Alþýðublaðið - 07.06.1945, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 07.06.1945, Blaðsíða 4
AU>YÐUBLftPlD Fimmtudaginn 7. júní 1&45 >t^íiírf>lö5i5 • Otgefandi AlÍJýBuflokkurinn Ritstjóri: Stefán Pétnrason. Ritstjórn og afgreiSsla I Al- þýSuhúsinu við Hverfisgötu Símar ritstjórnar: 4901 og 4902 Rtmnr afgreiðslu: 4900 og 4906 Verð i lausasölu 40 aura. Aiþýðuprentsmiðjan h. f. Lislamannaþingið, Þjóðviijinn og víg Guðmnndar Kamban ÞAÐ HEFIR að vonum vak- ið athygli, að eitt dagblað anna í Reykjavík skyldi stinga nndir stól ályktun listamanna- |)ingsins um víg Guðmundar Kamban. En þeir, sem fylgzt Ihafa með forsögu þessa máls, munu varla undrast það, þótt Þjóðviljinn sæi ekki ástæðu ti.1 þess að láta þessarar ályktunar að miklu getið. Afstaða hans til víg's Guðmundar heitins Kamban var slík, að það gef- ur að skilja, að hann fagni því lítt, að íslenzkir listamenn votti minningu hins fallna skálds virðingu. ' * ’Sfkömm Þjóðviljans í sam- bandi við víg Guðmundar Kamb an mun vissulega lengi uppi. Það er sem betur fer einsdæmi að íslendingar bregðist þannig við frétt um lát samlanda síns, er fallið hefir fyrir vopnum er- lendra manna, án þess að nein- ar sakir hafi á hann sannazt, að dæma hann réttdræpan og láta í Ijós fögnuð yfir örlögum hans- Og efalaust myndi ekk- ert íslenzkt blað nema Þjóðvilj inn leyfa sér að halda áfram beint og óbeint að níða íslenzk an mann, sem fallið hefir fyrir erlendum vopnum, eftir að upp lýst má telja, að um morð og hermdarverk hafi verið að ræða og mætir menn af þjóðerni banamanna hans hafa vottað minningu hins látna margvís- lega virðingu og látið þess get ið, að þjóð þeirra muni reisa honum minnisvarða. * íslenzka þjóðin fagnar þvi af heilum hug, að listamenn henn ar skyldu á þingi sínu sam- þykkja drengilega og skelegga ályktun, þar sem þeir lýstu yf- ir harmi sinum yfir vígi Guð- mundar Kamban og vottuðu list skáldsins og mi.nningu virð- ingu sína. íslenzkum listamönn um var það augljós skylda að minnast Guðmundar heitins Kamban á þingi sínu, og álykt un sú, er þeir gerðu varðandi þetta mál undir þinglokin, færði þjóðinni heim sanninn um það, að altar getgátur um, að þeir myndu skjótast undan þeirri skyldu, voru í fyllsta máta ástæðulausar óg ósann- gjarnar. Listamennirnir hafa í þessu máli komið drengilega fram og túlkað af festu og al- vöru skoðanir og tilfinningar þjóðar íinnar. * En sú ráðstöfun Þjóðviljans að stinga ályktun listamanna- þingsins varðandi víg Guðmund ar Kamban undir stól, er góð speg.ilmynd af sálarlífi íslenzkra íkommúnista- Þeir gera sér að sjálfsögðu grein fyrir því, að öll þjóðin fordæmir skrif Þjóð- viljans varðandi þetta mál og Sjávargataii - Ræða Lúðvfks Kristjánssonar á sjómannadaginn SJÁVARGATAN, þessi dul- ráðni krókastígur margra kynslóða, sem stundum lá svo óþægilega á brattann, er mörgum ykkar, kunn. Við skul- um halda þessa götu, sem sjó- mennirnir hafa markað að og frá vörinni. Við stöldrum við kofann, þarha við sjávargötu- endann og skyggnumst um. Beggja mégin veggjar er hné- hár bálkurinn, hlaðinn úr grjóti. Á honum sitja þrír menn sín hvoru megin og tína í sig soðninguna, er þeir hafa fært upp á stýrið, sem liggur milli bálkanna. Þeir