Alþýðublaðið - 29.06.1945, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 29.06.1945, Blaðsíða 4
4 ALfrVOUBLAÐlÐ Föstudagur 29. Júni 1945 Útgefandi: Alþýðuflokkari»m Bitstjóri: Stefán Pétnrsson. Símar: Bitstjóm: 4901 og 4902 Afgreiðsla: 4900 og 490G Aðsetur í Alþýðuhúsinu við Hverf- isgötu. Verð í lausasölu: 40 aurar AlþýðuprentsmiðjaM. 1_________________________J OrlofsBögin og orlofs- ferðir alþýðunnar. UM ÞESSAR MUNDIR hefj ast orlofsferðir verka- manna, en [þetta er annað sum arið síðan orlofslögin komu til framkvæmda hér á landi. Orlofslögin eru vissulega einhver hin merkilegasta rétt- arhót, sem íslenzjkum verkalýð hefur hlotnazt á síðari lárum. Þau eru eigi aðeins stéttarsigur- Þau eru íslenzkur menningar- sigur. Og alþýða landsins gerir sér þess glögga grein, að orlofin eru hénni ekki síður mikilvæg réttarbót, en hækkað kauþ og styttur vinnudagur. • íslenzkur verkalýður metur og þakkar orlofslögin að verð- leikum, en þó gerir hann sér þess glögga grein, að enn er ekki allt fengið varðandi orlofsferð- ir hans, þótt alþingi hafi horið giftu til þess, að samþykkja hin stórmerku orlofslög, sem fram voru borin að frumfcvæði Al- þýðuflokksins. Enn er sem sé langt 4 'land, að framkvæmd or- loífsferðanna sé komin 'í það horf, sem vera þarf. Þetta hafa verkalýðsstéttirnar þegar fund ið. Og þær vænta þess, að ráð- in verði hið fyrsta viðunanleg foót á því máli, svo að orlofslög in geti komið þeim að tilætluð um notum. * Strax og sett voru orlofslög annars staðar á Norðurlöndum, var jafnframt komið á stofmm, er hefur það hlutverfc með hönd um, að sikipuleggja orlofsferðir verkalýðsins og annast fram- kvæmd orlófslaganna. Hér vant ax slíka stofnun tilfinnanlega. Skipulagi og framkvæmd orlofs ferða verkalýðsins er enn mjög áfátt, og ber brýna nauðsyn til þess, að úr þeim ágalla verði bætt hið fyrsta. Hér verður að fcoma á stofnun, sem lúti yfir- stjórn verkalýðssamtakanna og rikisins og annist skipulagningu og framkvæmd orlofsferða verkalýðsstéttanna. fslendingar hafa ekki viljað vera eftirfoát- ar annarra menningarþjóða um það, að koma á orlofslögum. En því síður vilja þeir verða eftir- bátar þeirra um það, að skipu- leggja og framkvæma orlofsferð irnar með sem beztum hætti. * Hér er um að ræða mál, sem verkalýðsfélög landsins, alþingi og rlíkisstjórn hljóta að taka til meðferðar og ráða til giftusam legra úrslita. Okkur er það ekki nóg, að hér hafi verið sett or- lofslög, sem jafngilda hliðstæðri löggjöf þei,rra þjóða, er lengst eru komnar á þróunarbraut verkalýðsmála og félagsmála, ef framkvæmd þessara lang- þráðu og merkilegu laga tekst óhöndulega. En framkvæmd or lofslaganna getur ékki tefcizt vel fyrr en á héfur verið feomið stofnun, sem annast skipulag ASalfundi Landssambands ísl. útvegsmanna er nýlokið Sverrir Júlíusson endurkjörinn formaður. AÐALFUNDUK Landssambands íslenzkra útvegsmanna var