Alþýðublaðið - 13.03.1946, Síða 4

Alþýðublaðið - 13.03.1946, Síða 4
ALÞYÐUBLAÐIÐ IVIjívikueíagur 13. iátár2 1946. fUj><j$aÍ>laði& tftgefandi: Alþýðuflokkurinn. I Ritstjóri: Stefán Pétursson. Simar: Ritstjórn: 4901 og 4902. , Afgreiðsla og auglýsingar: 4900 og 4906. Aðsetur í Alþýðuhúsinu við Hverf- isgötu. Verð í Jausasölu: 40 aurar. Alþýðuprentsmiðjan lif. Jé» ðlafssðnt Fullveldi og þjóðaréttur. Biðilsiör, sem bar árangur. Bæjarstjórnarkosn- INGARNAR Á AKRA- NESI, sem voru endurteknar á sunnudaginn, fóru eins og við var búizt af mörgum eftir að mistekizt hafði, að skapa starfs hæfan meirihluta í bæ.iarst.iórn inni eftir kosningarnar 27. .jan- úar. íhaldið fékk nú aftur fimm fulltrúa kiörna af níu, eins og það hafði fyrir 27. ianúar, og hefur þar með á ný hreinan meirihluta í bæjarstiórn. * Að svo miklu leyti munu úr- slit hinna .endurteknu bæjar- stiórnarkosninga á Akranesi ekki hafa komið mönnum neitt á óvart. Það var góð vigstaða fyrir íhaldið, að geta bent á hin ar árangurslausu tilraunir _til að skapa starfshæfa bæiarstiórn eftir 27. ianúar, og margir, sem ekki greiddu því atkvæði þá, virðast hafa látið blekkiast af þeim áróðri til fylgis við það á ný, þótt yitanlega sé það frá- leitt, að ekki hafi verið hægt, að skapa samstæðan meirihluta í bæiarstiórn á annan hátt. Þær óverulegu breytingar sem urðu á sunnudaginn á at- kvæðatölum Alþýðuflokksins og kommúnista, munu heldur ekki vekja neina furðu, þó að þær nægðu að vísu til þess, að Alþýðuflokkurinn tapaði einum af þeim þremur fulltrúum, sem hann fékk kosna 27. janúar, og kommúnistar fengu nú einnig tvo kosna í stað eins þá. Al- þýðuflokkurinn er feftir sem áður langstærsti andstöðuflokk ur íhaldsins á Ak’ranesi, og mun ekki hafa vantað nema aðeins iþrjú atkvæði til þess áð halda þremur fulltrúum. . * Það,' sem hins vegar vekur mikla athygli við bæ.iarstjórn- arkosningarnar á Akranesi á sunnudaginn, er sá árangur, sem biðilsför íhaldsins til mad- dömu Framsóknar hefur borið. Framsókn hafði, sem kunn- ugt er, sérstakan lista í kjöri við kosningarnar 27. janúar, og fékk þá einn mann kjörinn, þó að hún væri að vísu lang lægst allra flokkanna að atkvæða- tölu. En við kosningarnar á sunnudaginn hafði hún engan lista í kjöri, og biðlaði íhaldið við þær ákaft til hennar meðal annars með þeim óvenjulegu ummælum í Morgunblaðinu, ,,að stefna þessara flokka“, þ. e. Sjálfstæðisflokksins og Fram sóknarflokksins, ,,í bæjarmál- um þar væri í aðalatriðum mjög á eina og sömu lund.“ Þessi biðilsför hefur bersýni lega borið árangur. Maddama Framsókn hefur gengizt upp við blíðmælin, sem hún í seinni tíð hefur sannarlega ekki átt að venjast úr þessari átt; og með hennar ihjálp fékk íhaldið sinn gamla meirihluta ii bæjar- stjóm á Akranesi á ný. SAGAN kennir oss, að ríki hafi ýmist myndazt eða liðið undir lok á ýmsum tímum, en það er staðreynd, að mörg ríki hafa frá ómuSatíð verið til samtímis á hnetti vorum. Þjóðarétturinn byggir ein- mitt á tilveru meira en eins ríkis, með því að tilgangur hans er að skipa málum og setja reglur um samskipti ríkja, sem aðila, en svo sem kunnugt er, þarf minnst tvo aðila til að deila. Þjóðarétturinn er orðinn til fyrir vikurkennda nauðsyn. Þróun þjóðaréttarins er hlið- stæð félagsþróun þeirri, sem á sér stað frá frumstæðu fjöl- skyldulífi í myndum skipulegs þjóðfélags. Þótt hinn frumstæði