eru slæfð- á svipinn þessir menn, ir augnastarið minnir á hálfkuln- aða glóð, en í yfirbragðinu biandast óværð og þrákelkni. Þeir eru bjúgir á herðar og þykkir um sig. Það er eins og sc-iglan speglist í bakábúðinni. — Þrír þeirra höfðu legið tvö dægur í fönn um veturinn, er þeir börðust suður fjöll, klyfj- aðir færum í bak og fyrir. Einn þeirra ber mark á eyra eftir ferðina. — Nú bíða menn- irnir þess, að komast út á vík- ina. Niðri í fjörunni stendur skelin, happaflevtan blessuð, gráskellótt eins og flagmeri. Siglingin brást árið áður. Allir bera þess menjar, báturinn líka. Fram í barkanum liggja færin. Þau eru fengin hjá Flandrara suður á vík og borg- uð méð órónum sjóvettlingum. Góð verzlun það En þegar ver- maður, markaður á eyra af idakaskara Tvídægru, þarf í of- análag að þola kaghýðingu og jafnvel eignamissi, getur hagn- aðurinn af förinni suður yfir fjöllin orðið hæpinn. Þessi mynd er frá vetrarríki hins íslenzka þjóðlífs. Hún er horfin af vettvangi veruleik- ans, en varðveitt á blöðum sög- unnar. Aldir líða. Nú er gráskell- óttur bátur ekki lengur eina fleytan. Seglbúin skútan lónar um útmið og ála og er oft svo fjarri landi, að haf vatnar miðjar hlíðar. Alþing er endur- reist og f járveitingavaldið er komið heim. Við stöldrum stundarkorn við -árið 1898; flögrum í huganum austur til Bjiörgvinjar í Noregi og nem- um staðar við glæsilegar bygg- ingar. Við spyrjum hvert ann- að méð nokkurri forvitni, en of- vænislaust: ,,Hvað er þarna jnnan veggja?“ Okkur er svar- að, að fiskveiðiþjóðir Norður- álfu haldi þar sýningu til að kynna umheiminum útveg sinn og sjávarafurðir. Við lítum inn,_ skoðum og skoðum. Hvar er íslandsdeildin, ekki hefur hún gleymzt? ísland, sem er vel á veg komið með að verða eitt mesta fiskveiðiland heims- RÆÐIJ þá, sem hér birtist, flutti Lúðvík Kristjánsson, ritstjóri Ægis, í hófi sjómannadagsins að Hótel Borg á sunnudagskvöldið. Lúþvík Kristjánsson ins, miðað við mannfjölda. Nei, ísland hefur ekki gleymzt, Dansk Fiskeriforening hefur séð um bað, þarna inn í krókn- um er íslandsdeiidin, við hlið- ina á þeirri grænlenzku. Og hvað sjáum við? Vestfirzkt lóðadufí, sjóskó og sjóvettlinga, vestfirzka lóð, fiskgogg og há- karla»veðju. En afurðirnar? Þær eru þarna. Fiðurhýjungur í poka, sundmagakippa og lýs- isögn. En fyrir ofan þessa framleiðslu er skilti, fallegt skilti, og á það er fagurlega letrað: Lefoliiverzlun á Eyrar- bakka. Þessi mynd er frá vormálum hins íslenzka þjóðlífs. Hún er einnig horfin af vettvangi veruleikans, en eigi að síður varðveitt til varnaðar. Áratugir líða. Stjórnin er komin heim, dómsvaldið líká og löggæzlan á hafinu að mestu leyti. Vélvana skútan dormar ekki lengur í logninu. Vélknúinn bátur þýtur nú fjarða og an- nesja milli fyrir norðan og fær- ir hráefni á land til iðnaðar- íramleiðslu, og togari klýfur úthafsölduna og flytur afla sinn til framandi landa. Harð- íeng og drjúgsótt sjómanna- stétt með reynslu erfiðs skóla hefur fengið tæki til umráða, er jafnazt á við þau, sem keppi- nautar þeirra á hafinu nota. Þessi stétt færir þjóðinni vel- megun, færir í grunninn björg í stað smágrýtis. Þessi stétt skapar þjóðinni skilyrði til að sýna, að hún verðskuldar að fá