Alþýðublaðið - 17.07.1946, Blaðsíða 6
ALÞYDUBLAÐID
Miðvikudagur,/ 17. júlí 1946,
Seme
Sementsuppsikipun stendur nú yfir. Þeir, sern
eiga semenst í pöntim og vilja fá það afgreitt frá
ski.pshlið, þurfa að láta- oss vita strax.
. . .
J. ÞORLÁKSSON & NOSÐMANN,
Bankastræti 11.
Sími 1280.
„Heima og erlendis",
Blað um fslendinga
og íslenzk efni
heima og erlendis.
HEIMA OG ERLENDIS“
nefnist nýtt tímarit, sem
tekið er að gefa út í Kaupmanna
jhöfn, og einkum er ætlað að
flytja fróðleik um íslendinga
sem dvalið hafa í Danmörku fyr
og síðar, og þá jafnframt stofn-
anir sem sérstaklega eru tengd-
ar íslendingum þar í landi.
Ritstjóri og útgefandi ritsiins
er Þorfinnur Kristjánsson
prentari, áhugamiaður, sem um
allmörg ár hefur unnið að því
að safna áreiðanlegum fregnum
frá íslandi og senda þær blöðum
á Norðurlöndum og ýmsum op-
inberum stofnunum.
Lætur útgefandi þess getið,
að mikið sé til skráð af heim-
ildum, sem snerta sögu íslend-
inga í Danmörku, en mikið sé
aðeins i minnum manna, og því
tímabært að bjarga hinu helzta
eigi það ekki að fara i glat-
kistuna.
Af tveimur ástæðum er nú
sérstök ástæða til að leggja á-
herzlu á að bjarga sögulegum
minningum heima og erlendis.
Annars vegar hin miklu tíma-
mót í lifnaðarháttum þjóðar-
innar, og jafnframt gjörbreyt-
ing sú, sem orðin er á samskipt-
um íslands og Danmerkur; en
itil skamms tima lágu þangað að
kalla allar leiðir, þegar sótt var
til frama í önnur lönd.
í fyrsta heftinu er m. a. grein
um sendiráð íslands í Kaup-
mannáhöfn, ásamt myndum.
Æviatriði og myndir sex íslend-
inga, sem búsattir eru í Dan-
mörku, og frásögn um prent-
smiðju. þá í borginni, sem flest-
ar íslenzkar bækur hefur prent-
að; enda var henpi stjórnað af
framgjörnum íslenzkum prent-
ara í byrjun 19. aldar.
Ritið kemur út sex sinnum á
ári og kostar árgangurinn að-
eins 9 kr. Bókaverzlun ísafold-
arprentsmiðju tekur á móti á-
skrifendum.
Blandy aðmíráll.
Frh af 5 síðu.
öryggi þeirra megi að gagni
koma.“
„Ég hef ekki gert mér nein-
ar hugmyndir um málið fyrir-
fram,“ segir hann. ,,Ég tek ekki
þátt í þessari tilraun með það
fyrir augum að sanna eða af-
sanna mokkuð.“ Samt sem áður
býst hann ekki við að lifa það,
að flotinn hverfi, nema þvi að
eins 1) að sannað sé, að unnt sé
að ná fullkomnum tökum á
þjóð án hernáms, 2) að þær
framfarir eigi sér stað í flug-
málum, að hægt verði að flytja
heila skipsfarma i lofti.
Hugmyndir hans um flota
framtiðarinnár — og varnir
framtíðarinnar, eru merkilegar.
Hann kamnast við, að orustu-
skipin hafi úrelzt, þegar flug-
vélamóðurskipin kornu til sög-
unnar, nema hvað þau hafi átt
miklu hlutverki að gegna í
heimsstyrj öldimni siðari við að
' skjóta þungum fallbyssukúlum,
og hann bendir á, að það, sem
veldur því, að skip verða úrelt,
sé ekki það, sem getur eyðilagt
skipið, heldur það, sem getur
komið í stað þess.