einstaklingur teldi sig frjáls- an og engum háðan, áður en hann gerðist- limur í þjóðfélagi, átti hann ávallt á hættu að verða undirokaður af sér sterk- ari einstakling og verða ánauð- ugur þræll hans. Af skynsemi sinni sannfærðist maðurinn smátt og smátt um það, að hon- um hentaði betur að fórna nokkru af frumstæðu sjálfræði sínu til handa valdi, sem ná- grannar hans einnig beygðu sig undir, er hefði dómsvald og framkvæmarvald um málefni þeirra gegn því að fá í staðinn öryggi fyrir ágangi þeirra, sem samtökin,, mynduðu, og aukinn styrkleika gegn þeim, sem leita kynnu á þá utan að. Þannig varð þjóðfélagið smátt og smátt af nauðsyn að skipulegu réttar- ríki. » Líkt og einstaklingarnir í ríkinu töldu sér aukið öryggi og ýmsan annan ávinning að því, að. stofna réttarríki, töldu og stjórnir ríkjanna, er stund- ir liðu, sér ávinning og aukið öryggi að því, að stofna sam- félag ríkjanna og að skapa um það samþykktir og reglur, en þær hafa smámsaman þróazt svo, að þær mynda þjóðarétt þann, er við nú þekkjum. Segja má að saga þjóðaréttarins í nú- tíma skilningi byrji fyrst við friðinn í Westfahlen árið 1648. Einungis fullvalda ríki eru fullgildir aðilar í samskiptum ríkjanna. Fullveldi (Suverænitet) þýð- ir fullt lögræði innan þeirra tak marka, sem samþykktir og regl ur þjóðaréttarins setja. Það lýs- is sér út á við í þessu. Fullveld- ið er því ekki frjálsræði til hvers sem er. Það er á líkan hátt takmarkað og lögræði ein-. staklingsíns í ríkinu. Fullveldi ríkja getur verið takmarkað, og er þá oft talað um hálf-full- ,valda ríki. Þau geta þá einung- is verið aðilar í samfélagi ríkj- anna innan þeirra takmarka, sem fullveldi þeirra eru sett. Irjn á við lýsir fullveldi sér aðallega í því, að ríkið hefur lög gjafarvald, dómsvald og fram- kvæmdarvald innan landamæra ríkisins. Þetta er æðsta vald (Áutonomi) í ofannefndum mál- um. .Þótt hér .sé um æðsta vald að ræða, verður ríkið að gæta þess í löggjöf og framkvæmd, að það er einn liður í samstarfi annara aðila, sem það á ýmsan hátt verður að taka tillit til. Meðal fullvalda ríkja er fræði Iega viðurkennt jafnrétti, en þótt svo sé, hefur mátturinn í framkvæmd oft orðið þungur á metaskálunum í úrlausnum mála. . Eftir því sem samskipti ríkj- Eftirfarandi grein hefur AlþyðUblaðinu bor izt frá Jóni Ólafssyni lög- fræðingi, sem þekktur er lesendum íslenzkra blaða fyrir margar, athyglisverðar ritgerðir sínar þjóðaréttar- legs efnis. anna þróuðust, >risu upp dóm- stólar, til þess að gera út um deilumál aðilanna, líkt og dóm- stólar innan ríkjanna, en þeir eru að jafnaði gerðardómstól- ar. \ Það hefur jafnan þótt ágalli á skipun samskipta ríkja, að þar hefur vantað allsherjar fram- kvæmdarvald. Síðasta úrræði ið varð valdbeiting eins aðila eða fleiri saman gegn öðrum einum eða fleiri (stríð). Fyrsta alvarlega tilraunin til þess að bæta úr þessu var gerð ■við friðarsamningana í Versöl- um 28. júní 1919, en samkvæmt þeim var stofnað þjóðabandalag með framkvæmdarvaldi. Frá byrjun var sá ljóður á þessari stofnun, að Baridaríki Norður- Ameríku tóku ekki þátt í henni og Rússland gerðist ekki aðili fyrr en seint og síðar meir,'en þá var gengi hennar mjög svo hnígnandi. Þessi merkilega stofn un brást á eftirminnilegan hátt hlutverki sínu,' sökum innbyrð- is sundurþykkju, valdgstreitu og andvaraleysis ríkisstjórna þeirra, sem í hlut áttu. Nú er verið að setja á stofn nýtt þjóðabandalag, United Nations Organisation (U.N.O.), sem kallað hefur verið hjá okk- ur „Ráð hinna sameinuðu þjóða.