áð stjórna sér sjálf, að hún getur ódeig og ófeimin krafizt óskoraðs sjálfsforræðis. — En við kkulum enn staldra við ör- telur þau blett á sóma sínum. En kommúnistum kemur ekki til hugar að játa, að um hafi verið að ræða glópsku og frum. hlaup af þeirra hálfu. Þess í stað grípa þeir til þess ráðs, að þegja yfir ályktun listamanna- þingsins. Lesendur Þjóðviljans mega ekki um það vita, að ís- lenzkir listamenn hafi látið í Ijós harm sinn yfir vígi Kamb- an og vottað list hans og minn ingu virðingu. Þeir eiga að lifa í þeirri trú, að listamennirnir hafi, á þingi sínu þagað um víg- ið — og þannig óbeinlínis dæmt hið fallna skáld sekl að hætti Þjóðviljans- Slík er sannleiks- ást íslenzkra kommúnista. Það væri synd að segja að þeir kynnu að skammast sín. * Þjóðviljanum hefði verið sæmst að játa fyrir löngu glópsku sina og frumhlaup varðandi víg Guðmundar Kamb an. En í stað þess að gera það forherðist hann og stingur á- lyktun listamannaþingsins um mál þetta ixndir stól. Það sann- ar bezt, hvaða mann skriffinn- ar Þjóðviljans hafa að geyma- litla stund. Við lítum 10 ár um öxl. Við hlerum á samræðu tveggja togaramanna. Þeir sitja þarna aftur á keysnum, því að sú gylta hefur stungið sér. Hvað heyrum við? Jú, ann- ar þeirra telur, samkvæmt reynslu sinni og konunnar sinn- ar. að það sé betra að hafa smjörlíki og eitthvert ofanálag á brauðið en smjör eingöngu. Hinn er á gagnstæðri skoðun. En báðir eru þeir sammála um það, að hvorttveggja komi ekki til greina, smjör og ofanálag, það ofbýður tekjum togara- manna. — Þetta einfalda um- ræðuefni, þessi einföldu tilsvör túlka viðhorf vinnandi manna, sem búa við kreppu. Þessi mynd geymist í minningunni, en við spyrjum: „Er hún að eilífu horfin af vettvangi veru- Ieikans?“ Nú er allt komið heim, stjórn utanrí'kismálanna líka. Þjóðin hefur látið aldagamlan draum rætast, vonir margra kynslóða fá fyllingu. En við stöndum þó við hlið hins óráðna. Undan- farið hefur orðið friður ómað í eyrum okkar. Við höíum fagnað þeim óm, fagnað því, sem orðið túlkar En við spyrj- um: Hvað breytist við mestu mannfórnir veraldar? Til hvers hefur mannkynið fórnað, til hvers hefur þjóðin okkar, sjó- mannastéttin, goldið að tiltölu hærri skatta í mannfómum en flestar aðrar þjóðir? Við viljum ekki trúa því, að aftur verði mannhelgin svívirt, réttur þjóða fótum troðinn og þeim smáa mismunað, af því að hann er smár. Við viljum ekki trúa því, að það endurtaki sig, að milljóna- þjóðir svelti heilu' hungri sam- tímis því, sem snarkandi tung- ur Surts eru látnar leika sér að því að sleikja um komhlöðiu: og straumlygnum stórám eru gefin matföng til leikfanga. Við viljum ekki trúa því, að enn á ný skríði þjóðirnar í kuð- ung og ávarpi hver aðra með kuldalegu glotti á vör: „Eigðu þig. Ég sé um mig.