Alþýðublaðið - 06.07.1945, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 06.07.1945, Blaðsíða 3
FÖstudagur 6. júlí 1945. ALÞYDUBLADIP Á sigurdaginn ■ Myndin, sem hér birtlist, sýnir míkinn fjiöida Lunaúnabúa safnast saman fyrir utan Bucking- ham-ihöll, (konungshöllina) til bess að samgleðjast brezku konungshjónunum. ssm sjást á svöl- unum, yfir hinni skilyrðislausu uppgjöf Þjóðverja. Brezku kosningamar: Álkræði verða ekki talin fp en 23. júií, en hið nýja jsing verður seit 8. ágúsi næstk. EMN sem komið er hafa fáar fregnir borizt af þingkosn- ingunum á Bretlandi í gær, hinum fyrstu, sem haldn- ar hafa verið þar í landi síðan 1935. Lundúnaútvarpið í gærkveldi skýrði frá því, að kjörsúkn hefði verið tiltöluTega dauf framan af degi, en þegar leið á daginn tók fólk að streyma á kjörstaðina og víða, meðal annars í London. var gífurleg kjörsókn undir kvöldið. Tilkynní er, að atkvæði verði talin 23. júlí, en kosningar fara fram enn fram 12. og 19. júlí víða, einkum vegna hermanna, sem ekki áttu kost á því að greiða atkvæði í gær. Georg Breta- konungur mun setja hið nýja þing 8. ágúst næstkomandi. Morgeuthau fjármála- ráðherra Bandaríkj- aima fætur af emb- æfti. AÐ var tilkynnt, að Henry Morgenthau, fjár- málaráðherra Bandaríkjaama hefði látið af störfmn í gær. Morgeníhau, sem var náinn samstarfsmaður Roosevelts forseta, hafði gegnt embætti sínu í 11 ár. Hann var einnig fulltrúi Bandaríkjanna á ráð- stefnunni í Bretton Woods. Brezka útvarpið, sem sagði frá þessu í gæ.rkveldi minntist á, að nú á skömmum tíma hefðu þrír af samstarfsmönn- úm Röosevelts og áhríifa- mönnum í stjórnmálum Banda ríkjanna, látið af embætti: — þeir Stettinius utanríkismála- ráðherra, Harry Hopkins og nú síðast Morgenthau fjármála- ráðherra. Þá var þess og getið, að Roberts, einn af hæstarétt- ardómurum Randaríkjanna, — hefði látið af embætti. Hann er maður á sjötugs aidri. TILKYNNT var í Lundúna útvarpinu í gær, að banda menn hefðu nú myndað flug- her á Kyrrahafsvígslöðvunum, er verði undir sfjórn eins og sama manns. Maðurinn, sem orðið hefur fyrir valinu og mun gegna þessari þýðingarmiklu stöðu, er Carl Spaatz, hershöfð ingi, Bandaríkjamaður. Fregnum, sem hingað hafa borizl frá London urrt kosning- arriar á Bretlandi í gær, ber ílestum saman um, að þær hafi farið mjög rólega fram. Fram- an af degi var eins og fólk flýtti sér ekki á kjörstað, enda j fiestir við vinnu sína, en er leið ; á kvöldið, varð kjörsókn örari. og víða var kjörsókn gífurleg, að því er brezka útvarpið herm ir. Kjörslöðum var lokaö klukk an 7 í gærkveldi eftir íslenzk- um tíma. í Berlín óku bifreiðir, búnar gjallarhornum eftir götunum á hernámssvæði Bretá, til þess að gefa upplýsingar um, hvar kosning færi fram. Þess var getið í Lundúnaút- varpinu, að viða í London færu kosningarnar fram við erfið skilyrði, vegna skemmdanna, sem orðið hafa af loftárásum undanfarinna ára. Sums staðar var kosið I loftvarnaibyrigjum eða hálfhrundum skólum:, en aMt fór samt vel og skipulega fram. Talið er, að um 100 þúsund manns muni neyta kosningar- réttar sins í Indlandi og Burma, aðallega hermenn, sem þar eru. Sjóliðar Breta, víða um heim, hafa ekki getað neytt atkvæðis réttar síns sjálfir, en falið trún aðarmönnum að gera þaö. Hið forna þing íbúa eyjar- innar Man var sett í gær og var Georg Bretakonungur við- staddur setningu þess í fyrsta skipti í sögunni. Var konungi. ákaft fagnað. ILONDON er tilþynnt, að Sir Bernard Law Montgomery marskálkur sé itasinn og muni því ekki geta tekið þátt i há- tíðáhöldum þeim, sem fyrirhug uð voru í Lambeth á mánu- dag, en þá átti að gera hann að hei.