Mjög margar flugvélar voru
skotnar niður í styrjöldinni,
samt talaði enginn um að hætta
við þær, segir hann. Þjóðverj-
um tókst nærri því að koma
kaupskipaflotanum fyrir kattar-
nef, en við urðum að halda
honum úti. — Það er miklu auð-
veldara að eyðileggja flugvéla-
móðurskip en orustuskip. En
flugvélaskipið getur unnið verk
orustuskipsins fljótar og víðar.
Þar með er eklci sagt, að flug-
vélamóðurskipin verði ævin-
lega i tízku. Ef til vill á orustu-
skipið eftir að taka á sig nýja,
risavaxma m.ynd, skip, sem búið
verður rakettum, e. t. v. kjarn-
orkurakettum. í Bandaríkjun-
um er hafinn undifbúningur
þess að nýta kjarnorkuna til
þess að knýja skip. Ef til vill
koma fram kafbátar, sem knún-
ir kjarnorku geta farið lengra
neðansjávar en nú og verða
búnir sjálfvirkum rakettum.
Framhald af 4. síðu.
irnar að nýju, en það má oft
gera á marga vegu. Af því, sem
nú er. sagt, er ljóst, að þetta
er ekki á allra færi, og sjálfur
telur hann verkið næsta óskáld-
legt, en það hefur þó þann höf-
uðkost, að venjulegur lesandi á
hægra með að átta sig á því en
á „háloftsflugi“ „ritskýrend-
anna“, og hefur yfirleitt jörð-
ina til þess að halda sér við,
verður það því heilladrýgra sem
fáum er kleift að stökkva lengra
en þeir hugsa.
Mér er ekki grunlaust um að
almenningur hafi ærna ástæðu
til þess að fagna því, að jafn
skarpleg og skorinorð greinar-
gerð hefur loks komið fram um
þennan merkilega menningar-
arf vorn, og það því fremur, sem
yngri kynslóðin virðist vera
fornbókmenntunum undarlega
fráhverf, þrátt fyrir skrautleg-
ar útgáfur með afarmikilli gyll-
ingu, sem vel er til þess fallin
að gleðja augu smekkvísra efna-
manna — og rykfalla í bóka-
skápum. — Vera kann, að þrátt
fyrir allar skrumauglýsingar
um ágæti verkanna, hafi fólki
samt ekki dulizt tómhljóðið,
sem oft hefur einkennt formála-
orð útgefendanna. Það verður
áreiðanlega öllum ánægjulegri
tilhugsun, að fornskáld vor hafi
verið þess umkomin, að yrkja
rétt að máli, hugsun og brag-
reglum, en að sætta sig við hið
andlausa leirhnoð, sem þeim er
oft ætlað, og ber, í litlu, af hinu
vesælasta sálmahnoði miðald-
anna.
Sá þáttur bókarinnar, sem
fjallar um bragfræði til forna
er í einu og öllu hinn athyglis-
_ verðasti. Því verður raunar ekki
neitað, að þar er að finna mörg
| hvatskeytleg ummæli um fræði
menn í íslenzkum fræðum bæði
lífs og liðna, en hverjum, sem
hefur aðstöðu til þess að sann-
prófa tilvitnanir höfundar í
Snorraeddu, og ber þær því
næst saman við þann grundvöll,
sem fræðimennirnir nota undir
sína bragfræð.i, verður það ljóst,
að þess er ekki vanþörf að kveða
sér skörulega hljóðs. Verður
því ekki að óreyndu trúað, að
einhver, sem hér á hlut að máli,
rumski ekki, því að fari svo
verður enn þörf að spyrja um
hvað nóttinni líður.
III.
