Alþýðublaðið - 01.09.1945, Qupperneq 5

Alþýðublaðið - 01.09.1945, Qupperneq 5
Laugardagimim 1. sept. 1945. ALÞTÐUBLA.ÐIÐ Nýjar tegundir af rottum. — Hafa komið frá Ameríku eftir því sem sagt er. — Gagnrýni á útvarpinu frá í- þróttavellinum og lítið svar við henni — Hvar er feg- ursta gotuhornið í borginní? NÝ TEGUND af rottum er far- in að herja í borginni. Þetta kváðu vera amerískar rottur. Þær eru svartar, eftir því sem einn bréfritari minn segir, en mismun- andi stórar, sumar eins og stórir kettlingar og aðrar lítið stærri en mýs. Liklega hafa ]iær komizt hingað með vörum frá Ameríku og eru þær ekki neinn aufúsgestur í híbýlum fólks. Þær naga matvör- ur og íbúðir, en þær leggja sér ekki til munns spillingu í þjóðfé- laginu, enda myndu þær drepast af því eitri. NORÐLINGUR SKRIFAR: „Ég er að hlusta á útvarpið frá íslands mótinu í Reykjavík. Útvarpið iieyrðist mjög vel — „nú er boltinn iiérna megin á vellinum“ — og ég fylgist af áhuga með (því, sem er að gerast — „ Birgir nær boltan- um, sem gefur hann til Gunnars, sem gefur hann til Geirs“ — en satt að segja er ég ekki ennþá vel heima í því hvernig leikurinn gengur. Eitt hefi ég þó frétt, það er, að Valur hafi, úr fyrri hálf- leik, eitt mark gegn engu. — „Hermann hleypur út úr markinu, missir fooltann, en bakvörður bjarg ar“ — sennilega er þessi maður í marki „öðru hvoru megin.“ „ÞULURINN segir mjög ná-, kvæmlega frái leiknum — „Ellert nær knettinum og hleypur með hann upp, en missir hann út“ — Sivort það var „hérnamegin“ eða „hinumegin11 á vellinum, hefir ekki svo mikið að segja. Knattspyrnu- mennirnir eru víst nokkuð tauga óstyrkir ennþá — ,Óli B. hefir bolt ann og sparkar —* * Sveinn nær bolt anum og sparkar — Sigurður hef ir fooltann og sparkar — nú hefir Guð'brandur boitann og er að und irbúa sig að sparka í mark“ — mikið var, líklega í mark hjá Val, en þó sennilegar í KR.-markið.“ „LEIKURINN FER ÓÐUM harönandi — „Dómarinn flautar — það er horn vinstra megin“ — auðvitað vinstra megin öðru hvoru megin. — „Ellert á að taka horn- ið, en það er upp í vindinn11 — hvernig var það, var hann ennþá á suð-austan í Reykjavík í dag? „Ellert sparkar prýðilega beint fyr ir markið, en það tekst ekki að skalla knöttinn11 — líklega ætlar allur leikurinn að ganga svona. Það er foezt að skrúfa fyrir, ég frétti hvort sem er í útvarpirfu á _ morgun hvor hafi unnið. En Hann es minn. Viltu við tækifæri, svona , svo lítið beri á láta mig vita, hvort þessi Ellert er í KR. eða Val?“ GAGNRÝNI á útsendinguna frá íþróttavellinum er ekki, réttmæt. Ég hef hlustað á margar útsend- ingar frá erlendum útvarpsstöðv- um af kappleikum og þær hafa farið fram með mjög líkum hætti og hér er gert. Mennirnir og liðin eru kynnt áður en leikar hefjast og síðan verður að tafsa nöfnin og stöðu mannanna á hverjum tíma á vellinum. Það má finna að því að kynningin var ekki nógu gagn- ger. Hún var í upphafi útsending- arinnar of hröð. — Ellert er að sjálfsögðu í Val, einn áf beztu knattspyrnumönnum okkar — og drengilegasti. ÞJÓÐHOLL skrifar mér um notk un íslenzka skrautbúningsins af sér stöku tilefni. Vill hún, að skaut- búningurinn sé notaður við hátíð- leg tækifæri af konum sem koma fram fyrir hönd þjóðarinnar. Hún talar um skautbúninginn sem „drottningarskrúða