Alþýðublaðið - 13.03.1946, Síða 2

Alþýðublaðið - 13.03.1946, Síða 2
ALÞYÐUBLAÐtÐ Miðvikudagur 13. marz 1346. / ... Norskirogfinnskirsamherjar hylla Alpýðuflokkinn. -------♦------- Heillaskeyti í filefni af 30 ára afmælinu. -------+------- FRÁ SAMHÉRJAFLOKKUNUM í Noregi og á Finnlandi bárust íslenzka Alþýðuflokknum í gær heillaskeyti í tilefni af 30 ára afmæli hans: í skeyti norska Alþýðuflokksins segir: „Við hyllum íslenzka Alþýðuflokkinn á 30 ára afmælis- degi hans fyrir skelegga baráttu fyrir lýðræði og sósíalisma. Það hefur aldrei verið eins ljóst og í dag, að sósíalism- inn er leiðin fyrir Norðurlandaþjóðimar og fyrir allar þjóðir til friðar og framfara. Til hamingju með daginn og framtíðina." í skeyti finnska Alþýðuflokksins segir: „Bróðurlegar árnaðaróskir á 30 ára afmælisdeginum. Lifi jafnaðarstefnan á Norðurlöndum. * Onni Hiltunen i Unto Varjoenen.“ Samuiflganefd nDana kenuir hingað væntanlega í mai. —------«------ Mun sennflega dveífa hér einn mánuð. ------------■— Frá fréttaritara Alþýðublaðsins KAUPMANNAHÖFN í gær. HINIR DÖNSKU FULLTRÚAR í samningaefnd Dana og íslendinga, seni hóf að ræða 'mál þau, sem skupazt hafa við skilnað landanna, í Kaupmanna)höfn síðast liðið haust, munu koma í vor til Reykjavíkur til þess að leiða þær samn- ingaumleitanir til lykta. Sennilega mun sammnganefndin koma til Reykjavíkur í maí og dvelja þar um mánaðartíma. Roy Hickman synpr í Gamla Bío á föstu- daginn. Enski söngvarinn roy HICKMAN, sem getið hef- ur sér óvenjulega góðan orðstír eftir þau fáu skipti, sem'til hans hefur heyrzt opinherlega, ætlar nð halda hljómleika í Gamla Bíó á föstudaginn kl. 7.15. Roy Hickman söng í útvarpið í júlímánuði, og varð það til þess að Kammermúsíkklúbbur- inn réði hann til að halda söng- skemmtun á sínum vegum í Listamannaskálanum 1. ágúst í fyrra. Söng Hickman þá ein- göngu „lieder“ (ljóðsöngva) með aðstoð dr. Urbantschitsch, og þótti samleikur þeirra me| afbrigðum þýður, enda luku öll blöðin hinu mesta lofsorði á frammistöðu þeirra. í vetur söng Hickman aftur í útvarpið, og nú í febrúar söng hann fyrir Tónlistarfélagið, bassahlutverk- ið í „Messíasi“, og þótti hin mikla og þjálfaða rödd hans njóta sín þar með afbrigðum vel gagnvart hljómsveitinni. Á föstudaginn mun Hickman bæði syngja óperulög og ljóða- lög. Af óperulögunum mætti helzt nefna: ástaljóð tröllsins úr „Acis og Galateu“ eftir Hándel, tvær aríur ur „Töfra- flautu“ Mózarts og þriðju arí- una úr „Kvennabúrinu“ (II Seraglio), svo og gamansama aríu úr ,,Heimkomunni“ eftir Mendelssohn. Meðal Ijóðanna má nefna nokkur af fegurstu lögum Sibeliusar, tvö lög eftir Tschaikowski, gömul og ný ensk lög, tvö ungversk þjóðlög og loks „ballade“ eftir Loewe yfir skozkt þjóðkvæði. * S^ntímis mun Grænlands nefnd danska þingsins bregða sér til Grænlands til að kynna sér viðhorfin þar eftir stríðið og dvöl hins ameríska setuliðs þar á landi. Það varð kunnugt í Kaup- mannhöfn i dag, að Eimskipa- félag íslands hefði undirritað samning við Burmeister & Wain skipasmúðastöðina um smíði á stórum nýtízku farþega og flutningaskipum, sem samtals muni kosta um þrjátíu milljónir íslenzkra króna. Þetta eru mestu kaup, sem íslendingar hafa nokkru sinni gert hjá danskri skipasmíðastöð. Hjuler Skíðamótið: Jónína Niljótiníusár- dóltlr, K.R., Reykja- víkurmeislari í hruni. SKÍÐAMÓT Reykjavíkur hélt áfram við Skálafell á sunnudaginn og var keppt í bruni kvenna og bruni karla í C og