Alþýðublaðið - 05.06.1945, Blaðsíða 3
Þriðjudagm- 5. júní 1945
Flugsamgöngur hafnar milli
Bandaríkjanna og Svíþjóðar
r’
um Island
'Sænsk blöðv sem út komw í Stokkhóimi á
sunnudag, bárust hingaö samdægurs.
ISÆNSKA blaðinu „Stockholm-Tidningen,“ sem út kom
í fyrradag og hingað barst samdægurs, er skýrt frá því,
að nú séu hafnar flugsamgöngur milli Bandaríkjanna og
Svíþjóðar um ísland.
Segir hlaðið, að fyrsta flugvélin í þessum reglulegu
fiugferðum Bandaríkjamanna, hafi lent á Brommaflugvelli
við Stokkhólm 24 tímum eftir að lagt var upp frá flugvell-
inum í Presque Isle í norðausturhluta Bandaríkjanna. Við-
komustaðir voru Goose Bay í Labrador og Meeks-flugvöllur
í Keflavík.
Þrír farþegar voru með flugvélinni, Martinus Stenseth
hershöfðingi, yfirmaður setuliðs Bandaríkjamanna á ís-
iandi, frú Fontenay, kona sendiherra Dana á Islandi og son-
ur hennar.
Stenseth hershöfðingi fór til Svíþjóðar vegna flugferða
þeirra, sem nú eru hafnar imi ísland og mun ræða við full-
trúa hinna amerísku flugfélaga í Stokkhólmi.
Munu þess fá eða engin dæmi, að Norðurlandablöð hafi
horizt hingáð á svo skömmum tíma, og vonandi verður
eftirleiðis hægt að flytja nýjar fréttir frá Norðurlöndum
vegna þessara miklu samgönguhóta.
Yfirmaður þýzka setu-
Uðsins í Danmðrku
handtekiun á Fjóni.
aupmannahafnarblaðið
„Socialdemokraten“ sagði’
frá því um helgina, að banda-
menn hefðu á föstudaginn
handtekið Lindemann, hers-
höfðingja, yfirmann þýzka
/setuliðsins í Danmörku. Linde-
mann hafði ktfmið sér fyrir á
sveitabæ á Fjóni, er hann var
handtekinn.
Áður hafði hann og fylgdar-
'lið hans haft aðsetur í höllinni
Hindsgavl.
Samkvæmt upplýaingum
blaðsins höfðu bandamenn
handtekið um 400 manns í
Danmörku á föstudagskvöldið
var.
Fundur htama rþriggja
sfóru’ verður hman
skamnts
| WASHINGTON er til-
-*■ kyuut, að innan skamms
megi búast við fundi þeirra
Trumans Bandarflcjaforseta,
Churchills og Staíins, en ekki
er enn látið uppi, hvar eða hve
nær hann verður.
Joseph Davies, sérstakur
sendimaður Trumans til* Lon-
don er kominn aftur til Wash-
ingíon og von er á Harry Hop-
kins þangað innan skamms, en
txann fór, eins og kunnuigt er,
til Moskva og ræddi við Stíil-
in-
Ekkerf nýtt í deilu
Frakka og Sýrlend-
inga.
Ráðstefna Araba for
dæmir framkomu
Frakka.
17 KKERT nýtt hefur komið
fram í Sýrlandsdeilunni. I
gær átti de Gaulle, forsætis-
ráðherra Frakka, tal við Duff
Cooper, sendiherra Breta í
París, sendiherra Bandaríkj-
anna og ítússa. Ekkért hefur
verið tilkynnt um viðræður
þeirra.
í 'París er talið, að de Gaulle
vilji fallast á að ræða almennt
um löndin fyrir botni Miðjarð
arhafs við fulltrúa hinna stór-
veldanna, en ekki um Sýrlands
og Libanonmálin eingöngu.
Tilkynnt hefur verið, að yf-
irmaður franslka setuljlðsins í
Sýrlandi hafi farið þaðan í gær
áleiðis til Frakklands.
Frakkar halda áfram að flytja
franska tiorgara frá Damaskus-
Á ráðstefnu Ara’ba, sem nú
stendur yfir í Kairo, en þar
eiga sæti, auk Sýrlands- og Li-
banon-manna, fulltrúar Egypta,
Saudi-Arabiu og Irak, var farið
hörðum orðum um framkomu
Frakka, einkum vegna skothríð
arinnar á Damnskus, en forseti
Sýrlands sagði, að við það tæki
færi hefðu sjúkrahús, skólar og
aðrar menningarstofnanir orði.ð
fyrir skotum. Samtímis þakk-
•aði hann Bretum fyrir afskipti
þeirra af þessum málum, svo
og Rússum og Bandaríkjamönn
um fyrir afstöðu þeirra.
IMJÞYPIJB LAP iO
San Francisco-
♦--:---I-— —-:----
Morðingi Kai Munks
Rnssar viija, að eift siórveldi gefi hindrað
umræður um deiiumál.
En Bandarfkjamenn, Frakkar, Kínverjar og
Frakkar ern þvs mótfailnir.
SAMKVÆMT fregnum, sem borizt hafa frá San Francisco,
hafa risið allmiklar deilur milli Bandaríkjamamia, Breta,
Kínverja og Frakka annars vegar og Rússa hins vegar um það,
hvort eitt stórveldanna skuli hafa neitunarvald við því, að mál
verði tekið til umræðu í ráði hins fyrirhugaða nýja þjóða-
bandalags.