haldixm í Kaupþingssalnum hér í Reykjavík, dagana 18. til 20. júní síðastliðinn. Fundinn sátu 52 fulltrúar frá 25 samhands- deildum, en af sérstökum ástæðum gátu nokkrir fulltrúar ekki mætt. Eundurinn hófst með því, að fonmaður sambandsins, Sverrir Júlíusson, Keflavík, flutti langa og ítarlega skýrslu stjórnarinn- ar og var gerður mjög góður rómur að máli hans. Fundarstjóri var Ólafur B. Björnsson, Akranesi, sem ætíð hefur stýrt aðalfundum sam- bandsins með mikilli röggsemi og prýði. Fundarritari var Bald- vm Þ. Kristjánsson, erindreki sambandsins. Á fundinum Voru flutt þrjú ágæt og fróðleg erindi um hag- nýtingu sjávarafurða. Jón Gunnarsson, forstjóri, flutti er- indi um nýjungar í þurrkun fiskjar. Dr. Jakob Sigurðsson, um niðursuðu á sjávarafurðum og Hafsteinn Bergþórsson, út- gerðarmaður, um för sína til Bandaríkjanna og skipabygg- ingar þar.- , Þá mætti einnig á fundinum Nýbyggingarráð og flutti for- maður þess erindi um tillögur og fyrirætlanir ráðsins í sam- bandi við stofnlán til útvégsins og vaxtagreiðslur, en um þetta mál hafa fulltrúar frá samband- inu átt samvinnu og samræður við Nýbyggingarráð. Eftirfarandi ályktanir voru gerðar á fundinum: „Aðalfundur L. í. Ú. lýsir samþykki sínu á þeirri ákvörð- un stjórnar L. í. Ú. að taka að sér dreifingu fisktökuskipa á hinar einstöku verstöðvar á síð astliðinni vetrarvertíð. Og telur fundurinn rétt og sjálfsagt að ÍL. í. Ú. færi eitt með þessi mál, á meðan að útflutningur á ísvör um fiski er í jafn stórum stíl og verið hefur undanfarin ár.“ Frá Ólafi B. Björnssyni: „Aðalfundur L. í. Ú. telur mik ils vert að sambandið annist sem mest sameiginleg innkaup helztu náuðsynja hinna ýmsu félaga. Af því hvé þetta er margþætt mál umfangs, um uppbyggingu og í framkvæmd, óskar fundurinn að stjórnin taki þetta þegar til' rækilegrar at- hugunar, og nú þegar til fram kvæmda eftir því, sem frekast er hægt. Fundurinn óskar þess að stjórnin leggi fyrír næsta aðalfund tillögur um fastmótað skipulag verzlunarmálsins, enda væntir fundurinn þ'ess að innan, þess tima hafi fengizt nokkur reynsla í þessu efni samkvæmt framansögðu.“ * Frá veiðfærakaupanefndinn i: „Aðalfundur L í. Ú. skorar á stjórn félagsins að fylgjast vel imeð og vinna að, að næg veiðar færi verði til í landinu fyrir næstkömandi vetrarvertíð.“' Frá Páli Oddgeirssyni og Hannesi Hanssyni, Vestmanna- eyjum: „Aðalfundur L. í. Ú. halddnn 19. júni, 1945, telur rétt og sjólfsagt að allsherjarsam.tök útvegsmanna eigi forgangsrétt á gjaldeyri þeim, sem úthlutað ur er af opinberum aðilum til innkaupa á nauðsynjavörum út vegsins í landinu. Fyrir því fel og framkvæmd orlofsferðanna. Kostnaðurinn af þessari vænt anlegu stofnun yrði hverfandi 14till og þyrfti engum að vaxa í augum. En gagn það, sem af ur fundurinn stjórn sambands- ins að fylgja fast fram þessu máli, þar sem hagsmunir út- vegsins byggjast verulega á því að innkaup á útgerðaúvörum verði gerð .