekkert hefur enn wðið úr FULLTRÚARÁÐ VERKALÝÐSFÉLAGANNA hélt að- alfund í fyrrakvöld og lágu þá fyrir reikningar full- tnj^iráðsins fyrir s.l. ár. Jafnframt flutti fornaaður þess, Eg^rt Þorbjarnarson, skýrslu um störf fulltrúaráðsins. Samkvæmt þessari skýrslu J voru tekjur fulltrúaráðsins um ! 21 þúsund kr'., en einn þriðji híuti allra teknanna fór í laun handa Þorsteini Péturssyni, sem er áróðursmaður fyrir kommún istaflokkinn — og skrifstofu kostnað hans. Á fundinum gerði Sigurjón Á. Ólafsson þá fyrirspurn fil formannsins hvað liði málshöfð un þeirri, sem ráðgerð hefði ver ið og mikið hefði verið talað um út af sölu Alþýðubrauð- gerðarinnar og Iðnó. Spurði hann hvort meiningin væri að svæfa það margumtalaða mál. Eggert Þorbjarnarson svar- aði því til, að von væri á vstefnu innnan skamms og myndi hún varla dragast í meira en hálfan í mánuð. Við umræðurnar um þetia mál upplýstist það, að búið er að eyða í lögfræðing þann, sem verið hefur að undirbúa þess- ar málsóknir um 4 þúsund krón um af tekjum fulltrúaráðsins, án þess þó að nokkuð hafi gengið. Almenningi er ljóst, að hér er hin mesta svikamylla á ferð- inni. Nú eru þrjú ár liðin síðan kommúnistar fóru að nota þetta sem áróðursmál. Hefur þeim aldrei gengið ann að til en að nota það til siiks. Loks voru þeir knúðir með á- skorunum til þess að samþykkja formlega að höfða mál. Það (Frh. á 7. síðu.) Vinningarnir í happdrættinu eru tveir; annar ferð til allra hÖífuðborga Norðurlanda fyrir tvo, og hinn ársdvöl fyrir einn við háskóla, eða einhvern æðri skóla á Norðurlöndum, og má handhafi vinningsins velja sjálf ur um við hvaða skóla og í hvaða landi hann dvelur. Öllum er ljóst, að eftir stríðið verða aukin samskipti milii Norðryrlandarina og kynni þjóð anna eflast, er þá mikils um vert fyrir íslendinga, að geta tekið þátt í norrænni samvinnu hlutfallslega á borð við hinar Norðurlandaþjóðirnar. Með því að koma upp Nor- rænni höll, eins og nú er í ráði, er náð merkum áfanga í þessu tilliti. Verður bygging þessi í senn félagsheimilií fyrir með- l:mi Norræna félagsins og um leið staður, sem hægt er að bjóða Norðurlandagestum til dvalar á, er þeir heimsækja landið. Ætti því Norræna höllin, aða Norræna heimilið, eins og mætti kalla það, að verða miðstöð til kynningar norrænum gestum, sem dvelja þar. Þar verða og að sjálfsögðu haldin • norræri mót og ýmis önnur starfsemi fer þar fram, sem, miðar að því að efla viðkynningu þjóðanna. Dregið verður í happdrætt- inu 30. júní í sumar. Félag: íslenzkra hljóðfæraleikara heldur árshátíð sína að Hótel Borg næstkomandi mánudagskvöld. Félagsmenn eiga að vitja aðgöngu miða sinna að Hótel Borg (suður- dyr) á morgun kl. 2—6 e. h. Rúmlega 31 þús. kr. söfnuðusf í Reykja- vík á skíðadaginn ASKÍÐADAGINN svo- nefnda, sem var síðastlið inn fimmtudag, söfnuðust hér í ReykjaVík samtals kr. 31,106,48 og eru þar með taldar 2 þús. kr. sem bórust í gjöfum og áður hefur verið getið. Hitt safnað- ist eingöngu fyrir merki dags- ins, og voru börn mjög áhuga- söm og dugleg við sölu þeirra. Ennfremur sýndi fræðslufull- trúi, skólastjórar barnaskól- anna og kennarar máli þessu mikla velvild, og greiddu fyrir því að börnin gætu selt merkin. Eins og áður hefur verið get- ið, verður fé þessu varið til að styrkja flátæk börn til skíða- íðkana. Tómas Vigfússon end- urkosinn formaður Trésmiðafélags Reykjavíkur A ÐALFUNDUR. Trésmiðafé- lags Reykjavíkur var hald inn síðast liðinn sunnudag. Meðlimir félagsins eru. nú um 400. Á s-íðasta ári bættust 35 nýir nemendur í húsasmíði, og um 40 nemendur hefur nú verið ákveðið að íaka inn í iðn ina á þessu ári. Félagið hefur rætt afstöðu sína til hinna svo kölluðu gervismiða, og hefur stjór nfélagsins verið falið að ráða fram úr því máli. Stjórn