Alþýðublaðið - 19.06.1945, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 19.06.1945, Blaðsíða 3
ÞrMJjodagur 19. j«ní 1945 Amwmumumm Leggur Leopold Belgíukonungur niður völd! Segir hann af sér konungdómi! Þetta er Leopold Belgíukonungur, sem líklegt er, að neyðist til þess að segja af sér konungdómi. Myndin var tekin fyrir styrj- öldina, meðan hann naut enn hylli þjóðar sinnar. Eisenhower í Washm§fon í gær Hann fiiitti ávarp tii þingsins og var sæmd- tsr æ®sta liei^ursmerki Bandarikjanna. EISENHOWER HERSHÖf’ÐINGI kom til Washington í gær og ferðaðist hann vestur um haf í flugvél Banda- ríkjaforseta. Var hann hylltur ákaft af íbúum borgarinnar, þegar hann ók um stræti hennar, en þetta er í fyrsta skipti, sem hann kemur vestur um haf eftir að hann var skipaður yfþmaður Bandaríkjahersins á Evrópuvígstöðvunum. Eisenhower fluttí ræðu í Bandaríkjaþingi í gær og fór þar xniklum lofsorðum um Winston Churchill, forsætisráðherra Breta og Roosevelt, hinn nýlátna forseta Baudaríkjanna. Eisenhower kom í heimsókn (til Hvíta hússins í Washington í gær og þar sæmdi Trumah forseti hann æðsta heiðursmerki Bandartíkjanna. Geysimikill mannfjöldi safn- aðist saman á strætum Wash- ingtonborgar, þegar Eisenhow- er hershöfðingi. hinn glæsilegi sigurvegari í Evrópustyrjöld- inni, kom þangað. Var hann á- kaft hylltur af borgarbúum, enda nýtur hann mikilla vin- sælda þjóðar sinnar. Eiisenhower ávarpaði Banda- ríkjaþingið í gær og lauk í ræðu sinni miklu lofsorði á Churchill og Roosevelt, sem verið hefðu glæsilegir leiðtogar þjóða sinná í hinni erfiðu og örlagaríku baráttu styrjaldar- innar. Kvaðst hann aldrei gleyma hinu aðdáanlega þreki og baráttukjarki þessara manna og afreka þeirra í þágu mann- kynsins. Truman forseti tók á móti Eisenhower í Hvíta húsinu í Washington í gærkveldi, og sæmdi hann þar æðsta heiðurs | merki Bandaríkjanna. ' i Parri myndar sfjérn á "33 ARRI, leiðtogi Aktions- flokksins ítalska, hefur orðið við þeim tihnséliun stjórnmálaflokkanna að gang- ast fyrir mynaun hinnar nýju ríkisstjórnar og mun hann hafa lokið við að tilnefna ráð- herra sína í gærkveldi. Parri átti viðræðu við leið- toga stjórnmálaflokkanna í Róm um helgina og kvaðst að þeim fundi loknum sjá sér fært að mynda nýja ríkis- stjórn. í gærkveldi átti hann svo aftur viðræðu við leiðtoga stjórnmálaflokkanna og mun þá hafa lokið við að tilnefna hina nýju ráðherra. Vænfanleg heimkoma hans úr útlegðinni vekur mikla andúð þjóðarinnar. Stjórn van Ackers hefur beðizt lausnar. DREGIÐ hefur til mikilla tíðinda 1 Belgíu í tilefni af væntanlegri heimkomu Leöpolds konungs, en hann hefur verið fangi Þjóðverja síðan hann gafst upp með her sinn fyrir þeirn í maímánuði 1941. Hefur van Acker beðizt lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt, og krefst Alþýðuflokkur- inn þess, að Leópold leggi niður konungdóm; en kaþólski flokkurinn styður konung. Er talið, að verkalýðsfélögin í landinu hefji alisherjarverkfall, ef Leópold verður ekki við þeirri kröfu að leggja niður völd. Erlendir fréttaritarar telja, að mikill meirihluti þjóðarinnar krefjist þess, að Leópold leggi niður konungdóm og er talið, að mikilla tíðinda sé von í Belgíu, ef konungurinn fæst ekki til þess að leggja niður völd. Van Acker hefur gefið Leópold það ráð, að hann skuli reyna að niynda nýja stjórn fyrir heimkomuna, ef hann sé staðráðinn í því að koma heim aftur. Hefur komið til verkfalia og kröfugöngur hafa verið farnar víða um landið, þar sem al- menningur hefur krafizt þess, að Leópold komi ekki heim aftur og tekið undir kröfur vinstri flokkanna um það, að hann leggi niður kohungdóm. Van 'Acker flutti ræðu í gær og hvatti þjóðina til stillingar. Lét hann orð um það'falla, að Alþýðuflokkurinn krefðist þess, að Leópold legði niður völd en . hins vegair ekki, að konungdóm 1 ur yrði lagður niður í Belgíu að svo stöddu að minnsta kosti. Gal hann þess einnig, að ekki væri ólíklegt að hann yrði. for- sætisráðherra aftur, og eru þau ummæli hans skilin þannig, að hann geri sér vonir um, að Beó- pold hætti við heimkomuna, þegar