Alþýðublaðið - 24.03.1945, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 24.03.1945, Blaðsíða 3
Laugardagor 24. marz. 1945. ALÞYÐUBLAÐIP s Austurvígstöðvarnar Rússar rjúfa samband- ið miili Gdynia og Danzig. FRÁ austurvigstöðvunum eru þær fréttir helztar, að her Rokossovákys hefir rofið sambandið milli herja Þjóð- verja í Gdynia og Danzig og tek ið Zoppot, sem var mikilvæg hafnarborg og vel útbúin að öllum hafnarmannvirkjum, sem Þjóðverjum mega að gagni koma. Þá sækja Rússar fram, undir forystu Konievs, í áttina til Súdetafjalla og hafa tekið fjölda borga og Iþorpa á leið sinni. í Ungverjaland'i hefir sókn Þjóðverja verið stöðvuð og sækja Rússar nú fram norðan Balatonvatns. í fyrradag eyði- lögðu Rússar samtals 156 skrið dreka Þjóðverja og 149 flugvél ar. Þá voru teknir um 1600 fangar. Þá hafa hersveitir Konievs íekið borgina Ober Glogau x Slésíu og munu nú um það bil 50 km. frá Moravska-Ostrava á Mæri. Er talið, að brátt muni hersveitir Konievs hefja sókn til Prag og Bratislava. Bradiey segir: 150 þús. Þjóðverjar handteknir síðan 1. febrúar. OMAR Nelson Bradley hers höfðingi, yfirmaður allra Bandaríkjahersveita á vestur vígstöðvunum gaf í gær nokkr ar upplýsingar um afrek ame lískra hermanna á þesssum slóð um. Bradley hershöfðingi .sagði meðal annars, að 1. herinn ame ríski, sem hefir barizt við hrú arstæðið víp Remagen, geti hve nær sem er brotizt þaðan til nýrra árása á Þýzkaland. Hershöf ðinginn • gaf einnig ýmsar mikilvægar upplýsingar um starf amerísku herjanna á þessum vígstöðvum undanfarna mánuðí. Meðal annars sagði hann frá Iþví, að frá 1. febrúar hefðu fyrsti og þriðji her Banda rikjamanna tekið um 150 þús- und þýzka hermenn höndum og grafið um 10 iþuls. fallina Þjóð verja. Þá sagði hershöfðinginn að teknar hefðu veríð 47 stór- borgir, þar af 8 borgir Þjóð- verja með yfir 100 þús. íbúum. Bandaríkjamenh hafa á þess- um tíma tekið landsvæði, sem. er um það bil 22.5000 ferkm. að stærð, en þar bjuggu um 5—6 milljónir manna fyrir sti'íð. Þá sagði Bradley hershöfð- ingi, að 7. her Þjóðvei’ja hefði verið eytt með öllu í átökun- um undanfarna daga og að 1. her Þjóðvei’ja, sem þarna barð ist líka, væi’i svo til eytt líka. En þó hefði einhverjum hluta hersveita þessara tekizt að kom ast yfir Rín. Manntjón Þjóð- verja mun vera mjög mikið í iþessum átökum. valdi bandamanna Irá Mynd þessi er frá Saarbrúcken, höfuðbo-rg Saarbérsðs, eins mesta. iðnhéraðs Þýzkalands. í þfssari borg er mikil Stál- og krlavinnsla,-••puk þess ýmjslegur vélaiðn-aður. Borgþessi, sem einnig er mikilvæg samgöngumiðstöð mun nú vera á valdi Bandaríkjamanna. 120 :f>anir férasi fyrir seinlæti ®g aSgerð- arleysi hiiis ’þýzká iéftyarnafes- TLTÁNARIifregnir ihaia nú borizt af loftárásinai, sem brezk ar Mosqtiito-Jflugvélar gerðu á Shellliúsið, aðalbækistöð Gestapo í Kaupmannahöfn um háöegið s. 1. miðvikudag. Flugvélarnar! fcomu yfir í þrem hópum, um 30 alls og meðal þeirra vom Spitfire-orrustuflugvélar til verndar. Sex sprengjur hæfðu Shellhúsið, þar af voru tvær tímasprengj ur, sem sprnngu nokkrurn mínútum síðar en hinar. Önnur álma hússins gereyðilagðist en anxrrs varð byggingín fyrír xnjög mikl um skemmduxn, einkurn af idftþrystingum af vöídum sprenging arixmar. Fyrst í stáð álitu menn, aft aðeins tvær Mosquito-flugvélar hefðu hrapað eftxr árásina, en síðan hefir frétzt, að fleiri hafi farizt. Ein flugvélanna mun hafa rekizt á eítthvað á þaki Shell- hússins, eða orðið fyrir skotum úr loftvarna by.ssum Þjóðvei’ja. Flugvél þessí reyndi síðan að nauðlenda í Friðriksbergs- garðí, en iþað mistókst og hrap aði flugvélin á Söndre Boule- vard. Önnur flugvél hrapaði í sænskri landhelgi, milli Hveðn á Eyrarsundi og Karlskrona í Svíþjóð. Ekki er vitað um af- drif áhafnarinnar. Líkur eru á, að tvær þýzkar orrustuflugvélar, sem fóx*u til móts við íbrezku flugvélarnar, hafi veírið skotnar niður. Lögð er áherzla á það í Lond- ‘ on, að árás þessi hafi verið gerð undir sérlega erfiðum kringum stæðum og er þvlí um kennt, að sumar sprengjurnar misstu max’ks. Talið er, að um 120 Danir hafi farizt við þetta tækifæri, en ábyrgðin hvílir á Þjóðvei’j um, sem létu ekki