Vilja Rússar, að hvert stór-'*'
veldanna getí haft það á valdi
sínu að koma í veg fyrir að mál
verði tekin til umræðu á ráð-
stefnunni með því að andmæla
því- Hins vegar telja Bandaríkja
menn, Bretar, Kínverjar og
Frakkar, að með þessu hafi
hvert einstakt stórveldi allt of
mikið vald.
í sumum fregnum, segir að
menn ótlist, að umræður á ráð
stefnunni geti strandað vegna
þessa máls og sagt er, að Rúss-
ar á ráðstefnunni verða að biða
'eftir nánari fyrirskipunum frá
Moskva, áður en þeir geti verið
samþykkir skoðunum fulltrúa
hinna stórveidanna.
Meira að segja kveður svo
ramt að misklíð um þessi mál,
að ef Rússar skipti ekki um
skoðun, geti deila þessi valdið
því, að San Franeisco-ráðstefn
an fari með öl'lu út um þúfur.
Tiio vH! iá Karnien,
iðnaðarhéraðið
ausiorríska.
Y ÚTVARPI fx*á Belgrad, höf
uðborg Júgóslavíu í gær
var skýrt frá því, að Tiito
marskálkur, forsætisráðherra
Júgóslava, hefði fíutt i*æðu,
þar sem hann krafðist þess, að
Júgóslavar fengjn iðnaðarhér-
aðið Karnten í Austurríki.
Sagði Tito meðal annars í
ræðu sinni, að Júgóslavar hefðu
náð þessu héraði af Þjóðverj-
um, en hefðu nú um stundar-
sakir, vegna alþjóðastjórnmála,
orðið að hörfa þaðan aftur.
Tito sagði einnig, að Júgó-
slavar myndu berjast fyrir því
að fá Kárnten, ef því væri að
skipta.
„Lord Haw-Haw" var
á lefð ii! Svíþjéðar er
bann var fekinn.
ACHA, sá er var forseti
J. J-Tékkóslóvakíu meðan Þjóð
verjar réðu landinu, hefur ver-
ið leiddur fyrir rétt í Prag, og
er hann ákærður fyrir landráð.
1 J ANSKA Iögreglan hefur nú
handtekið mann nokkurn,
grænmetiskaupmann, er játað
hefur að hafa myrt séra Kai
Munk.
í fregn frá Kaupmannahöfn
2. þ. m. segir, að danska lög-
reglan hafi nú um langt skeið
haft grnn um, að Bröndum
. þessi, hafi myrt Kai Munk. eða
að minnsta kosti vissi, hverjir
þar hefðu verið að verki.
Hefur Bröndum oft verið yf-
irheyrður út af þessu morði, en ,
það var ekki fyrr en á laugar-
dag, er lögreglan hafði birt
honum fjölmörg sönnunar-
gögn, að hann sagði allt í einu:
„Jú, það var ég, sem gerði það.“
Hfnn opinberi ákær-
andi í málinu gegn
Quisling í Siokkhólmi
O ÆNSK blöð sögðu frá því
^ í fyrradag, að um þessar
mundir sé hinn opinberi ákær-
andi í málinu gegn Quisling og
félögum hans, Annæus Schiött
hæstaréttarlögxnaður, staddur í
Stokkhólmi, til þess að afla
gagna í máli þessu. Skýrði
Schiött fx*á því í fyrradag í
viðtali við hlaðamenn frá
„Stockholnxs-Tidningen,“ að
hann rnyndi eiga tal við MöII-
er, félagsmálaráðherra Svía
viðvíkjandi ýmislegum upplýs-
ingum, er mikilvægar væru í
málaferlumun gegn Quisling.
Schiött sagðist annars ekki geta
gefið neinar upplýsingar um
málaferlin, en sagði, að núi
þegar hefði verið aflað fjölda
gagna.
C tockhoIms-Tidningen“
gveinir frá því í fyrra-
dag, að „Lord Haw-Haw,“
öðru nafni William Joyce, er
flutti áróður í þýzka útvarpið
núna í stríðinu, hafi verið á
leið til Svíþjóðar, er hann var
handtekinn skammt frá himpn
dönsku landamærum. Hafði
hann í hyggju að kaupa eða
stela báti í Suður-Jótlandi og
komasí á honum yfir til Svf-
þjóðar.
Segir hið sænska blað, að
tveir brezkir hermenn hafa rek
izt á William Joyce, í skógi,
skammt suður af dönsku landa
mærunum og byrjað að tala við
hann, án þess að bera kennsl
á hann. Joyce þóttist ekki kunna
ensku og mælti á íranska tungu.
En er hinir brezku hermenn
voru að skilja við hann, kvaddi.
hann þá með ensku kveðjunni
„cheerio“ og gerðust Bretar þá
tortryggnir og athuguðu mann
inn nánar. Játaði hann þá, að
hann væri „Lord Haw-Haw“.
„Lord Haw-Háw“ var eins
og fyrr getur, einn skæðasti
áróðursmaður Þjóðverja uni
brezk málefni-
Tveir ufaitrfkfsmálaráðherrar.
Á myndinni sjást utanríkisráðherrar tveggja mestu ríkja N.- og
Suður-Ameríku. Til vinstri er Edward Stettinius Jr. utanríkis-
málaráðherra Bandaríkjanna, en til hægri er utanríkismálaráð-
herra Brazilíu, Pedro Léao Vélloso. Er myndin tekin á Santos
Dxrmont-flugvelli í Rio de Janeiro. Þeir eru þarna á leið til ráð-
stefnu Ameríkuríkjanna, sem haldin var í Mexico.