Alþýðublaðið - 06.07.1945, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 06.07.1945, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐUBLAÐIÐ Föstudagur 6. júlí 19455. t*’ TÖtgefandi: Alþýðaflokkurinn Ritstjóri: Stefán Pétursson. Símar: Ritstjórn: 4902 og 4902 Afgreiffsla: 4900 og 4906 Aðsetur í Alþýðuhúsinu við Hverf- isgötu. Verð í lausasölu: 40 aurar Alþýðuprentsmiðjan. 1 ____________________ —) Kommúsmiískur róg- ur um Svíþjóð. ÞJÓÐVTLJINN hefir upp á síðkastið varfð töluverðu af rúmi sínu undir kommúnistísk ar rógsögur um Svíþjóð. Einn daginn hefir verið sagt, að „sæns'ka stjórnin sætli harðri gagnrýni fyrir afhendingu Norð manna til þýzkra nazista“; og annan, að ,,sænska stjórnin sé að fara frá vegna óvinsælda.“ Og fyrsta skiptið var þessi þvættingur hafður eftir norska kommúnistablaðinu „Frihet- en“, þ. e. norska Þjóðviljanum, en því bætt við, að hann sé „staðfestur“ af sænska komm- únistablaðinu „Ny dag“, þ. e. sænska Þjóðviljanum; en næsta skipti var hann hafður eftir „Ny dag“ og var þá „staðfest- ur“ af ,,Friheten“! Má mikið vera, ef bæði þessi sómablöð eru ekki einndg búin að flytja þessar sögur ,,staðfestar“ af Þjóðviljanum hér norður á ís- landi! * Það er nú að vísu ekki í fyrsta sinn, sem sænskir, norsk ir og íslenzkir kommúni'star hefja samstflltan rógsöng um Svíþjóð. En dálítið kynlega mun hugsandi mönnum koma það fyrir sjónir, að norskir kommúnistar hafi ekki annað FÓmasamlegra og gagnlegra með blað sitt að gera, eftir að þeir eru losnaðir undan prísund þýzka nazismans og hafa aftur fengið frelsi til að gefa það. út, en að fara með róg og svívirð- ingar ums Svíþióð, — það land, sem bróðurlegar og drengileg- ar hefir reynt að hjálpa Noregi í nauðum hans á ófriðar- og hernámsárunum, en nokkurt annað, Og það má mikið vera, ef norskir kommúnistar slá sér upp hjá þjóð sinni með slíkri framkomu nú, að stríðinu loKnu. m Brezka stórblaðið „Manehest er Guardian“ flutti nýlega nokkrar tölur, sem gefa tölu- vert aðra hugmynd um fram- komu Svía við bræðraþjóðiina vestan Kjalarins í hinu nýaf- staðna stríði, en hinar komm- únistísku rógsögur Þjóðviljans og „Frihetens“. 50 000 Norð- menn fundu hæli i Svíþjóð á ófriðarárunum, á flótta undan ofsóknum nazista, og 50 000 smálestir af matvælum og 750 smálestir af fatnaði voru send- ar frá Svíþjóð til Noregs.,Tal- ið er, að undir stríðslokin hafi um 280,000 Norðmenn heima í Noregi verið á framfæri sænsku Noregshjálpari.nnar, fæddir og klæddir af henni. Þessar tölur „Manchester Guardians“, sem byggðar eru á opinberum upplýsingum í Sví þjóð eftir að vopnaviðsbifti hættu á meginlandi Evrópu, eru nú ekki beinlínis neitt þess •legar, að Svíar hafi verið nein ir böðlar norsku þjóðarinnar í stríði hennar við þýzka nazis- mann, eins og hið norska og hið íslenzka kommúnistablað vilja vera láta. Enda bera forustu- menn Norðmanna Svíum allt annað orð og yfirleit fer hróð ur Svía nú óðfiuga vaxandi um allan heim fyrir hyggilega af- stöðu sína í styrjöldinni og drengilega aðstoð við bræðra- þjóðiírnar allt í kring. • Hins vegar hafa norskir kommúnistar ekki, svo