Alþýðublaðið - 20.06.1945, Side 6

Alþýðublaðið - 20.06.1945, Side 6
ALÞVÐUBLAPIÐ ■ Miðvijkudagnr 20. jútií 1945. Skyidi Chaplin vera eins glaður! Þetta er Joan feerg, sem bar það á gamanleikarann heimsfræga, Cíharlie Chaplin, að .hann væri. faðir að meybarni því, er hún ól fyrir háifu öðru ári. En Chaplin vildi ekki gangast við króanum, og spannst af þessu mikill málarekstur. En nú hefur Ohaplin verið dæmdur faðir að barninu af hæstarétti. Myndin var tek- in, þegar Berry fekk fréttina um míálsúrslitin símleiðis og ber hún dótturina, sem heitir Coral Ann, á armi sér. Það er von, að Joan Berry brosi, en skyldi ekki Chaplin vera daufari í dálkinn? » PáII Þorbjörnsson: Samgöngurnar vi Vesfm.eyiar FRÁ því kð núverandi ófrið- ur brauzt út, hafa Vest- mannaeyjar og raunar fleiri landsbúar, átt að búa við far- kost á sjó, sem húsdýrum hefði vart þótt bjóðandi' áður. Aðal- farkostur Vestmannaeyinga er ca. 30 smálesta fiskibátur, er gengur milli Vestmannaeyja og Stokkseyrar. Báturinn er 4—5 ííma í góðu veðri þessa leið, en oft lengur. Á Stokkseyri tekur við lending, sem oft er Ófær og tefla þarf iðulega á tvísýnu um iandtöku. Líðan farþega í þess- um ferðum, þegar 60 manns er innanborðs, þarf ekki, að lýsa, enda mörgum kunn. Undan- farna viku varð ekki komizt frá Vestmannaeyjum til Stokks eyrar vegna veðurs, og rösk- uðust því áætlanir margra, sem erindi áttu til Reykjavíkur. Nokkrir Vestmannaeyingar, sem lokið höfðu erindum sínum í höfuðstaðnum í gær, vildu komast fljótlega heim og hringdi því einn þeirra í afgr. Ríkisskips og spurði um íerö til Eyja. Svarið var: „Engin ferð.“ Hringt var til Eyja og béðið nm að farin yrði þriðjudagstferð á En vel getur farið svo, að fleiri dagar geti liðið unz fært verði til Eyja. Að ég geri þessa framkomu forráðamanna hjá Ríkisskip að blaðamáli, er vegna þess, að lengur verður ekki unað við það ástand, sem nú ríkir og hefur ríkt að und- anförnu um farþegaflutninga. Yfirmönnum samgöngumála í landinu verður að skiljast að v ð Vestm'annaeyingar og aðrir, sem líkt er ástatt um, unum því ekki lengur, að farið sé með okkur eins og slaturfé. Sú varð tíðin, . að dýraverndunarfélög gripu inn. í út af óhætfri flutn- ingsmeðfero á skepnum; nú er farþegum úr Vestmann aevj um og víðar að boðið upp á svip- aða meðferð og dýraverndunar- félögin töldu áður óhæfa á hus- dýrum. ÍPt. Reykjavík, 19. júní 1945. Stokkseyrarbátnum, en ekki gat það látið sig gerast. Kl. rúmlega 11 í gærkveldi frétti einn af Vestmaniiaeyingunum af tilviljun, að Ægir sé að fara til Eyja klukkan 12. Maðurinn falaði f'ar af skipstjóranum og var það auðfengið, en með Ægi munu aðeins hafa farið 2 eða 3 farþegar í þetta sinn. Fisiri fréttu ekki um ferðina. Oft hef- ur verið meir á gnoðinni. Hér í Reykjavík sitja nú nokkrir tugir Vestmannaeyinga og bíða þess í bezta tilfelli að komast á miðvikudagskvöld eða i fimmtudagsmorgun til Eyja, vísast meira og minna hraktir. ArnaSaréstír í fiiefni afraæis? iýSvGlisiot. y ORSETA Í.SLAND3 hafa tori'zt svG-hljóðapdi árnað- aróskir í tilefni af ársafmæli hins íslenzka lýðveldis fr'á for- seía Bandaríkjanha: ,,Mér er það mikið ánægju- efm að fiytja yður og íslanzku þjóðinni óskir heilla og árnað- r.r ífá Bandaríkjaþjóöinni á þessu fvrsta ársafmæli stofnun ar íslenzka lýðveldísins.