Alþýðublaðið - 17.07.1946, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 17.07.1946, Blaðsíða 8
ALÞYÐUBLAÐIÐ Miðvikudagur, 17. júlí 1946.. S WTTJARdARBIOnfTr « MÉforinn. (Frenchman’s Greek) Stórmynd í eðlitegumí lit- uim eftir sammefndri. skáld sögoi efitir Daphne de Maurier. Joan Fontaine Arturo de Cordova Sýnd kl. 5—7—9. Wi BÆJARBIÚ i'YTrT Mdtn.irfirfti. Flótti í eyðimörk- inni. (Escape In The Desert) Afarspennandi mynd um flótta þýzkra fanga í Ame- ríku. HELMUT DÁNTINE PHILIP DORN JEAN SULLIVAN Bönnuð innan 14 ára. UM FRANK SINATRA. Sinatra hefur óskemmtilega rödd, en hann hefur að minnsta kosti rödd. Sir Tlxomas Beecham, MÁLSHÆTTIR. Betri er einn fugl í hendi en tveir í skógi. Oft dylur litur kosti. Gamlir til ráða, ungir til dáða. Boga skyldi enginn of langt toga. Lík börn leika bezt. Skaðinn gerir mann hygginn, en ekki ríkan. „Það er bezt að flytja veslings manninn niður á lækningastofuna.“ Að kvöldið skyldi þurfa að enda með svona ömurlegum hætti, hugsaði Henry þegar vagninn ók af stað með byrði sína niður hlíð- ina og inn í Doonhaven. Og hvers vegna þurfti það endilega að vera Jack Dónóvan, nýkominn frá Ameríku, sem batt enda á líf sitt á þennan hátt? Hefði hann aðeins orðið fyrir vagni einhvers annars, Henry vorkenndi manninum ekki hið minnsta; hann var þrjótur og þorpari á allan hátt og það var ekki nema gott að losna við hann, en það var óheppilegt og andstyggilegt að hann skyldi verða fyrir hans eigin vagni, einkum eftir hátíðahöldin, sem höfðu átt sér stað þetta kvöld. Þetta var ekki honum að kenna, þétta var engum að kenna nema Jack Dónóvan sjálfum, en það skipti ekki máli. Atburðurinn hafði gerzt. Og honum fylgdu margar ömurlegar minningar um fortíðina, sem bezt væri að geta gleymt. . . . Það 'var nokkru eftir miðnætti sem Henry og bræður hans komu aftur til Clonmere. Þeir höfðu farið með lík Jack Dónóvans á lækningastofuna og gert boð eftir ‘lækninum. Læknirinn sagði að hann hlyti að hafa gefið upp andann þegar í stað, og ekki væri hægt að kenna Tim um neitt, því að maðurinn hefði auðsæilega verið dauðadrukkinn. Læknirinn lofaði að fara næsta morgun og tilkynna Pat, frænda Jacks Dónóvans, hvað hefði gerzt, og Tom Callaghan bauðst einnig til að fara þangað. „Það er ástæðulaust fyrir þig að hafa áhyggjur af þessu, vinur minn,“ sagði hann við Henry. „Ég er prestur hér í sókninni og ég er vanur slíkum störfum, þó að Dónóvanarnir séu ekki í mínum söfnuði. Þú þarft að halda stóra veizlu á morgun og það er skylda þín að sjá um að hún fari vel fram.“ Höllin var þögul og skuggaleg í tunglsljósinu. Aðeins örlítil ljósglæta í svefnherbergisglugganum gaf til kynna að Katrín væri vakandi og biði eftir Henry. Hann óttaðist að hún yrði mjög hrygg ylir þessu. Fjandinn hirði: Jack Dónóvan, hugsaði hann gremju- lega, enda bótt maðurinn væri dauður. Bræður hans fóru upp í herbergi sín, en Henry var kyrr niðri og var að velta fyrir sér hvort hann ætti að segja Katrínu sannleikann eða ekki. En hann gat ekki sagt henni ósatt; hann hafði aldrei logið að henni. Hann stóð í aðaldyrunum og starði yfir víkina á Hungurhlíð. Hún var skuggaleg og ógnandi og máninn sem skein yfir Dooneyju virtist fölur og kuldalegur. Fyrir fimmtíu árum hafði afi hans staðið hér og hugsað um framtíðina með námusamninginn í vasanum. Og hvað verður eftir fimmtíu ár? Sonarsonur hans, ef til vill sonur Hals stæði hér; sama tunglið skini yfir Clonmere og víkina og Hungurhlíð væri dimm og skuggalegi Hann sneri sér við og fór inn og gekk hægt upp stigann að herbergi Katrínar. Hún sat uppi í rúminu og beið eftir honum; hár hennar var fléttað í tvær fléttur eins og á lítilli stúlku. Hún var föl og kvíðafull á svip. „Ég er viss um að maðurinn er dáinn,“ sagði hún. „Ég vissi það um leið og þú sagðir mér að fara heim. „Já,“ sagði hann, „Hann er dáinn.