Alþýðublaðið - 06.07.1945, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 06.07.1945, Blaðsíða 5
Föstudagur 6. júlí. 1945. ALÞYÐUBLAÐIÐ Onnur grein ivar Lo-Johansson: Ú t i í s v e i ndi EG HEFI DVALIÐ í nokkra daga í húsi dansks smá- bónda og liíað mig inn í dag- legt líí fjölskyldunnar. Það er á Sjálandi, þar sem margt er um stórbýli, þar eru hexragarðar með landflæmum aBt frá einu þúsundi upp í þrjú þúsund dagsláttur. Þeir sem hér búa, eru einna líkastir Svíum allra Dana. Húsaröðin* er svo fast við þjóðveginn, að ekki er hægt að hafa gluggana opna til fulls um nætur, því þá er hætta á, að þeir sem framhjá ífeyra í myrkrinu, rekist í. glu^gahlera- ana og brjóti þá. Gestgjafi minn heitir Peter- sen, ,— einn Petersen af á að gizka 200.000, sem rækta hina dönsku mold án þess að vera jarðeigendur sjálfir. Hann er 42 ára, en kona hans 36. Þau eiga tvö börn, 6 ára gamlan dreng og 5 ára gamla stúlku. Það er mjög algengt hér að hjón éigi tvö börn. Það er gengið inn í húsið frá veginum, sem liggur þétt upp við það. Ibúðarhúsin, sem hvert 'um sig er ætlað tveim f jölskyld um, eru byggð úr tígulsteini neðra, en ofan til með trébind ingi. Timbrið í veggjunum er svartmálað, en fletirnir milli þerra eru hvítir. Þau bera með .sér mjög sérkennilegan blæ þessi hús. Þökin ^ru stráþök og á þeim vex mosinn grænn eins og smaragður. Áföst við eldhúsið er svínastía, ~ ef svín eru ann .ars til í eigu fjölskyldunnar. Að húsabaki er hænsnagirðing, þar sem hötfð eru fáein hænsni. Húsinu fylgir einnig kálgarður, sem að ummáli ér jafn húsinu. Tvisvar í viku hverri- kem- ur bakarinn með tvo hesta fyr ir stóreflis vagni og nemur stað ar fast við húsdyrnar svo að frú Pedersen getur verzlað þar. Sömuleiðis kemur ölgerðarmað urinn tvisvar í viku með sinn vagn. Allur farangur 'þess kon ar sölumanna er mjög góður að frágangi og skrautlegur. II. Þegar húsf-reyjan heyrði, að sænskur rithöfundur vildi setj ast þarna að, sagði hún ekki. — Ef hann getur gert sér það að góðu, sem maður hefur upp á að bjóða. — — ' Þegar hún bjó um rúmið sagði hún ekki. — Ef hann læt ur svo lítið að vilja sofa á þesá um legubekk. Þegar snætt var, sagði hún heldur ekki: -- Ef hann tekur í rnál að borða það satna og við. -4~ Hún spurði ekkert að því, hvort ég vildi fá einhverja aðra rétti. Hún var ekkert blá- vatn., Þess í stað tók hún öllu ofur eðiilega. Hún kom til dýranna eins og ég hefði dvalizt þarna í heilt ár eða, lengur. Alveg eins eðlilegir voru allir hinir í fjölskyldunni. Mér fannst ég eiga þarna heima, er ég var búinn að vera þar í fimm mínútur. Þau hafa- tvö herbergi og eld hús. Það er mjög algengt, að hver sjálenzk fjölskylda hafi ekki stærra húsnæði. — Marg ar hafa samt þrjú herbergi. Fyr ir leiguliða ísem svara til þeirra, er nefna'st „statare“ á sænsku) er húsnæðið ókeypis auk launanna. Einstaka leigu- liðar borga þó 40 krónur fyrir árið, — segi og skrifa fjör- tíu krónur. Hj'á húsinu er kart- öflugarður. Ekki er hægt