Alþýðublaðið - 19.06.1945, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 19.06.1945, Blaðsíða 7
T&tiðjudagur 19. júní 1945 ALÞYOURLAÐIO Bœrinn í dag. Næturlæknir er í Læknavarð- stofunni, sími 5030. Næturvörður er í Laugavegs- apóteki. Næturakstur annast Aðalstöðin, aími 1383. ÚTVARPIÐ: 19.25 Hljómplötur. 20.30 Lönd og lýðir. Hið heilaga rómverska ríki þýskrar þjóðar (Sverrir Kristjánsson sagnfræðingur). 20.59 Hljómjplötur: Hileen Joee leikur á píanó. 21.00 Dagskrá Kvenréttindafélags íslands: a) Ávörp og ræður (frú María Knudsen, ungfrú Nanna Ólafsdóttir, ungfrú Rannveig Þorsteinsdóttir). b) Upplestur (frú Arnfríð- ur Sigurgeirsdóttir, Skútu- stöðum, frú Ingibjörg Bene diktsdóttir). c) Tónleikar (pliötur). Sjómannafélag Reykjavíkur heldur fund í fundarsal Alþýðu brauðgerðarinnar við Vitastíg ann að kvöld kl. 8.30. Félagsmenn eru beðnir að fjölsækja og koma stund vislega. Skipafréttir Á sunnudaginn fór Drangey á veiðar. Rán kom frá Englandi. Sír- ii kom úr strandferð og fór strax aftur. Seint á sunnudágskvöldið kom nýtt skip til landsins frá Am- eríku. Nefnist það Haukur, og er eigandi þess hlutafélagið Haukur. í gær fór Baldur til Englands. Frh. af 2. síðu. xnundsson skattstjóri, sem varð síðbúinn til skólauppsagnarinn ar, en kom á stúdentaafmælið í gær, Ólafur Ólafsson læknir, sr. Ólafúr Ólafsson prestur, Dr. Richard Beck prófessor, Stefán í>orvarðarson sendiherra og séra Þorsteinn Jóhannsson próf astur. Framhald af 2. síðu Að lokum fór fram keppni í handknattleik milli stúlkna úr Haukum og Fimleikafélagi Hafnarfjarðar og einnig milli pilta úr sömu fél'ögum. Leikar fóru þannig, að jafntefli varð hjá stúlkunum, 3:3, en pilt- arnir úr Haukuiii unnu með 9 mörkum gegn 3. Form. undirbúningsnefndar þakkaði félögunum leikina og aíhenti formönnum þeirra lýð- veldrsskildi til minningar um þátttöku þeirra í hátíðahöld- unum. Bæjarstjórnin gekkst fyrir hátíðahöldunum, en sérstök nefnd sá um undirbúninginn. Skipuðu hana þeir Stefán Júl- íusson yfirkennari, sem var formaður nefndarinnar, Eyj- ólfur Kristjánsson, gjaldkeri, Ólafur Jónsson verkamaður, Hallsteinn Hinriksson íþrótta- kc-nnari og Guðmundur Árna- son bæjargjaldkeri. áliíuglabúið í Vatnagörðum er til sölu. Tilboð óskast. Nánari upplýsingar í síma 1669 frá kl. 3—5. Minningarorð um Jón Adólfsson kaup- mann á Stokkseyri HINN 9. þ. m. andaðist á heimili sínu, Móhúsum við Stokkseyri, Jón Adólfsson, kaupmaður. Hann var fæddur að Móhú'sum við Stokkseyri 31. mai 1871. Foreldrar hans voru Kristinn Adolf Adolfsson, bóndi þar, og fyrri kona hans, Ingveldur Ásgrímsdóttir. Móð- ir hans andaðist, er hann var 5 ára, og ólst hann upp hjá föður sírium. Þau voru mörg systkin hans, og er nú aðeins eitt þeirra á iífi, Anna kona Jóns PálSsonar, fyrrverandi bankagjaldkera. 