Alþýðublaðið - 22.06.1945, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 22.06.1945, Blaðsíða 3
Föstudagur 22. júní 1945 ALÞÝÐUBLAÐIÐ San Francisco rá .San Francisco ráðstefnunni er enn ekki lokið, en margii1 þeirra, sem mœttu við setningu hennar, eru þegar farnir heim. Myndin .hér að ofan er tekin við setningu ráðstefnunnar. Á myndinni .sj'ást Eden utanríkismálaráðherra Bretlands, og Tom Connally, formaður utanríkismálanefndar öldungadeildarinnar í Banda- ríkjaþinginu. Dómur í máli Pólverjanna 16 var kwMm upp kulicki og Jaukowski dæmdir í 10 og 8 ára fangelsi. Og aírir tveir í fiinm ára fangelsi. ÓMURIN'N yfir Polverjúnum sextán, sem rússneska Stjórnin bauð til viðræðna við 'sig en lét varpa í fang- elsi og stefna fyrir rétt og bar þeim sökum, að þeir hefðu unnið spellvirki gegn rauða hernum, var kveðinn upp í Moskva í gærmorgun. Okulicki hershöfðingi var dæmdur lí tíu ára fangelsii og Jan- kowski í átta ára fangelsi. Tveir Ihinna sakborninganna voru dæmdir í fimm óra (fangelsi, en átta fengu f jögurra til átján mán- aða fangelsisdóm og máli leins þeirra, sem veikur er, var frestað. Forsæfisráðherra Tékka í Moskva. T-> ESS var getið í Lundúna fréttum í gær, að Fierl- inger, forsætisráðherra Tékka væri kominn til Moskva. Tók Molotov á móti honum, þegar hann lenti á flugvelli borgar- innar í gærmorgun. Erindi Fierlingers til Moskva er að ræða við ráða- menn Rússlands um deilu Tékka og Lublinstjórnarinnar í Póllandi um landamærahérað- ið Tesohen. Hérað þetta var áð ur hluti af Tékkóslóvakíu en er nú á valdi Pólverja. Kom hermálaráðherra Lublínstjórn- arinnar til Tesohen fyrir nokkr um dögum og flutti þar ræðu, þar sem hann lét orð um það falla, að Lublinstjórnin myndi fyrr láta her sinn grípa til vopna en láta nokkur þau héruð af hemdi, sem hún teldi sér bera. Þrír hinna sextán sakborn- inga voru sýknaðir af ákærum þeim, sem á þá höfðu verið bornar. Komst saksóknarinn þannig að orði í ræðu sinni, að fjórir hinna ákærðu hefðu verðskuldað að verða skotnir, en hina bæri að dasma til fang elsisvistar, að undanskildum þeim þremur, sem sýknaðir voru. En hann kvað'st ekki krefjast dauðadóms á hendur hinum fjórum, sem þó hefðu til hans unnið, vegna þess, að styrjöldin væri til lykta leidd og tryggt, að menn þessir gætu ekki unnið Rússlandi tjón. Forseti þingsins í Belgíu ræðir við Leopoid konung. T UNDÚNAFRÉTTIR í gærkveldi skýrðu frá því, að foringjar kaþólska flokks- ins í Belgíu hefðu átt langa viðræðu við van Acker í gær vegna væntanlegrar heim- Inars Gerhardsens fimmfán errum Enn ovísf hverjir ráðherramir eru. Búizt við, a6 G@r9iardsen Begði ráðherralist- ann fyrir konung í gærkveldi eða í dag. ID RÉTT frá norsfca blaðafulltrúanum í gær skýrir frá því, að talið sé fullvíst, að Einar Gerhardsen muni mynda nýju stjórnina í Noregi. Og í Lundúnafregnum í gær var var þess getið, að 'búizt væri við því, að Gerhardsen legði ráð'herralista sinn fyrir Hákon konung í gærkveldi eða í morgun. Enn eru engar upplýsingar fyrir hendi um það, hverjir muni eiga sæti í hinni nýju stjórn, en stjórnmálamenn í Oslo telja fullvíst, að hún verði skipuð fimimtán ráðherrum. Stjórnmálamenn í Oslo telja að Alþýðuflokkurinn muni eiga sex fulltrúa í stjórn Einars Gerhardsens, hægri flokkurinn, vinstri flokkurinn og bænda flokkurinn til samans sjö og kommúnistar tvo. Er hér um að ræða sömu hlutföll og áður hafði verið við búizt nema ■kommúnista, er talið var, að myndu fá einn fulltrúa í stjórn inni, ef þeir gætu itilnefnt hæf- an mann sem