hrein- an skjöld í hinu nýafstaðna stríði við þýzka nazismann, þótt þeir hafi að sjálfsögðu reynt að reka af sér slyðruorð- ið eftir að ráðizt var einnig á Rússland, að þeim farizt að brígzla öðrum um þjónkun við nazismann. Þeiir brugðust þjóð sinni algerlega, þegar Þjóðverj- ar réðust inn í Noreg og vógu aítan að henni og löglegum stjórnarvöldum hennar í varn arbaráttunni. Rit, sem norska Alþýðusambandið gaf út árið 1942 um innrásina í Noreg og ihernám landsins, segir meðal annars þannig frá framkomu kQmmúnista innrásarárið: „Meðan Þjóðverjar voru að þrengja meir og meir að verka lýðshreyfingunni, réðust komm úmstar, svikarar ,og nokkur flón úr samtökunum að baki henni. Kommúnistar höfðu frá upphafi tekið afstöðu á móti stjórn landsins og konunginum, þegar ákveðið var að verjast innrás Þjóðverja. Þeilr héldu nú áfram að vera ,,hlutl'ausir“ — ems og Rússar voru þá einnig. Síðar beittu kommiúnistar sér af alefli fyrir því, að bæði kon ungurinn og stjórnin væri sett af. Arvid Hansen skrifaði þá langar greinar undir fyriirsögn inni: „Noregur þarf engan kon ung!“ En nýja stjórn átti land- ið að fá. Og það átti að vera „alþýðustjórn," úr samtakaröð- um hins vinnandi! fólks sjálfs, eins og það var orðað svo fall- ega . . . Höfuðóvinurinn var ekki Hitler, heldur hið brezka auðveldi, og hið brezka heims- veldi. Flugblöðum var útbýtt á vinnustðövunum í Osló, þar sem sagt var að kjörorð Lieb- knechts væri enn í gildi: „Ó- vinurinn er í landilnu sjálfu.“ Og óvinurinn — það voru ekki Þjóðverjar, heldur borgarastétt Noregs.“ Þannig er framkomu norskra kommúnista innrásarárið lýst í rit'il norska Alþýðusambandsins frá 1942. * Flökkur, sem slíka sögu á að baki sér í baráttu norsku þjóð- arinnar við þýzka nazismann, er ekki líklegur til þess, að slá sér neitt upp með rógsögum um liina sænsku bræðraþjóð Norð manna, sem allir vilta- að reynzt hefir þeim allt öðruvísi og drengilegar á neyðarárunum. Og íslenkir kommúnistar mpnu áreiðanlega. engan sóma hafa af því meðal okkar, að lepja upp slíkar rógsögur í blaði sínu. Silfurplefff Matskeíðar Desertskeiðar Kökugafflar Fiskgafflar Kjötgafflar Sœjörhnífar. Mjög vandað, nýkomið. K. Einarsson & Björnsson ffi.f. Bankastræíi 11. Kröfur kvenna: Fulllrúa fyrir kvenþjóðina ð þing og minns! eina í stjórn landsins Samþykktir á fulltrúafundi Kvenrétfindafélags íslands FULLTRÚARÁÐSFUNDUR Kvenréttindafélags íslands var haidinn í Skíðaskálanum í Hveradölum 26. og 27. júní síðast liðiim. Fundinn sátu auk miðstjómar Kvenréttindafélagsins full- trúar úr öllum fjórðungum landsins. Eins og kimnugt er var Kvenréttindafélag íslands gert að land^féJagi samkvæmt sam- þykkt síðasta landsfundar kvenna, sem haldinn var á Þingvöllum fyrir rúmu ári síðan. Miðstjórn Kvenréttindafélagsins skipa auk stjórnar K.R.F.