Alþýðublaðið - 06.07.1945, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 06.07.1945, Blaðsíða 6
« ALÞYDUBLAÐIÐ LEVNDARDÓMAR PARÍSARBORGAR af þessari heimskumm skáldsögu eftir franska rítsnillinginn EUGENE SUE eru nú koniin í bókaverzlanir. Bókin er í 5 bindum (nær 2000 bls.), prentuð á góðan pappír og prýdd 200 myndum eftir franska dráttlistarmenn. EFNI SÖGUNNAR er svo viðburða- ríkt og spennandi og frásögnin svo lifandi, að menn hrífast ósjálfrátí með — sem sagt, lifa atburði þá, er sagan segir frá um leið og þeir lesa um það. Bókin hefur verið ófáanleg síðan fyrir stríð, en ávallt mjög eftirspurð. Nú hefur það Jitla, sem eftir «r af upplaginu verið heft og selst með fyrirstríðsverði. 0115 bindin koifa ððeins 50 krónur! HVAÐ SEGJA HIN BLÖÐIN frh. af 4. sáðu. þar sem andsitæðingum kommún- ista er þó enn heimilt að gagn- rýna gerðir þeirra í blöðum og á mannfundum, enda telja þeir sér venjulega hentast að hylja úlfseyru einræðisbrölts síns og ofbeldis- ihneigða sem allra vendilegast und ir sauðargæru lýðskrums og lýð- ræðfsskrafs. Það er auðvelt að gizka á, hvernig aðferðirnar myndu vera, þegar svo væri kom- ið, að þeasir herrar hefðu alia frtj órnartauma þjóðfélagsins í hendi sér; dómstólar, tolöð og út- varp væru aðeins orðin þæg verk færi og áróðurstæki í þágu flokks foringjanna, öll gagnrýni og allar aðfinnslur miskunnarlaust þaggað ar niður, og aimenningur 'fengi ökkert að vita, nema það, sem valdhöfunum þóknaðist, enda væri hann að engu spurður, hvort hon- iun líkaði toetur eða verr. En þetta er einmitt það stjórnarfar, sem kommúnistar þrá að koma hér á, og berjast fyrir með hnúum og hnefum. Svona er stjórnarfarið í Rússlandi, og svona vilja þeir, að það verði einnig á Sovét-íslandi!“ Já, — að viðbæítum hinum ómissandi réttarihöldum, játn- ingum og dauðadómum, þegar j>örf er á að koma sökinni. á óstjórninni yfir á gagnrýnend- ur og andstæðinga hennar. Ný bók: Bamið mitt. D ARNIÐ MITT, nefnist ný bók og sérstæð, sem komin er út. Er þetta nokkurs konar dag- bók fyrir foreldra, þar sem þeim er ætlað að færa í ýmsa viðburði í lífi barna sinna iil 7 úra aldurs. Og getur bún því orðið börnunum sjálfum bæði til gagns og skemmtunar, þeg- ar þau vaxa. í bókinnii er gert ráð fyrir lúmi til bess að líma inn Ijós- myndir af barninu á ýmsum aldri, skrá til útfyllingar um skírnargestli, afmælisgesti barns ins o. fl. — Þá eru nokkrar s'ður til þess að gera grein íyrir gjöfum og kVeðjum, sem barninu berast, og ennfremur eyður fyrir foreldra, til að skrifa á ýmsar endurminnilng-' ar um barnið á bessum árum. «■ Qræfaferðir Ferlafé- iags Akureyrar í næslu ¥iku. A MORGUN gengst Ferða- félag Akureyrar fyrir langri öræfaferð; verður ekið I Suðurárbotna uin kvöldið, en á sunnudaginn verður farið um Ódáðahraun og Dyngjufjalla- dal. Á mónixdaginn verður gengið að Öskjuvatni, en síðan verð- ui’ reynt að kornast með bif- reiSarnar austur að Jökulsá og norður með henni til Herðu- breiðurlinda, en þar er ráðgert að mæta öðrum leiðangri, sem fer af stað frá Akureyri 10. Jafna® var Biiiur kr. 2SS á 3S® gjaici- endisr. 1VF ÝLEGA er lokið niður- iA® jöfnun utsvara á Húsavík. AIIs var jafnað niður ltr. 255.