í stórum stíl fyrir beina milligöngu samtaka út- vegsmanna sjálfra. Frá Páli Oddgeirssyni: Aðalfundur Landssambands ísl. útvegsmanna samþykkir að skora á stjórn sambandsins að beita sér fyrir því að sjá vél- bátaútgerðinni fyrir ódýrari foeitusíld en nú er völ á. Enda er beitukostnaður nú óbærileg ur.“ Frá Jóhanni Þ. Jósefssyni: „Aðalfundur L. í. Ú. aðhyll- ist stefnu þá um stofnlánakjör til sjávarútvegsins, sem Ný- byggingarráð hefir lýst fyrir fundinum, og felur stjórn sinni og nefnd um stofnlánastarfsemi útvegsins að hafa samstarf við Nýbyggingarráð um að fá þeirri stefnu framfylgt.“ Frá Finni Jónssyni: „Aðalfundur L. í. Ú. skorar á Nýbyggingarráð að fela nefnd þeirri, sem nú er á förum til Svíþjóðar á vegum ráðsins, að kynna sér vaxtakjör þau, sem útgerðarfyrirtæki og önnur íramleiðsluíyrirtæki eiga við að búa, einkum í Svíþjóð, og birta skýrslu um það efni, þeg ar heim kemur.“ Frá Baldvini Þ. Kristjáns- syni: , , „Aðalfundur L. I. Ú. beinir því alvarlega til fundarmanna og annarra meðlima sinna að at huga, hivað hægt er að gera til þess að færa beituskurð í skyn samíegt horR og sömuleiðis til stjórnar L. I. Ú. að gera það sem í hennar valdi stendur til að fá viðundandi lausn í þessu máli.“ Frá Ólaíi B. Björnssyni: „Aðalfundur L. í. Ú. skorar á Nýbyggingiarráð að fela enn fremur nefnd þeirri sem nú er á förum til Svíþjóðar á veg- um ráðsins, að kynna sér vá- tryggingarfyrirkomulag og ið- gjaldagreið'slur fisfciskipa á Norðurlöndiun.“ Frá Finnboga Guðmundssyni og Jónasi Jónssyni: „Fundurinn skorar á stjórn- ina að hlutast til um að hægt sé að tryggja, við vægu ið- gjaldi, fatatjón skipverja, tal- stöðvar og kvaðir útgerðar- manna vegna veikinda skip- verja.“ Frá Sigurði Ágústssyni og Jónasi Jónssyni: „Aðalfundur L. í. Ú. haldinn í Reykjavík í júní 1945, skorar á stjórn sambandsins að vinna að því við Tryggingarstofnun ríkisins að fá stríðstryggingarið gjald sjómanna afnumið eða lækkað, þar sem stríðinú í Ev- rópu er lokið.“ í stjórn sambandsins voru kosnir: Formaður: Sverrir Júlíusson. Aðalstjórn: Kjartan Thors, Ás- geir G. Stefánsson, Loftur henni hlytist fyrir alþýðustéttir landsins, væri ónietanlega mik ils virði, ef drengilega og skyn- samlega væri á þessum málum haldið. Faye Emerson Myndin var tekin af leikkonunni í nýjasta hlutverki hennar. Faye Emersen giftist sem kunnugt er, Elliot Roo'sevelt herfor- ingja, syni Roosevelts Bandaríkjaforseta, fyrir hálfu ári síðan. Bjarnason, Ólaíur B. Björnsson, Ingvar Vilhjálmsson, Þorbergur Guðmundsson, Finnur Jónsson og Jóhann Þ. Jósefsson. Vara- formaður: Finnbogi Guðmunds- son. Varastjórn: Þórður Ólafs- soa, Ól'afur H. Jónsson, Ólafur Tr. Einarsson, Oddúr Helgason, Hafsteinn Bergþórsson, Bein- teinn Bjarnason, Valtýr Þor- steinsson, Sturlaugur H. Böð- varsson. Endurskoðendúr: Ól- aíur Jónsson, Sandgerði, Óskar