“ Ennfremur hafa forseta hor- izt árnaðanóskir íslendingafé- lags'ins í New York og félags islenzkra námsmanna í Minnea polis og Íslendingum í Edin- horg. Gunnlaugur Krlstmundsson: Þingeyskir bændur og hérað þeirra NÚ ER VOR. Það er gróandi. í þjóðlífi og sumar í sál. Blómin anga, fuglar kvaka og lömhin eru komin á legg, unga- mæður vappa með unga sína, sumar um mýrar og mólendi, aðrar um eyrar og aurbreiður, þær eru á leið til vatnanna, því þatr er þeirra óðal og aðalað- setur. Fólkið fer hópferðir um land ið, það vill sjá og læra, njóta iífsins og fegurðarinnar, fara til f jarlægra héraða, — en allir vilja aftur heim. Heim þangað, .;em þeir eru fæddir og uppald- ir, enda er hver einstaklingur bundinn við sitt um'hvertfi, þar sem lífið mótaði hann. Gróður landsins er staðbundinn, sín Lífsskilyrðin eru á hverjum stað. Öllu er vísdómlega niður- raðað frá náttúrunnar hendi, hún er markviss, og hjá henni eru engin handahófsverk. Það eru mennirnir sem skapa upp- lausnina á flestum stöðum. Þingeyskir bændur hatfa ver- ið á ferð hér á Suðurlandi, sum ir með konur sínar. Þeir bera rnerki byggðar sinnar. í Suður- Þingeyjarsýslu er viðast forn og haldgóður gróður. Skógar eru þar að sönnu minni en til forna, en landið er kjarngott og moldin örugg til lífsbjargar. Þar hefur líka verið rótfast fólk og traust sveitamenning. Víða gætir þar meira andlegs atgerfis en verklegra framkvæmda, og emhæfir mega teljast þar bjarg ræðisvegir fólksins, sem mest byggist á sauðfjárrækt. Þing- eyingar eru líka lengra komn- ir, en margir aðrir landsmenn á því sviði að hafa not og góðan arð af sauðfé sínu, en stóðhjarð ir sjást ekki í því. héraði lands- ins. Þingeyingar eru margir. það þroskaðir að þeir þola að búa í þéttbýli, þó gleyma þeir ekki sjólfum sér né sínum hags munum; en þeir muna, að til eru fleiri mannverur, en þeirra eigin persóna, og að landið, sveitin þeirra á að vera, er og verður fyrir fleiri en þá sjálfa, sem þar hafa fyrst búð. Þar er jörðum skipt og margir bænd- ur búa á sumum jörðum. Félagsandi er þar víða heil- brigður og samvinna á mörg- um sviðum. Þingelyingar eru að mörgu leyti fyrirmyndar menn að mínum dómi. — En löndin þeirra eru víða lítt num- :n enn þá til annars en sauð- íjárræktar. Reykjadalurinn þolir mörg býli til viðbótar, ef gert er að túnum og græði,- reitum. Þar er jarðhiti og la-uf- falfsmold í j'arðvegi og land frjótt til ræktunar, að ég hygg. Þar nam land Náttfari, hinn fyr-sti