“ Svo virðist sem menn geri sér nú enn meiri grein fyr- ir því en áður, að þessari stofn- un sé nauðsynlegt að.hafa nægi legt vald og styrkleika til þess að fúllnægja tilgangi sínum, enda mun framtíð henn'ar fara mjög eftir því, hvort henni verð ur veitt það. Ef þessari stofn- un gæti lánazt að rækja starf sitt með áhuga festu og víðsýni og hún hefði fullan stuðning rík isstjórna þeirra, sem að henni standa, þá gæti hún örðið til ómetanlegs gagns fyrir, framtíð allra þjóða. Sjálfstæði ríkja byggðist fyrr um aðallega á styrkleika þeirra sjálfra, en gat þó stuðzt við samband þeirra við önnur ríki að einhverju leyti. Á síðari tímum hafa verið til smáríki, sem engan vegin hafa haft styrkleika til þess að halda við sjálfstæði sínu og full veldi í samanburði við önnur stærri ríki eða stórveldi. Full- veldi þeirra byggir að verulegu leyti á hugsjónum og viður kenningum stórveldanna og annara aðila að þjóðarétti. Svo virðist sem ráðandi stefn ur í-þjóðarétti fari mjög eftir pólitískri þróun innan ríkjanna og sigli í kjölfar hennar. Hugsunarháttur sá, sem lá til grundvallar kjörorða frönsku st j órnarbyltingarinnar: Frelsi, jafnrétti og bræðralag, mótaði þróun í stjórnskipunarmálum flestra menningarríkja um langt skeið. Fólkið háði heita og ákafa baráttu til þess að öðl- ast pólitisk réttindi, en þau eru aðallega, annars vegar almenn- j ur kosningarréttur og hins veg- ar einstaklingsfrelsi, svo sem skoðanafrelsi, prentfrelsi, trú- frelsi, félagafrelsi o. s. frv. og jafnrétti. Mjög rík áherzla var lögð á frjálsræði einstaklings- ins og náði sú hugsun æ meiri og meiri tökum í framkvæmd og í löggjöf lýðræðisþjóðanna. í framkvæmd varð þetta þó að hlífðarlausri baráttu milli þeirra veikari og sterkari í þjóðfélögunum og víða virtist ekki vera nægilega séð fyrir skyldum einstaklinganna við ríkið eða heildina. — Þetta breyttist í Italíu undir stjórn fasista og í Þýzkalandi undir stjórn nazista. I Rússlandi mun ástandið að þessu leyti hafa ver ið svipað. Það er Ijóst, að með þessu hefur orðið geysileg breyting. Hvef áhrif kunna af henni að verða á næstu tímum, verður tíminn að leiða í ljós, en ætla má að lýðræðisríkin verði á næstunni að taka upp £ stjórn- skipun sína strangart- reglur um skyldur einstaklinganna við rík ið heldur en áður giltu. Þess er vert að gæta, að lýð- ræði það, sem þjóðirnar bjuggu við á 18. og 19. öldinni byggði ekki á almennum kosningarrétti í framkvæmd. Hann verður aft- ur á móti einkenni 20. aldar lýð ræðisins og verður það því ekki sambærilegt við hið eldra. Hið nýja lýðræði er nú í deiglunni, ef svo mætti að orði kveða, og mun í náinni framtíð reyna á lífsmátt þess. Fyrir og eftir heimsstyrjöld- ina 1914—1918 var einstaklings frelsið í hávegum haft. í sam- ræmi við það varð það gild regla milli þjóða, að þjóðir og þjóðabrot skyldu hafa rétt til að ákveða með atkvæðagreiðslu, hvaða ríkjum þeir vildu fylgja og mynda sjálfstæð og fuil- valda ríki. Þetta var kallað „sjálfsákvörðunarréttur þjóð- anna“ (Selfdetermination of Þessarar þjónustu við íhaldið á Akranesi ætti Tíminn að vera minnugur, þegar hann er að hælast yfir kosningaósigri Al- þýðuflokksins þar, eins og hann gerði í gær. T I L liggnr ieiðÍB