Fjallkonunn- ar“. Þetta er fallegt nafn. En ég er ekki viss um að allir séu sam mála bréfritaranum í afstöðu hans til skautbúningsins. ÉG VIL VEKJA ÁTHYGLI Á nýja grashorninu við Skothúsveg. Þetta er fallegasta götuhorn í bæn um. Þettá opnar augu manna fyrir því, hversu mjög er hægt að fegra foorgina með tiltölulega litl- um tilkostnaði. Ég vil mælast til þess að eigendur húsa við gras- foornið máli garðveggi sína í falleg um liturn. Þetta horn er til fegrun arauka á sjálfum Tjarnargarðin- um. Hannes á horninu. Nýjasfar fréttir, bezlar greinar og skemmfilegasJar sögur fáið þér í iublaðinu Símfð í 4900 og gerist áskrifandi. AUGLfSIÐ I ALÞÝÐUBLADINU Þarna hiitusf þeir. í þes'Sari höll í Potsdam var fundur hinna „þriggja Ætóru11 haldinn. Það er ein af þeim höll- um, sem Friðrik mikli Prússakonungur. lét byggja á síðustu ríkisstjórnorárum sínum á síð ari hluta 18. aldar. abandalag NÚ IiAFA VERIÐ MYND- IJÐ alþjóðasamtök um á- kvarðanir, sem koma munu til framkvæmda, þegar sameinuðu þjóðiynar hafa undirritað skipu lagsskrána frá 26. júní síðast- liðnum. Alþjóðasamtök þessi eru þó á engan hátt svo full- komin, að hægt sé að telja þau órjúfanleg, og hvort sem þau eru traustari eða ótraustari held ur en Þjóðabandalagssáttmál- inn gamli, munu þau verða mikið rædd og gagnrýnd á 'kom andi árum. En hvað sem öðru láður, munu þau samt fyrst og fremst verða skoðuð sem til- raun til að skapa .alþjóðlegt frið aröryggi, en á það mun marg- ur þegar vera vanlrúaður. Til þess að fyrirbyggja mis- tök í alþjóðlegum samtökum í framtíðinni. og til þess ,að tryggja hverju einstöku ríki rétt yfir löndum sínum, hafa Sovétríkin og Bandaríki Norð- ur- Ameríku séð, sig knúð til þess að hafa forystu í málunum. Það mun almennt álitið, að hih nýja alheimsstefnuskrá taki að öllu leyti fram Þjóða'banda- lagssáttmálanum, t. d. vegna þess, hversu hún leggur ríka á- herzlu á viðskiptaleg og félags- ’ leg samtök. Að lokum má geta þess,- að tekinn hefur verið til greina mögulieiki á breytingum og bótum á ýmsum atriðum stefnuskrárinnar, þannig, að eft ir tíu ár geta hinar sameinuðu þjóðir setzt á rökstóla að nýju og endurskoðað plaggið ef með þarf. Hver þjóð má gera sína breytingartillögu. Stórveldin hafa þó i sínum höndum mest- an hluta atkvæðaréttarins (nfeitunarvaldið) í samhandi við þverskyns hreytingar. * Með samtökum hinna sam- einuðu þjóða, eru smáþjóðirnar gjörsamlega útilokaðar frá því að eiga í styrjöld hver við aðra, — sömuleiðis hafa aliar þjöðirn ar, er að samtökunum standa, orðið að undirgangast ákveðin grundvallaratriði. Stórveldin munu öLl kappkosta að halda við eindrægni þeirri, sem nú hefur skapazt, bæði utan og inn an samtaka hinna sameinðu þjóða. Innan samtakanna er ekki hægt að efna til sameigin- legrar andstöðuhreyfingar gegn nokkru sérstöku stórveldi, þvi |7 FTIRFARANDI grein j birtist nýlega í enska ! blaðinu “Daily Telegraph” í j London og er eftir Denys | Smith, sem er fréttaritari frá j Washington. Segir hann hér j í aðalatriðum frá skipulagi öryggisráðs hinná samein- uðu þjóða og öðrurn stofnun- um í sambandi við samtök þeirra. • j að hvert um sig hefur neitunar vald yfir hverri. einustu uppá- stungu, sem þar ber á góma. Hvert ríki hefur þó rétt til þess • að miðla