Alþýðublaðið - 06.07.1945, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 06.07.1945, Blaðsíða 2
s ALÞYÐUBLAÐIP Föstudagrur 6. júlí 1945S. Verkföllunum í Vesfmanna- eyjum var aflýsf í gær Deilumálinu skotið tið félagsdóms. VERKFÖLLUNUM í Vestmannaeyjum, bæði verzlunar mannaverkfallinu og samúðarverkföllunum, var aflýst um hádegi lí gær og því yfirlýst að þeirn væri frestað til 19. júlí n k. Hófst vinna aftur lum miðjan dag í gær Samkomulag varð um, fyrir milligöngu fulltrúa sátta setmjara, Þorsteáns Vígluudssonar, að skjólta málinu til félagsdóms, og skal hann skera úr því fyrir 19. júlí hvort Verzlunarmannafélag Vestmannaeyinga, sé . stéttarfélag verzlunarfólks, sem hafi rétt til að semja um kaup og kjör þess, eða ekki. Deiluaðilar skulu nú þegar hefja með sér samningaum- leitanir. En verði úrskurður félagsdóms félaginu í vil, en samningar hafa enn ekki náðst þremur dögum fyrir 19. júlí, verður Alþýðusambandinu og Vinnuveitendafélaginu faUð að ganga frá samningum. Breiðfirðingafélagið hefur keypt húseign hér í bænum Hús J. Halldórssonar & Co, Skólavörðustíg Ætlar aö reka fsar gisti- og veitingahús. Breidfirðingafélag- IÐ hér í bænum hefur ný- lega gert samninga um kaup á húseign Jóns Halldórssonar & Co. við Skólavörðustíg og hyggst félagið að reka þar gistihús og veitingahús í fram tíðinni. Verður strax í sumar hafizt handa um breytingu á húsinu og er ráðgert, að veit- ingastofan geti tekið til starfa í haust, en hún á að verða á neðstu hæðinni. Félagið ákvað það fyrir rúmu ót-í síðan að reyna að festa kaup á húsi hér í bænum fyrir félagsstarfsemina, en á aðal- fundinum í vetur var nefnd þeirri, sem kosin hafði verið í þessu skyni gefin heimild til að gera samninga um húskaup fvrir félagið og stofna hlutafé- lag um kaupin, ef þörf gerðist. Hefur nefnd þessi nú gert samniíng, eins og áður er sagt, um húseign Jóns Halldórsson- ar & Co. við Skólavörðustíg, og hafin er sala hlutabréfa, en formlega verður' gengið frá stofnun hlutafélagsins og stjórn þess kosin á næstunni. Breiðfirðingafélagiið verður sjálft stór hluthafi í eigninni, en hins vegar verður einstak- lingum gefínn kostur á að ger- ast hluthafar. Kaupverð hússins er mjög hátt, sem vænta rná, því húsa- kynni þess eru mikil. Þann 15. þ. m. fær félagið algeran um- ráðarétt yfir húsinu, að undan- tekinnii íbúð á efstu hæð, sem ekki losnar fyrr en 1. okt. nk. Verður því fyrst í sumar byrjað á breytingum á neðstu hæðinni, þar sem veitingastof- an á að vera, en í haust verða herbergin á efri hæðunum lag færð, svo hægt verði að veita fólki þar gistingu. Verður þetta því í senn fé- lagsheimili Breiðfirðingafélags- ins, gestaheimili og ve&tinga- hús, þegar íyrirhugaðar breyt ingar á húsinu hafa verið gerð- ar. Sýnir það stórhug Breiðfirð- ingafélagsins. að ráðast í þessi kaup og varla mun af veita, að bætt sé við gistihúsi hér í bæn- um, það munu utanbæjarmenn bezt finna, sem hér eru á ferð og eru á hrakhólum með gisti- staði. Fríkirkjan verður að færasf. Fríkirkjijsöfnuður- INN hefur sent bæjarráði bréf með beiðni um, að kirkj- unni verði ákveðinn staður, þar sem gera megi ráð fyrir vegna fyrirhugaðra skipulags- breytinga að kiirkjan fái ekki að standa áfram á þeim stað, sem hún ér nú. Bæjarráð hefur falið bæjar- verkfræðingi og húsameistara að athuga þetta mál. ístendw togaramir seldu í síðustu viku fyrir 82.774 stpd. T SLENZKIR togarar seldu í síðustu viku fisk í Eng- landi fyrir samtals 82.774 sterlingspund. Salan skiptist niður á eftirtalin skip, sem hér segir: Faxi seldi 2839 kit fiskjar fyrir 10.023 stpd., Baldur seldi 2.937 kit fyrir 10,894 stpd. Skinfaxi seldi 2.686 