Alþýðublaðið - 24.07.1945, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 24.07.1945, Blaðsíða 6
ALÞYÐUBLAÐIÐ Þriðjtidagnrmn 24. júlí 1945 Kona Himmlers og déflir. I>essi mynd af konu og dóttui’ Gestapoforingjans, var tekin í Bol- zano á Norður-Ítalíu eftir að þær mæðgurnar. höfðu verið teknar í gæzlu af Bandaríkjahermönnum. Konan (td hægri) heitir Margaret Bodin, en dóttirin Gudrun. Heimsókn í Möllergate 19 Prarnh. af. 5. síðu ‘Þegar Petter Moen hafði lokið við að skrifa hverja rúlluna, vafði hann hana eins þétt saman og hann gat og stakk henni inn í loftræsting- aropið í veggnum. Þar féll hún niður eftir hólfinu innan í veggnum til hotns. Það hefur þurft að brjóta upp gólfið í klefanum, til þess að ná í allar rúllurnar, sem eru nákvæm- lega dagsettar og auðveldlega hægt að setja upp í rétta röð. Handrit Petter Moens myndi ekki hafa fundizt fyrr en Möll- ergate 19 hefði verið rifið til grunna, ef hann hefði ekki sagt einum meðfanga sínum leyndarmálið, áður en hann 'steig um borð í ,,Westfalen.“ Hann sagði: — í D 35 er handritið mitt undir gólfinu. Eg mun ekki lifa svo lengi, að ég sjái það aftur. V. Ferðamaður, sem heimsækir Möllergate 19 kemst fljótt á vald tilfinninga sinna. Hann fylltist í senn hefndarhug, meðaumkun, viðbjóði, hatri, blygðun og sálfsásökun. Hon um finnst sem hann gæti ekki verið þarna fangavörður eínn einasta dag, hvað þá lengur. Sama dag og ég sá Quisling, lögleiddi Stórþingið dauða- dóma. En það er af brýnni nauðsyn, að Norðmenn hafa leiðst til slíks. Útlendingur hefur engan rétt til þess að fetta fingur út í það mál. Eg finn til mjög mikilla leiðinda, er ég sé manneskjur mnan fángelsismúra; en ég veit einnig, hvað þeir, ssm nú sitja í Möllergate 19, hafa gert föðurlandi sínu og þjóð sinni, er ekki þráði neitt annað en það, að lifa í sátt og samlyndi og rækta land sitt. í klefa A, — „Abteilung A“ — eins og hann nefndist á fc'mum Þjóðverja, hafa þeir Arnulf Överland, Refling Hagen og fjölda margir aðrir verið pyntaðir. Útgefendur mínir og stéttarbræður, — já, svo -fjölda margir, eiga þaðan daprar endurminningar, — ef þeir hru þá enn á lífi. Eg hef aldrei fyrr þekkt jafn marga menn, sem verið hafa fangar. Varla er hægt að ræða við Norðmenn án þess að samtalið víki að refsingum og lífláti. Hugur manna er þrunginn af ásökunum. Einn ásakar annan, — og sjálfan sig um leið. Naz- isminn réðist á aðra, — og það varð sjálfum honum að bana. Vitanlega er dauðarefsing mi'klu athyglisverðari og frekar til viðvörunar, þegair hún er framkvæmd að aflokinni máls- rannsókn og dómi, heldur en morð án dóms og laga. En sú tilfinning, sem helzt gagntekur mann, er maður gengur frá stað slíkum sem Möllergate 19 er: óbeit á mannkyninu. Manni er frjálst að velja: — inn í fangelsið, — eða út í sólskinið. — Það er farið eftir lögum í Noregi núna, sagði hávaxinn lögregluþjónn, sem gekk við hlið mér. Kjófablúiida 5 litir. Verzlunin Unnur (Horni Grettisgötu og Bar- ónsstígs). Á hvers manns disk ? frá S SÍLD & FIS K S * S frh. af 4. síðu. skyni að kenna börnum um- ferðareglur. Þá er og nauðsyn- legt að gefa út hentuga kennslu bók handa 'börnum og ungmenn um, þar sem gerð sé skil veiga mestu atriðum um ferðamála. Leggjum við til að sérstökum manni sé.fengið það hlutvehk að hafa stöðugt samband við blöð og útvarp. Ætti hann að sjá um, að i blöðúm séu birt- ar að staðaldri stuttar og gagn orðar áminningar og fræðsla um umferð á götum og vegum. Myndir af slysum tii viðvörun- ar ætti að 'birta sem oftast í blöð um. Ef bifreiðarstjóri sér slíka mynd »í blaði að morgni dags getur það orðið li.l þess að hann aki varlega þann daginn. Nauðsynlegt vir^ist að rýma stæði hér i bæ bg fleiri bæjum, þar sem bifreiðar geta staðið, þegar þær eru ekki í akstri. Hefir margt ibarnið Ihlotið dauða eða lemstur, er það skauzt fram með bifreið, er stóð við gangstétt og út á götuna. Gera verður ráðstafanir til' þess að bifreiðar standi ekki báðu megin á sömu götu, en af því stafar mikil slysahætta. Augljóst er að skoðun bif- rei.