23. júní 1901 kvæntist hann Þórdí:si Bj arnadóttur Pálsson- ar organista og tónskálds, Götu við Stokkseyri. Þau eignuðust 4 börn og eru 3 þeirra á lífi: Bjarni bankaritari í Reykjavík, kvæntur Margréti Jónsdóttur úr Vestmannaeyjum, Ingveld- ur gift Guðjóni Jónssyni, útgerð armanni, Móhúsum og Margrét g.'ft Hilmari Stefánssyni, banka stjóra í Reykjavík. Jón var bráðger til nytsamra starfa. Hann varð formaður á Stokkseyri um tvítugsaldur og var það um áratugi, var afla- sæll og farnaðist vel, varð aldrei fyrir.slysi, en þó djarfur til sjó sóknar í slíkri brimveiðistöð, er þó vandd að taka lagið á réttri stund, sem gildir líf bátverja, stýra milli skers og boða og halda farmi öllum. Mörg síðustu árin hefur hann rekið verzlun á Stokkseyri og jafnframt bú- skap í Móhúsum með reglu og myndarskap og hefur reist vandað íbúðarhús á gamia bæjarstæðinu. Á yngri' árum rar hann ágætur söngmaður, tenor, hafði mikla og fagra söngrödd. Því miður hætti hann, að iðka þá fögru li.st, og hafði hann þó mikið ýndi af söng og h'.jóðfærum. Hann var maður vel viti borinn, myndaði sér á- kveðnar skoðanir um hvert-mál með skýrum rökum, var atf- skiptalaus um annarra mál og hlédrægur. Honum voru falin ýmis trúnaðarstörf, var lengi oddviti hreppsins, og rækti þau störf með ágætum, gjörði þá krafu, að aðrir stæðu við gef- in loforð, en enginn efaðist um orðheldni hans, því að hann var viðurkenndur drengskaparmáð- ur og reynddst hverjum manni vel. Jón var meir en meðalmaður á hæð. Þrekinn og fallega vax- inn, bjartur í yfirbragði og fríð ur maður og mesta prúðmenni, og sómdi sér hvarvetna vel, rit- hönd hans var sérstaldega fög- ur og bar vitni um smekkvísi hans og snyrtimennsku. Hann var heilsuhraustur og bar ald- urinn mjög vel, þar til fyrir nálega tveim árum síðan, að hann kenndi þess sjúkdóms, er dró hann til dauða. Honum var ijóst að hverju stefndi en æðr- Háíífahöldin 17. júní. Frh. af 2. síðu. 5000 m. hlaup: Fyrstur varð Sigurgísli Sig- urðsson, ÍR, á 17:1,8 mín. 2. Steinar Þorfinnsson Á. 17:28,6 mín. og 3. Helgi Óskarsson Á. 18:3,2 mín. Kringlukast: Lengst kastaði Gunnar Huse by, 42,23 m. Jón Ólafsson, KR, kastaði 40,12 m. og Friðrik Guðmundsson, KR, 37,93 m. / Hástökk: Hlutskarpastur varð Skúli Guðmundsson, KR, stökk 1,92 metra. Jón Ólafsson KR, stökk 1,75 metra og Örn Clausen l, 65 m. 1000 metra boðhlaup: Sex sveitir tóku þátt í hlaupinu. Fyrst varð A-sveit á 2:4,1 mín. og er það nýtt Is- landsmet, fyrra metið átti KR, en það var 2:05,4 mín. Næst varð A-sveit KR. á 2:5,9 mín. og þriðja A-sveit Ármanns á 2:8,3 mín. Langstökk: Lengst stökk Ólíver Steinn FH, 6,75 metra,_ næstur Magn- ús Baldvinsson Í.R., stökk 6,51 m. og Guttormur Þormar U. I. A. stökk 6.15 metra. Konungsbikarinn, sem veitt ur er fyrir bezta afrek 17. júní mótsins, hlaut Gunnar • Huse- by fyrir afrek sitt í kúluvarp- i-nu, sem var mesta íþróttaaf- rek mótsins. í HL J ÓMSKÁL AG ARÐINUM Síðari hluti hátíðahaldanna fóru fram í Hljómskálagarðin- um um kvöldið og hófst kl. 8.30. Setti Erlendur Pétursson skemmtunina fyrir hönd þjóð- hátíðarnefndar, en aðalræðuna í tilefni dagsins hélt Sigurður Eggerz. Að ræðu hans lokinni hófst fimleikasýning kvenna úr Í.R. undir stjórn Davíðs Sigurðssonar. Þá var fjölda- söngur undir stjórn Páls ísólfs sonar. Þá lásu þeir Helgi Hjörvar og Lárus Pálsson upp ljóð og Karlakór Reykjavíkur og Karlakórinn Fóstbræður sungu. Á milli atriðanna