Alþýðublaðið - 22.06.1945, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 22.06.1945, Blaðsíða 4
ALÞÝÐUBLAÐIÐ Föstudagur 22. júní 1945 j^í')(|íítíblo6ið Útgefandi: Alþýðuflokkurinn Ritstjóri: Stefán Pétursson. Símar: Ritstjórn: 4901 og 4902 Afgreiðsla: 4900 og 4906 Aðsetur í Alþýðuhúsinu við Hverf- isgötu. Verð í lausasölu: 40 aurar Alþýðuprentsmiðjan. Þjónudð ríkisútvarps- ins við Rússa. « Fréttaflutningur rík ISÚTVARPSINS helur lengi verið hugsandi mönnum undrunarefni, ‘þótt hann hafi raunar sætt mun minni gagn- rýni opinberlega en tilefni hafa .gefizt til. íslendingar hafa orð- ið fyrir mi.klum vonbrigðum af starfsemi rikisútvarpsins, en fréttaflutningur þess í seinni tíð viekur þó mesta furðu og gremju. Erlendum fréttum þess er þannig háttað, að ekki leikur á tveim tungum, að þeir, sem um þær fjalla, geri sig seka um vísvitandi og ítrekaða hlut- drægni í starfi því, er þeim hef ur verið til trúað. Engum dylst, hverra erindi þeir menn reka, sem stjórna er- lendum fréttum ipkisútvarps- dns. Þegar forsætisráðherra Bret lands lætur orð falla í heims- sögulegri ræðu, sem fela í sér gagnrýni á stefnu Rússa, er sá kafli ræðunnar felldur úr frá- sögn ríkisútvarpsins. En þegar herrarnir austur í Moskva hefja réttarhöld gegn fulltrúum lýð- xæðisflokkanna í Póllandi, sem rússnesk stjórnarvöld höfðu boðið heim í ríki sitt til við- ræðna pg samninga um málefni lands þeirra, en varpað í fang- elsi, þegar til Moskva kom, fara ráðamenn ríkisútvarpsins öðru vísi að. Þeir bregða fljótt við og flytja þjóðinni ræðu saksókn arans rússneska sem heilagan og sj'álfsagðan sannleik og nauðsynllegan boðskap íslend- ingum til handa. Hins vegar stinga þeir undir stól umsögn- um heimsfrægra blaða eins og „Times“ og „Daily Herald“ um þennan svívirðilega skollaleik, sem til er efnt austur í Rúss- landi og vefa á lokatilraun Stal ins og þjóna hans til þess að tryggja Lúblínstjórninhi völd og lífdaga! En tilkynningar pólsku stjórnarinnar í London, þar sem lýst er blekkingum og lygum Rússa í tilefni af réttar hölduhum í Moskva, er aðeins stultlega getið og af lítilli ná- kvæmni. * Hinar margvíslegu blekking ar og hin augljósa hlutdrægni, sem einkennir fréttaflutning ríkisútvarpsins, er slík að rík- isútvarpið virðist keppast við að ganga ekki skemmra í þess- ari iðju en Þjóðviljinn og önnur málgögn kommúnista, enda er skyldleikinn við þau öllum mönnum auðsær. En um ríkisútvarpið gegnir þó öðru máli, en Þjóðviljann. Ríkisút- varpið er ríkisstofnun og for- raðamenn þess því ábyrgir gagnyart ríkisstjórninni. Það er sameign allrar þjóðarinnar og á að haga störfum sínum sam- kvæmt oskum hennar og vilja og settum reglum um hlútleysi í fréttaflutningi. Þjóðviljinn er hins vegar gefinn út af kom-.' múnistum* í þjónustu ráða- NMagsgrein Guðm. G. Hagalíns: i Augasleinar og amakefli. Úthtufan sfyrkja iil skálda ogi rilböfunda é árunum 1943-1945. RÉTTILEGA hefur verið á það bent, að styrkir til skálda og listamanna séu háir á íslandi, samanborið við í öðr- um löndum. En þetta sýnir, að þjóð og þing kunna að méta menningarlegt gildi bókmennta og lista og vita, að öðru máli er að gegna hér á íslandi en í flestum öðrum löndum um skil yrði skálda og listamanna til að lifa af list sinni.'Eins og það er víst, að íslenzk tunga og þjóðleg menning væru ekki vel íarnar, ef kyrkingur kæmi í íslenzkt bókmenntalíf og ís- lenzka listþróun, eins er og hitt auðsætt, að vegna mannfæðar í landi hér, verða skáld og lista menn að