Jónsson, Hafnarfirði. Varaend- urskoðandi: Tómas Guðjóns- son, Vestmannaeyjum. Á fundinum ríkti mikill ein- hugur og áhugi um málefni og ■ haglsmuni útvegsins í landinu, endia eru nú í sambandinu 30 i félagsheildir útvegsmanna víðs vegar í verstöðvum landsins og 8 einstaklingar, en sambandsfé íagar ráða yifir rúmlega 20.000 smálestum í fiski-skipaflota- landsmanna. Að fundinum loknum bauð sambandsstjórnin öllum fulltrú um til kvöldverðar að Hótel Borg og var það hin ánægju- legasta samverustund allra við staddra. Skemmtu menn sér v:ð söng og ræðuhöld fram aftir kvöldi, Landssambandið hefur nú sent út aðalfundargerð sína á- samt skýrslu stjórnarinnar í smekklegum frágangi til út- varps og blaða, svo og deilda sinna og annara viðkomandi að- ila. BLAÐIÐ ALÞÝÐUMAÐUR- INN á Ákureyri gerir þ. 12. þ. m. .hinar fyrirhuguðu al- mannatryggingar hér á landi að um'talsefni. Hann segir: „Eins og ölum er kunnugt, var sett löggjöf hér á landi um al- þýðutryggingar 1936 fyrir for- 'göngu Alþýöuf I okksins. Engum mun Ihafa verið ljósara en einmitt Alþýðuflokksmönnum sjálfum, að löggjöf þessari væri að ýmsu leyti áhótavant, en álitu, eins og raun hefur sýnt, að þó væri stigið stórt spor í rétt átt. Nökkrar breyting- ar voru síðan gerðar til' lagfær- ingar 1943. — Enn eru þessi mál þó engan veginn kominn í það horf, sem Alþýðuflokkurinn telur niauðsynlegt, og þess vegna gerði hann það að einu skilyrði fyrir þátt tö'ku isinni í húverandi ríkisstjórn, að .nýrri skipan yrði komið é um almannatryggingar hór á landi og löggjöf sett um þær eigi s-íðar en á þessu ári. Um þetta má'l hefur síðan verið fremur hljótt, ,en eigi að síður hefur Alþýðuflokkuri n n unnið kappsamlega að undirhún- ingi þess. Heíur félagsmálaráðu- neytið nýlega gefið út rit, sem heit ir Alþýðutryggingar á íslandi og í nok'krum öðrum löndum. Erlend- ar framtíðartillögur. Jón Btöndal tók saman. Er þetta hið fróðlegasta rit, þar sem rakin er hin íslenzka löggjöf ,um þessi mál í megindrátt- um og bent á helztu veilumar í löggjötf Svía, Dana og Ný-Sjálend inga um alþýðutryggingar rafcin, einnig Sovétríkjanma. Loks eru raktar nokkrar framtíðartiljlögur, ■sem fram hafa komið í ýmsum löndum og afhygli hafa vakið. — Stundum heyrir maður fjasað una sjúkrasamlagsllögin, það séu Ijótu stofnánirnar. Menn verði að borga og borg'a 'endalaust iðgjöld, nú, svo verði þeir að verða- lasnir til þess að fá eitthvað fyrir allar þesis ar greiðslur og loks.g'eri læknarniir alla að „hysteriskum" kramar- aumingjium, svo að þeir geti „trekkt“ samlögin sem bezt! — Því miður 'hafa i'þessar raddir etf til vill nokkuð til síns máls. En sé þetta skoðað niður í kjölinn, sjá allir, að hér á löggjöfin varla sök- ina, 'heldur þroskaleysi sumiB veitenda og þiggjenda. Hér verð- ur því lítið vikið að skoðunuim þeirra, sem jafnvel vilja afnema Frh. á 7. síðu. I

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.