Alþýðublaðið - 24.07.1945, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 24.07.1945, Blaðsíða 3
ÍÞriðjudagurúm 24. júlí 1945 »l.PYÐVBtAm& • t MEÐ LOKUM STYRJALDAR- INNAR í Evrópu fy-rir rúm- ■um tveim mánuðum, hafa eðlilega skapazl ný viðhorf. Sumpart þannig, að nú ein- beita bandamenn sér að því, að heyja styrjöldina gegn Japönum af fullum krafti og ■ binda algeran endi á þetta stríð, sem búið er að kosta svo mikiar fórnir og svo mikl ar þjáningar, sumpart eru viðhorfin breytt þannig, að nú er verið að snúa sér að endurreisnarstarfinu í Evrópu, útvega sveiitandi þjóðum matvæli og nauðsynj ar, en þetta er, eins og kunn ugt er, óhemju erfitt verk og vandasamt, ekki 'sizt vegna 'skorts á skipakosti. MARGIR HERFRÆÐINGAR hafa spáð því, að Japanar verði að gefast upp í náinni framtíð, jafnvel innan þriggja mánaða. Og það er margt, sem hefir orðið tíl þess að styrkja þessar skoðanir. Bandamenn hafa t. d. að undaförnu haldið uppi. heift- arlegri árásum á Japanseyjar en nokkru sinni fyrr. Ekki aðeins á útkjálkaeyjar þess' eyríkis, heldur ráðizt að sjálf um bæjardyrum mikadósins, siglt svo til upp i landsteina og látið skothríðina dynja á þéttbýlustu og mikilvægustu iðnaðarborgir landsíns. FLOTAFORINGJAR Banda- ríkjamanna, sem stjórnað hafa þessum aðgerðum; hafa I'átið svo um mælt, að floti Japana megi heita úr sög- unni, þeir hafa goldið svo mikið afhroð í orrustum und anfarinna mánaða Að minnsta kosti er það upplýst, að flugvélar Japana og her- skip, gátu ekki annað en lát- ið flota bandamanna af- skiptalausan, er hann gerði' hinar skæðu árásif sínar í vikunni sem leið og raunar um miklu lengri tíma. ÞETTA BENDIR TIL ÞESS, að árásarmáttur Japana sé að mestu þrotinn, en hins vegar benda allar lífcur til þess, að þeir muni verjast fram í rauðan dauðann, enda vita þei;r, að saga þeirra sém stór- ■ veldisþjóðar er á enda kljáð, ' er þeir tapa styrjöldinni. í SAMBANDI við ráðstefnuna í Potsdam, er nú stendur yfir, eins og kunnugt er, hafa margir bollalagt, hvort Rúss- ar muni nú skerast í leikinn og veita vesturveldunum lið í styrjöldinni við Japana. Allt virðist enn á huldu um þessi mál, og fátt hefir verið látið uppi um það, sem ger- ! ist á fundi „hinna þriggja stóru“. Rússar hafa til þessa tali.ð heppilegast að gerast ekki þátttakendur í Asiustyrj öldinni, ef til vill vegna þess, að þeir hafa haft sinum hnöppum að hneppa í Evrópu EN HINS VEGAR getur meira en vel verið, að Rússar telji sér mat i því að snúast nú Rétl Bretar í Oilo, Mynd þessi sýnir brezkar fallhlífasveitir ganga fylktu liði um eina aðalgötu Oslo, eftir uppgjöf Þjóðverja. — Mikill mannfjöldi hefur tekið sér stöðu við götuna og fagnar Bretum ákaft. Ráðstefnunni í Pofsdam verður sennilega IqIII § fimmfudaginn —--------------------«------- Enn fivíSir sama huian yffSr öllym rálagerð- um „hinna þriggfa stéruJ* -------........ FÁAR fregnir hafa enn borizt af ráðstefnu „hinna þriggja stóru“ í Potsdam og virðist enn sama hulan yfir henni. -— Hins vegar hefur það verið sagt í brezka útvarpinu, að líklegt sé, að henni verði lokið fyrir fimmtudag næstkomandi, en iþá munu verða gerð opinber úrslit kosninganna á Bretlandi og mun Churchill forsætisráðlierra vilja vera kominn heim fyrir þann tíma. * í gærkveldi hafði Churchill boð inni í Potsdam fyrir þá Tru- man Bandaríkjaforseta og Stalin marskálk. Tilkynnt hef- ur verið í London, að Sir Walt- er Monckton, sem er aðalfull- trúi Breta í stríðsskaðabóta- nefnd bandamanna sé kominn til Potsdam með mörgum starfs mönnum. Þeir Clement Attlee og Anthony Eden munu hverfa með Churchill heim nú síðar í vikunni, en þeir hafa verið þar honum til ráðuneytis, eins og kunnugt er af fyrri fréttum. ráðstafanir hefðu verið gerðar tíl þess að forðast það, að menn þessir gætu framið sjálfs morð í fangelsinu. Fangaverðirnir í Bels- en senn fyrir rétti. RÁÐLEGA munu verða leiddir fyrir rétt allmargir fangaverðir, sem voru staðnir að því að hafa misþyrmt fólki í hinum illræmdu Belsen- fangabúðum í Þýzkalandi. — Meðal þeirra er yfirmaður fangabúðanna, Kramer að nafni og 77 fangaverðir. Munu rétt- arhöld í máli