Alþýðublaðið - 01.09.1945, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 01.09.1945, Blaðsíða 2
ft Utflutninisl©ffi s EngSandi fyrir 30 nýjum togurum ti! Islands ■------•------- Gert ráH fyrir a3 fþeir verði fiilismiSaSir á 'árunum 1946 og 1947. -------«------- SENDINEFND nýbyggingarráðs, sem nndanfarið hefur dvalið í London til að athuga um smíði og kaup 30 nýrra togara fyrir okkur, hefur nú fengið útflutningsleyfi fyrir 24 togurum til viðbótar við þá 6, sem áður var fengið útflutningsleyfi fyrir. Hefur því fengizí útflutningsleyfi fyrir öllum þeim togurum. sem gert var ráð fyrir að kaupa í Englandi. Áður hafði verið gert ráð fyrir að togararnir yrðu tilbúnir á árunum 1946 og 1947, Bók á íslenzku um frelsssbarátfu pólsku þjoðarinnar -------p—----- GlóSu Ijáir - geirar sújlgii, eftir péSskan leyniSegasi erindreka í freisistjaráttunni EKKERT land o*g engin þjóð mun hafa þolað aðrar eins hörmungar á ófriðarárun- um og Pólland og engin þjóð mun hafa orðið fyrsr jafn sár- um vonbrigðum nú í styrjald- arlokin og pólska þjóðin. Styrjöldin hófst með árás Þjóðverja á Pól'land, en um sama leyti réðust Rússar að baki Póliverja meðan 'þeir börð ust. fyrir 'lífi sínu á hnjánum við hina brúnu pest. Pólska þjóðin var hugrökk og hún háði svo heljulega bar- áttu að slíks munu fá dæmi í veraldarsögunnl Á öllum víg- stöðvum Evrópu börðust pólskir æskumenn og hlutu frábært lof hershöfðingja og stjórnmála- manna Breta og Bandaríkja- jnannamanna fyrir hreysti. En pólska þjóði'n átti ekki sáður vígstöðvar heima fyrir ag þar Ibarðist hún heilagri. haráttu fyr ir frelsi sínu. Pólland er nú í stríðslokin eins og lokað land, eiida fer þair nýtt einræði nú með völd — og erlent í þokkahót. Hið eina, sem heimurinn hefur fengið að vita um haráttuna heima fyrir er ínokkrar 'blaðagreinar eftir hrezka og handaríska hlaða- menn og hafa þaér ekki verið fullnægjandi. Hefur fólk þó þyrst í fréttir af heimavígstöðv unum í Póllandi. Nú ar komi'nn út á áslenzku :bók um þessa baráttu, eftir pólskan liðsforingja, Jan Kars- kin, sem starfaði. í fjög.ur ár sem leynilegur erindreki milli póli- fískra og hernaðarlegra y-fir- valda og sem hraðboði millii leynistarfseminnar í Póllandi og pólsku út'lagastjórnarinnar. Og í bók sinni, sem hefux hlot- ið heitið: „Glóðu ljáir — geir- ar sungu11, segir hann hina furðulegu sögu sína, sem telja má áðu,r óþekktan þátt hernað- arsögunnar. Bókin er athy-glisverð og lær dómsrík, einmitt nú, þegar pólska þjóðin verður enn að heyja frelsisharáttu, (þrátt fyr- ir það iþó, að styrjöMinni sé lok ið. Snorri Árinbjamar opnar málverkasýn- ingti í dag^ Q NORRI ARINBJARNAR listmálari opnar málverka sýnin-gu í Listamannaskálanum í dag. , Á sýningunni er 35 olíumál- Framhald á 7. síSu. Islenáinpr fí nægilegan skipa kosl á leigulil Ameríkusiglinga -------»------- Skipin verfSa dieseSskip, 5399 smáEesta. -------4—------ P INS OG KUNNUGT FR höfðu Bandaríkjamenn sagt upp ■L-4 samningum um leiguskip, er ríkisstjómin og Eimskipa- félagið höfðu haft á leigu frá þeim og leit illa út um flutn- inga til og frá landinu af þessum sökum. Nú hafa borizt fregnir xun þaðyað Thor Thors sendiherra í Washington hafi fengið því framgengt, að við fáum