félagsins var öll end- urkosin en hana skipa eftirtald irmenn: Tómas Vigfússon for- maður, Guðmundur Halldórs- son ritari og Gissur Sigurðsson gjaldkeri. Meðstjórnendur eru: Ársæll Sigurðsson og Einar B. Kristjánsson. Endurskoðendur voru kosnir: Jón Guðjónsson og Torfi Hann esson. Varaformaður er Hafliði Jóhannsson. Samgönguleiðirnar opnar, en veglmir eru þungfærir vegna bíeyfu SAMKVÆMT upplýsingum, sem blaðið fékk hjá vega- málasJkrifstofunni í gær eru flestir akvegir nú orðnir fær- ir aftur eftir hinar miklu snjókomur sem verið hafa. Hins vegar eru þeir ákaf- lega þungir yfirferðar víða af bleytu. Bæði hefur runnið úr þeim möl og holklaki myndast á nokkrum stöðum. . Vatnsflóð þau, sem um dag- inn torvelduðu samgöngur víða um land eru nú í rénun, og eru nú t. d. vegir um Borgarfjörð- inn orðnir sæmilegir yfirferðar. Engar skemmdir urðu þar á brúm, eins og búizt var við að verða mundi, er flóðin voru þar mést. Hins vegar urðu skemmd ir á brúnni á Hjaltadalsá í Skagafirði, en væntanlega get- ur viðgerð á henni farið fram mjög bráölega. Um Hellisheiði hafa bifreið- ar nú farið í rúma viku, síðan végurinn var opnaður og er um férð um hana allgóð . Nýr kaffivagn opnað- ur í dag á Stein- bryggjiiplaninu T DAG opnar Bjami Krist- *■ jánsson nýjan kaffivagn m Steinbryggjuplaninu, þar sean gamli kaffivagninn stóð ‘og flesf: ir Reykvíkingar munu haf» kannast við. Hatfa verkamenn við höfnina og aðrir þeir, sem hafa skipt við Bjarna undanfarin ár sakn- að þess, að engar veitingar hafa verið þarna síðustu mánuði, og stafar það af því að gamli vagn, inn var bannaður, en hann haf ðS Bjarni á leigu, en hefur rekið þar katffisölu við erfið skilyrði um átta ára skeið. Ætlaði Bjarni því að hætta kaffisölunni þama, en af fjölda áskorahna verkamanna við höfnina og annarra er kaffi hafa keypt í vagninum, sótti Bjaml um leyfi fyrir því að reisa nýj- an kaffivagn þarna, og er þessi vagn nú fullgerður og verður opnaður í dag. Er þessi nýi kaffivagn ólík- ur hinum gamla hvað allan út- búnað snertir og fullnægir hann. ítrustu hreinlætiskröfum heil- brigðisnefndar. Stærð vagnsins er 5x3% rnetri, og er hann hinn smekk- legasti að innan. í vagninum er eitt langt borð eins og í gamla vagninum, þar sem kaffið er af- greitt við. Þá hefur þessi vagn það fram yfir þann gamla, að þar er hitt og kalt vatu og vask ur til uppþvotta. Ennfremur vatnsgeymir, sem heldur vatn- inu alltatf 80 stiga heitu og fyll- ist hann jafnóðum og eytt er úr honum. Allir veggir vagnsins eru klæddir innan með glerasbesti, svo auðvelt verður að halda þeim hreinum og gólfið er dúk lagt. Þá eru skápar, sem hægt er að geyma í kökur, sígarettur og fleira. Munu menn fagna því nú, er kaffivagninn á Steinbryggju planinu tekur aftur til starfa, því þarna geta menn fengið fljóta og góða afgreiðslu og kaff ið hjá veitingamanninum er öll um kunnugt, sem reynt hafa. Er þetta líka áreiðanlega ódýr- asta kaffisalan í bænum. Byggingu þessa nýja kaffí- vagns hefur Helgi Kristjánsso*. húsameistari annast. Sfarfsemi Ungmenna- félags Reyfcjayfkur. FlöSforeytt féSagsláf og miksll áhugi fyrir máSefmim félagsins UN GMENNAFÉLAG REYKJAVÍKUR hélt aðal- fund sinn 2. marz s. 1. Skýrt var frá störfum félags ins s. 1. starfsár og lagðir fram reikningar félagsins. Stjórn félágsins skipa fimm rnanns, var stjórnin endurkos- in að undanskildum Sveini A. Sæmundssyni, er beiddist und- an endurkosningu. Stjórn félagsins skipa núr Stefán Runólfsson, formaður og meðstjórnendur Kristin Jónsdóttir, Grímur Norðdahl, Helgi Sæmundsson og Daníel Einarsson. Endurskoðendur reikning- anna voru þeir Kristján Frið- riksson og Kjartan Sveinsson og voru þeir endurkosnir. Frh. á 7. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.