hann sjái, að þjóðhylli hans sé horfin. Leópold konungur varð mjög óvinsæll af þjóð sinni eftir að hann gafst upp fyrir Þjóðverj- um með her sinn árið 1941, en eftir það var hann stríðsfangi þeLrra unz Þýzkaland gafst upp. Leopold hefur til þessa dval- izt í Salzíburg eftir að stríðinu lauk. Norðmettn ittinniusl þjóðháiíðardags ís- lendinga meS ntarg- visiegum hæiii. O REGN frá norska blaðafull trúanum í Reykjavík greinir frá því^að Norðmenn hafi minnzt þjóðhátíðardags ís- lendinga á margvíslegan hátt í fyrradag. Fánar voru við hún á öllum opiníberum byggingum um daginn, og norsku blöðin fluttu á laugardaginn greinar um Island, sem vitnuðu um mik'la vináttu og samfögnuð í ! garð íslenzku þjóðarinnar. ; StórMöðin í Oslo, Morgoni- bladet, Arbeiderbladet, Aften- posten, Natioen og Daghladet fluttu öll greinar um ísland í tilefni af þjóðhátíðardegi ís- lendinga. Minntust þau þjóðhá tíðardags íslendinga á laugar- daginn, vegna þess, að Möðin í Noregi koma ekki út á sutnnu- dogum. Líkur ti! að formaður þingflokks Alþýðu- fiokksins myndi sfjórn í Noregi. ♦ _____ Paal Berg hefur msstekszt stjórn* armyndunln. | UNDUNAFREGNIR í gærkveldi skýrðu frá því, að Paal Berg, forseta hæstaréttar í Oslo, hefði ekki tekizt að mynda hina nýju stjórn í Noregi, sem taka á við af stjórn Johans Nygaardsvolds. Paal Berg tilkynnti Há- koni konungi í gær, að sér hefði ekki tekizt að mynda stjórn. Hefur Paal Berg til- nefnt Monsen, formann þingflokks Alþýðuflokksins líklegastan til þess að mynda hina nýju stjórn. Johan Nygaardsvold ý j ■' ' þakkar ísiendingum og Svíum. 1 OHAN NYGAARDSVOLD, ** forsætisráðherra Noregs flutti ræðu í Stórþinginu 16. þ. m. og lýsti störfum stjóm- arinnar á stríðsárunum. Fór hann viðurkenningarorðum un« íslendinga og Svía í ræðu sinni og lét í Ijós vonir um, að nor- æn samvinna yrði tekin upp að nýju og tengsl Norðurlanda þjóðanna treyst sem hezt. Nygaardsvold fór miklum viðurkenningarorðum um starfs menn norsku s jórnarinnar á íslandi og hinn mikla hróður- hug íslendinga í garð .Norð- manna og samvínnu þá og að- 'stoð, sem Narðmenn hefðu not ið af hálfu íslenzku þjóðarinnar á styrjaldarárunum. Forsætisráðherrann lauk einn ig miklu lofsorði á störf norsku sendisveitarinnar í Stokkhólmi og þakkaði Svíum hina miklu hjálp, sem þeir hefðu veiít norsku flóttafólki og norsku þjóðinni í heild. Hann komst þannig að orði, að nú, þegar styrjöldinni væri lokið, gætu menn litið málin í nýju ljósi og kvað Norðmenn skilja það, að Svíum hefði verið það mik- il gifta að komast hjá hörmung um styrja'ldarinnar. Sagði hann Norðmönnum skylt að játa það, að hlulleysi Sviþjóðar hefði verið norsku þjóðinni mikils virði og kvaðst vona, að nor- ræn samvinna yrði tekin upp að nýju og lengsl Norðurlanda- þjóðanna treyst sein bezt. Nýgaardsvold þakkaði norsku viðnámshreyfingunni mikillega 'baráttu sína, sem hefði varpað björtum ljóma á Noreg í aug- úm alls heimsins, og æskti þess að andi .hennar mætti lifa með Norðmönnum um alla framtíð. Einrxig lauk hann miklu lofsorði á þátt norska hersins og norsxu sjómannanna í styrjöldinni. (Samkvæmt frétt frá norska blaðafulllrúanum). Málaferlin gegn Pólverfunym sexfán hófusf í Moskva í gær í UNDÚNAÚTVARPIÐ í gær skýrði frá því, áð fréttir frá Moskva greindu frá því, að málaferlin gegn hin- um sextán Pólverjum, sem rússneska stjórnin bauð þangað til viðræðna við sig en lét taka höndurn og varpa i fangelsi, þegar til Moskva kom, hefðu hafizt í gær. Var frá því skýrt í Moskvafréttunum, að þrettán pólsku sendimennirnir hefðu játað á sig allar þær sákir, sem á þá hefðu verið bornar, þrír nökkrar þeirra en einn lýst sig saklausan af öllum þeim ákærum, sem að honum hafi verið beint. Pólsku sendimennirnir eiga að hafa játað það, að þeir hafi unnið gegn rauða hernum í Póllandi og gefið þær upp- lýsingar, að stofnaður hafi ver- ið ýeyniher í Póllandi fyrir at beina pólsku stjórnarinnar London, sem Bor Komoi ovsky, hetjan frá Varsjá, hai stjórnað, og hafi átt að beit honum Rússum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.