ráðherraefni. • Síðustu stórþingskosningar í Noregi fóru fram árið 1936, og áfti Alþýðuflokkurinn að þeim loknum sjötíu þingmenn, hægri flokkurinn þrjátíu og sex, vinstri flokkurinn tuttugu og þrjá, bændaflokkurinn átján, kristilegi þjóðflókkurinn tvo og samhandsflokkurinn einn. -— Kommúnistar og nazistar áttu hins vegar engan fulltrúa á þingi. * Einar Gerhard'sen, sem nú má telja fullvíst að verði næsti for sætisráðherra Noregs, fæddist í Asker 10. maí 1897 og hefur tekið mikinn þátt í starfi norska Alþýðuflokksins og verkalýðs- hreyfingarinnar. Hann var vara formaður sambandS ungra jafnaðarmanna í Noregi 1919— komu Leopolds konungs og myndunar nýrrar ríkisstjórn- ar. Jafnaðarmenn á þin.gi hafa endurtekið áskorunina til Leo- polds um að leggja niður kon- ungdóm og mun forseti þings- ins fara til Salzburg loftleiðis í dag og eiga viðræðu við Leo- pold konung. Eins og áður hefur verið skýrt frá í fréttum, er kaþólski flokkurinn fylgjandi því, að Leopold haldi konungdómi, en jafnaðarmannaflokkurinn hef- ur forustu í andstöðu þjóðar- innar gegn konunginum, og fylgja hinir vinstri flokkarnir honum að málum. 1921 og formaður þess 1925— 1926. Hann befur lengi átt sæti í bæjarstjórn Osloborgar og verið forseti hennar frá 1932. Gerhardsen tók mikinn þátt í starfi viðnámshreyf ingarinnar heima í Noregi eftir að landið var hernumið og átti sæti í stjórn hennar en Þjóðverjar tóku hann til fanga áður en langt um leið og dvaldist hann lengi í fangabúðum í Þýzka- landi. Einar Gerhardsen Þjéðþmgsflokkurínn fil Ssmia. T NDVERSKl þjóðþingsflokk -*■ urinn hefur tilkynnt, sam- kvæmt Lundúnafrétt í gær, að fulltrúar hans muni taka þátt í ráðstefnunni, sem Wavell varakonungur hefur boðað til £ Simla hinn 26. juní og fjalla á um tilboð Breta um heima- stjórn Indverjum til handa. Indverska þjóðþingið kom saman til funda í Bombay í gær. Yörn Japana á Okinawa þrofin Sfillwell hershöfðingi á eyjunni í stað Buckners. NIMITZ FLOTAþORINGI til'kynnti í gær að vörn Japana á Okinawa væri nú lokið eftir áttatíu og tveggja daga blóðuga bardaga. Hafa níutíu þúsundir Japana faliið í bar- dögunum á eyjunni, en tvö þúsund og fimm hundruð verið teknir til fanga. Jafnframt var gefin út tilkynning lum það, að Stillwell liers höfðingi yrði yfirmaður Bandaríkahersins á Okinawa x stað Buckners hershöfðingja, sem |féll fyrir nokkrum dögum. Sigur Bandaríkjamanna á Oki.nawa er mjög þýðingarmik i'll vegna flugvallanna, sem á eyjunni eru, svo og þess, að Japanar höfðu þar mjög mikið herlið. Hafa bardagarnir um eyjuna verið geysilega grimm- ir, og hefur það tekið her Banda rikjamanna, sem gerði innrás- ina á Okinawa, áttatíu og tvo daga að bera Japana þar ofur- liði. Þó munu enn dreifðir smá flok.kar Japana veita viðnám á eyjunni, en meginvörn þeirra er gersamlega þrotin. S'tiilweli, sem nú hefur verið skipaður yfirmaður hers Banda rikjamanna á Okinawa í stað Buckners hershöfðingja, var áð ur yfirmaður herja Bandaríkja manna í Burma og K’ína og hef ur getið sér mikinn orðstír sem hershöfðingi. En hann var kvaddur heim vegna skoðana- munar við kinversku stjórnar völdin og var þá tilkynnt, að honum myndi falið annað hlut- verk í styrjöldinni, sem væri s'ízt þýðingarminna en starf hans í K'ína hefði verið. Féll, en héll velli. Þetta er sigurvegarinn á Oki- nawa, Simon Bolivar Buckner hershöfðingi, sem stjórnaði innr'ás Bandarliíkjamanna á eyj una, en féll þar fyrir nokkr- um dögum, örskömmu áður en. vörn Japana þraut.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.