Skoðanir Kjerulfs á málfræði
kennslu nú eru ekki síður at-
hyglisverðar fyrir það, að þær
eru, í sumum atriðum, fyrir þá,
sem aðeins hafa einkað sér
„grammatík“ skólanna, næstum
• jafn nýstárlegar og fréttir frá
lífi á öðrum stjörnum. Skal ekki
um þær fjölyrt hér, en það mun
margra álit, að þar sé ekki ætíð
„örindi sem erfiði“. Það mun
næsta torvelt að hugsa sér þann
kennara, sem er nógu lítilþæg-
ur til þess að hafa ekki ærnar á-
hyggjur af einu vandamáli, sem
nú blasir við, að minni hyggju,
flestum þeim, sem stunda móð-
urmáls- og yfirleitt mála-
kennslu — orðfæð nemenda. —
Með iþá ömulrlegu i.Aaðreynd
fyrir augum. að orðaforðinn er
hverfandi iniðáð við orðaauð
tungunnar og frjómátt til ný-
sköpunar, sem hún hefur, verð-
ur enn brýnni þörf en ella að
herða betur á kennslu í þessum
efnum. Það er ekkert umtals- i
mál, að hér þarf nýja belgi und- i
ir nýtt vín ef ekki á verr að I
fara, og enn losna meira en orð- j
ið er um þau tengsli, sem binda j
saman fortíð, nútíð og framtíð ■
í kunnáttu og meðferð móður- j
málsins. Þegar þessa er gætt er j
ekki að furða þótt ýmsum þyki i
blöskranl t að leggja aðalá- .
herzluna A kenna nemendum 1
að reita sundur sínar gisnu
málflíkur í orðflokka og láta að-
alvinnuna ganga í meira og
minna andlausar og árangurs-
lausar tilraunir til fræðilegs
sparðatínings í beyginga- og
setningafræðum, heldur en að
snúa sókninni í þá átt að læra
málið sjálft. Vísast mundi sá
þykja lítt fyrirhyggjusamur,
sem hygðist leiða inn til sín
neyzluvatn og léti fjarri enda
vatnsleiðslunnar snúa beint upp
í loftið til þess að ná þeim fáu
regndropum, sem í hana kynni
að falla, í stað þess að leiða hana
í brunn. En er ekki líkt farið
með móðurmálskennsluna nú,
og það svið, sem afmarkað er
kennurum með skrifstofuunn-
um kröfum og reglugerðum?
Því ber ekki að neita, að nokk-
ur hreyfing mun nú vera að
vakna í þessu efni og hefur rík-
isútvarpið riðið þar á vaðið með
því að taka upp þáttinn um „ís-
lenzkt mál.“
Þar sem þessi þáttur er flutt-
ur af einum viðurkenndum
„fræðimanni“, mætti ætla að
sæmilega væri fyrir þessu séð.
Sú raunalega staðreynd glymur
þó í eyrum hlustenda, að á þessu
viðleitni mun almennt litið sem
ódýrt spaug, a. m. k. verður
naumast annað heyrt af þeim
spurningum, sem hann fær og
birtar eru hlustendum. Það er
vitað mál að landinn er nokkuð
gráglettinn stundum, þó að hér
sé sannarlega of langt gengið í
að leika með „fræðarann“ þar
sem það kostar það að hafa
tungu vora í fíflskaparmálum.
En víst á almenningur nokkra
afsökun þótt svona fari í að
heyra flutta eins og af þeim,
sem valdið hefur, jafn andlausa
flatneskju og hér er raun á,
þó að vísu sé hún „prýdd“ með
kollindoðrulegum mishæðum
héraðssteigurlætis. Er hér af
nógu að taka, og víst eru þau
dæmi, sem Kjerulf vitnar í og
tekur til meðferðar grátbros-
legur vottur um .misheppnaða
viðleitni. Enn eru ótaldir ýmsir
þættir, sem Kjerulf tekur til
meðferðar, en með því að þetta
greinarkorn er þegar orðið
nokkru lengra en í upphafi var
hugað, skal nú staðar numið.
Með þessum línum þykist
undirritaður haf lagt sinn litla
skerf til þess að vekja athygli
á þessari stórmerku bók, sem
telja má einstæðan bókmennta-
viðburð í öllu því flóði góðra og
lélegra bóka, sem nú flæðir um
landið frá hinum mýmörgu út-
gefendum.
p. t. Rvík. 14. júlí 1946.
Qddur A. Sigurjónsson.
HVAÐ SEGJA HIN BLÖÐIN?
Framhald af 4. síðu.