D-flokkum. Reykjavíkurmeistari í bruni kvenna varð Jón'ína Niljóhnius- a'rdóttir úr K. R. á 73 sek. í C-flokki kvenna varð fyrst Iniga Ólafsdóttir í. R. á 81 sek. I bruni karla, C-flokki, varð fyrstur Valdimar Björnsson K. R. á 3 mín. 7 sek. í D-flokki varð fyrstur Ólaf- ur Þorsteinsson Ármanni, á 3 mín. 42 sek. Keppni A- og B-flokks karla í bruni féll niður vegna snjó- komu síðari hluta dagsins, og einnig féll niður svig kvenna í C- og D-flokkum. Nýju varðbátarnir reyndust ónothæfir til björgunarstarfs og landhelgisgæzlu. ---:-+---- • N, -• . . ' Álit aitra, sem um málið hafa fjallað; nema Pálma Loftssonar forstjóra. FINNUR JÓNSSON DÓMSMÁLARÁÐHERRA upplýsti á alþingi í fyrradag, að nýju varðbátarnir þrír, sem Pálmi Loftsson forstjóri skipaútgerðarinnar keypti fyrir ríkisstjórnina í Bretlandi og nota átti til björgunarstarfs og landhelgisgæzlu hér við land, væru óhæfir til þeirra nota að dómi allra íslenzkra aðila, sem um piálið hafa fjallað, að forstjóra skipaútgerðarinnar einum undanteknum. i ) • Dómsmálaráðherra lcvað dóm hinna sérfróðu manna þann, að varðbátarnir væru ekki nothæfir til björgunarstarfa og ekki til landhelgisgæzlu á vetrum, nema ef vera kynni til staðbundinnar gæzlu. Gaf dómsmálaráðherra upplýsingar þessar, er hann svar- aði fyrirspurn vegna kaupa hinna nýju varðbáta. Dómsmálaráherra lét þess getið, að hann Kefði þ. 23. jan. s. 1. skipað þrjá menn, þá Haf- stein Bergþórsson, skipstjóra, Ólaf Sigurðsson, sjómann og Henry Hálfdanarson, skrifstofu stjóra til að athuga bátana og gera tilraunir um hæfni þeirra til landheligis- og björgunar- starfa. Samdi nefndin álitsgerð um starf sitt, dagsett 8. febrúar s. 1., þar sem skipin voru dæmd ónothæf til björgunarstarfa, svo og óhæf til vetrarferða. Hins vegar telur nefndin möguleika 4 að nota skipin til staðbundinn- ar landhelgisgæz'lu og jafnvel heppileg til síldarleitar og eftir- lits að sumri til. Dómsmálaráðherra kvaðst hafa sent forstjóra skipaútgerð- arinnar, Pálma Loftssyni, álits- gerð nefndarinnar. Svaraði for- stjórinn með skýrslu, þar sem kostum foátanna er lýst og ágæti þeirra til björgunarstarfa og landhelgisgæZlu. Segir á þessa Iund í niðurlagf þeirrar skýrslu forstjórans: „Þetta eru staðreyndir, sem ættu að sanna að fullu,'að varð- bátarnir eru'hæfir ti’l síns starfs, sem landhelgisbátar hér við strendur landsins. Hitt er svo annað mál, hvort íslenzku sjó- mennirnir geta fellt sig við þessa tegund skipa eðá hraðskreið skip yfirleitt. Sjómennirnir hafa nú haft nefnda varðbáta í rúma 3 mánuði og farið á þeim marg- ar gæzluferðir. Ætti því brátt að fást úr því skorið, hvort sjó- mennirnir geta fellt sig við bát- ana. Geti iþeir það ekki, hefur .brezki sjóherinn tjáð sig fúsan tií að skipta á%þeim fyrir önnur hæggengari skip af annarri gerð.“ Þá las dómsmálaráðherra skýrslu skipstjórans á Nirði um reynsluförina til ísafjarðar, en skýrslu þessa gaf skipstjórinn, Þórarinn Björnsson, skipaút- gerðinni að reynsluförinni lok- inni. Þá las hann og umsögn Con. S. Thomas um bátana, en hann fylgdi skipunum hingað til lands og hefur dvalizt hér til þess að setja íslendinga inn í vélaigang bátanna. Þá lét dómsmálaráðherra þess getið, að hann hefði á liðnu sumri falið skipaútgerðinni að athuga möguleika á notkun flug* véla í sambandi við landhelgis- gæzluna. Hafði Þórarinn Björns- son aithugun þessa á hendi og fór í þessu skyni nokkrar ferðir með flugvél þeirri, sem annaðist síldarleit