Alþýðublaðið - 24.03.1945, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 24.03.1945, Blaðsíða 8
8 ALÞYÐUBLAÐIÐ I.augardagur 24. marz. 194®.. 8 ■TJARNARBI6 Eins og gengur („True to Life“) Jj- >•. •*'' :'■1 'í"' :••• - Sprenghlægilegur gamanleikur um ástir og útvarp. Mary Martin Franchot Tone Diek Poweil Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9 Sala hefst kl. 11. Maðurinn: „Hundurinn þinn heit mig í öklan drengur.“ Drengurinn: „Já, hann hef- ur ekki náð hærra. Það er ekki hægt að ætlast til þess af svona litlu hvolpgreyi, að hann nái upp í hna-kkann á fullorðnum manni.“ * * * Jón (nokkuð drjúgur): „Ég sem alltaf með seðlaveskið mitt undir höfðalaginu.“ Bjarni (drýgri): „Já, ég gerði það nú lika einu sinni, en ég þoli ekki að hafa svo hátt undir höfðinu, svo að ég er hættur því.“ íjí íJí Maður var í boði hjá kunn- ingja sínum, sem var einbúi, og fengu íþeir sér töluvert neð- an í því. Þegar hann var að fara heim um kvöldið, fékk vin ur hans honum Ijósker, af því að dimmt var. En þegar hann kemur heim, segir kona hans við hann: „Nú, hver þremilinn ert þú að gera við rottugildru, maður?“ „Nú, er það^rottugildra? Það hlaut að vera. Ég var sízt að skilja, hvort ég væri svo blind- ur, að ég sæi ekki ljósið frá Ijóskerinu, sem Jón lánaði mér, eða hvort slokknað hefði á því.“ * ❖ -*}i Fremd er eigi að fella þann, sem fætur hefur enga. azt. Hann vissi, hvað hún gat, •'Og hann þekkti hverja sveigju, hvert tillit og hverja hreyfingu hennar. Hann gat því gefið hexmi þau haldkvæmu ráð, að þetta hlutverk varð betur af hendi leyst en nokkuð annað hlutverk, sem hún hafði farið með. Við hina leikarana var hann í senn bæði umburðarlyndur og smámunasamur. En þótt á þolinmæðina reyndi um of, megn- aði geðprýði hans og vingjarnleg framkoma að afstýra öllum á- rekstrum. Eftir þetta kom ekki annað til mála en að hann héldi áfram leiðbejnandastarfinu. Rithöfundunum gazt vel að honum, því að að hann var ekkí gæddur því hugarflugi, að hann ætti annars úrkostar en fylgja hugmyndum þeirra nákvæmlega, og oft varð hann að leita á náðir þeirra og spyrja þá, hvernig þeir hefðu hugs- að sér þatta eöa hitt atriðið, sem hann gat ekki áttað sig á til fulls. x Júlía var orðin rik, Og það mátti Mikael eiga, að hann var ekki síður umhyggjusamur um fjármuni hennar en sina. Hann vakti yfir hverjum einasta tekjustofni hennar, og var jafn glaður, ef hann gai selt verðbréf, sem hún átti, með álitlegum hagnaði, og þótt ágóðinn hefði vunnið beint í vasa hans. Hann lét leikhúsið greiða henni mjög há laun og var ekki lítið upp með sér af þvi að geta sagt, að hún væri hæstlaunaða leikkonan í Lundúnum.' En þegar hann lék sjálfur, reiknaði hann sér aldrei hærra kaup heldur en honum þótti hæfilegt. Þegar hann æfði leiki undir sýningu, tók hann ekki heldur meiri ómakslaun en mið- lungs leiðbeinandi myr.di hafa gert. Kostnaðinn við heimilisreksturinn og uppeldi og menntun Rogers borguðu þau bæði að jöfnu. Roger litli hafði verið innrit- aður vætnanlegur nemandi í háskólann i Eton áður en hann var orðinn vikugamall. Það varð ekki á Mikael borið, að hann væri ekki réttlátur og heiðarlegur í viðskiptum. Þegar Júlíu var ljóst, 'hversu miklu betur hún var efnum búin heldur en hann, krafðist hún þess að fá að bera allan kostn- að vegna heimilisins ein. „Það mæla engin skynsamleg rök með því,“ sagði Mikael. »Á meðan ég get borgað minn hluta, vil ég gera það. Þú hefur meiri tekjur en ég, af þvi að þú ert meiri hæfiléikum búin. Ég læt borga þér rífleg laun, af því að þú átt það skilið.