að benda á neina stétt danskra bænda, sem fullkomlega býr við sömu kjör og réttindi og sænski „statar- en“. Innan húss er allt mjög lát- iaust og langt frá því að vera1 tilgerðarlegl. Eldhúsið er lítið og skuggsýnt eins og flest dönsk eldhús eru. Þar stendur saumavél Á eldavélinni, sem fyrr var kynnt með mó, en nú með hrísi eða smáspýtum, er rakvatnið mitt hitað í kaffi- Danskur bóndabær á Sjálatidi. katlinum. í þann ketil hafa ekki komið ekta kaffibauir ölli stríðsárin, aðeins gerfikaffi (Er- satz). Þetta er stríðið. Vatnið er sótt í valnsdælu sem stendur milli íbúðarhúsanna. I svefnstofunni liggja Peter- senshjónin í tveggja manna fúmi. í smárúmunum liggja þau Kirsten og Benkt. í hinu herberginu, sem ég bý í, eru húsgögnin meira samsvarandi. Þar er eikarborð, stólar méð liúum bríkum, ágætt íitvarps- tæki og myndir á veggjum. Og svo má ekki gleyma að minn- ast á stóra spegilskápinn með bókunum. Bæ'kurnar eru Dönsk alfræðiorðabók. myndskreytt, í, tuttugu og fjórum bindum. .Þarna eru auðvitað rómanar Moríen Korchs, sem fyrirfinnast á öllum dönskum heimilúm. , (IViy friend Fiicka) eftir fVlary O’Hara. Sagan gerist heima á sveitasetri Vestur undir Kletta- fjöllum Norður-Ameríku.' Drenguri'nn Ken elskar tryppið sitt með æsihita ungs ,,sjálfseignarmanns.“ Og úti á víðáttum búgarðsins áj hásléttunni í Wyorn- ing fléttast líf drengsins og tryppisins sem sterkur, bráðlifandi þáttur fnn í ægi-fjölbreytt líf náttúrunn- ar, rennur órofa inn í hana og sameinast henni á dá- samlegan hátt. Sagan um Toppu er undursamlega hrífandi saga! Og hún er margfalt meira en það. Hún er átakanlega töfrandi og hrífur bverja næma taug mannlegs hjarta, sem hæfileika á ti'l að geta fundið til. Þetta er yndisleg saga fyrir unga sem eldri. Hjartnæm og he'ilíándi eins og fegursta ástar- saga. Enda er bún það i fyllsta skilningi, þótt hér sé um aþ ræða ást drengs á tryppinu henni Toppu. Hjá öllum þeim, sem átt hafa kærlei'ksríka foreldra og bund- ist hafa órjúfandi vináttuböndum við hesta sína, mun saga þessi vekja kærar og dýrmætar endurminningar frá æsku- dögunum! Belri bók fær enginn til lestrar í sumarieyfinu íiann kcppir við systir 'sína Jó- hönnu anj stærstu upplögin. Ég veit ekki, hvort honum gsngur betur eða ver en Sigge Stark. Þarna eru bækunar „Maharaja ens Yndlingshustru" og „Bryll- uppet afbrudt" eftir Paul Zil- 'sö. En þarna fvrirfinnast einn ig betri bækur. Þarna eru skáld sogujL' um sveitalífið. og þrjár eða fjór.ar ferðasögur. -— En nágranni mínn, —• sá , á nú bækur, segir Petersen. j Og Iþað ér satt. Þegar er 'heimsæki nágranna hans á kvöldin, sé ég í 'bóka-1 skáp hans heil verk um danska sveitamenningu, höfðingjasetur og venjuleg býli; þar eru einn ig ævintýri H. C. Andersens, fjöldinn allur af háklassískum skáldsögum, margar þýddar skáldsögur úr sænsku, no'kkur vísindaleg rit og auk þess marg ar fyrirtaks barnabækur. Á öllum leiguliðabæjunum, sem ég kom á þessa daga, er ég dvaldi þarna, rakst ég