þann skipakost á leigu frá Bandaríkjamönnunt sem við þörfnumst til Ameríkusiglinga. Talið er, að skipin, sem við fáiun, verði dieselskip, 5 300 smálesta — og, eins og áður segir, eins mörg og við þurfum með. ALÞYÐUBj-APIÐ ____________________________________________________Laugardagqrinn 1. sept. 1945. íig í -i ' ■ Mel í siðlausri blaðamennsku: Þjóðviljinn og Tíminn brígsla Síefáni Jóbanni og Areni Claessen um trúnaðarbrot og Ijúga því upp, að þeir haii noiað aðslóðu sína til að ná undlr sjálía sig einkaumboðí fyrir sænsk útflulningsfyrirfæki. ---------»-—....... TVÖ BLÖÐ höfuðstaðarins, Þjóðviljinn og Tíminn, fluttu í gær rógsögu, sem teljast má einstæð í íslenzkri hlaða- mennsku og sýnir hve djúpt sumir menn hér eru sokknir í póli- tískt hatur og siðleysi í opinherum umræðum. Bæði þessi blöð bera tveimur af sendimönnum okkar til Svíþjóðar í vetur, þeim Stefáni Jóh. Stefánssyni og Arent Claes- sen, það á brýn, að þeir hafi notað aðstöðu sína í Svíþjóð sem samningamenn fyrir ríkið til þess að ná undir sjálfa sig einka- umboSum í stórum stíl á sænskum vörum sem samið var um útflutning á frá Svíþjóð til íslands. Og er reynt að gera þessa svívirðilegu rógsögu líklega með sldrskotun til þess, að nýlega — ekki fyrr en löngu eftir að nefndarmennirnir komu heim — var stofnað hér sölufélag sænskra afurða, sem annár þessara manna, Síefán Jóh. Stefánsson er þátttakandi í, og féngið hef- ur umhoð fyrir milligöngu sænsks verzlunarerindreka, sem hing- að kom í sumar, fyrir 50 útflutningsfyrirtæki í Svíþjóð. Til þess að koma þessar.i rógsögu á framfæri, er gripið tækifærið meðan Stefán Jóh. Stefánsson er eriendis, í öðr- um mjög þýðingarmiklum samningum fyrir hönd þjóðar- innar, og svnir það eitt út af fyrir sig það siðferðistig og þann takt í umræðum u-m ut- anríkismál okkar, sem ráðandi er í ritstjórnarskrifst-ofum Þjóðviljans og Tímans. En vera má að Þjóðviljanum hafi ver- ið brátt að koma þessum rógi á framfæri, ef takast mætti með honum að leiða athyglina frá öðru máli, sem nú er mik- ið rætt hér á landi, stórkostleg vanskil fiskimálanefndar undir stjórn hins kommúnistiska at- vinnumálaráðherra, Áka Jak- obssonar, við Færeyinga í sam- bandi við skipaleigusamning- inn, sem gerður var við þá s.l. vetur. Það hefur v-erið viðurkennt af öll-um, nema einstöku-m póli- tískum rógherum kommúnista hér, að sendinefnd okkar til Svíþjóðar í vetur, sem Stefán Jóh. Stefánsson var formaður fyrir, hafi leyst af hendi ágætt starf og opnað okkur mögu- leika á innkaupum knýjandi nauðsynja í Svíþjóð, sem allar þjóðir kepntu um á þeim tíma, svo og sölumöguleika þar í staðinn á ýmsum afurðum ís- lenzkum. Má það því furðu- legra teljast að til skuli vera íslenzkir menn og íslenzk blöð, sem nú eftir á, búa til rætnar rógsögur um þessa menn í samhandi við Svíþjóðarför þeirra og leyfa sér að bregða þeim um trúnaðarbrot gagn- vart þjóðinni í starfi þeirra meðan þeir dvöldu í Svíþjóð. í því sarnhandi skal bent á, að hið nýja sölufélag sænskra afurða hér er ekki stofnað fyrr en löngu eftir að nefndarmenn- irnir voru komnir heim — og að það var ekki stofnað fyrir forgöngu neins þeirra, heldur fyrir frumkvæði sænsks verzl- unar-erindxeka, Sven Erik