Alþýðublaðið - 22.06.1945, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 22.06.1945, Blaðsíða 6
6 ALÞYÐUBLADSB Föstudagur 22. júní 1945 Suðumesiamaima verður haldinn Jónismessudag, sunnudaginn 24. þ. m. á flötunum sunnan við Voga og hefst kl. 2 e. h. RÆÐUK FLVTJA: Þingmaður Gullbringu- og Kjósarsýslu, Ólaf- ur Thors, forsætisráðherra Séra Jón Thorarensen og fleiri. Flutt frumort kvæði í tilefni dagsins. Lúðrasveit Reykjavíkur (20 menn) spilar. Kórsöngur og önnur skemmtiatriði. Dans á palli til klukkan 12 á miðnætti. Veitingar á staðnum. Fólk tryggi sér bílfar suður hið fyrsta. Þess er vænzt, að félagsmenn og Suðurnesjabúar fjölmenni. Skemmtinefnd Félags (Suðumesjamanna í Reykjavík. Verndarar Gyðinga Framh. af 5. síðu. verjar komust að því, hvar fað ir Chaillet hafði bækistöð blaðs ins. Snemma árs 1942 fyrirskip- aði Vichy-stjórnin flutning á nokkrum þúsundum Gyðinga barna til Þýzkalands. I borg inni Lyon, þar sem prestarnir þrír bjuggu, var 120 Gyðinga foreldrum fyrirskipað að fram- selja böm sín í hendur nazista. Faðiír Chaillet hófst þegar handa um að smala börnunum saman. Fjögur þeirra fann hann nær dauða en lifi og hrædd í eyðilegri kjaíllaraholu. Tiu bætt ust í hópinn í skuggalegum hlið argö'tum. — Þrjátíu börnum náði hann með frekju beint úr höndum lögreglunnar. Að svo búnu kom hann börn- unum á öruggan dvalarstað og sá jafnframt svo um, að foreldr ar Iþeirra gætu haft samtoand við þau og tekið þau heim á heimilin að striðinu loknu. Hann tók ti'l varðsveizlu fingra för barnanna af öryggisástæð- um. Sömuleiðis var útbúin ná kvæm spjaldskrá yfir ibörnin og geymd á öruggum felustað. Faðir Chai'llet hafði í þjón- ulstu sinni' ungt fólk á aldrinum 18 og 20 ára og sendi það til þess að tala við bændur, sem e. t. v. gætu tekið flóttatoörnin að sér. Sendimenn föður Chail lets komust að því, hvort toænd urnir voru sannir föðurlands- vi'nir og hvort hægt væri að treysta þeim og höfðu efni á að fórna einhverju. Innan 100 milna takmarka út ifirá Lyon gátu sendlar föður Chaillets (sem mestmegnis voru ungar stúlkur) útvegað dválarstaði handa íflót'tatoörnun um. Sumum, sem ekki tókst að koma á sveitaheimili, var kom ið fyrir 'í kaþólskum heimavista skólum og munaðarleysingja heimilum. Hvert einasta toarn varð að ganga undir fölsku nafni og fá nýja „ólöglega" passa. Gamailli, höfðinglegri. konu var falið ag fylgja börnunum ti)l hinna nýju dvallarstaða, Það var oft erfitt verk að taka foörn in frá foreldrunum. — Stelpu- hnokki, sem fékk nýtt nafn, snökkti og sagði: „Hvernig gétur mamma þekkt mig, þegar hún kemur aftur?“ Sex ára gömlum dreng af hollenzkum foreldr.um var sagt að tala l'ítið á leiðinni. til nýja dvalastaðarins." Ferðin tók fjóra iklúkkufíma og drengur- inn foærði ekki varirnar. Að leiðarlokum kom í Ijós, að hann hafði vætt buxurnar. „Þið sögðuð mér að tala ekki neitt“, var eina skýringin, sem hann gaf. (Framh. á morgun.) HVAÐ SEGJA HIN BLÖÐIN? frh. af 4. siðu. íþess sem Iiann stóð fyrir leynistarf seminni í Búlgaríu, sem beindist gegn naziistum. Þtegair Þjóðverjar höfðu farið úr Búlgaríu og Rússar hernumið land ið, sneri Dimiitrof heim aftur og íhugðist að taka aftur upp fyrri ■störf sín innan bændaflokksins, en ihann hafði verið ritari hans. Hins vegar vildi hann hafa lítið sam- neyti við kommúnista, því að hann hafði engu rneiri mætur á