Í. í Reykjavík fjórar konur, ein úr hverjum póli- tískum flokki, búsettar í Reykjavík og þrír fulltrúar úr hverj- um landsfjórðungi. HELZTU mál fundarins voru: Minningar- og menningar- sjóður kvenna, saxnstarf kven- félaga við K. R. F. í., útbreiðslu miáD, Hallveigarstaðir, og þátt- taka kvehna í opinberum mál- um og aukin áhrif þeirra á þjóð félagsmál.. í Minningar- og menningar- sjóð kvenna hafa þegar safn- azt rúmar 25 þúsundir kr., þar af yfir 19 þúsund til minning- ar um Bríeti Bjarnhéðinsdótt- ur, sem var stofnandi sjóðsins. Hitt eru gjafir til minningar um ýmsar aðrar merkar konur. Tilgangur sjóðsins er að vinna að menningarmálum kvenna. a. Með bví að styðja konur til framhaldsmenntunar við æðfi menntastofnanir, hérlend is og erlendis með náms og ferðastyrkjum. Ef ástæður þykja til, svo sem sérstak'ir hæfileikar og efna- skortur, má einnig styðja stúlk ur til byrjunarnáms, t. d. í menntaskóla. b. Með því að styðja konur til framhaldsrannsókna, að loknu námi, og til. nóms og íerðalaga til undirbúnings þjóð félagslegum störfum. c. Með því að veita konum styrk til ritstarfa eða verðlauna ritgerðir, einkum um þjóðfé- lagsmál er varða áhugamál kvenna. Tekjur sjóðsins eru dánar- og minningargjafir, áheit og aðrar gjafir og tekjur af ýmsri starfsemi í þágu sjóðsins. - , Samþykkt var að hafa einn fjársöfnunardag á ári fyriir sjóð inn, var til þess valinn 27. sept emlber, sem er fæðingardagur Bríetar Bjarnhéðinsdóttur. Þá var og ákveðið að % af því fé, sem inn kemur með fjársöfn- un, merkjasölu eða minnfngar- spjöldum megi þegar verja til námsstyrkja samkvæmt til- gangi sjóðsins. Sjóðnum s'kal fylgja sérstök bók og skal, ef óskað er, geyma í 'henni nöfn, myndir og helztu æviatriði þeirra, sem minnst er með minningar- eða dánargjöf um. Æviminningar þeirra, bréf eða ritverk, sem eftir þær -iggja) lætur sjóðsstjórnin geyma á tryggum stað, t. d. í handritasafni Landsbókasafns- insl Minningarbókin skal geymd á sama slað. — Stjórn sjóðsins er sbipuð fimm kon- um. Samstarf kvenfélaga við K.- R. F. L: Kvenfélög sem taka vilja þátt í starfi félagsins kjósi þriggja kvenna nefnd, sem starfi í sam bandil við K. R, F. I. — Á fUnd inum var rætt um starf þessara kvenréttindanefnda og sam- þykkt ályktun varðandi verk- svið þeirra. Samþykkt var að senda fyrir lesara út um land eftir því sem íjárhagur félagsins leyfði. Var og talið æskilegt að í sambandi við fyrirlestrana yrðu sýndar fræðslu-kvikmyndir t. d. um uppeldismál. Ákveðið var 'að K. R. F. í. gengist fyrir opnum fundi um' réttíindamál kvenna, eigi sjaldn ar en einu sinni á ári Þó var samþykkt eftfrfaj^ndi ályktun: „Fulltrúaráðsfundur K. R. F. I. telur mjög nauðsynlegt, að konur komi oftar fram sem þátt takendur í dagskrá útvarp'sins, með fræðslu og erindi um á- hugamál kvenna og skorar á út- varpsráð að leita samvinnu við samtök kvenna í þessu skyni. — Verði teknir upp sérstakir kvennatímar sem fastir dag- skrárliðir, óskar Kvenréttinda félag Islands eindregið eftdir að taka sinn fulla þátt í þeirri starfsemi.