Cor- nelius, kapteins, sem hingað kom í sumar í umboði þeirra 50 útflutningsfyrirtækja í Sví- bjóð, sem hið nýja sölufélag hcfur nú umboð fyrir. Er því hér af hálfu kommúnistablaðs- ins og Tímans um ekkert nema rakalausar lygar -að ræða, til- búnar í pólitískum tilgangi. ÍJt af þessari rógsögu Þjóð- víljans og Tímans snéri Al- þýð-ublaðið sér í gær til Guð- mundar G. Hagalín rithöfund- ár, sem er einn af hluthöfun- um í hinu nýja sölufélagi ‘uueq igjnds 5ö égjnje ejjjsuæs hvað hann segði um slík skrif. Guðmundur G. Hagalín svaraði: „Þarna er nú gr-einilega blandað saman tveimur óskyld- um atriðum, rétti manna til þess að stund'a a-tvinnu. og ieggja fé i .fyrirtæki, og svo því, hvort þeim mönnium, sem fara til útlanda í erindum þjóð arinnar, sé heimilt að vinna samtímis í eigin þág-u. Eins og hverjum manni hlýtur að vera ljóst, er öllum borgurum þjóðfélagsins, sem hafa full borgaraleg réttindi, heimilt að stofna fyrirtæki lögum samkvæmt og starf- rækja þau síðan á löglegan hátt. Og auðvitað höfum við, stofnendur umrædds félags þennan rétt engu síður en, t. d. Áki atvinnumálaráðherra, Ein- ar Olgeirsson, Erling Elling- sen, Þóroddur Guðmundsson, Sveinn Valfells og aðrir kom- múnistar, — eða nefnum Framsóknarmenn, svo sem Kermann Jénasson, Guðmund Kr., Helga Benediktsson, Vil- hjálm Þór, — n-ei, bláðið hef- ur ekki rúm fyrir einu sinni nöfn þeirra, sem ég man og hef heyrt nefnda í sambandi við fyrirtæki. En vitaskuld er það, að fyrirtæki eins og þetta, verður að hætta, þegar Al- Framhald á 7. síðu'. Helmisgshækkun á verði reknetasíidar (il Svíþjégar. C ÍLDARÚTVEGSNEFND hefur gert samning við Svía um kaup á reknetasíld frá Norðurlandi, Með þessum samningi hækkar síldarverðið mikið. Verð reknetasíldarinnar hækkar úr 30 krónum tunn- an upp í 60 krónur. Þorsleinn Hannesson heldur sðngskemmt- un í Gsmla Síé n.k. mánudag. IP^ ORSTF.INN H. HANNES- SON söngvari mun efna til söngskemmíunar í Gamía Bíó næstkomandi mánudagskvöld kl. 7. Þorsteinn kom frá En-glandi um mánaðamótm júlí-—ágúst, e'n fór þá s-trax norður í land og hélt söngskemmtun á Siglu- firði og á Akureyri, en hú er hann kominn hingað'til bæjar- ins fyrir nokkrum dögum og mun halda hér nokkrar söng- skemmtanir áður en hann fer ut an aftur. Þorsteinn Hannesson h-efur stund-að söngnám !í London á tvö ár og á nú eftir einn vetur þar, og mun hann fara þan-gað aftur síðast í þessum mánuði. í fyrrasumar kom hanri eirin ig heim í fríi sínu eiris og mar-g ir muna og hélt , þá nokkr-ar söngskemmtanir hér i Reykja- vík við mikla aðsókn og góðaf undirtektir. , Bæjarráð samþykk- ir að gera leigu- samning um Landakofslúnlð. BÆJARRÁÐ hefur samþykkt að heimila borgarstjóra að gera leigusamning um aus-t- urhluta Landakotstúnsins. Jaifnframt samþykkti hæjar- ráð, fyrir sitt leyti, þó gegn at- kvæði Jón-s Axels Péturssonár, að skipta megi úr -ei-gninni einni 'byggingarlóð, er verðii nr. 16 við Hávallagötu. Hjónaband í dag verða gefin saman í dóm kirkjunni af vígslubiskupi séra Bjarna Jónssyni, ungfrú Kristine Eide (Hans Eide kaupmanns) og Árni Kristjánsson (Kristjáns Ein- arssonar framkvæmdastjóra). — Heimili ungu hjónanna verður á Háteigsveg 2.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.