einræð- isstefnu þeirra en nazista. Hann beitti sér og eindregið fyrir auk- inni samvinnu við bandamenn. Rússar tóku fljótlega að haifa horn í síðu hans og búlgarskir komm- únistar veittu honum állan bann miska, sem þei-r gátu. Kom svo að lokum, að Dimiitrof taldi ekki ann að ráðlegra en að leita á náðir sendiráðs Bandaríkjanna í Soffu og hefur hann dvallið á vegum þess undanfarið. Rússar hafa gert kröfu til Bandaríkjamanna, að hann verði framséldur. en þrir hafa neitað að verða við henni. Kunnugir menn tel.ia, að Dimi- tuof pé nú lang ’dnsælasti rtjórn- mfiamaðurinn í Búlg'jríu, telj.i 'kommúnistar hann því skæðasta andstæðinig sinn. Þess veg3ia hyklr líka sýnt, að þeir vilji lo*sna við ihaon með einu eða öðru rr.ó+i. Tak mark þeirra er tailið að hefjia þiar annan Dimitrof til valda. Það er Dimitrctf sá sem frægur var í sam 'bandi við þinghúsbrunamálið í Berlín og síðan var alllengi for- maður alþjóðásamibands kommún- ista. Hann dvélur enn í Moiskvu.“ Það virðist ekki aðeins verá í Póllandi, sem menn hafa mis- jafna reynslu af hinu mssneska iugasleinar og amakefli frh. iaf 4. isiíðu. hins vegar hafa skrifað skáld- rit, 'sem hafi nokkurt bók- menntalegt gildi og hafa aflað sér allalmennra vinsælda. 3. Árlegir styrkir til þeirra höfunda, sem þykja enn nokk- uð óráðnir, en hafa þó sýnt, að þeir hafi allmikla hæfileika og séu líklegir til afreka. 4. Verðlaun til byrjenda — eða svo til byrjenda —' sem gefa út gott skáldrit. Slík Verð laun ættu að vera allhá. (Verð- iaun til höfunda, sem fuillveðja megi teljast, hygg ég'aftur á móti þarflaus, enda jafnan vandkvæðum bundin ákvörðun þess, hvað verðlauna skuli., þeg ar um nokkur góð skáldrit er að velja. 5. Lágir styrkir til'ungra höf unda, sem hafa ekki skapað góð skáldverk, en hins vegar sýnt, að einhver góðs kunni að vera af þeim að vænta á sviði bók- menntanna. Styrkirnir væru þá eins konar örvun. 6. Ferðastyrkir — og þeir sæmilega ríflegir. Hverjir eiga svo að ákveða um l'aun og styrki? Ég hygg, að þorri manna geti orðið sammála um það, að sú skipan, sem nú®hefur verið á þessum málum, sé ekki viðun- andi, enda ekki lengur um að ræða eitt félag íslenzkra rit- hefunda. Þá mun það vera al- menn skoðun frjálslyndra og sæmilega broskaðra manna, að skipan þessara mála verði að vera þanpig, að þeim geti ekki ráðið ófyrirleitm og valdagráð ug klí'ka með einhæf, og stjórn rnálaleg sjónarmið. En ég lít þannig á, að ekki sé nema eðli legt og sanngjarnt, að rithöf- undar hafi nokkurn íhlutunar rétt um þessi mikilvægu mál. Ég vil nú benda á fjórar leið- ir, sem menn geta svo tekið til rækilegrar athugunar. 1. Alþingi kjósi nefnd, og í henni eigi sæti, auk hinna þing- kjörnu fulltrú'a, einn maður frá hvoru félagi, Félagi; íslenzkra rithöfunda og Rit'höfundafélagi íslands. 2. Menntamálaráði verði fal in störfin — ásamt einum full- trúa frá hvoru nefndra félaga. 3. Störfin verði falin nefnd, sem verði þannig skipuð: Al- þingi kjósi einn mann og rthöf- undafélögin tvo. Auk þess, eigi sæti í nefndinni prófessor og dósent í bókmenntum við Há- skóla íslands. 