þeirra hefjast um miðjan næsta mánuð. Lundúnaútvarpið, sem sagði frá þessu í gærkveldi, greindi ennfremur frá því, að allar gegn Jttpönum, ög þá væntan lega vegna þess, að þeir vilji fá meiri. itök í Mansjúriu, Kóreu og Kína. Þá má heldur ekki gleyma því, að fyrir 40 árum fengu Rússar háðu- lega útreið i viðskiptum sín- um við Japana og mætti ætla, að þeir hefðu ekkert á móti því að rétta hlut sinn nú, þar sem þeir eru orðnir eitt mesta herveldi heimsins, en Japanar komnir á heljar- þrömina marskálki eru byrjuð líkl við rétlarhöldin yfir lúðvík 16. Óeirðir urðu í réttar- sainum í gær. O ÉTTARHÖLDIN hófust í gær í máli Pétains marskálíks og fyrrverandi forsætisráðheiTa Frakka. Réttarhöldin vekja hina mestu athýgli og segja franskir blaðamenn, að engin málaferli hafi vakið jafn- mikla athygli í Frakklandi, síðan Lúðvík 16. feonungur var fyrir rétti í stjómarbylt- ingunni mikiu. Pétain er meðal annars sak- aður um' samvinnu við óvini franska lýðveldisins og vináttu við fasista og segir hinn opinj heri ákærandi. að þetta hafi þegar kornið í Ijós fyrir heims- styrjöldina fyrri. Mikil há- reysti var í réttarsalnum í gær og æsingur og varð dómarinn að fresta réttarhöldunum um nokkurn tíma til þess að ró og friður gæti aftur komizt á. Réttarhöldin hófust á hádegi í gær og var réttarsalurinn þéttskipaður. Verjandi Pé- tains hóf mál sitt með því að lýsa yfir því, að samkvæmt stjórnarskrá Frakklands frá árinu 1875 gæti enginn dæmt í máli Pétains sem marskólks Frakklands nema öldungadeild franska þingsins. Dómarar rétt arins áttu tal saman um þetta stundarkorn en sögðu síðan, að þetta fengi ekki staðizt. Pétain flutti sjálfur í’æðu fyrir réttinum, þar sem hann sagði meðal annars, að þann hefði ávallt unnið þjóð sinni, ekki sízt í styrjöldinni 1914— 1918. Mikil háreysti varð í salnum um hríð og gerðu sumir menn hróp að Pétain. Varð forseti réttafins að fresta málaferlun- um um 25 mínútur, meðan lög- reglan kom á friði og spekt. , V Aður hafði Paul Reynaud, er var forsætisráðherra Frakka, er þeir gáfust upp í júní 1940, sagt, að það hefði verið mistök hjá sér að trúa Pétain. og La- val, því þeir hefðu verið fylgj- andi samvinnu Frakka við Þjóðverja. Pétain lagði áherzlu á það í varnarræðu sinni, að rétturinn, sem nú hefði mál hans til með- ferðar, gæti ekki talizt fulltrúi frönsku þjóðarihnax. Hins veg- ar hafa ákærendur Pétains minnzt á, að hann hefði árið 1940 samþykkt, að de Gaulle væri dæmdur til dauða. Talið er, að réttarhöld þessi muni standa um hálfan mánuð. Myndin er af André Mornet, hinum opinbera ákæranda Frakka, sem nú er aðalmaður- inn í málaferlunum gegn Pé- tain. Hann er maður við aldur, er meðal aunars kunnur fyrir að hann stjórnaði málaferlun- um gegn Mata Hari, kvennjósn- aranum fræga í fyrri heims- styrjöldinni. Tvær ufanríkispéllttsk- ar ræður í SWþjóð. Gilnther að kveSJa, Unden að koma, HRISTIAN GÚNTHER, ut- anríkismálaráðherra Svía, flutti ræðu í gær um stefnu Svía í alþjóðamálum, sem vakið hefur rnikla athygli. Var ráðherrann harðorður um gagn rýni þá, sem ýmsir hafa látið í ljós á afstöðu Svía í styrjöld- inni. Gúnther ráðherra mun hráðlega láta af emhætti, en við mun taka Östen Undén, háskólakan zlari. Gúnther sagði m. a. í ræðu sinni, að sænsku stjórninni hefði jafnan verið Ijós hætta sú, er Svíum stafaði af Þjóð- vei-jum. Svíum hefði verið leg- ið á hálsi fyrir það, að þeir hafi ekki í Finnlandsstríðinu hleypt frönsku og ensku her- liði yfir londið, til þess að berjast við Rússa, síðan hefðu þeir verið ásakaðir fyrir að aðstoða ekki Dani og Norð- menn, er Þjóðverjar réðust á þá og loks hefðu sumir áfellzt Svía fyrir að fara ekki inn í Noreg til þess að hrekja Þjóð- verja þaðan nú í ófriðarlokin. Nú gætu menn velt því fyrir sér, hvort stefna Svía hefði verið röng. Þá hefur Undén, hinn vænt- anlegi utanríksmálaráðherra flutt ræðu, þar sem hann gefur í skyn, að Svíar muni taka þátt í hinu nýja þjóðabanda- lagi og þá jafnframt takast á hendur skyldur þær, sem því eru samfara og þá hverfa frá hlutleysisstefnu sinni til þessa.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.