njóta styrkja og launa frá þjóðfélaginu, ef þeir eiga að geta helgað sig list sinni. Listamennirnir þurfa að geta einbeitt sér að verkefnum sín- um — ekki sízt þeir, sem semja stór skáldrit eða vinna að erf- iðum og tímafrekum viðfangs- efnum á öðrum sviðum listar- innar, og þeir þurfa að fylgj- ast yel með í sinni listgrein, bæði hér á landi og í umheim- inum, og loks er þeim nauðsyn legt að minni hyggju að halda vakandi áhuga fyrir, því, sem gerist í félagslegum efnum með þjóð þeirra. Og því betri vinnu- ré munu þeir þurfa, sem þeir eldast meir, enda niunu þeir á efri árum þola síður þá þrek- raun, sem það sannarlega er, að svipta sér upp úr einu við- fangsefninu og sökkva sér ofan í annað — máski gerólíkt, enda á allt öðru sviði. Það, sem lista- menn hafa vel gert í örbirgð og önnum, hafa þeir gert ekki vegna kijara sinna, heldur þrátt fyrir Iþau. Mér er það mjög ljóst, að mikil vanhaéfni er á um útfalut un styrkja og ákvörðun launa lil handa skáldum og rithöfund um — og til að hafa á hendi slík trúnaðarstörf eru jafn- óhæfir afturhaldsseggir og tízkuriddarar — já, allir með cinhæf sjónarmið, bó að það sé ef til vill óheppilegast og skað- legast af öllu, að skapgallaðir og þröngsýnir klíkuþrælar hafi slík mál með höndum. í þessum efnum mega menn ekki eingöngu líta á allt eftir eigin geðþóíta. Tökum t. d. höfund, sem allverulegur hluti þjóðarinnar metur mikils, en annar allstór þjóðarhluti hefur hálfgildings ýmigust á. Segjum að fulltrúi þjóðarinnar í úthlut unarnefnd sé sammála hinum síðari hóp um verðleika þessa höfundar. Hann má samt alls ekki gera höfundinn að hálf- gildings hornreku við úthlutun styrkja. Þá er það hinn ungi og lítt þekkti höfundur, máski,. nýtízkulegur og sérlegur. Þeir, sem hafa á hendi úthlutun styrkja, geta leyft sér að lyfta slíkum höfundi smátt og smátt í þá hæð, sem þeir telja hon- um verðuga, en rjúki þeir með hann í hin hséstu sæti mjög fljótlega, skipi honummjögmikl um mun hærra en hann á heima í vitund bjóðarinnar,' þá er það honuxn sjálfum verst. Það vek V I andúð og kemur niður á hon um sjlálfum síðar. Hugsum okk ur svo rithöfund, sem er léttur og auðskilinn, ekki sérkennileg ur að stíl, en skrifar gott og alþýðlegt mál, skapar sæmilega fiörlega atburðarás og senni- legar persónulýsingar. Slikur höfundur verður vinsæll meðal allmargra lesenda, og hann hef ur sitt hlutverk. Bækur hans verða áfangi hins almenna les anda á leið til annars stórbrotn ara og listrænna — og verk hans er allrar virðingar vert. Fram hjlá slíkum höfundi er því alls ekki rétt að ganga við úthlutun styrkja. Loks vil.ég minnast á þá höfunda, sem skrifa um börn og fyrir börn eða unglinga. Slíkar bækur geta verið listaverk og mjög eftirtektarverðar fyrir full- orðna, engu síður en fyrir þá, sem þær eru einkum ætlaðar. Og jafnvel þó að barna- og unglingabækur séu ekki þannig, en samt vel gerð- ar og með listrænum blæ og hentugar börnum og ung- ingum, þá hafa þær sitt gildi frá fleiru en einu sjónarmiði séð og höfundar þeirra eru vel bess verðir, að þeir séu studdir til starfa af þjóðinni. Fleiri dæmi mætti taka um það, að einhæf sjónarmið eiga alls ekki við, þegar úthlutað er styrkj- um til skálda og listamanna. En hvernig verður svo þess- um málum bezt fyrir komið í framtíðinni hér hjá okkur ís- lendingum? Ég hygg, að rétt muni vera, að allir þeir höfundar, sem menn geta yfirleitt verið nokk urn veginn sammála um að Öðl azt hafi virðingarsess í vitund mikils hluta þjóðarinnar