gefa loft- varnamei’ki fyrr en spx’engjurn ar tóku að falla, alveg á sama hátt og í Oslo, enda þótt orðið hafði vart við flugvélai’nar yfir Korsör eða fyrr. Það er þó upplýst, að minnsta kosti helmingi fleirí Þjóðverj- ar en Danir fórust við þetta tækifæri. í Sheilhúsinu höfðust við að minnsía kosti 500 manns dag og nótt og venjulega fleiri. Enn bíða menn þess með ó- þreyj'u, hve mai’gii- Danix’, 'sem voru I haldi á efstu hæð húss- ins, hafi farizt. Danski heimaherinn hefir lýst yfir því, í sambandi við árás þessa, að brezki flugherinn hafi þar með rétt Dönum hjálp arhönd með því að eyðileggja Shellhúsið og skjalasafn Gesta- pó, sem þar var. Þá hafa ýms- ir danskir föðurlfendssvikarar, sem þar voru, farizt. Þjóðverjar leggja allt kapp á að dylja fyrir dönsku þjóð- inni, hvað vakti fyrir flugmönn um bandamanna að þessu sinni Þannig mega blöðin uian Kaup mannahafnar ekki ræða þetta nema undir fyrii’sögninni „Ensk loftárás á Kaupmannahöfn.“ (Frá dönsku sendisveitinni). Hefir voit Rundstedt beðið um vopnahlé! RÁ London berast þær fregnir í sambandi við það, að Kesselring hefir tekið við yfirherstjórn Þjóðverja á vest urvígstöðvunum ,í stað von Rundstedts, að von Rundstedt hafi ekki alls fyrir löngu beðið Eisenhower um vopnahlé. Ekki er þó upp lýst með hverjum kjörum það vopnahlé ætti að vera. Fylgir það fregninni, að Bret ar og Bandaríkjamenn hefðu hafnað öllum friðarumleitun- um Rundstedts. Þá er talið, að vera mætti, að von Rundstedt hafi beðizt lausnar frá herstjói’n inni á vestui-vígstöðvunum vegna þess arna eða vegna þess hve iila hefir gengið fyrir Þjóð verjum þarna undanfarnar vik ur. Von Rundstedt er talinn and vígur nazistum, fæddur junk- ari, sem hefir fyrirlitningu á þeim, sem síðan hafa komizt til vegs og valda í hermálum Þýzkalands. fffr flugmálaráðu- nauiur við sendisveif Horðmanna í Stokk- bólmi. "P RÁ London er tilkynnt, að -®- hinn kunni norski flugmað ur, Finn Lambrechts, sem með- al annars er þekktur á íslandi, hafi vei’ið skipaður flugmála- ráðunautur við norsku sendi- sveitina í Stokkhólmi. Lambrechts hefir farið marg ar fiugferðir yfir Noreg síðan styrjöldin hófst. Einu sinni hafði hann Nordahl Grieg með- ferðis sem fréttaritara. Ilann hefir verið sæmdur æðstu orðu Hollandi suður að Bandaríkjamenn tókú Speyer í gær. Bardögum lokið í Lud- wigshafen. T ILKYNNT var í aðal- . bækistöðvum banda- mannaá vesturvígstöðvunum í gær, að nú væri allur vest- ur bakki Rínar, allt frá Hol- landi til Sviss á valdi banda- manna. Síðast tóku þeir borg ina Speyer herskildi, en ann- ars höfðu þeir tekið Ludwigs hafen með öllu, svo og Mainz. Á norðurhluta vígstöðvanna virðast herir Montgomerys vera í þann veginn að hefja sókn vestur yfir Rín frá Remagen og suður eftir og bíða Þjóðverjar þess fiillir ótta, sem koma skal Yfirleitt virðist ríkja hið mesta los á öllum vörnum Þjóðverja og . sækja hervseitir banda manna franx víðast hvar mót spyrnulitið. Það var tilkynnt í herstöðv- um bandamanna í gær, að her sveitir Pattons - hefðu brotizt yfir Rín. Hafa hersveitir hans þegar á sínu valdi mörg brúar- stæði, en auk þess vinna þær að því að koma fleiri brúm á ána og síðast er fréttist, gekk það mjög vel. Þess er getið, að þegar her- sveitir Pattons brutust yfir Rín hafi við Speyer verið eyðilögð á undanhaldi Þjóðverja, en hins vegar hafi hermenn banda manna þegar byrjað að leggja nýjar brýr á fljótið. Þarna hafa flugvélar banda- manna verið mjög athafnasam ar og ráðizt á allar flutninga- lestir bandamanna hafa gert um 6000 loftárásir í gær og valdið óskaplegu tjóni á öllum .samgöngumiSslöðvum og lest- um Þjóðverja, sem voru að flytja birgðir að. Fregnritarai’ ileggja mikla á- herslu á, að her Montgomerys sé í þann veginn að hefja mikla sókn, en talsverð hula virðist hafa Ihvilt yfir hreyfingum hers hans að undanförnu. Norðmanna, s t ríðskross inum með sverði. Um skeið var hann aðalflug maður á leiðinni milli Bret- lands og Svíþjóðar. Hann er 45 ára gamall, varð sjóliðsforingi árið 1921, „marinekaptein" 1937 og hefir síðan orðið „kom mandörkaptein.“ (Frá norska blaðafulitr.).

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.