lék Lúðra- sveit Reykjavíkur undir stjórn Alberts Klahn, og loks söng Pétur Á. Jónsson óperusöngv- ari einsöng með undirleik lúðrasveitarinnar. Að endingu var s;igihn dans til klukkan 2 um nóttina á hinum stóra palli, sem komið var þarna fyrir í garðinum. — Hijómsveit Bjarna Böðvars- sonar lék fyrir dansdnum. Var mjög mikill mannfjöldi samankominn í Hljómskála- garðinum, enda var veðrið hið ákjósanlegasta. Mun sjaldan eða aldrei jafn margt fólí: hafa verið saman'komið í Hljóm- skálagarðinum og þetta kvöld. Allir virtust vera í hátíða-. skapi, og almenningur kom vel og prúðmannlega fram. aðist ekki, því eitt sinn skal hver deyja, en vonaði að þján- ingar yr ðu ekki miklar og lang varandi. • Jarðarför hans fer fram á æskustöðvum hans, þar sem hann lifði og starfaði til ævl- loka meðan heilsan leyfði. Þ. J. Barnaspítalasjóðs Hrings ins fást í verzlun frú Ágústu Svendsen, Aðal stræti 12 Eiginmaður minn, faðir, sonur og bróðir okkar, Sverrir Th. Bergssosi, ahdáðist 16. júní.jL— Jarðarförin ákveðin síðar. Aðalbjörg M. Jóhannsdóttir og böm. Guðbjörg Sverrisdóttir. Oskar Bergsson. Jarðarför Guðnýjar Ásbjernsdótturj fer fram frá heimili hinnar lát.nu, Kirkjugarðstíg 8, íimmtud&g- inn þ. 21. júní klukkan 10.30, fyrir hádegi. Einar Guðmundsson. Guðmundur Guðniimdssoa. Margrét Ágústsdóttir. "jti t<u*uk i * ’Wk/a, •**“ J 'i - ' : •• ,)trvrín':« , SY’>A'(V1 1 ttAU i {, (ff dettta&er ITlL-U. . ^2 iti A- '' V' •> •' • S*** i fi^ ■ 'ÞvtwLr mt) >(fc» < Al’SJÚNAIMÚIJ MHIHI IImHnJ •-'••'' illV. :-»>á;-.Smií ' m:N or.'SAOA ’» ««11 t ‘‘o-, ý,7? 47' jó<Mt.-ilíAífrfittlrí jV ** *. >< O.-litnri 2. jiiií 1«7| D A G U R , fjölbreyttasta vikublað landsins, 8 til 10 síður lesmál, kost- ar aðeins 15 krónur á ári. — Allir, sem vilja fylgjast með tíindmn utan af landi, þurfa að iesa D A G . I Reykjavík tekur afgreiðsla Tímans á móti áskriftum, en blaðið fæst í lausasölu í Bókabúð Kron.---------— DAGUR, Akureyri. Nýir sfúdentar Frarhhald af 2. síðu/ Guðlaug Gísladóttir, Helga Þórðardóttir, Hjörleifur Sigurðs son, Hulda Valtýsdóttir, Ida Björnsson, Inga Gröndal, Ingi Valur Egilsson, Ingibjörg Eyj- ólfsdótti,r Jónibjörg Gísladótt- ir, Karl Maríusson, Magnús Guðmundsson, Sigurðuir Br, Jónsson, Sigþrúður Jónsdóttir, Stefán Hilmarsson, Svala Kristj ánsdóttir, Vilhjálmur *. Bjarnar, Þorbjörg Kristinsdóttir, Þórður Jónsson. •JTANSKÓLA: J Árni Böðvarsson, Egill Björg úlfsson, Hróbjartur Jónsson, Ingimar Ingimarsson, Jó- lianna Guðmundsdóttir. STÆRÐFRÆÐIDEILD: Agn'ar Norland, Birgir Frí- mannsson, Bjarni Júlíusson, Borgþór Jónsson, Einar Ing- varsson, Einar Þorkelsson, Er- lendur Helgason, Garðar Ólafs- son, Guðmundur Ársælsson, Guðmundur Einarsson, . Guð- mundur Þórðarson, Hallgrímur Sigurðsson, Helgi Arason, Ing- ólfur Árnason, Kjartan Gunn- arsson, Knútur Knudsen, Krist- ján Gunnlausson, Loftur Lotfts- son, Loftur Þorstei.nsson, Magn ús Bergþórsson, Magnús Magn- ússon, Oddur Thorarensen, Páll Hannesson, Sigurður Jónsson, Sverrir Sæmundsson, Þorleifur Kristmundsson. UTANSKÓLA: Svanur Jónsson.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.