og vit að er að helga eða vilja helga skáldskapariðkun krafta sína sem allfa mest, eigi að hafa iöst laun, sem séu það há, að þeir eigi að geta lifað af þeim menningarlífi — en við á’kvörð un sé þó gert ráð fyrir því, að höfundarnir vinni sér inn nokk urt fé með ritstörfum. Ég lít og þannig á, að allir slíkir hof- undar eigi áð hafi sömu laun, enda hafi þeir þá svo til fulla ' starfsorku. Allir slíkir menn þurfa föt og fæði, húsnæði, hita, Ijós, bækur o. s. frv. — hafa sem sé svipaðar þarfir,, þær scmu og menn yfirleitt, sem I gera kröfur til og kunna að manna kommúnismans austur í Rúss'íá. Þjóðviljinn er gef- inn út til þess eins, að koma á framfæri við íslendinga Rússa- áróðri og kommúnistalygum. Ríkisútvarpið er hins vegar stöfnað og starfrækt til þess, að veita þjóðinni fræðslu og menntun og ber að forðast á- róður og hlutdrægni. Þess vegna getur þjóðin ekki linað því, að keppni ríkisútvarpsins við Þjóð viljann um fulltingi við mól- stað kommúnista og Rússa haldi áfrafn l^ngur en orðið er. * íslenzka þjóðin á skýlausan kröfurétt á því, að úr því verði skorið, hverjir bera hina raun- verulegu ábyrgð á fréttaflutn- mgi ríkisútvarpsins. Það virðist í meira lagi ólíklegt, að ríkis- stjórnin og núverandi útvarps- ráð sé samþykkt fréttaflutningi. útvafpsins eins og honum er nú stjórnað. Og almenningi í land- inu mun finnast tími til þess kommn, að vikapiltar kommún ista, sem starfa á vegum ríkisút varpsins, verði sendir heim til föðurhúsanna. Þeirra starfssvið er hefbúðir kommúnista og rit stjórn Þjóðviljans, en ekki rík- xsútvarpið. /| LÞÝÐUBLAÐIÐ birti í vikunni, sem leið fyrri grein Guðmundar G. Haga- lín um úthlutun styrkja til skálda og rithöfunda á árun- um 1943—1945, þ. e. árin, sem úthlutunarnefnd Rit- höfundafélags íslands hefir ráðstafað styrkjunum. í dag flytur hlaðið síðari grein skáldsins um þetta efni, og hefir hún ýmsar á- hendingar inni að halda um úthlutun styrkjanna til skálda og rithöfunda fram- vegis. meta lífsþægindi og þokkalegt og menningarlegt umhverfi — og auk þess mun alltaf verða vandmetið, hvað er verðmætast í bókmenntum dagsins, hvað hefur mest gildi fyrir líðandi stund og hvað fyrir framtíðina. Ég lít svo á, að þeir höfundar — á hverja grein skáldskap- ar sem þeir leggja áherzlu — sem ekki geta sætt sig við slíkt hlutskipti frá hendi þjóðar og þ'ngs, séu pefsónuilegir galla- gripir, að vissu leyti vanþrosk- aðir, eins og konar brekabörn, som ekki sé takandi mark á nema að nokkru leyti. Tökum til dæmis höifund, sem þykist hafa verið beittur ranglæti við úthlutun styrkja á sínum yngri árum og finnst svo, að þá er þjóðin hefur komizt til viður- kenningar á verðleikum hans, þá beri honum að fá hærrf styrk en aðrip sem þjóðinni þykir ástæða til að veita það ríflega laun, að þeir geti helg að sig skáldskap — ja, þessi höfundur segi: Jón var áður hærri en ég, og nú vil ég vera hférri en hann! Ég held að þjóð 'in ætti að' segja við slíkan höf- und: Hvort viltu nú heldur, i:jóta sömu launa og hinir, sem ég hef skapað allgóð starfsskil- yrði, og vera svo að öllu frjáls — eða njóta hærri launa og vera skyldugur til. að sitja stund úr deginum á skólabekk í smábarnaskóla ísaks Jónsson ar frá Seljamýri? Þegar- þá höfunda, sem þjóð in telur maklega fastra launa, þrýtur starfsorku vegna elli eða sjúkdóma, ættu laun þeirra að hækka nokkuð — og væru þá fyrst eingöngu heiðurslaun. Þó kem 'ég að styrkjunum, og tel ég, þó að vel megi vera, að aðrir kunni að koma auga á skynsamlegri sjónarmið, að styrkirnir ættu að flokkast eins og hér segir: 1. Árlegir styrkir til góð- skálda, sem ekki ó'ska að helga krafta sína að mestu eðá öllut leyti ritstörfum. 