maður, sem fasta búsetu tók á íslandi, — en var þaðan rekinn burtu af Eyvindi. Hann var sonur Þorsteins höfðahers- is á- Hörðalandi. Hann kunni að velja sér hinn bezta búrfað; en lét þann sem áður hafði helg að sér landið hafa Náttfaravík. Mig kennir til, þegár ég hugsa um sögu Náttfara og Arnórs Sigurjónssonar, sem var braut- ryðjandi og bvrjandi að Lauga- skóla — en út í þá sögu ætla ég ekki að fara í þetta sinn. Þetta eru bugleiðingar, sem mér hafa kpmið í hug við að sjá Þingeyinvana á ferð hér á Suðurlandi. Við það rifjuðust upp mín fyrstu kynni atf fólki norður þar. Þó kom ég að Mýri í Bárðadal eftir 48 klukkutíma ferð úr Rangárvallasýslu, einn karlmaður með 2 stúlkur og öll ókunnug. Þar fengum við góöar viðtökur og hestarnir hvíld. Frá Mýr.i fór ég til Bjarnastaða til bændaöldungs- ins, Jóns Marteinssonarj sem var þekktur að gestrisni og myndarskap. Þingeyingarnir sem hér voru á ferð, búa flestir á grónu landi og þekkja ekki af eigin raun' uppblásturinn, sandfokið og upplausnina, sem þeir sjá og kynnast sumsstaðar á Suðurlandi, þar sem stór- bændurnir þurfa að búa á mörgum stórum jörðum með hrossahjarðir og ritjusauðtfé. 14. júní, 1945. Gunnlaugur Kristmundsson. ForseHtm sæmir 14 manns ísienzku fálkaorðunni P ORSETl ÍSLANDS hefur nýlega sæmt eftirgreinda menn hinni íslenzku fálkaorðu, samkvæmt tillögu orðunefndar: 15. júní: Richard Thors framkvæmda stjórn stjörnu stórriddara hinn' ár íslenzku fálkaorðu. Richard Thors hefur af miklum dugnaði starfað að samningagerðum fyr if hið íslenzka ríki. Eyjólf Jóhannsson fram- kvæmdastjóra stórriddarakrossi hinnar íslenzku fálkaorðu. Sigurð E. Ólason hæstarétt- arlögmann riddarakrossi hinn- ar íslenzku fálkaorðu. Jens Hólmgeirsson skrifstofu stjóra riddarakrossi hinnar is- lenzku fálkaorðu. Halldór Jaköbsson sfcrifstofu mann riddarakrossi hinnar is- lenzku fálkaorðu. Arngrím Kristjánsson skóla- stjóra riddarakrossi hi.nnar ís- lenzku fálkaorðu. Ofangreindir 5 men'n sátu nefnd þá, sem skipuð var af þingflokkunum og ríkisstjórn- inni til að undirbúa og hafa umsjón með atkvæðagreiðsl- unrii um sambandssli.tin og lýð- veldisstjórnarskrána. Ha'fa þeir unnið starf sitl af mdklu'm dugnaði og ósérplægni. Eyjólfur Jóhannsson var for maður nefndarinnar. 17. júní: Stefán Þorvarðarson sendi- herra Íslands í London, sem unnið hefur með miklum dugn aði að lausn erfi:ðra viðfangs- e'fna fyrir hið íslenzka ríki, stjörnu stórriddara hinnar ís- lenzku fálkaorðu. Knud Zimsen fyrrverandi borgarstjóra, sem unnið hefur mikið starf í þágu bæjairfélags Reykjavikur, stjörnu stórr'idd- ara hinnar íslenzku fálkaorðu. Gunriþórunhi Halldórsdóttur •leilkcnu, sem lagl hefur veru-' legan skeri íil íslenzkrar leik- listar, stóxriddarakrossi hin-nar íslenzku fálkaor.