“ Hann sagði henni nánar frá þessu: að þeir hefðu farið með hann á lækningastofuna, vakið lækninn upp, en þegar hún spurði um nafn mannsins, hikaði hann, því að hann fann með sjálfum sér að nafnið hlyti að gera hana óhamingjusama, eins og það hefði gert hann vansælan. ' „Þetta var Jack Dónóvan,“ sagði hann loks. „Hann var ný- kominn heim frá Ameríku.“ Hún sagði lítið, og hann fór og háttaði sig, og þegar hann kom aftur var hún búin að slökkva ljósin og lá í myrkrinu. Hann tók hana í fang sér, og þegar hann kyssti augu hennar fann hann að þau voru vot af tárum. nyja eío mvr flriliiDgshnsið. (House of Frankenstein). Hamröm draugamynd, sem engan á sinn líka. Aðalhlutverk: BORIS KARLOFF LON CHANEY JOHN CARRADINE CARROL NAISH Bönnuð börnum yngri en 16. Sýnd kl. 5, 7 og 9. mn gamla bio vm í leynigjðnustn Japana. (Betroyal from /the East) Amerísk njósnamynd byggð á sönnum viðburð- um. Aðalhlutverk: LEE TRACY NANCY KELLY RICHARD LOO. Bönnuð börnum innan 16 ára. „Vertu ekki að hugsa um þetta,“ sagði hann. „Þetta var mjög leiðinlegt atvik en læknirinn sagði, að hann hefði dáið þegar í stað. Þú veizt að þetta var vandræðamaður, og hann hefði bara gert illt af sér í héraðinu ef hann hefði setzt hér að. Elskan mín, hugsaðu ekki meira um það.“ j>Ég er ekki að hugsa um það,“ sagði hún. „Ég er ekki að gráta yfir Jack Dónóvan.“ Hún þagði stundarkorn, síðan vafði hún handleggiunum ut- anum háls hans og sagði: v///a © Erfið Ijésmyndafaka. EFTIR INGEBORG VOLLQUARTZ. um. Bömunum var komið fyrir. Ljósmyndarinn taldi: „Einn, tveir---------“ „Kemur það bráðum, gamli?“ heyrðist allt í einu sagt, og börnin og stúlkurmar hrukku við, en eitthvað rumdi í herra Smith um „fuglsbjánann“, sem hafði trufl'að hann einmitt þegar börnin sátu eins og foezt varð á kosið. Drengimir og barnfóstrurnar þutu strax út á svalirn- ar fyrir utan ljósmyndastofuna. Þar sat páfagaukur, vagg- aði sér í gylltum hring og gargaði-í sífellu: „Góð'an daginn, góðan daginn, asninn þinn! Hvernig líður þér, gullið mitt? En það fífl, f-ífl!“ Á meðan ljósmyndarinn tók fram nýja plötu, sagði. ‘hann: (MYNDA SAGA ’__STiLl. IT COL'IO Bc X WHV NÖT ALM0ST ANVTHiNCr---- j LI5AVE IT THIS VALL6V HAS BESH/ THAT iVAV. CUT OFf FFOM THE V LBT5 iSET WORLD TO\Z \------7 AWAVt WHILE CENTURIE5/ ) Á WE CAN— GÍTUÉ'STAKfi 6N T VVUREViNö ___HE HASN'T &TE=£N HARML'P IN ALL THES-E YBA&S / 'f'J T. KNOW VVHAT Yú'JF.c Tl-liNKINíS/ SC : RCHY EMITH_____ TML-fiE iS N0THIN& iN CJE j CCNTRACT THAT EAVS V VO'J HAVF. TO GO (. VM THO&E CAVBS. k .Al’T CJBRENTS __\VS 5H0ULD CHBCK FOT< CýRO'5-ðTAKE'S 9AK.B/ y VEF, MiNP ^ yov x ain't SEEN NC’TH! ?4' SUT T HEAEP 'EM/ ws CAYES—N0ISES ? THERE'S SOMETHING- IN THERE__VOU'VE HEARP THEAA <SRUB'5TAKE? ) ^giucn. CELIA: Hellar og hljóð? Það er .eitthvað þama fyrir inn- an, — hefusr þú heyrt í þvi, Matgogigur? MATGOGGUR: Ó, jú, ég hefi heynt ýmislegt, en ekikert hef ég séð. CELIA: Eg veit, hvað þú heí- ur i hyggju, Örn Elding, en það er ekfcext í samningi okk ar, sem segir, að þú eigir að fara inn í þessa hella. ÖRN; Jú, en sennilega eru það leóiu'híökur. Eða þá loft- Eitraumar. Við ættum að ganga úr skugga um þetta vegina Matgoggs. CELIA: Matgoggur er ekki ó- ró’legur, enginn hefui’ gert honutmi mein öll þessi ár. ÖRN: En þó, þetta gæti veriö hvað sem vena sikal. DaLurinn ihefur verið úr öllu samibandi við .•Uimheiminn um aídabiL. CELIA: Við skulum ekkert skipta okfcur af þessu. Við sfculumi kornast á brott, me5- sn við getum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.