Alþýðublaðið - 08.03.1946, Síða 5

Alþýðublaðið - 08.03.1946, Síða 5
Föstudagur, 8. marz 1946. AL&Ymi BLAS51Ð ö Það vorar. — Áskorun til þeirra, sem eiga kolryðguð hús. — Bent á hús við Þingholtsstræti. — Þjófnaður við Tiörnina. — Leikvellir og slysahætta. MÁLUÐ og kolryðguð báru- járnshús eru til skanunar fyrir bæjarfélagið og eigendurna. Við Þingholtsstræti er gamalt hús, myndarlegt að gerð og búnaði, en bað er kolryðgað, enda líkast til ekki verið klínt á það málningu í fjölda mörg ár. Nú fer að vora og margir húseigendur láta á vorin mála hús sín, dytta að gluggum o. s. frv. Erfitt hefur verið að fá mál- ara til vinnu, eins og aðra iðnaðar- menn á undanförnum árum, en nú mun fara að rætast úr þessu. Vill ekki eigadi ryðgaða hússins við I>ingholtsstræti og aðrir, sem eiga rygðuð hús, láta mála þau? Að öðr um kosti grotna þau niður ofan af þeim. Of mikil sparsemi getur stundum valdið stórtjoni. ÓFRÓMT FÓLK er hvimleitt o,g ekki hafandi innan um siðað fólk. Mjöig var 'kvartað undan því um daginn meðan skautasvellið var á Tjörninni, að stolið væri göngu- skóm unglinganna meðan þeir voru að leika sér á skautunum. Skepnuskapur sumra manna ríður ekki við einteiming. Eftir því sem ég veit bezt, voru sk-ór teknir til geymslu við Tjörnina, að minnsta kosti stundum, ien allir munu ekki hafa notað sér það — og haft það upp úr því, að missa skó sína. FRÚ ANNIE KJERNESTED skrifar mér þetta bréf: „Dóttir mín fór á Tjörnina laugardaginn 2. marz til að leika sér á skáutum. Þar sem ekki var hægt að fá skó geymda þarna, skildi hún stígvél sín, sem kostuðu 140 krónur, eftir, undir brúnni, en þar höfðu margir aðrir unglingar komið skónum sín um fyrir. Þegar bún svo ætlaði að taka til þeirra,. er leiknum var lokið, greip hún í tómt. Einhver lítilsigld pepsóna hafði stolið þeim. Hún hafði því ekki annað til að vera í en skautaskóna sína. KLUKKAN VAR um '21, svo að hún varð að kaupa sér bíl til að komast heirn til sín svona búin. Mér finnst að það nái ekki nokk- urri átt, að hafa ekki einhvern stað til að geyma skó og annað, sem unglingarnir koma með, en geta ekki haft með sér í þessum ágæta leik. Vel mætti taka gjald fyrir geymsluna, segjum til dæmis 1 krónu. Það hlýtur að nægja til að borga fyrir slíka þjónustu, því að allir vilja heldur greiða gjald en missa skó sína.“ KJARTAN MAGNÚSSON skrif- ar: „Fyrir kosningarnar var mikið rætt um barnaleikvellina í bænum, meðal annarra mála. Margir þeirra, sem þá voru tilnefndir, eru hvorki leikvellir né annað, og verða það varla í náinni framtíð. En öllum er þéim sameiginlegt, bæði raun- verulegu leikvöllunum og hinum, sem lofað hefur verið, að þeir eru allir staðsettir við umferðagötur, og sumar iþeirra mjög varhuga- verðar. Og það er tolátt áfram auð- séð, að 'hyllzt er til að setja þá við krossgötur með útgönguhliðum toeint á gatnamótin; (t. d. við Njáls götu, Freyjugötu, Lækjargötu). HVER SEM ORSÖK þessarar til hneigingar kann að vera, þá virð- ist öll'um, nema’þeim, sem málun- um ráða, vera augljóst, að þetta getur verið börnunum, sem vell- ina sækja, stórhættulegt. Þetta er líka lítil hagsýni, þar sem ódýrari lóðir eru hentari, og með öllu ó- þarft að langhlið vallanna snúi að götu. Auk þess er ljótt, að sjá lág- an steinvegg við enda götu.