Vegna alirar þessarar þýðingar
bæði fyrir ’kynni þjóðanna og fyrir
knattspyrnuiíiþróttina hér, skulu
því ihinir dönsku gestir boðnir vel-
komnir og sú von iátin í ljós að
íör iþeirra yíir hafið megi verða
þeim til ánaegju í hvívetna og einn-
ig að heimsókn þeirra verði íþrótta
niönnum og áhorfendum íslenzkum
toæði til gleði og uppörfunar og
auki íþróttaleg -kynni þjóðanna og
gagnkvæma vináttu. íislenzkir á-
horfendur munu taka þessu frækna
liði með fögnuði og drengskap og
gleðjast engu síður yfir afrekum
þess á vellinum, en okkar eigin
manna. Slík er íslenzk gestrisni frá
fornu fari.“
Áreiðanlega verður mikill
mannfjöldi saman kominn á í-
þrótitavellinum í kvöld, þegar
landsíiðin þreyta leik sinn. Og
hver sem úrslit hans verða,
mun heimsókn dönsku knatt-
spyrnumannianna verða til
heilla fyrir íslenzkt íþróttalíf.
Velheppnuð hópferð
Alþýðuflokksfélags
Reykjavíkur um
Snæfellsnes.
Alþýðuflokksfélag
REYKJAVÍKUR Sgekkst
fyrir hópferð vestur á Snæfells-
nes um síðustu helgi pg tók þátt
í förinni Alþýðuflokksfólk frá
Reykjavík, Hafnarfirði og Akra-
nesi.
Lagt var af stað á laugar-
dagsmorgun og komið aftur að-
faranótt þriðjudagsins. Ekið
var í kringum Hvalfjörð og
komið við á Akranesi í báðum
leiðum. Til Stykkishólms var
komið á laugardagskvöld, og
gist þar um nóttina.
Sá Ólafur Ólafsson héraðs-
læknir í Stykkishólmi öllu
ferðafólkinu fyrir ókeypis gist-
ingu.
Eftir hádegið á sunnudaginn
var lagt af stað frá Stykkis-
hólmi og ekið vestur yfir Ber-
serkjahraun og út í Grundar-
fjörð og gist í Grafarnesi um
nóttina. Á mánudaginn var svo
haldið til Reykjavíkur aftur og
komið þangað eftir miðnætti
aðfaranótt þriðjudagsins.
Lætur ferðafólkið mjög vel
af förinni og telur hana ógleym-
anlega, rómar það hinar ágætu
viðtökur og gestrisni, sem það
mætti víða á ferð sinni.
Nýr veilingaikáli tek-
inn III slarfa við
Hreðavatn.
NÝR VEITINGASKÁLI tók
nýlega til starfa við Hreða-
vatn í Borgarfirði. Eigandi veit-
ingaskálans er Vigfús Guð-
mundsson veitingamaður, sem
um mörg sumur hefur reltið veit
ingaskála við Hreðavatn.
Stendur þessi nýi skáli
mokkru fyrir ofan gamla Hreða-
vatnsskálann, á fögrum stað í
hrauninu. Gert er ráð fyrir, að
um 170 mannis rúmist í skálan-
um í sætum.
Gamli skálinn verður einnig
starfræktur áfram, og eru það
nokrir Borgfirðingar, sem ann-
asit veitingasöluna þar.
Varðskipin féru af
stað fil Breflands í
gær.
ARÐSKIPIN ÞRJÚ, sem
keypi voru í Bretland á síð-
asta vetri og ákveðið hefur ver-
ið að skila þangað aftur, áttu að
leggja héðan af stað síðttegis í
gær.
Eins og áður hefur verið get-
ið urn, hefur verið samið um
það, að iskila megi skipunum
aftur gegn því, að önnur verði
smíðuð eða keypt i staðinn.
Verða skipin öll samferða til
Bretlands, en þangað er þeim
siglt af islenzkum skipshöfnum.
Utbréiðið
Alþýðublaðið.
Langi ykkur í goíí
effirmifScla^skaffij
þá fáið þið það hvergi
beíra en í
Tjarnaircafé h.f.
Vonarstræti 10.