“ Samlþykkt var að hefjast þeg ar handa um undirbúning að ¥> LAÐIÐ DAGUR á Akur- eyri skrifar þ. 28. f. m. í ritstjórnargrein, sem hann nefn ir „Spegilmynd af Sovét-ís- landi“: „Hugsið ykkur, góðir hálsar, hvernig ykkur myndi íalla að búa í samfélagi, þar sem allt opin'bert líf, þjóðfél'agslegt öryggi og réttar- far væri mótað í sams kionar form um og þeim, sem kommúnistar viðhölfðu á aðalfundi Kaupfélags Siglfirðinga nú á dögunum og lýst var að notókru í síðasta bláði. Vilji yfirgnæfandi meirihluta rétt kjörinna fulltrúa er að engu hafð ur, stjórnarformaðurinn neitar að bera undir áfkvæði fundarins al- gerlega löglegar tillögur og jafn- vel að lesa þær í heyranda hljóði. Andstæðingum stjórnarinnar er nei'tað um málfrelsi og loks, þeg- ar sýnt er 'Orðið, að meirihi'uiti fundarmanna ætlar ékki að láta kúgast, er ekki aðeins hinn „þver móðskufulli" (!) -mJeirihluti full- trúanna rekinn Skilyrðislaust og fyrirvaralaust úr félaginu, heMur einnig þorri hinna óbreyttu félags manna, sem eru í andstöðu • við útgáfu sögu kvénréttinda'bar- áttunnar á íslandi. Kosnar voru þrjár konur í stjórn Hallveigarstaða. Samþykktar voru eftirfar- andi ályktanir: „Fulltrúaráðsfundur K. R.- F. í. haldiim í Skíðaskálanum í Hveradölum 26. og 27. júní teiur það algerlega óviðunandi og ekki vansalaust, að konur skulu ekki eiga sæti á alþd'ngi. 1. S'korar fundurinn því á konur að hefja nú þegar mark vísa baráttu, hver í sínum flokki, til að tryggja sem flest um konum örugg sæti við vænt anlegar al'þingiskosndhgar á næsta ári.“ 2. Fulltrúaráðsfundur K. R,- F. 1. gerir þá krötfu til alþing- is og stjórnmálaflokkanna, fyr ir hönd íslenzkra kvenna, að minnsta kosti eiln kona fái sæti í stjórn landsins.“ Þá var og samlþýkkt eftirfar andi ályktun: „Fulltrúaráðsfundur K. R. F. í. haldinn í Skíðaskálanum í Hveradölum, 26. og 27. júní, lýsir eindregnu fylgi sínu við tillögur síðasta Landsfundar, varðandi væntanlega stjórnar- skrá hins íslenzka lýðveldis og aðrar réttindakröfur kvenna og beinir þeirri eindregnu áskorun til þeirra kvenna, sem eru í stjórnarskrárnefnd, að þær leggi ríka áherzlu á, að stjórn arskráin tryggi 'konum fulít at vinnulegt og félagslegt jafn- ré'tti og geri þeim kleift að not- færá sér þau réttindi.“ Að kvöldii þess 27. var haldið til Reykjavíkur, og daginn eft- ir var farin stutt skemmtiferð um nágrenni Reykjavíkur og að lokum hélt félagið fulltrúum kveðjusamsæti að Hótel Röðli. • Fundurinn fór hið -bezta fram og voru konur einhuga um að vinna eftir mætti að stefnumál um félagsins. stjórnina, fyrir ómierkilegar og upplognar isaikir. Og loks fer þessi siðferðilega u'mboðslausa stjórn fé lagsins heim til framkvæmdastjóra félagsins um hánótt, rekur hann fyrirvaralaust úr stöðu sinni án iþess að lýsa á hann nok'krum sök um, heúntar þegar af honum lykla völdin og afhendir þau nýjum manni, fyrr en framkvæmdástjór in fær nokkrum vörnu'ih við kom ið.“ Við þessa lýsingu á aðförum kommúnista í Kaupfélagi Sigl- firðinga bætir Dagur eftirfar- andi athugasemd: „Og allt þetta gerist í þjóðfé- lagi, þar sem -kommúnistar er-u þó enn í 'algerum minnihluta, þurfa enn að sætta sig við almennar og -lýðræðisiegar kosningar oig eiga íborgiairalega og -fhjá'lsa dómJstól'a yfir 'hiöfði sér, er -á sínum itíma munu 'vissulega dæma allt fram- ferði þeirra og ofbeldi í félaginu lögleys-ur éinar og refsiverðar at- hafnir. — Þetta geriist í þjóðfélagi, Frarnh. á 6. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.