“ „ÞRÁTT FYRIR ÞAÐ, að út- gönguhlið leikvallanna eru flest að hættulegum umferðagötum, oft toeint á gatnamót, hafa ekki verið settar upp varnargrindur á gang- stéttarbrún nema við eitt þeirra, á horni Njálsgötu og Gunnars- brautar, þar sem geigvænlegt slys varð á dögunum.^ En þessar einu varnargrindur voru rifnar cniður 19. janúar sl., og hafa ekki verið settar upp aftur. Á sama tíma voru lokurnar teknar úr næsta hliði á sama leikvelli. Þær hafa heldur ekki verið settar í aftur. ÞANNIG SKILUR ekki nema örskammt bil, tveggja metra gang- stéttar, milli friðlýsts leikvangs gáskafullra barna og götunnar, þar sem dauðinn býr undir hverju bílhjóli. Þung lilýtur ábygð þeirra manna að vera, sem láta hjá líða möguleika sína á að bjarga manns- lífum, með skyldurækni sinni einni saman.“ vantar nú þegar til að bera blaðið til áskrif- enda í eftirtalin hverfi: Auðarsfræti BræSraborgarstígur Talið við afgreiðsluna. Sími 4900. Oeirðirnar á Java Myndin sýnir kínverskt flóttafólk í útjöðrum hafnarborgarinnar Surabaya á Java, meðan sú borg var á valdi þjóðernissinna og brezk herskip skutu á borgina. Fólkið flýði unnvörpum upp í land til herstöðva brezka setuliðsins. I áííg iíðssins oustuf á Isdiandi. EG YFIRGAF bækistöðvar sameinuðu þjóðanna í Delhi um ljósaskiptin, — á yndisleg- um tíma sólarhringsins, þegar hvorki er nótt né dagur. Á himni var ekki einn einasti ský- hnoðri, — aðeins mismunandi blámi, — ekkert annað. Eg leigði mér vágn og sagði ekiln- um að fara með mig til Chándni Chowk (en það er eitthvert stærsta sölutorg í Austurlönd- um). Mér likaði hið bezta við ekilinn, því að hann hugsaði ekki u^m að komast endilega sem stytztu leið á áfangastað- inn, heldur lagði leið sína um gamla iborgarhlutann í Delhi. Og hvilík sjón! Göturnar voru þröngar; þar úði og grúði af fólki, vögnum og uxum. Sérhver verzlun var undir berum himni. Göturnar voru fyr,st og fremst verzlanir, ekkert annað. Alls staðar þar sem eigendur verzlananna gátu því við komið, höfðu þeir stillt upp olíulömpum eða kertaljós- um. Það er öldungis ógjörning- ur að lýsa þessum stað til hlit- ar: Ég fékk hvergi nærri ljósa mynd af smáatriðunum þar sem ég fór í vagni mínum. Þetta var ' sambland af óteljandi ljósum/ verzlunum troðfullum af fólki, munaðarvörum, hvítum líkn- eskjum af gyðjunni Kali; — og alls sfaðar var ys og þys, og virt ust allir í bezta skapi. Ég sat hljóður og reyndi að setja á minnið það helzta, er á vegi mín um varð á leiðinni til Chandni Chowk. Svo sagði ekillinn: „Tik 1 Hai, Sahib?“ Ég steig af vagn- inum, borgaði, og tók til að ganga um markaðstorgið. * Torgið er raunverulega mjög breið gata, en hér var allt yfir- fullt af fólki líka. Aftur sá ég smáljósunum stillt hvarvetna — út i alla glugga, — á hill- ur. — alls staðar; og þar að auki hafði hver éinasta verzlun ógrynni rafljósa með skæra birtu. Verzlanirnar eru opnar út að gangbrautunum. Eigend- urnir þúa í búðum sínum og sitja á gólfinu. Vörunum er flestum fyrirkoxnið á tveim stór um hillum, sem þaktar eru hvít W GREIN ÞESSI er eftir ó- nafngreindan hermann, og birtist hún fyrir skömmu í brezka útvarpstímaritinu „The Listener“. Segir hér frá indverskri hátíð og tilbeiðslu frjósemisgyðjunnar Kali. um dúki. í einni verzluninni sá ég