Alþýðublaðið - 10.04.1945, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 10.04.1945, Blaðsíða 3
i»riðjudagur 10. apríl 1945. Slund frelsisins er í nánd fyrir Dan- mörku segir Anthony Eden Ðanmörk fékk marg- ar tiiýjar kveijur á hernámsdaginn /L NTHONY ÉDEN utanríkis ráðherra Breta og ýmsir aðrir * stjórnmálamenn banda- manna sendu dönsku þjóðinni Ikveðju sína í „Frit Danmark“ í London í tilefni af 9. apríl, segir í fregn frá sendiráði Dana í Reykjavík. Auk brezka utanríkismála- ráðherrans hafa Noregur, Frakk land, Grikkland, ísland og Kína sent Danmörku kveðjur sínar í tilefni af 9. apríl. Fyrir fimm árum réðust Þjóð verjar á Danmörku án minnsta tilefnis, segir í kveðju Edens. En alla tíð síðan hefir danska |>jóðin haldið fast við hugsjómr lýðræðisins. Mótspyrnan í Danmörku var í fyrstu óvirk, en nú er hún virk og orðin að raunverulegu stríði við Þýzkaland, stríði, sem er engu að síður raunverulegt, |>ótt það sé ekki formlegt. Eden segist hafa fyrir fram- an sig fyrsta tölublaðið af „Frit Danmark“, frá 16 desember 1940, meðan hann sé að skrifa, og þar sé skorað á hvern einasta danskan mann. að berjast fyrir hið sameiginlega mláldfni. Og það hefir líka verið gert, segir Eden. Sjómenn danska kauþ- skipaflotans ha-fa barizt drengi lega við hlið brezkra sjómanna. Þeir veittu einnig hjálp sína, þegar skuggalegast horfði fyrir Englandi, og sigurinn virtist vera svo lang fram undan. En það hefir sýnt sig, að trú dönsku þjóðarinnar á sigurinn var rökstudd, og nú er Dan- mörk í stríði við hinn þýzka innrásarher. Það stríð útheimt ir óvenjulegt sálarþrek og ótak markaða fórnarlund. Glæsilegasta stund Danmerk ur er í námd, og „herir okkar sækja hratt fram til þess að frelsa hið umsetna varnarlið ykkar,“ segir Eden. Svo skul- um við í sameiningu endurreisa sannleika, réttlæti og frelsi fyr ir allar þjóðir heimsins. Eden endar kveðju sína á eft irfarandi orðum: „Ég er viss um það, að ég tala í nafni allrar bresku þjóðar innar, þegar ég segi, að við get- um ekki hugsað okkur neinn betri bandamenn i slíku starfi, en hina dönsku þjóð“. Brezk blöð fluttu kveðju Edens á fyrstu síðu á laugar- daginn. Kveðja Noregs var skrifuð af Trygve Lie utanríkismálaráð- herra, sem leggur sérstaka á- herzlu á þau örlagatengsl, sem verið hafa milli Noregs og Dan merkur á hernámsárunum. ALÞYÐUBLAÐIQ Bremen, Hannover og Braunschwe Á letð tll Bremen og Hamhorgar o 30 laaswíu í-sod STATUTE miles DENMARK g\ V' ~k-. ■! '- ~'-ÍÍ •'G; : tlCRTH FRiSJAN ISLANDS Noi!b Sca >A , EAST FRISIAN ISLANDS ííí Emden WiMrlfesi* rmaíM« r -* Oldenburg^cfer3&>5|5* * * Bretar eru nú sterklega farnir að nálgast Norðursjávarhafnir Þýzkalands, sem allar 'eru sýndar á þessu korti: Wilhelmshaven, Bremen, Bremerhaven, Cuxhaven, og Hamburg. Ofantil á kortinu sést Suður-Jótland. Svo nærri landamærum Danmerkur eru fram sveitir bandamanna nú komnar. Yörn Þjóðverja í Königsberg nú brofin alveg á bak affur LeSfar varsiarliösins gáfust upp í gær Sókiiin inn f Wien gengur einnig vel JT ÖNIGSBERG í Austur-Prússlandi, sem barizt hefur Jla. verið um í hér um bil tvo mánuði, er nú alveg á valdi Rússa. Leifar þýzka vamarliðsins gáfust upp í gær og Rúss- ar tóku 27 000 fanga auk mikils herfangs. í gær miðaði Rússum einnig vel áfram í sókn sinni inn í Vínarborg. Voru Iþeir í gærkveldi aðeins 2 km. frá miðbiki borg- armnar. Grimmilegir bardagar h'öfðu * staðið í Königsberg síðustu tvo sólarhringana og vörðust Þjóð- verjar þá aðeins í miðbænum, en stórir hlutar hans stóðu í björtu báli. Það var Vassili- evski marskálkur, sem stjórn- aði síðasta áhlaupinu á borgina, en hann tók við herstjórn þar, þegar Tdherniakovski marskálk ur féll í febrúar. Mikill fögnuður var í Moskva í gærkveldi, þegar tilkynningin um það var þirt, að Königsberg væri fallin. Skotið var af 324 fallbyssum eins og þegar stærst ir sigrar hafa unnizt áður og mest hefir verið við haft. Königsberg, sem var höfuð- borg Austur-Prússlands og þýð ingarmikil hafnarborg og flota stöð, hafði 370,000 íbúa fyrir stríðið. Við borgina eru tengdar margar og miklar minningar í sögu Þjóðverja og þó einkum Prússa. Frh. á 7. síðu. Bandaríkin og Brel- land taka affor upp sljórsiniáiasambancl vii Argentfna -- — - ■■ i. -■ i. • TE* REGN