Alþýðublaðið - 09.11.1946, Page 2

Alþýðublaðið - 09.11.1946, Page 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Laugardagur, 9. nóv. 1946. iazzhljómsveitin ókomin ennþá. BREZKA jazzhljómsveitin, sem hingað átti að koma á fimmtudaginn, er ennþá í Prestwick á Skotlandi. Staf- ar það af því, að flugvélin, sem hljómsveitin átti að „ koma með, varð að snúa við á leið sinni hingað á fimmtu- daginn vegna slæmra flug- skilyrða, en flugvélin var komin rétt upp undi.r ísland, þegar hún sneri við. í gær lagði flugvélin ekki aftur af stað frá Prestwick, en senni.lega mun hún koma nú um helgina. Aðgöngumiðar á jazzhljóm leikana, sem áttu að verða á fimmtudaginn og föstudag- inn seldust strax upp, og gilda þeir á fyrstu og aðra hljómleikana, sem hljóm- sveitin heldur hér eftir að hún kemur. Fjölbreyff skemmtun í Tjarnarcafé kl. 3 á smnudaginn. MENNINGAR og minning arsjóður kvenna heldur fjöl- íbreytta skemmtun í Tjiarnar- café á sunnudaginn kemur iklukkan 3 síðdegis, en eins og kunnugt er, þá er tilgang- ur sjóðsins að vinna að menningarmálum kvenna með því að styðja konur til íframhaldsmenntunar við eeðri m'enntastofnanir, hér- Oendar og erlendar, með náms-i og ferðastyrkjum. Á skemmtuninni á sunnu- 'daginn verður m. a. flutt er- indi frá París, Lanzky-Otto Bieikur tunglskinssónötuna eftir Beethoven, Ólöf Nordal Hes kvæði eftir Tómas Guð- mundsson, Björn Ólafsson tfiðluleikari, leikur Systur í Garðshorni eftir Jón Nordal og Skúli iHalIdórsson leikur tnokkur lög eftir sjálfan sig á píanó. Björk í Húsafellsskógi, eitt af málverkunum á hátíðasýn- ingunni í listamannaskálanum. Hátíðarsýning Asgríms Jónssonar. MARGUR listunnandinn hefur lagt leið sína í Lista- mannaskálann ' undanfarna daga, stundum verið þar tím- um saman, en oftast farið þaðan með þá tilfinningu i brjósti, að hann yrði að koma aftur, hann, væri ekki hálfbú- inn að skoða sýningu Ás- gríms. Fjörutíu ára þróun eins af feðrum íslenzkrar mál aralistar geta menn ekki gleypt og mælt í einni eða tveimur heimsóknum. Slík sýninng er sem hrópandi rödd til allra llandsmanna: Hvenær ætlið þið að byggja slíkri list það heimili, það listasafn sem hún á skilið? Ásgrímur hefur mikið breytzt á 40 árum, eins og eðlilegt er. Elztu myndir hans eru raunsæjar og yfirlætis lausar eftirlikingar, en þar má — að minnsta kosti reftir á — strax sjá hönd meistar- ans. Þar var hið næma auga fyrir náttúru landsins, og hin snilldarlega __ fjarlægðartil- finning, sem Ásgrímur á i svo rikum mæli. En ljósið og litiná vantar enn. Það átti nann eftir að læra. Þegar hann fyrst hleyp- ir sér á skeið med litina og BAZAR Húsmæðraskólafélag Hafnarfj arðar heldur bazar í Sjálfstæðishúsinu sunnudaginn 10. nóv. kl. 4 e. h. Á boðstólum verða góðir og þarflegir munir. BAZARNEFNDIN 19. þing Á.S.I. FULLTRÚAR á 19. þing Alþýðusambands íslands eru beðnir að skila kjörbréfum sín- um í skrifstofu sambandsins, Alþýðuhúsinu, efstu hæð, fyrir kl. 4 síðdegis í dag. KJÖRBRÉFANEFNDIN tekur að draga íram með þeim Ijósið, er eins og það eigi sér ,stað í myndum Ás- gríms nákvæmlega sama breytingin og varð, þegar im- pressionisminn hóf byltingu nútíma málaralistar. Eftir það voru allar götur færar cg Ásgímur stefndi stöðugt hærra, til meiri og erfiðari viðfangsefna og fegurri lita- meðferðar. Það er alltaf náttúran, landslag íslands, sem heillar