ðursborgara þessa horgar- hluta í London. Ekki var þess geti, að veikindi Montgomerys væru alvarlegs eðlis. Skipulegri mótspymu Japana á Filippseyjum er nú meS öllu lokið IVIacArtliur birtir tilkynningu um þetta og segsr, aS verið sé að uppræta einstaka dreifða herflokka. ÞAÐ var tilkynnt í Washington í gær, samkvæmt yfirlýsingu MacArthurs hershöfðingja, að nú væri lokið allri skipu- legri mótspyrnu Japana á Filippseyjum og væri nú aðeins eftir að uppræta einstaka dreifða herfloklta, sem enn verðust á nokkr- um stöðum á eyjunum. Japanar tilkynna í útvarpi sínu, að enn hafi lun 100 risaflugvirki gert harða hríð að iðnaðarborgum þeirra og valdið miklum spjöllum. Bandaríkjamenn réðust til landgöngu á Filippseyjum í október í fyrra ög efndi Mac- Arthur þar með loforð það, er hann gaf, er h.ann varð að hverfa þaðan árið 1942, að hann myndi koma aftur. Síðan hef- ur, eins og fréttir hafa foorið með sér, verið háð hörð barátta á eyjunum, en Ja.panar háfa ja'fnan verið á undanhaldi, þar til nú, að mótspyrna þeirra hef ur verið brotin á bak aftur. Talið er, að Japanar hafi haft allt að háiSfri mjilljón manna til varnar þarna á eyjunum, en þessu liði hefur að mestu *leyti verið eyit, en aðeins fáir fang- ar hafa verið teknir. Manntjón Bandaríkjamanna er hins vegar ekki talið meira en um 55 þús. manns. Lundúnaútvarpið skýrði frá því í gær, að Ástralíumenn hefðu sótt talsvert fram við Balikpapan á Borneo og hefðu nú brotizt inn í miðhluta þess- arar borgar, sem talin er mjög mikilvæg vegna olíúvinnslunn ar, sem þar er. HvalveiSar Norðmanna: Þeir Kístu 9 stærstu hvalveSSiskipiu í stríðino og fjötcfa hyalveiðibáfa. ALIÐ ER, að Norðmenn muni afla alls 500 þúsund tunna af hvallýsi á þeirri ver- tíð, sem nú fer í hönd. Yertíði.n mun standa yfir frá Haustinu 1945 til vorsins 1946. í styrj- öldinni hefur verið sökkt fyrir Norðmönnum níu stærstu hval veiðiskipunum og mörgum hval bátum. Þá er það upplýst í Oslo, að vegna þess, að mörg hvalveiði. skipin hafi verið tekin lil ann arra nota í styrjöldinni, sé ó- sennilegt, að fleiri en fimm eða sex hvalveiðiskip, sem hafa um níu bvalvdiðifoáta hvert, geti farið til veiða að þessu sinni. Áður, fyrir strí-ðið, hófst ver tíðin, samkvæmt samningum 8. desember og lauk 7. marz. Nú 'hafa mer.n orðið sammóla um, að hefja veiðar 24. nóvember og ijúka þeim 24. marz, vegna þess, að mikill skortur er nú á hvallýsi og öðru feitmeti, vegna MikiKengteg hersýn- ing Bðndaríkjamama í Oslo 4. júlí. jóðminningardagur Banda- ríkjamanna 4. júlí var há- tíðlegur haldinn í Oslo, eins og áður hefur verið frá greint í fréttum. — Aðalhátíðahöldin voru á þann veg, að nokkur þúsund hermenn gengu fylktu liði um aðalgötur borgarinnar. Hersveitir Bandaríkjamanna gengu fylktp liði og óku í ým- islegum farartækjum, allt frá „jeppbílum“ og til skriðdreka, óku eftir Karl Johannsgötu, fram hjá háskólanum, en þar var fyrir Ólafur ríkisarfi, svo og yfirmaður Bandaríkjahers- ins í Oslo, Owen Summers, hershöfðingi, Ritchie flotafor- ingi, sendiherra Bandaríkj- anna í Oslo, Osborne, Urqu- hart hershöfðmgi, Boret flug- marskálkur, Corneliussen yfir maður norska flotans, og norsku hershöfðingjarnir Beichmann, Hansteen, Struk- stad og Riiser-Larsen. Um það bil fjögur þúsund manns tóku þátt í hergöng- unni, sem var fagngð hvar- vetna af gífurlegum mann- fjölda. Kl. 11 fór fram minningar- ath-öfn í Frognerskemtigarði, þar sem stendur stytta af Abraham Li-ncoln, se-m Norð- menn, búsettir í Bandaríkjun- um gáfu Norðmönnum 1914. Var lagður blómsveigur við styttuna og forseti bæjar- stjórnar Oslo flutti ræðu um Lincoln. KI. 12 á hádegi var alger þögn um allt landið til gminningar um Roosevelt for- seta, eins og fyrr getur í fréttum. (Frá norska blaðafulltrú- anum). styrjaldarinnar. — Samkvæmt samningum þejm, sem Norð- menn og Bretar hafa gert með sér um hvalveiðar, var um sam ið, að heimilt væri að veiða allt að 16 000 bláhvali, en ekki er talið sennilegt, að svo margix hvalir veiðist, vegna ýmiss skorts á nauðsynlegum útbún- aði hvalveiðiskipanna. (Frá norska blaðafulltrúanum).

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.