á liðnu sumri. Þórarinn telur, að mikið gagn myndi verða að flugvélum í sambandi við landhelgisgæzl- una. En ef ful’lt gagn á að verða’ að flugvélum, verða varðbátar að vera skammt undan og koma hið bróðasta á vetfcvang. Tveir Siglfirðingar sigra í svigkeppni í Svíþjóð. TVEIR Siglfirðingar, þeir Haraldur Pálsson og Jónas Ásgeirsson, sem um þessar mundir dvelja í Svíþjóð, tóku þar nýlega þátt í skíðamóti, sem haldið var í Storlien og sigruðu þeir í svigkeppninni. Skíðamót þétta var héraðs- mót, og kepptu íslendingarnir tveir sem gestir á mótinu og vöktu mjög mikla athygli. í svigkeppninni varð Harald- ur fyrstur á 39,8 sek., en Jónas varð annar á 40,2 sek. Lýkur sfrætisvagna- verkíallinu í dag! S ÁTTASÉMJARI RÍKIS- INS, Torfi Hjartarson tollstjóri, hafði fund með að- ilum strætisvagnadeilunnar. í gær og bar fram miðlunar- tillögu. Samþykktu strætis- vagn^tjórar miðlunartillögu sáttasemjara á fundi í gær- kvöldi, en bæjarráð á eftir að taka afstöðu til hennar, en mun gera það á fundi sínum í dag. Fallist það á tillögu sáttasemjara, mun því stræt- isvagnadeilan sennilega leys- ast í dag. Særndir heiðursmerkj- um hinnar íslenzku fálkaorðu. U INN 1. JANÚAR S.L. -*• sæmdi forseti íslands eftir- greinda menn heiðursmerkjum hinnar íslenzku fálkaorðu eins og hér segir: N. T. Svenningsen sendiherra Dana í Stokkhólmi, stórkrossí hinnar íslenzku fálkaorðu. I. C. Möller forstjóra í Kaup- mannahöfn. Johannes Faurholt forstjóra í Kaupmannahöfn og. dr. Viggo Zadig í Málmey, Svíþjóð, ridd- arakrossi hinnar íslenzku fálka- orðu. Allir ofangreindir menn hafa á ýmsan hátt unnið að hags- munamálum íslands. Bókaverzlun ísafoldar 3 drengir ni fermingaraidnr npp- vísir að ioebroínm og plófnuðnm. -----;—»---------- BLAÐIÐ hefur fengið þær upplýsingar lijá rannsóknarlögregl- unni, að nýlega hafi þrír drengir um fermingaraldur orðið uppvísir að nokkrum innbrotum og þjófnuðum. Drengir þessir fóru inn í • mjólkurbúð á Ásvallagötu 1 og stálu þar sælgæti og peningum; ennfremur voru það þeir, sem valdir voru að iniibrotinu hjá' Jes Zimsen, og höfðu þeir það- an á brott með sér peninga og seðlaveski. Tveir drengjanna höfðu brot- izt inn í Björnsbakarí við Hring- braut og tekið þaðan skiptimynt og sælgæti; einnig fóru þeir inn í Ingólfsbakarí og Bernhöfts- bakari sömu erinda, og í ís- birninum stálu þeir peningum og fleiru. Þá hafði einn þessara pilta farið inn í Leikni á Vesturgötu 18 og haft þaðan á brott tvær ritvélar og eina reikningsvél. Oll eru innbrot þessi framin undanfarnar þrjár. vikur og eru þetta fyrstu broftin, sem þessir drengir fremja. Rannsóknarlögreglan vinnur stöðugt að þjófnaðarmálum þeim, sem getið 'var í blaðinu fýrir helgina og stóðu yfirheyrsl- ur út af þeim allan daginn í gær, en ekki er tímabært að skýra frekar frá þeim málum á þessu stigi. Fríkirkjan. Föstumessa í kvöld kl. Séra Ánu Sigurðsgon. 8.15 B ÓKAVERZLUN ÍSAFOLD AR hefur opnað útibú í Bankastræti, þar sem áður var glervöruverzlun Jóns Þórðar- sonar. Verða þarna aðallega selt rit föng svo og ýmsir listmunir og aðrir munir til tækifærisgjafa. Þessa dagana stendur yfir bákaútsala í verzluninni og eru seldar þar ýmsar gamlar- bæk- ur, sem eru í þann veginn að verða uppseldar. _ Vísilalan óbreylt - 285 stig. 17 ÍSITALÁ framfærslu- ® kostnaðarins 1. marz hefur nú verið reiknuð út, og reyndist vera 285 stig, eða sú sama og 1. febrúar.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.