- 638,00, sem skiptist á 396 gjaldendur. Ftra hér á eftir útsvör hæstu útsvarsgreiðendanna, þeirra er greiða tvö þúsund krónur og þar yfir; Kaupfélag Þingeyinga 55018, Vísir h.f, 4000, Barði h.f. 3950, Þórhallur Karlsson skipstjóri 3895, Sigtr. Pétursson bakari xr. 3885. Stefán Pétursson skipstjóri 3585. Pöntunarfélag- 'ð 3480, Þór Pétursson bíistj. 3325, Þórður Guðjohnsen kpm. 3265, Kristinn' Jónsson kpm. 3095, Sigtr. Jónasson útgm. 2755, Júlíus Havsteen sýslum. 2635, Helgi Hálfdánarson lyf- sali 2660, Jónas Jónasson kpm. 2455, Þórarinn. Stefánsson hreppstjóri 2310, Hjalti Illuga- Lon gestgjafi 2140, Snorr; Jóns son kpm. 2085, Andrés Jóns- son klæðskeri 20,85, Þórh. Sig- tiyggsson framkv.stj. 2055. ,]úh og ekur að Lindá. —- Frá Herðubreiðarlindum verður í tveim hópum farið, annar fer um Mývatnssveit til Akureyr- ar, en hinn heldur suður með Jökulsá til Vatnajökuls. Ufi í sveif Framh. af. 5. síðu er hiún sýnir mér matbúrið sitt með Mspursleysi hinnar dönsku konu. IV. Á sunnudegi hjólum við Pet- ersen og ég heim að búgarðin- mn. Við hjólum tveggja milna vegalengd á gúmmílausum reið hjólxím. Við hjólkantana eru neglldar kaðalræmur. — Ég hefði ekki haldið, að þetta tækist svona vel. — Við höfum ekki mikið af stríðlnu að segja hér úti í sveit inni. — Reýndar er það nú stríðsins vegna, að maður hefur ekki gúmmídekk á hjólin: Það er mikill hristingúr á hjólinu og mann verkjar í sitj- andann. — Hér hefur maður litið orð ið var við þá þýzku, segir Pet- ersen. Helzt er það, að Kirsten gengur í bráðabirgðaskóla, og stundum kemur kennarinn heim til að kenna nemendum sínum. Þjóðverjar dvelja í skólabúsinu, Hristingurinn er sá sarni. Sár indin verða enn þá meiri. Smærri vegum er ekki haldið við af því opinbera, heldur af lólkinu sjálfu. Við komum við hjá einum leiguliðánum. Það er tengdafað ir Petersens, og hann kemur sjálfur til dyra í ferðaskóm og með háan hatt og spjaljar við okkur góða stund. Petersen tal ar við tengdaföðurinn sem jafn ingja sinn. Báðir eru þeir dansk j ir menn. í bæjunum er ekkert raf- rnagn til þess að láta mjaltavél arnar ganga. Hendurnar era notaðar í þeirra stað. Nokkra stund horfi ég á svín. Ég svip- ast um; lít á húsið, það er ekki byggt upp af steingrunni. held ur er bindingin niður að jörð. Úti á akrirxum bylgjast rúgur- inn, sem bráðum ber þroskuð öx. Hafrarnir eru einnig þó nokkuð vaxnir. Margra hektara akur er settur radísum og í öðr- um álíka stórum spretta rófur. Niðri við ströndina er svanahóp ur. Á þúfu stendur hegri á öðr- fæti, harla spærkur á að sjá. Skammt frá búgarðinum hjól um við af hendmgu fram hjá husi dýrahirðisins. Hann býr við betri kjör að ýmsu leyti en smábændur'nir, hefur ókeyp is húsnæði, kartöflugarð o. fl. þægindi. Húsfreyjan mjólkar átján kýr á dag, og fyrir það fær hún 4,55 kr. fyrir dáginn. Áftur á móti fær bóndi hennar 4.0Q0 kr. í árslaun. Þau hafa tvö herbergi og skuggsýnt eld- hús. Annað herbergið er yfir- fullt af rúmum; hjónin eiga 4 börn. í hinu herberginu hang- ir mynd af dönsku konungshjón unum á veggnum. Á borðinu liggur þykk síða, af svíni, sem hjónin eru nýbúinn að slátra. Það á að salta síðuna og gevma. ■ Heima hjá d rá (tarvél s Ij óran- um sem við heimsækjum næst er öllu íburðarmeira. Hann hef- ur þrjár stófur og eldhús, fjöld- ann allan af vmiskonar skraut munum og bókum, þ. á. m. ,,Þar syngur í laufi“ eftir Guldbrand * seri. í svafnherberginu. sem er á næstu hæð, eru þrjú f-ull- orðinsrúm, Hjónin eiga ekkert barn. Þau sofa í sama herbergi og tengdamóðir þeirra, sem I býr hjá þeim. — Aldrei myndi . ég láta tengdamóourina sofa J inni hjá mér og konu minni, j þó ég ætti einhverja. Tveir ungir vinntxpiltar, er ég | talb við, af öllum þeim 110,000, j sem vinna að dönskum landbún j aði, — eru tvíburar. Þeir vinna j þarna yfir sumarið, — eða leng | ur þó; allt frá maí og fram í * Föstudagur 6. júlí 19455. á Sjálandi nóvemsber. Það er tíu -mínútna. aldursmunur á þeim, en sá yngri er öllu minnii og væskils- legri. Sá eldri hefur 800 krónur i íaun aúk uppbótar fyrir það, hve langan tíma ársins hánn vinnur, — en 'hinn, sem er ex- lítið rýrari á vöxt, hefur aðeins 700 krónur. Flestum vinnumönnum er skipað niður á bæina af yfir- völdunum. V. Dönsku smábændurnir hafa betur losnað við athafnir Þjóð verja í Danmörku en jafnvel j'.okkur önnur stétt hefur gjört. í Kaupmannahöfn hafa Þjóð- verjar líka bag^ð sér miklu dólgslegar en úti a landi. Þjóð- verjar hjuggu reyndar danska skóginn sér til afnota eins og •þeir vi®|u, heilu beýkiskógana, margar '-lermílur að um-máli. Hjá Petersen loga karbít- lampar. Rafmagnsljós fyrirfiim ast yfirleitt hvergi, þegar mest megnis er notazt við fáeina raf- geyma frá Svíþjóð, en allar raf stöðvar eru ónothæfar. í raun og ver-u má hvarvetna sjá einhver merki um aðgerðir Þjóðverja. Á bílnum, sem ég ók í til Petersens, var gat eftir byssukúlu. Kúlan hafðli farið gegnum yfirbyggingu bílsins og rúðuna, sem var dregin niður. En það er samkvæmt lund- arfari Danans að minnast helzt ekki á Þjóðverjana. Öll árin hafa Danir látið sem þeir sæu þá ekki. Því síður hafa þeir tal að mikið við þá Og nú, þegar allt er um garð gengið, er ekki viöeigandi að vera með skanaim ir. Þjóðverjar misstu af Dönum þann dag, er þeir réðust inn á þá án þess hinir síðarnefndu kærðu. sig um það. Þjóðverjar stóðu uppi ráðalausir gagnvart hinni sameinuðu framkomu Dana og jafnaðargeði þeirra. Á kvöldin, er ég sit inni hjá Petersen verður mér hugsað um lundarfar smábóndans. Hjá honum finnur maður hina raun verulegu tryggð. Hann er sjálf stæður í skoðunuim. Það er sam kvæmt eðli hans. Þeir, sem ég hefi hitt hér á Sjálandi; eru allir líkir Pétersen, hvað þetta snertir. Danmiörk er lítil að flatar- rrí-nli. En menningin er þar á háu stigi. Jafnvel í sveitunum er siðmenningin mjög mikil. Það hefur mjög mikið að segja fyrir lundarfar bændanna. Þeir eru ekki aðeins á háu stigi efna lega, heldur og andlega. Ég heí-d, að betta stafi ekki ein- göngu af góðum kjörum, heldur Iiafi þeir fengið þetta í vöggu- gjöf. Heima hjá Petersen lifir mað ur frjálslegu, heilbrigðu fjöl- skyldulífi. Þegar börnin ganga til sængur á kvöldin, hátta þau sig að mér, ókunnugum, ósjá- andi. Þau hlaupa til og kyssa foreldra sína á munninn. Og bau faðma mig að sér. Þannig hispursleysi á sér ekki staö með 'íólks af samsvarandi stéttum í. Svíþjóð. Þegar ég, skömmu seinna, geng út mér til hressingar, sé ég grilla í hvítu sveitabýlin í • myrkrinu. Fólkið er gengið til náða. Og að baki ,er dimmur beyki- skógurinn. Barnaspxíaiasjóðs Hringa ins fást í verzlun . frú Ágústu Svendsen, Aðal stræti 12

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.