2. Árlegir styrkir til höfunda, sem ætla má fullþroska, ekki teljast standa framarlega á sviði bókmenntanna, en þykja. Framhald á 6. síðu. TÍMINN birti s. 1. þriðudag eftirfarandi frásögn af á- síandinu í Búlgaríu undir ,,vernd“ Rússa: ,,'Síðan Rússar hernámu Búlgar íu hafa fregnir af stiórninni þar verið næsta ógreinilegar. Þó þyk- ir sýnt, að kommúnistar ráði að mestu í ríkisstjórn þeirri, sem þar fer með völdin undir yfirumsjón Rússa. Stjórn þessi mun eiga að heita sam'braaðslustjórn róttækra flokka og flokksbrota, en áhrifa annarra flokka en kommúnista virðist iítið gæta í henni, enda þótt kommúnistar hefðu sáralítið fylgi áður en hernám Rússa kom til sög unnar. Ráðherrarnir, sem fara með dómsmálin og lögreglumálin, eru báðir úr ihópi kommúnista og hafa þeir líka beitt óspart þeim völdum aem þannig hafa fallið þei|m í skaut. í Búlgaríu hefur farið fram ihin stórföldasta „‘hreingenning" á kommúnistiska vísu. Nokkrir tug ir fyrrvefandi ráðherra og þing- rnanna hafa verið skotnir og enn fleiri dæmdir til fangelsisvistar og þrælkunarvinnu. Ö.llum þessum mönnum hefur verið gefin að sök of náin samvinna við Þjóðverja, en þó er vitað að sumir þeirra hafa verið alsaklausir í þeim efnum og eftir þeim reglum, sem komrnún- istar hafa fylgt í Búlgaríu, væri áreiðanlega biiið að lífláta þá Stal in og Molotoff fyrir þýzk-rúss- ,neska vináttusáttmálann, ef slíkar reglur hefðu gilt í Rússlandi. Meira að segja margir þeirra, sem hafa vierið dæmdir, hafa jafnan verið andstæðir Þjóðverjum. Það þykir iþví sýnt, að fyrir kommúnistum ihefur ekki fyrst og fremSt vakað að refsa fyrir samvinnu við Þjóð- verja, heldur að uppræta pólitíska andstæðinga, er þeir töldu sér 'hættulega.“ Þessu lil staSfestingar flytur Tíminn eftirfarandi sögu um afdrif eins af þekktustu and- stæðingum nazismans í Búlgar íu: „Einna gleggsta dæmið í þeim efnum er saga af viðskiptum. íþeirra og bændaforingjans Dimi- trofs. Bændaflokkurinn hefur jafnan. verið stærsti og áhrifamesti stjórn. málaflokkurinn í Búlgaríú. Dimi- trof var og er vinsælasti foringi. flokksins. Hann hefur jafnan ver- ið einiægur lýðræðissinni og beitt sér fyrir samvinnu við bandamenxii einkum Breta. Leiðir hans og Bor isar konungs lágu því ekki saman og skarst þó fyrst yerulegá í odda, þegar konungur lét Búlgaríu ganga í lið með möndulveldunum. Dimi- trof hóf þá strax virka mótstöðu og varð iþví að fara huldu höfði. Þjóðverjar og leiguþý þeirra höfðut úti allar klær til að klófesta hann. Kom svo að lokum ,að Dimitrof treysti sér ekki til annars en að leita á náðir sendiráðs Breta í Sofíu, en stjórnmálasamfoand var þá enn milli Bretlands og Búlgaríu. Töldu Bretar sér þó eigi fært að veita honum vernd í Búlgaríu og varð það að ráði, að honum skyldi smyglað úr landi í stórum kassa, er hafði verið notaður undir appel sínur. Var látið I veðri vaka, að ýms skjöl væru í kassanum, er sendiráðið væri að sencja í burtu, og slapp hann því hjá tolllskoð- un, en þó ekki fyrr en eftir all- mikið stímabrak. Din,hrof þurfti að vera rúmar 30 klukkustundir í kassanum og var foann orðirm mjög þjakaður, þegar hægt var að s'leppa honum lausum. Hann sett- ist síðan að í Kairo og veitt þar brezkri útvarpsþjónustu síha, auk Frlh. á 0. síöu

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.