ðu. Björn Jónsson skipstjóra frá Ánanaustum ridöarakrossi hinn ar islenzku fá'lkaorðu. Gu'ðmund Guðmundsson ski.p stjóra riddarakrossi hinnar ís- lcnzk-u fálkaorðu. Björn og Guðmundur hafa verið aíbuxpa sjósóknaraf og verið íslenzku atvinnul'ífi styrk ar stpðir. Jón Magnússon yfirfiskimats mann riddarakrossi. hinnar ís- lenzku fálkaorðu. Jón hefur um langt skeið starfað sem fiski- matsmaður og rækt starf sitt með mikilli alúð. GunnþórunnHalldors- dóílir sæmd siórridd- arakrossi Fálkaorð- unnar. ÝLEGA afhenti Magnús Sigurðsson bankastjóri, fyr ir hönd orðunefndar, frk. Gunn- þórunni Halldórsdóttur leik- konu stórriddaraki’oss íslenzku Fálkaorðunnar með snjallri ræðu að viðstaddri stjóm Leik félags Reykjavíkur og heimilis- fólki og nokkram vinum leik- konunnar að heimili hennar. Magriús Sigurðsson fór mörg um orðum um störf Gunnþór- unnar á íslenzku leiksviði og allair ánægjustundirnar, sem hún hefði veitt leikhússgestum í hálfa öld. Hann sagði enn- fremur, að það væri sér mikil ánœgja að mega aíhenda frk. Gunnlþórunni þetta virðirrgar- merki, því að hún væri fyrsta íslenzka konan, sem forseti ís- lands hefði sæm-t stórriddara- krossinum. Formaður Leikfélags Reykja vikur, Brynjólfur Jóhannesson, þakkaði með nokkrum orðum þann sóma, sem frk. Gunnþór- unni og hinni íslenzku leikara- stétt hefði verið sýndur með þessu; frk. Gunnþórunn værií elzta leikkona landsins, hefði staðið í hinu erfi.ða leikstarfi x 50 ár af hinni mestu prýði. — Síðan þakkaði frk. Gunnþórunn með nokkrum velvöldum orð- um. Öll fór athöfnin mjög virðu- lega fram. Háðfðahöldin í Vest- Frá fréttaritara Alþýðublaðsins í Vestmannaeyjum. U ÁTÍÐAHÖLDIN 17. júnf *"*■ hófust við samkomuhúsið f Vestmannaeyjum kl. 1,30. Var haldið í hópgöngu frá íþrótta- svæðinu. í fararbroddi Iék lúðrasveit Vestmannaeyja. — Þar næstir gengu íþróttamemr úr öllum deildum íþróttafé- Iaganna, þá skátafélögin, eldri og yngri deildir. og loks mikill annar mannfjöldi á eftir. Gengið var um allar aðalgöt ur bæjarins og staðnæmzt á barnaleikvel'linum. Þar setti sr. Jes A. Gíslason útisamkomuna. Talaði ihann m. a. um hversu nauðsynlegt íslendingum værí að varðvei.ta vel hið unga lýð- veldi og að láta aldrei einræði í neinni mynd spilla því. Að lokum óskaði hann þjóðinni firelsi og f.rama undir kjörorð- unum friður, frelsi og bræðra- lag. Þá hélt 'bæjarfógetinn, Sigfús M. Johnsen, ræðu o.g rakti freLs isbaráttu íslendinga lil fuilnað ar sigurs í fyrra, er lýðveldið var stofnað. Fagr.aði fi’elsi bræðraiþjóðanna og óskaði. ná- innar norrænnar samvinnu. íþróttafélögin sýndu fimleika karla og kvenna, handknattleik kvennxx og viðavangshlaup drengja.. Einnig skemmti Vest- mannakórinn og Karlakóv Vest mannaeyja með söng.' Skem'rnlisvæðið var allt fán- um ski-eytt og fánar við hún á hverri, slöng i bænum og á skip- um í höfninni. Hátíðahöldin fóru mjög virðu lega fram og veður var hið á- kjósanlegiasta. Dansað var um nóttina í samkomuhúsinu.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.