“ Nei, við væntum þess, að kröm og þrautir þjóðanna ali. hugsjónir, sem ekki ‘birtist fyrst og fremst í skálaraéðum við kurteisisheimsóknir, heldur í framkvæmd hlutlægra verk- efna. Við væntum samstarfs og skdnings þjóða á milli. Við væntum þess, að heimurinn beri gæfu til að koma á sam- felldu hagkerfi, sem tryggi hverri þjóð sess í samræmi við meðfædd og áunnin skilyrði. Og verði sú raunin á, þá hljótum við enn að staldra við augnablik. ísland er meðal þcirra þjóða, er framleiðir matvæli nær eingöngu. Það gatur orðið mesta matarfram- leiðsluland heimsins miðað við mannfjölda. Til þess eru skil- yrðin frá náttúrunnar hendi, og þar ríða auðug fiskimið Framhald á 6. síðu. SKUTULL Á ÍSAFIRÐI flytur þ. 26. f. m. stjórn- málabréí frá Reykjavik þar sem friðurinn í Evrópu er gerð ur að umtalsefni og segir svo I i þessari grein Skutuls. „Undanfarnar vikur hafa hugir manna verið fullir af hinum mikla boðskap. sem beðið hefur verið með eftirvæntingu í mörg og löng ár, að friður væri á ný ríkjandi — að vísu ekki í öllum heiminum, en þó í þeirri álfu, sem við byggjum. Fögnuður íslendinga yfir sigri lýð ræðisþjóðanna hefir verið svo ein lægur og almennur að þess munu engin dæmi, önnur en stærstu augnablikin í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. Allur þorri Íslendinga gleðst ekki aðeins yfir þvi að friður skuli aftur á kominn og ógnum styrj- aldarinnar skuli nú af létt, heldur einnig af því að ófreskja nazism- ans hefir verio lögð að velli. Með henni hverfur úr sögunni sú brylli legasta villimennska, sem öldum saman hafa farið Sögur af. Er og óvíst, þrátt fyrir grimmdaræði fyrri alda, að nokkurntímann hafi jafn villimannleg lífsskoðun, fram kvæmd með jafn ofstækisfullu hug arfari, verið uppi í heiminum. í 12 ár hefir allur heimurinn raun- verulega skolfið undir átökunum við þessa ófreskju og oft þótt tví- sýnt, hvernig fara mundi. En enginn skyldi halda, að naz isminn sé nú allt í einu þurkaður burt úr hugum allra manna. Hatr- ið og eyðileggingin, sem siglt hef- ir í kjölfar hans, hefir eitrað hug arfar og lif milljóna manna. Yfir- leitt leysa styrjaldir færri vanda- mál en þær skapa. Og ekki þarf að búast við, að allir hinir sigruðu:. hafi látið sér segjast eða skipt um skoðun. Margir þeirra munuhyggja á hefndir og uppreisn við fyrsta. tækifæri. Þeir vænta þess, að ó- eining komi upp á milli sigurveg- aranna, að ringulreið eftirstríðdáx- anna skapi þeim ný tækifæri og nýja möguleika. Nazistarnir munu því án 'etfa reyna að fara neðanjarðar eða, koma fram í öðru gerfi, en stinga upp höfðunum þegar tækifæri gefst á ný. Það er því full ástæða til að vera vel á verði gagnvart nazism- anum, þótt hann hafi verið.sigrað ur í foili. Og íslendingar ættu að gera sér það ljóst, að þeirra á meðal eru ekki svo fáir menn, sem £ hjarta sínu voru aðdáendur og fylgjendur Hitlers og Mussolinis, þótt þeir létu misjafnlega mikið á því foera. í hópi þessara manna voru nokkrir af mestu álirifa- og valdamönnum þjóðfélagsins. Sumir þessara manna prýddu einkaskrif stofur sínar eða íbúðir með mynd- um af ,,foringjanum“ Hitler. . . . Sem foetur fer þurfá íslendingar ekki að hefja neitt uppgjör við ís- Ienzka menn, sem starfað hafa £ þjónustu annara ríkja gegn föður landi sínu, á sama hátt og víða annarsstaðar á sé stað nú, en það er rétt íyrir okkur áð muna að sótt kveikja nazismans hafði borizt hingað og fundið allgóðan jarðveg, þótt ekki hafi sprottið upp úr hon um neinn jafhingi' Quislings hin® norska eða annara hliðstæðra föð urladssvikara.. En þótt nauðsynlegt sé að vera á Frh. á 8. eí!Su

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.