4. Þeir höfundar, sem verða á fösturn launum, úthluti styrkj um til hinna, en þó ekki einir, heldur ásamt prófessor og dós- ent í íslenzkum bókmenntum við Háskóla íslands. Hver af þessum leiðum, sem valin yrði, teldi ég eðlilegt áð nefndin hefði einungis ráðgef- andi vald um ákvörðun fastra rithöfundalauna, hve þá þau yrðu og hverjum veitt, en hins vegar réði hún algerlega útr hlutun .styrkja. Það skal svo að lokum tekið fram, að allt það, sem ég hef sagt um skipan þessara mála er frá mér einum komið, og enn fremur vil ég láta þess get íð, að það er síður en svo, að ég telji ekki hugsanlegt, að fram geti komið skynsamlegri og betri tillögur en þær, sem ég hef hér á drepið, og Ijúft skal mér vera að veita brautar- gengi þeim tillögum frá öðr- um, sem mættu teljast heilla- vænlegar og líklegar til fylgis góðra manna. Guðm. Gíslason Hagalín. Skeytaskipfi í lileini 17. jÚEIÍ. Umferðinni sljornað með flauiumerki. Margir ökunföingar kæröir. ÖTULÖGREGLAN mun nú framvegis jafnan nota hljóðmerki við umferðarstjóm á götum bæjarins, ásamt því, sem nmferðinni verður stjóm- að með bendingum eins og verið hefur. Flautumerkið verður aðeins notað til að gefa til kynna þeg- ar skipt er um umferðabraut; önnur leiðin opnuð en hinni ’lokað. Nokkuð hefur borið á því að fólk hefur misskilið iflautumerkið og hikað og ef til vill staðnæmst á miðri leið yfir götu. Tilgangurinh með merk- inu er eingönigu sá eins og áður segiir, að aðvara fólk um, að breytt sé um umferðatoraut, og að fóik leggi þá ekki yfir þær götur, sem opnaðar eru fyrir umferð ökutækja. Ætti fólk að glöggva sig á umferðinni hverju sinni. í ráði er að fá Ijósmerki. á aðalumiferðagöturnar, en efcki er vitað hvenær úr því verður að þau verði sett upp. Undanfarið hafa margir bif- reiðastjórar hér í bænum verið kærðir fyrir of hraðan akstur um göturnar og er það ærið starif fyrir götúlögregluina að fylgjast með að settum reglum um ökuhraða sé fylgt. Að vísu er meirihluti bifreiðastjóra, sem .gæta þess að aka ekki yfir lögböðinn hraða um toæinn, en innan um finnast alltáf ökuníð ingar, enda er lekið hart á þeim þegar þeir verða uppvísir að ó- > löglegum ökuhraða og veitir ! sannarlega ekki af að það sé gert, því í mörgum tilfellum má rekja orsakir umferðaslys anna ti'l þeirra. fönpróf fyrir M'stsveiRa ®g vs^'nga- þföna Þair matsveinar og Veitingaþjór.ar sem ekki hafa fengið iðnréttindi, en óska að ganga undir próf í viðkomandi iðngrein gjöri svo vel að vitja bréfs um það afni til Böðv. Steindósson- ar matsveins- Hótel Borg eða heima á Ásvalla- götu 2, fyrir 10 júlí n. k. Stjórn Matsveina- og veitingaþjónafélags íslands. ORSETA ÍSLANDS hafa borizt kveðjur í skeytum frá sendiráði íslands og íslend ingum í Danmörku, frá ís- iendingum í New York og frá Nordmannslaget í Reykjavík. Sendiherra Norðmanna hefur borið ríkiiS'Stjórninni árnaðar- óskir norska setuli'ðsins á Jan Mayen í tilefni þjóðhótíðar- innar. ' 17. júní barst menntamála- ráðuneytinu þetta skeyti: „Öll norsk kennarafólög fcveðja og hylla skóláfólk á íslandi i tilefni af þjóðhátíðar deginum og þakka íslenzkri æsku. ölav Kvalheim.“ Menntamálaráðherra sendi þetta þakkarskeyti: „Mennta- málaráðu neytið þakkar norsk- um kennururn árnaðaróskir þeirra í tilefni þjóðhátíðar- dagsins. íslendingar dást að hetjulegri baráttu norsku kennarastéttarinnar fyrir frelsi Noregs og vona, að náið menningarsamstarf verði milli andanna í framtíðinni. — Brynjólfur Bjarnason mennta- málaráðherra íslands.“ Oranges Epla Grape Tómaí Juice Salthnetur tífrónur Sæloæíi 5 A hvers manns disk S frá ^ SÍLD * FISK $

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.