frá London í gær- kveldi sagði, að Bret- land, Bandaríkin, Frakkland og öll lýðveldin í Suður-Ameríku hefðu nú viðurkennt stjórn Farrels í Argentínu og tekið upp stjórnmálasamhaud við hana. Er þetta afleiðing þess, að Argentína hefir nú sagt Þýzka- landi' og Japan stríð á hendur. En áður hafði stjórn Farrels verið talin vinveitt Þjóðverjum og Bretland og Bandaríkin slit- ið stjórnmálasambandi við land hennar af þeim ástæðum. En vörn Þjóðverja ntiili Bremen og Hannover fer mjög harðnandi Þýiki herinn í Hollandi króaður Innl og Krupp- smiðjurnar í Essen ieknar U REGNIR FRÁ LONDON á miðnætti í nótt sögðu, að * borgirnar Bremen, Hannover og Braunschweig stæðu nú allar í björtu báli, en óvíst væri, hvort kveikt hefði verið í þeim með stórskotahríð bandamanna, eða terlendir verka- menn, sem þar Ihafa unnið undir svipu nazista, hefðu risið upp og borið eld að borgunum. Aðrar fregnir frá London í gærkveldi hermdu, að 2. her Breta mætti nú hins vegar harðvítugri vörn Þjóðverja milli Bremen og Hannover og væri búizd við mjög hörðum bar- dögum, einkum við Bremen. Er vitað, að Þjóðverjar hafa flutt þangað varalið frá Danmörku og sjólið frá Hamborg. Voru í gær háðir blóðugír bardagar við þetta vamarlið um 8 km. suðaustur af Bremen. Vestan við Weser, eða milli þess fljóts og Hollands, er her Þjóðverja sagður í upplausn, en þar sækja sveitir úr 2. her Breta fram í austurátt, til Bremen, til liðs við „eyðimerkurrottur“ Montgomerys, sem nú herjast fyrir sunnan Bremen. En allur her Þjóðverja, sem eftir er vestur í Hollandi, má heita inni króaður. Verst meginhluti hans enn á svæðinu milli Arnhem og Zuidersee, en í öllu norðaust- urhomi Iandsins, þar sem fall- hlífarhersveitir bandamanna hafa verið látnar svífa til jarð- ar, hefir öll vörn farið í handa- skolum. Sækir her Kanada- manna þar hratt fram og hefir náð sambandi við fallhlífarher sveitirnar. Á vígstöðvunum við Hann- over, sem nú er hér um bil um- ikringd, verjast Þjóðverjar af vaxandi hörku, og er barizt í 8 km. fjarlægð frá borginni, bæði að norðan og sunnan. Sumar hersveitir Bandaríkja- manna hafa farið fram hjá Hannover að sunnan, tekið Hildesheim og stefna til Braun- schweig. Þar fyrir sunnan tók 1. her Bandaríkjamanna háskólabæinn Göttingen um helgina og var í gærkVeldi kominn til Duder- stadt, austur af honum. Þaðan eru aðeins rúmir 200 km. til Berlínar. * Frá sókn Pattons í Thúringen bárust litlar fréttir í gær; en hersveitir Patch, 7. herínn, héldu áfram isókn sinni suð- austur af Wúrzburg, og 1. her- inn suðaustur af Karlsruhe. Hefur hann tíekið Pforzheim og Heilbronn og nálgast óðum Stuttgart í Wúrtemberg. Grimmilegir bardagar voru háðir í Ruhrhéraðinu í gær, þar sem Bandaríkjamenn sækja nú fram bæði að norðan og sunn- an, og algerlega er nú talið von laust um undankomu fyrir Þjóðverja. Eru Bandarákjamenn. komnir inn í Essen, hina miklu iðnaðarborg, og hafa þegar náð Kruppsmiðjunum frægu á sitt vald. Barizt er einnig í úthverf um Dortmund að vestan. Gel- sen'kirchen er alveg á valdi Bandaríkjamanna. Tilkynnt var í gær, að þeir hefðu í vikunni, sem leið teki.ð 16 000 þýzka her menn til fanga í bardögunum um Ruhrhéraðið. Paasíkiví fer, og Stfórnarskipti í FinnSandji IpS AASIKIVI, sem verið hefir ■*• forsætisrtáðherra finnsku stjórnarinnar síðan í nóvember, hefir beðizt lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt, en verið falið að mynda nýja stjórn. Lausnarbeiðnin er afleiðing kosninganna í Finnlandi, en lík ur taldar til að hin nýja stjórn verði svdpuð hinni fráfarandí, ef til vill þó með eitthvað meiri þátttöku kommúnista. fasiari lök á ELAS-fið- BIU I PBasfiras farinn frá, BuBgaris myndar stjórn PLASTIRAS hershöfðingi hefir látið af stjóm í Grikklandi og Bulgaris flota- foringi myndað nýja stjóm þar í hans stað. Stjórnin er skipuð aðeins tólf ráðherrum og undirráðherr um og hefi lýst yfir því, að hún telji hlutverk sitt fyrst og fremst vera að halda uppi reglu í landinu og undirbúa almenn- ar kosningar. Ságt er að hinni nýju stjórn sé tekið vel af konungssinnum og að tilefni þess að Plastiras fór frá hafi verið úthreidd ó- ánægja yfir því, hve vægilega hann hafi tekið á ELAS-liðinu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.