mikið af rauðum bókum. Ég geri ráð fyrir, að þær hafi ver- ið trúarlegs efnis. í hverri verzlun var líkneski af Kali. Þau höfðu öll fleiri en tvo hand leggi og hélt einn þeirra jafn- an á persnesku sverði. Einn ann ar guð, sem mikið er tilbeðinn, er fíls-guðinn, — mjög líkur * Kali, en með fílshaus; einkum er guð þessi tilbeðinn á Aust- ur-Indlandi, enda þótt ég sæi hann víða annars staðar. Ég nam staðar utan við eina verzlunina og virti fyrir mér ljósadýrðina, — litlu olíulamp- ana með logandi kveikjunum. Gamall tötralegur Indverji tal- aði lengi við mig á móðurmáli sínu um lampa þessa og Kali, og skildi ég ekki eitt einasta orð af því sem hann sagði. Ég lét hann halda áfram af því hann virtist svo ánægður með það. Hann dró fram í dasgljósið sex mismunandi líkneski af Kali, sem ég virti vel fyrir mér því að ég hélt að hann hefði þau til sölu. En það var ekki mein- ing hans. Þessar voru hans einka-Kaliur, og hann benti mér í áttina að verzlun þar sem þúsuftdir slíkra líkneskja voru til sölu; — þar gæti ég sjálfsagt fengið eitt. Sú verzlun var stórmerkileg. Þar var heilmikið af málmvör- um, og eigendurnir höfðu rað- ■að þeim í hillurnar á þann veg, að þær endurspegluðu ljósa- dýrðina í stórkostlegum marg- hreytileik. Hvarvetna voru menn að selja loftblöðrur; hvergi ‘hef ég séð jafnmikið af loftblöðrum. Sumar voru á stærð við mig. Krakkarnir hlupu um með þetta í spottum. Silfurmunirnir, liósin, loftblöðr urnar og allt fólkið, rann sam- an við hóp af nautgripum og vögnum á gangbrautunum. Annað slagið var ég að detta um einhverja, sem lágu í gang- veginum sofandi mitt í hring- iðunni. Þarna fengust einnig flautur, rakéttur, hvelleldar og anriars konar glingur, sem fjöl- margir voru að skemmta sér við. Þetta var allt mjög áhrifa- mikið. Hvergi var verið að verzla svo nokkru næmi, því að nú voru allir að skemmta sér; ég sá á öflu, að þetta var hátíðis dagur v fólksins, — stórmerkur dagur á árinu. * Að þessu loknu gekk ég í átt- ina til Jama Masjid — hins stóra, múhameðska bænahúss. Á leið minni eftir smástígum sá ég háar byggingar með ljós- um í hverjum glugga. Allt þetta hefði að deginum til litið út sem ofmikill íburður, en nú var þetta fyrst og fremst með aust- urlenzkum æfintýrablæ; dökk- ir skuggar, hvelfingar með ljós- um við súlnafæturna, svalir, —• en hvergi nokkur sája á ferli um þessa smáu stíga. Ég komst að Masjid, en sá þar ekkert merki- legt. Þar var verið að verzla fyrir utan, og hundruð manna lágu sofandi á musteriströppun um. Ég gekk að bakhttð húss- ins og kom í þrönga götu, sem var ljósskreyttari en nokkur önnur sem ég hafði áður séð. Verzlanirnar höfðu meira , að segja tjöld til þess að útiloka sterkustu birtuna frá götuljós- unum. Ég hefði gjarnan átt að taka það fram áður, að hver einasta verzlun var blómum skreytt, og menn voru að selja blóm til skrauts og Ijósker og stjaka undir kertin. Ég gekk niður eftir þessari þröngu götu. Þar var geysi- margt um manninn. Ég nam staðar, er ég kom auga á mann, sem var að smíða hljóðfæri, er minntu á gítara. Hann spurði, hvort mig langaði til að heyra sig leika, og ég sagði já við þvi og hann tók í strenginn fyrir mig. Allt i einu var kominn Frh. á 6. s®u.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.