á hillu með bókum á. Þarna eru um 300 leiguliðar. sem allir vinna við sama búgarðinn. Enginn smáræðis búgarður það. III. Þegar Englendingar, af mik- illi nákvaemni, gerðu loftárás á Shell-húsið í Kaupmannahöfn þar sem Þjóðverjar geymdu ýmis mikilvæg skjöl sín, eyði-; lagðist einnig skrifstofubygg- mg Sanibands danskra dag- launamanna. Sú \ bygging lá fast við Shell-húsið og stendur nú uppi með rúðulausa glugg- ana. Það verður ekki fyrr en að ári, sem hægt verður að gera hana nothæía. Samband danskra .daglaunamanna flut’ti bækistöðvar sínar vfir í Folke- kökkenet. Eg set hér nokkrar tölur, sem ég fékk á þeirri skrifstofu. í Danmörku eru nú um 8Q.- 000 verkamenn, sem nú sem stendur vinna að jarðyrkju. Þar að auki vinna 16.000—18.000 á stærstu búgörðunurn sem fastir menn yfir allt árið. Þeir 'hafa allirS fyrir fjölskyldum að sjá og eru smábændur. Auk þess vinna 110.000; unglingar á aldr inum 14—25 ára, ókvæntir. Alls vinna rúmlega 200.000 inanns algjörlega eða að ein- hverju leyti að landibúnaði í Danmörku. Petersen er einn þeirra. Börnin fá smáskildinga fyrir að hjálpa t i 1 við garðyrkjuna. Þau geyma aurana sína í vösun- um og hafa ekki hugmynd um, að stundum sá erfitt að afla sér íjár i þessum heimi. En- ekki er allt sem sýnist. Að morgninum er drúkkið kaffi með Smurðri brauðsneið. Klukkan tólf er borðað brauð með miklu áleggi. Að kveldinu er oft borðað kjöt, sem enn er ekki neitt skammtað, sömuleið is er etinn fiskur og ábætir á eftiir. Smábændurnir hérna, sem vinna hjá stórbændúnum, hafa að jafnaði 3.200 króna árslaun. Nú, eftir að rafmagnsmjaltavél arnar geta ekki gengið sökum rafmagnsskorts og húsfreyjurn ' ar verða að mjólka kýrnar sjálf ar, hafa launin hækkað upp í. 5.001) danskar krónur' á ári. Allt er dýrara í Danmörku en í Svíþjóð, — en reyndar er ekki mikill mundúr á því úti á landi. Fjárhagur dahska smá bóndans er tiltölulega miklu betri heldur en hjá hinum sænska stéttarbróður hans. Hver bóndi borgar gjöld til stéttarfélags síns, er nema 1.60 kr. á mánuði. Einnig borgar hann í atvinnuleysissjóð 8—9 kr. Útsvarið er að jafnaði kr. 350. En hann má draga 300 kr. af tekjum sínum frá skattafram tali, með hverju barni sem hann á. En að meðtöldum ýmsum aukagjöldum. sem hann þarf að borga, svo sem líftryggingar gjald, ’ heilslutryggin^gargjald o. fl. eru skattarnir ærið háir. Svíanum verður meira úr pen- ingum sínum en Dananum, fyr ir vikið, og hefur betra líf. En nú verður að athuga eitt. í dönskum landbúnaði er tíu, stunda vinnudagur, — sextíu tímar í viku. Fjörtíu og átta stunda vinnuvika er enn ekki komin á við danskan landbún- að.' Líf sveitamannsins í Dan- mörku er-mjög gott. Vinnudag urinn er kannske nokkuð lang- ur, en hið góða .lífsviðurværi bætir það upp. Hin litla Dan- mörk gæti fætt 18 milljóna þjóð. Þar eru ekki kolalög í jörðu, -— en jörðin er frjósöm þrátt fyrir það. Frú Petersen er í essinu sínu, Framhald á 6. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.