kit fyrir 6469 stpd. Gylfi seldi 3805 vættir fyrir 10.972 stpd. Kópa- nes seldi 3057 vættir fyrir 8835 stpd. Haukanes seldi 3397 vættdr fyrir 10.087 stpd. Skallagrímur seldi 3380 kit fyrir 11.974 og Júní seldi 2758 kit fyrir 10.520 stpd. Slysavarnafélagið vili slækka Sæbjörgu og fá nýja vé! í hana Hefir leitaÖ stuðnings ríkisstjörnarinsiar tii að SiraÖa þessum breytingum EINS og skýrt var frá í hlaðinu í gær hefur Slysavamafélag íslands leitað til ríkisstjómarinnar um stuðning til þess að stækka og breyta björgunarskipinu Sæbjörgu, og leggur fé lagið til að skipið verði lengt um 4,5 metra og áð ný 350 hestafla vél verði sett í það. Ennfremur að hvalbakur verði settur á skipið og að stýrishúsi og yfirbyggingunni verði breytt og ýmislegt annað endurbætt. Hefur blaðið fengið upplýs- ingar varandi þetta mál frá stjórn Slysavarnafélagsins og fer hér á eftir frásögn hennar. Eins og flestum er kunnugt þá 'hefir björgunarskútan Sæ- björg reynzt íslenzka fiskiflbt- anum hreinasta 'hjálparhella, síðan ‘hún hóf starfsemi sína, og sá óbeini hagnaður verður vart matinn að verðleikum, sem íslenzk mótoihátaútgerð og þjóðin öll hefir borið úr být- um vegna hjálpsemi þessa litla skips, sem ávalt hefir verið boð ið og búið til að fara út í hvaða veður sem er, Iþegar á það 'hefir verið kallað. En þrátt fyrir hið mikla gagn sem orðið hefur af starfsemi skipsins, hefur reynslan sýnt og sannað, að skipið er nú of lítið og. vélvana, til að draga stærri báta að landi i stormi og stórsjó, eins og þráfaldlega hefir komið fyrir, þótt sl'íkt hafi hingað til lukkazt fyrir mi'kla elj.u ög þrautseiglu, sam- aruber er Sæbjög í vetur bjarg- aði vitaskipinu ,,Hermóði“ al- gjörlega ósjálfbjarga til lands i vonzkuveðri. Slysavarnafélagi íslands hef- ir verið legið á hálsi; fyrir að ráðast í að gera út björgunar- skip í rúmsjó og ætla sér að reka það eingöngu fyrir sam- skotafé. Þetta má til sanns veg- ar færast þannig, að félagið hefir ekki 'haft efni á því að byggja jafn stórt skip og hið mikla verkefni hefur krafið, og heldur ekki til að annast rekstur þess eins og æskilegt hefði verið. . Það hefir viljað bera á því, að menn hafa ekki viljað styrkja þessa björgunarskútustarfsemi félagsins, þótt þeir hafi verið boðnir og búnir að styrkja fé- lagið á annan hátt, af því þeir I telja félaginu það ofvaxið og fyrir utan verkahring þess að Iaðstoða válryggingafélög og út- gerðarmenn með þvi að draga vélbilaða ibáta að landi endur- l gjaldslaust. Vilja menn í þvi I sambandi gleyma þeim beina ‘hag sem sjómenn og aðrir hafa af því að bátar þeirra te'fjast ekki frá veiðum eða séu lengi að hrekjast upn hjálparvana. Hitt er rétt, að ef eingöngu ætti að hugsa um að bjarga mannslifum myndi félagið geta notazt við miklu minni og hent ugri báta, er félaginu myndi ekki vera um megn að reka. Það er yfirlegan og aðstoðin við að bjarga skipunum sjálfum, 'sem úlheimtir stór skip og mik- inn tilkostnað. En það breytir ekki þeirri staðreynd, að fyrir þennan stórhug og framtaks- semi Slysavarnaifélags íslands, hefur björgunarskipið Sæbjörg verið byggt, og síðan það hof starfsemi sína, hefir skipið veitt 218 stærri og smærri hátum mikilsverða aðstoð með tili sam- ans um 1000 skipverjum innan- borðs, og þessu ‘hefir- verið áorkað stundum undir hinum Framhald á 7. síðu. Esja fór frá Kristians sand um hádegi r \ C AMKVÆMT upplýsing- ^ um, sem Pálmi Lofts- son gaf blaðinu í gærkveldi, mun Esja hafa farið frá Kristianssand í Noregi um hádegi í gærdag. Oddur Sjörnsson fyrr- verandi prentsmlðju- eigandi á Akureyri, DDUR BJÖRNSSON, fyrr- verandi prentsmiðjueig- andí á Akureyri, lézt í gær í