Nations). Samkvæmt þessu voru mörg ríki stofnuð og landa mærum ríkja breytt eftir fyrri heimsstyrjöld, enda var Wilson forseti Bandaríkjanna ákveðinn fylgismaður þessarar reglu. Þá var þess ekki gætt jafnframt, aö leggja þeim ríkjum, sem þann- ig voru stofnuð, neinar sérstak- ar skyldur a herðar fram yfir það, sem nauðsynlegt var til að fullnægja almennum reglum um tilveru ríkja. Sem dæmi um stofnun ríkja um þetta leyti má nefna: ísland varð sjálf- stætt og fullvalda ríki 1. des- ember 1918 eftir að þjóðarat- kvæðagreiðsla hafði farið fram um það, Finnland varð full- valda ríki, svo og Eystrasalts- löndin o. fl. Þá sameinaðist og Suðurjótland Danmörku eftir þjóðaratkvæðagreiðslu o. fl. Þótt reynslán hefði sýnt, að alls má vænta í hinum grá- lynda heimi, og að öryggissamn ingar verða léttir á metaskál- unum, þegar voldugur aðili tel- ur sig þurfa að ryðja þeim úr vegi, svo sem dæmið um Belgíu og Þýzkaland í fyrri heimsstyrj öld bar vott um, þá ákvað ís- land að tryggja framtíð sína með yfirlýsingu um ævarandi hlutleysi, sem var viðurkennd af öðrum ríkjum. Á þeim rúm- um 20 árum sem liðu millí heimsstyrjaldanna gerðu mörg smáríki öryggissamninga við stórveldin til þess að tryggja stjálfstæði sitt. Mönnum er f fersku minni, hvernig fór um Frh. á 6„ síðu. |7 ALDAR KVEÐJUR fara nú, eins og oft áður, milli dagblaða Sjálfstæðisflökksins, Morgunblaðsins ' og Vísis, og svarar Morgunblaðið Vísi um óflokkslega afstöðu til stjórnar- samvinnunnar, en Vísir Morg- unblaðið um flokfeshættuleg mök við kommúnista. Þannig’ skrifar Vísir í gær: » „Málgagn miðstjórnar Sjálfstæð isflokksins 'hefur tekið iupp nýjan sið í starfi sínu í þágu flokksins. Hefur iþað snúíð máli sriui und- anfarna daga gegn tveimur mönnum, sem blaðið telur hættu- lega flokksstarfseminni, og vafa- laust á svo að kenna þeim ófar- irnar, ,ef einhvferjar verða með vorinu. Þessir mienn ■ eru ásakaðir fyrir, að þeir berjast gegn,komm- únistum, en hafi slíkt að skálka- skjóli til þess að vega að ráð'herr- um Sjálfstæðisflokksins, sem unn- ið hafi einstakt afrek er þeir komu á samstarfi við kommúnista. Hvert mál hefur tvær hliðar. Núverandi forustu Sjálfstæðis- flokksins tókst að leiða kommún- ista upp í ráðherrastólana, en nokkru áður höfðu þeir hvorki verið taldir samkvæmishæfir inn- an ríkisstjórnarinnar né innan þimgs. Þetta afrek leiddi til að flokkurinn stendur nú veikari err nokkru sinni fýrr í málefnabar- áttunni. Meirihlúti Sjálfstæðis- flokksins Var algjörlega andvígur samvinnu við kommúnista í upp- hafi. ístöðuminni menn létu að beiðni og boðun flokksforustunnar og veittu henni stuðning til sam- starfs. Fimm þingmenn lýstu hins vegar yfir því, að þeir styddu efekí núverandi ríkisstjórn og bæru enga ábyrgð á samningum um hana.“ Þá sakar Vísir og Morgun- blaðið um tvöfeldni og „tví- söng“ í málflutningi sínum vegna sambandsins við komm- únista og segir: „Slíkur tvísöngur í meginstefnu- málum er flokksstarfinu stórháska legur, -einkum þar eð viðurkennt málgagn miðstjórnarinnar á í hlut. Virðist blaðið um, sumt skjöldur og skjól kommúnista, frekar en stefnu fejálfstæðisflokksins.“ Grein þessa nefnir Vísir „Skálkaskjól“, og á þar ber- sýnilega við, að Sjálfstæðis- flokkurinn, eða að minnsta kosti Morgunblaðið sé nú orðið skálkaskjól fyrir kommúnista!

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.