ða, sem fram fer einu sinni á ári og að undangenginni við- vörun, er hvergi nærri fullnægj andi og veitir enga tryggingu fyrir því að bifreiðar séu í lög- mætu ásigkomulagi meiri hluta ársins. Þyrfti'að skoða bifreið ar sem oftast fyrirvaralaust og án undanfarinnar viðvörunar um skoðun, svo sem heimilt er i bifreiðalögunum 1941. Hinn mi'kli. bifreiðaakstur hef ir stóraukið þörfina á vel æfð- um bifvélavirkjum. Starfs- mönnum hefir fjölgað mjög í þessari iðngrein undanfarin styrjaldarár, en al'lmjög mun skorta á næga sérkunnáttu í iðn inni. Fullkomin sérþekking í þessum efnum fæst vart nema á erlendum verkstæðum. Stuðla þarf og að því að til! séu í landinu nægar birgðir varahluta í þær tegundir bif- reiða sem notaðar eru. Gangskör þarf að gera að þvi að sjá börnum fyrir leiksvæð- um til þess að aftra því að þau leiki sér á akbrautum. Mikil brögð eru að því, að fótgangandi menn fara ekki eft ir hinum afmörkuðu gangbraut um yfir göturnar, heldur ana þeir út af götuhornunum, þar sem umferð og slysáhætta er mest. Það virðist þvi vera til örygg'is að setja handrið á gangstéttahorn við umferða- mestu götur hér í bæ, svo sem tíðkazt hefir' i borgum erlend- is. Nauðsyn ber til' að fyrirskip- að sé, samkvæmt heimild i um ferðalögunum, ' að bifreiðar skuli staðnæmast að full'u, áð- ur en þær aka inn á aðalbraut ir, hvort sem bifreiðarstjóri. sér til annarra ökutækja e’ða ékki. Fyrir bæjarráði Reykjavík- ur liggja tillögur um kaup á ljósmerkjum til notkunar við stjórn á umferð. Virðasl slík ljósmerki gefast vel erlendis, og er þess að vænta að hér á l'andi muni einnig leiða af þeim auk- ið örvggi. Rétl væri að taka upp skrásetningu á reiðhjólum. Myndi þá reyhast hægara að hafa hemil' á hjólreiðamönnum. Herða verður eftirlit lögreglu manna með þvi að umferðaregl um sé hlýtt. Lögreglumenn þurfa að vera á ferli í öllum hverfum Reykjavíkur til gæzlu laga og til' að skerast í leikinn, Þegar bDrotnar eru umferðaregl ur. Mega þeir ekki láta undir höfuð leggjast að kæra brot, sem þeir verða áskynja. Eins og nú háttar, sjást sjaldan lög- reglumenn i úthverfum Reykja víkur, og ófullnægjandi varð- gæzla er á aðalgötum. Orsök þessa er sú, að lögregiumenn eru of fáir til hinna marghátt- uðu starfa, sem þeim eru fal- in i hinum viðlenda 'bæ. Verð- ur að telja að þeir lögreglu- menn, sem lúta stjórn íögreglu stjórans í Reykjavik, megi ekki vera færri en 2 fyrir hverja 750 íbúa. Æskilegt er, að borgararnir slyðji lögregluna og tilkynni frekleg brot á umferðareglum. Rétt væri. og að leita meiri sam vinnu en gert hefir veiúð um umferðamálin við stjórnendur vátryggingafélaga Iþeirra, sem tryggja bifreiðar og bifreiða- stjóra. En þótt mikið velti. á athöfn um lögreglumanna og annarra, sem eftirlit hafa á götum og vegum, þá er það ekki veiga- minni þáttur málanna, sem ber undir ákæruvaldið og dómstól'a. Ek'ki er allt fengið, þótt brot sé kært. Rannsókn verður að fara fram og dómur að ganga, svo sem landslög og réttur stendur til. Og þegar dómur er geng- inn er eftir að framkvæma hann. Haldkvæmt myndi vera að kveða á um, að skrá skuli á ökuskírleini bifreiðastjóra skýrslu um' áminningar, refs- ingar og önnur viðurlög sem þeim eru gerð vegna ávirðinga við akstur bifreiða. Undanfarin ár hafa allt að 2000 tilkynningar og 'kærur um umferðaslys borizt skrifstofu sakadómarans i Rvik á ári. Liggur það í augum uppi, að aukið starfslið þarf til' að rann saka máí þessi og koma fram viðurlögum á hendur brota- mönnum. Aukið eftirlit á veg- um mun leiða til aukinna verk- efna á skrifstofu sakadómara, og skapast við það nauðsyn á auknu starfsliði og húsnæði. Þess má geta að framangreind skýrsla er