málum, ef tvö eða fleiri sky'ldu deilá. Hefði stefnuskrá sameinuðu þjóðanna verið undirrituð eftir fyrri heimsstyrjöldina eins og hún er nú í staðinn fyrir Þjóða bandalagssáttmálann, hefði ver ið hægt'að senda Lytton-nefnd- ina tii þess að rannsaka ásig- komulagið í Mansjúriu, en það hefði ekki verið hægt að gera neinar ráðstafanir gegn Jápan. Heldur hefði ekki verið hægt að viðhafa refsiaðgerðir gegn ítali- íu eftir árásina á Ah'byssiníu. Bæði Japan og Ítalía voru stór- veldi og meðlimir bandamanna, er í síðasta stríði börðust gegn Þjóðverjum og hefðu að sjálf- sögðu orðið áframhaldandi sam starfsríki, hefði öryggisráðið verið stofnað þá þegar. Það hyggilega sjónarmið var haft í huga á San Franciscoráð stefnunni, að ef eitthvert stór- veldanna væri líMegt til að hyggja á árás á annað ríki., myndi það kosta heimsstyrjöld, — enda þótt það sé reyndar ó- raunsætt að vera að gera ráð fyrir slíkum möguleika. Þjóðirn ar munu miklu fremur óska þess, að stórveldin haldi aftur af sér sjáif, — án nokkurrar í- blutunar annarra ríkja. Ákvæði varðandi löggæzlulið inu eru þröng og einskorðuð. Þar sem stórveldin fimm verða að vera sammála í einu og öllu áður en nokkuð er framkvæmt, liggja hverskyns valdaþrætur utan vi,ð samtök hinna samein- uðu þjóða. Ákvarðanir, sem teknar kunna að vera tíl þess að fyrirmuna Öxulríkjunum að endurnýja herstyrk sinn, eru einnig utanvið stórveldin fimm Taka má einnig fram, að sökum áskorana frá Sovétríkjunum og Frakklandi, má stemma stigtt fyrir hverskyns tilraunum Öxul ríkjanna til að hagnýta sér vafa samt orðalag í samningi., án í- hlutunar hinna sameinuðu þjóða. • Þegar höfð eru í huga hin fáu vandamál, sem fyrirsjáanlegt er, að lögð verði fyrir öryggis- ráðið, geta hinar stórkostlegu ráðslafanir' í sambandi við myndun 'alþjóðahersins virzt á nokkru ósamræmi við það sem hér á undan hefur verið nefnt. , Sérhver hinna sameinuðu þjóða verður að fá samþykki örygg- isráðsins við aukningu á hags- munum, ef um er að ræða, tii þess að viðhalda alþjóðafrið. Þessir öryggisráðsamningar munu hafa mjög mikið að segja í framtíðinni. Eina ástæðan fyr i>r því að halda við vopnuðum her, fyrir utan smáheri á veg- um löggæzlunnar innan hvers lands, er sú að gera samtök hinna sameinuðu þjóða fær um að uppfylla skyldur sin.ar. Stærðarhlutfallið milli hinna einstöku öryggisherja fer þess vegna eftir því, hversu stóran her hver einstök þjóð hefur áð ur haft. í öryggisráðinu eiga sæti fimm aðalfulltrúar, einn frá hverju stórveldanna Bandaríkja Norður-Ameríku, Bretaveldis, Sovétrákjanna, Kína og Frakk lands. En auk þess eiga sæti í ráðinu þessu sex menn, kosnir í almennum kosningum fyrir tveggja árá tímahili og iþriír menn, sem hver um sig er kos inn til eins árs.íÚrskurðir ráðs ins verða að vera samþykktir af sjö manna meirihluta þeirra á meðal allir aðalfulltrúarnir. Svo er um hnútana búið, að hvert eitt s'tórveldanna getur ó- gilt úrskurð ráðsins, jafnvel þótt hinir tíu meðlimirnir séu honum samlþykktir. Eina unþan tekningin frá þessu er sú, að sé ei'tthvert stórveldanna sjálft að ili. í deilunni, verður það að si'tja hjá á meðan ráðið kemur sér saman um sáttatillögur. Enn eitt athyglisvert atriði er FrL a 6. síöu

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.