sjúkrahúsi hér í bænum, tæpra áttatíu ára að aldri. Oddur Björnsson var þjóð- kunnur maður og á sínum tíma mikill frömuður um prent- smiðjurekstur og bókaútgáfu hér á landi og starfar prent- smiðja sú, sem hann stofnaði á Akureyri, enn undir hans nafni. Odds Björnssonar mun verða minnst nánar hér í blaðinu síðar. Engiu síld komin enn. ONDANFARIÐ hafa skip við Norðurland farið í síldar- leit úti fyrir Norður- og Aust- urlandi, en ekki fundið neina síld enn. Allur undirbúningur undir síldveiðarnar er þó í fullum gangi, og marglir bátar héðan af Suðurlandi eru þegar farnir norður og í flestum verstöðv- um eru bátar að búa sig út til síldveiða. Samþykkf að stofna Kumbaravogi. AFUNDI bæjarráðs í gær var samþykkt að fela borgarstjóra að semja um leigu á Kumbaravogi til starfrækslu barnaheimilis þar. Vill bæjarráð fela barna- Verndarnefnd rekstur heamilis- ins, þegar því hefur verið komið á fót. Tillögur um samvinnu ríkisins og Reykja- víkurbæjar um jarS- boranir. Bæjarst|érn visaii tiilögsinum til feæfar- ráös. FUNDI bæjarstjómar Reykjavíkur í gær var lögð fram tillaga varðandi sam- vinnu milli Reykjavlíkurbæjar og ríkisins um jarðboranir og aðrar rannsóknir til undirbún- ings að virkjun jarðgufu til orkuvinnslu. Hafa þeir Helgi Sigurðsson hitaveitustjóri, Steingrimur Jónsson, rafmagnsstjóri og Jakob Gíslaso.n ráforkumála- st'jóri undanfarið unnið að til- lögum. Fara lillögurnar hér á eftir: „R'íkisstjórn íslands og bæjar stjórn Reykjavíkur ákveða, að hafa fyrst um sinn, þar til öðru vísi kann að verða ákveðið, sam vinnu u mjarðboranir og aðrar rannsóknir ti'l undii'búnings að virkjun jarðhi.ta 'til orkuvinnslu á þeim grundvelli., sem fram er tekinn í eftirfarandi 8 liðum: 1. Rikisstjórn og stjórn Reykjavikurbæjar hafa samráð sin á milli um framkvæmd þeirra rannsókna, sem gerðar eru á þeirra vegum, íil undir- búnings virkjunar járðgufu til orkuvinnslu, og fela fulltrúum s'inum að gera i sameiningu till- lögur um tilhögun og umfang rannsókna á hverjum tímá, sbr. einnig 4. lið. 2. Ríkið lætur þá 'borholu, sem nú hefir verið gerð i Reykja koti i Ölvesi., um 100 metrum austur af gróðurhúsunum, til notkunar til þeirra rannsókna í þessu skýni, sem fulltrúar beggja aðila leggja tii að gerðar verði, án endurgjalds fyrir not'kunina, sbr. þó 8. lið. 3. Ríkið notar framvegis fyrs't um sinn, a. m. k. einn af jarð- borum sinum til borunar i þágu þessara rannsókna og rekur bor- inn iá sinn kostnað, sbr. þó 8. lið. Um borunarstað og lilhögun borunar verði leitað sameigin- legra tillagna fulltrúa beggja aðila. 4. Tryggð verði fullnægjandi aðstoð sérfræðinga með vís- indalega menntun i eðlisfræði, efnafræði og jarðfræði við rann sóknirnar, þannig, að þeir geti veri.ð með í ráðum um tillhögun rannsóknanna. 5. Báðir aðilar fái í hendur hliðstæðar skýrslur 'hvor frá öðrum um boranir, aðrar rann sóknir og árangra þeirra jafn óðum og rannsóknunum miðar áfram. 6. Aðilar ráðgist hvor víð annan áður en þeir festa kaup á nýjum borum eða öðrum tækj um til rannsóknanna, með það fyrir augum, að til landsins verði aflað svo fullkominna og fjölbreyftra tækja til alhliða rannsó'kna sem kostur er með sem minnstum heildar tilkostn aði, og að samvinna verði síðar höfðu um notkun þeirra. 7. Sem fulltrúa til að vinna að staðaldri saman að samstarfi samkvæmt þessu ‘bráðabirgða samkomulagi nefnir hvor aðili tvo menn: fulltrúa frá Rannsókn arráði, og frá Rafmagnseftir- liti ríkisins annarsvegar og full trúa frá Hitaveitu og Rafmagns veitu ReykjaVíkur hinsvegar. 8. Um það, hvor aðili annast framkvæmd rannsókna og um Frh. á 7. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.