bráðabirgðaskýrsla, og mun nefndin ætla að láta ráðherra ítarlegra álit í té síðar. Skemmfffcr Esperan- ioíélagsins Auroro. (Fyrir einstakt línubrengl, sem orðið hefur í eftirfarandi grein í blaðinu nýlega, telur blaðið sér skylt að birta hana í heild á ný). ESPERANTOFÉLAGIÐ „AURORO“ hefur tileink- að sér fyrstu helgi júlímánað- ar til skemmtiferðar fyrir fé- laga sína. í fyrra var farið að Gullfossi og Geysi.Tókst sú ferð prýðilega. Nú í þetta sinn var farið í Þjórsárdalinn. Lagt var af stað sunnudagsmorguninn 1. júlí. Fyrst var ekið að Hjálpar- fossi. Nokkrir óðu út í hólm- ann, sem klífur fossinn að of- an. Hólminn er klettóttur, með fögrum skógarhríslum í smá hvammi að sunnan. Á einum stað í hólm.anum hefur myndazt bogadregið op í einn klettinn. Er opið vel manngengt. Þegar félagar höfðu hresst sig á nest- rnu, var haldið inn að Stöng. Mjóg undruðust félagar fegurð dalsins og litbrigði hlíöanna. Aumt, að svo fögur sveit skyldi leggjast í auðn. En náttúruöfl- in íslenzku eru stórkostleg. — Hinar merku minningar fortíð- arinnar, rústirnar á Stöng, voru skoðaðar rækilega. Þaðan var gengið inn í Gjána. Gjáin er sérkennilegt fyrirbrigði. Þar hentust félagar af einum kletta drang á annan. Sumir léku sér að því að stökkva undir Gjár- foss. Vissulega er það ekki al- ► T I L liggur leiðia Dtbreiðið Mbjðnblaðlð ■4KHík>4KHKHHHÍKH veg hættulaust. Aðrir reyndu að stikla stórgrýtið fyrir neðan. Gekk það á ýmsu. Auðvitað tóku menn bví vel, þó að þeir vöknuðu. í bakaleiðinni var staðnæmzt í skóginum fyrir neðan Ásólfs- staði. Skemmtu félagar sér þar góða stund við ýmsa leiki. Varð þar oft hinn mesti gleðskapur, ekki hvað sízt, þegar boðhlaup iö byrjaði, því þátttakendur. voru eins og gefur að skilja, þetta upp og ofan. Allt fór það samt ágætlega, jafnvel þó marg ir kviðu fyrir morgundeginum. Síðan var ekið að Ásólfsstöð- um og drukkið þar kaffi. Til Reykjavíkur var komið um mið nætti og voru félagar hinir á- nægðustu með ferðina. Esperantofélagið ,,Auroro<£ er stofnað fyrir rúmum tveim- ur árum. Voru það nokkrir á- hugasamir esperantistar, er gengust fyrir því. Ólafur M. Magnússon kennari. Bergstaða stræti 30 B var kosinn fyrsti forseti félagsins og er hann það enn. Ólafur M. Magnússon hafði kynnzt alþjóðamálinu hjá Þorbergi Þórðarsyni rithöfundi er hann gekkst fyrir námskeið- um hér í Reykjavík fyrir nokkr um árum. Varð Ólafur strax gagntekinn af alþjóðamálinu og ákvað að helga því krafta sína. Höfundur alþjóðamálsins ,,Es peranto", er Pólverjinn L. L. Zamenihof. Hann skildi glöggt nauðsynina fyrir því, að allar þjóðir yrðu ásáttar um ei.tt al-- þjóðamál. Með því yrði ómet- anlegur tími sparaður, sem annars færi í málanám. Kapphlaupið um útbreiðslu og yfirburði þjóðtungng hinna ýmsu þjóða hyrfi. Með því yrði bægt í burtu mikl- um ótta og öfund. Alþjóðamál- ið ,,Esperantó“ er einmitt tek- ið til alþjóða túlkunar. Einn að ál grundvöllurinn, að minnsta kósti til þess að mismunandi sjónarmið séu skýrð og gagn- kvæmur skilningur öðlist, er, að málefnin séu rædd. En hversu mjög er það ekki örðugt al- mennt, þegar tungumálin eru svo torskilin og örðug til náms. Það vérður aldrei nema hlut- skipti nokkurra enstaklinga að . nema tungur annarra þjóða. Hér er einmitt hlutur Esper- anto. Esperanto er mjög auð- lært, því allt kerfi þess er svo r nfalt og án undantekninga. Þess vegna er það á færi alíra . að læra það. Engin hætta er á, ' að það spilli tungu nokkurrar þjoðar, því það er svo hreint og ákveðið í túlkun/ Alþjóðamál hlýtur að verða úrlausn framtíðarinnar, að því hníga öll rök. Því ætti að hefja kennslu á Esperanto í öllum skólum landsins, en vissulega yrði það fyrst að fá viðurkenn ingu þjóðanna. En fyrsta stigið til þess, að svo verði, er, að sem fiestir skipi sér undir merki þess. ■ G. G.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.