“ Það var ebki hægt annað en dást að þeirri sjálfsafneitun, sem hann sýndi hennar vegna. Öll ágirnd og sjálfselska hafði orðið að boka um set fyrir þvi að skapa henni frægð. Jafnvel Dollý, sem varla gat séð hann, viðurkenndi þetta. Vegna einhverrar bjygðunarsemi hafði Júlía aldrei talað um mann sinn við Dollýju. Én hin skörpu augu gömlu konunnar höfðu fyrir löngu uppgötvað það, hve mjög Mikael reyndi á taug- ár konu sinnar. Allir hrósuðu honum. Hann var talinn fyrir- myndar eiginmaður. En henni virtist engir nema hún geta gert sér í hugarlund, hve þreytandi það var að búa með manni, sem var svona framúrskarandi hégómlegur. Drýldni hans og sjálfs- ánægja, þegar hann hafði borið sigur úr býtum í golfkeppni eða hlotið ríflegan ágóða af einhverjum viðskiptum, var óþolandi. Hann gat ekki eitt einasta augnblik gleymt kænsku sinni. Hann var leiðinlegur maður, ótrúlega leiðinlegur. Honum var hin mesta nautn að segja Júlíu allt, sem hann hafði gert, og útskýra fyrir henni allar sihar ráðagerðir. Það hefði verið dásamlegt hérna á árunum, þegar bað var eins og himnarikissæla að vita hann ein- hvers staðar i námunda við sig. En nú um margra ,ára skeið hafði þetta verið henni óbærilegt kvalræði. Hann gat ekki heldur lýst neinu, án þess að rekja hvert aukaatriði með mörgum orð- um og mikilli nákvæmni. Og það var ekki aðeins kænska í við- _ NÝJA Bfð — Óður eyjaskeggja („Rhythm of the Islands“) Skermntileg söngvamynd. Aðalhlutverk: Allan Jones, Jane Frazee, Andy Devine. Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9 Sala hefst kl. 11 _ GAMLA BfÓ _ Faldi fjársjéðmn (Whistling in Dixie) Ann Rutherford Red Skelton Sýnd kl. 7 og 9 Bönnuð börnum innan 16 ára GOSI Walt Disney-teikni- myndin. Sýnd kl. 3 og 5.f Sala hefst klukkan 11. skiptum, sem hann hældi sér af, heldur varð hann með aldrinum ákaflega ’hrifinn af sjálfum sér að öðru leyti. Meðan hann var ungur, hafði hann alltaf litið á það eins og sjálfsagðan hlut, að hann bæri af öðrum um glæsileik. Nú var hann farinn að gefa útliti sínu vaxand'i gaum, og hann taldi ekki á sig neina fyrirhöfn, er orðið gat til þess að halda honum við eitthvað lengur en ella. Smám saman varð þetta að ástríðu. Hann bar sjúklega umhyggju fyrir vaxtarlagi sínu. Hann bragðaði aldrei neitt, sem hann taldl fitandi, og hann gleymdi aldrei likamsæfingum sínum. Þegar hon- um virtist hárið á sér vera farið að þynnast, leitaði hann ráða Meðal ræningja. Jósep kveið fyrir þvi, að 'hann myndi þá og þegar rjúka upp í reiði sinni og lemja þau hvort í sínu lagi til þess að hefna sín sem mest hann mætti. En í stað þess henti Brúnó því sem hann hafði milli handanna eins langt í burtu og hann gat og hljóp síðan á brott án þess að mæla orð. Hann sást ekki meira þann daginn, Daginn eftir var hann fúllyndur og harðari í horn að taka heldur en hann hafði verið nokkru sinni fyrr. Hann skipaði Jósep að fægja byssuna sína. En líklega hefur hon- um ekk líkað vinnubrögðin, því hann lamdi Jósep utan- undir með byssuskeftinu svo að drengurinn var að þv;í kom- inn að kjökra, en 'herti sig þó. Þegar ræningjarnir urðu þess varir, að Brúnó hafði breytzt í framkomu sinni við systkinin, tóku þeir sömu'leiðis upp fúllynt og harðneskjulegt viðmót. Dag nokíkurn var Maríu skipað að reita fugla. Hún var hrædd um, að hún kynni ef til vill að gera það á annan hátt heldur en ræningjunum líkaði og fór því inn í hellinn og ætlaði að hitta þann sem skipað hafði henni fyrir verkum. Þegar hún kom inn, sá hún, að hann var á tal ivið hinn. ræningjann. Þess vegna nam hún staðar óg beið þess að fá tækifæri til þess að ná tali af honum. Rænngjarnar komu auga á hana og héldu að hún væri að slóra. Annar þeirra hóf þá á loft prik nokkurt, er hann BfZ 5EEIN’ A G-UY 170 -IHAT stupf A FELLA G-OIH' ^KIN' ME WAS y l L1K6--- ) —C/MC& MV 1 ~?/Æf WHAT IF TH' POC POES THAT TO ME—TNEN PO'&ETS TO —TfS UN-HYPNOTIZE ME? J ! Vr HE SUCCEBPS, PINTO,7WOSE ÖHJKAS VVÍLL LAY THEIR EGOS f?IGf4T INTO A GROUP , OF SOME MIGHTY /MPOPTANT LEAPEPS AT THE CONFERENCE/ IN A CIR ---HE H APOUNP YyMEAN TWE OOC CAN 170 7HAT --Y’BELIEVE HE CAN PUT ONE OF US IN A TPANCE 50 WE'LL 5ENP A EAKE S.O.5? milklir leiðtogar ollíik'air.“ PINTÓ: „Ég tman eftir Iþvá einu sirini að éig sá sitúák á cirkius. 'Hiann lét einhvern nóiunga bafa PIiNTÓ: „Þú átt við að þaai igeti dáflieitt lolifcur — Niú þá isend •um yið bara if.als!kit skey.ti. . .“ ÖRN: „Nei — ef þeim tekts ’þetta, þá miuniu 's'teypifliuigvél air þeirra kaista spnenigjiuiro sán luim beimt á ráðstefmtuma og þá iimuniu fana&t ýmisir þýðinga sé alveg eins og h'ann væiri apj. —- Fjárinm isjólfiur! Ef hamn nú getur ,gert þetta við mig!“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.