listamanninn mest og þar virðist hann una sér rneð hti og léreft. Einstök viðfangs- efni, eins og til dæmis bjark- irnar 1 Húsafellsskógi, virð- ast vinna hug hans, ög han.o málar þær aftur og aftur, eins og Cezanne hi'nn mikli gerði við Mont Saint-Victoire á sinum tíma. Tökum til dæmis 3 5. mynd- ina á sýningunni, Björk í Húsafellsskógi. Við staönæm- umst og horfum á hana, og augun líða fram og aftur um heillandi liti forgrunnsins, síðan upp eftir trjástofninum og fram á greinarnar og aftur niður að jöðinni, en næstum óhiákvæmilega endum við á þvi að stara á heiðoíá fjöllin í fjarlægð. Þanniy er það með fjölmargar myndir Ásgríms. Auk landslagsmyndanna eru á sýningunni nokkrar efnismiklar symbol-mvndir, eins og ,,Vetur“ og „Eldgós“, sem hverjum íslendingi lilýt- ur að verða starsýnt á. Þá má ekki gleyma Djáknanum á Myrká. Félag íslenzkra myndlista- manna á þakkir skildar fvrir að gangast fyrir sýningu þessari, enda var það hið sjálfsagðasta virðingarmérki við listamanninn á afmæli hans. Myndunum virðast smekklega raðað, bótt það sé ekki gert í tímaröö. Margir hafa að vísu saknað þess að hafa ekki ártöl myndanna, en í skránni munu þær vera tald- ar upp nokkurn vegmn i tíma röð. bgr. Mapás H. Jénssoes á í dag SystrafélagiS ,,ALFA“. Kl. tvö á morgun (sutmudag- inn 10. nóvember) verður bazar Systrafélagsins , Aha“ í Félags- heimili verzlunarmanna, Vonar stræti 4, eins og áður hefur verið frá skýrt. — Þar má ef- laus líta vandaðar vörúr með góðu verði eftir nútíma mæli- kvarða. MAGNÚS H. JÓNSSON prentari á 35 ára starfsaf- mæli í dag. Hann hóf nám í prentsmiðju Skúla Thorödd- sens 9. nóv. 1911. Þaðan fór hann í prentsmiðjuna Gut- enberg og vann þar óslifið í 28 ár, unz hann gerðist starfs maður í prentsmiðjunni Oddi, þar isem hann vinnur nú. Magnús tók hinn félags- lega starfsdag snemma, eða litlu eftir að hann gekk i prentarafélagið, og hefur lát- ið sig flest mál varða, sem borið hafa á góma í félaginu síðustu 20—30 árin. Vegna þessa finnst manni svo langt síðan hann varð eins konar leiðarljós margra yngri prentara í félagsmálum. Ferill Magnúsar í Prent- arafélaginu hófst með því að hann var kosinn ritari sjúkra samlagsins 1918. Stjórn sam- lagsins var jafnan umsvifa- mikið starf, sem gegna þurfti með kostgæfni, og rit- arastarfinu ekki sízt, því að á ritaranum hvíldi innheimta iðgjaldanna. Gegndi Magnús þessu starfi í nokkur ár með prýði. Síðar varð hann rit- ari Prenitarfélagsins, forrnað- ur og endurskoðandi í nokk- ur ár og loks ósilitið formað- ur 1933—1944. Hefur eng- inn gegnt formannsstarfi þar jafnlengi. Öllum þessum störfum gegndi Magnús af sérstakri samvizkusemi, svo að segja má, að um tvo tugi ára hafi hann helgað Prent- arafélaginu meginhluta frí- stunda sinna. Sem formaður Prentarafé- lagsins befur Magnús verið oddviti i við samningagerðir við 'atvinnurekendur um mörg samningstimabil. Hef- ur hann oft komið þar fram með svo mikilli liagni og þrautseigju, að þeir sem með honum hafa starfað, hafa undrast úthald hans og bar- áttuhug gegn skilningsleysi atvinnurekenda á högum hins vinnandi lýðs. Ég held að óhætt sé að slá því föstu, að Magnús hafi sýnt það í formannsstarfi sínu, að hann sé lagnasti samningamaður prentara- stéttarinnar á undanförnum árum, og höfum vifi þó átt marga góða samningamenn. Það mætti skrifa langt mál um starfsemi Magnúsar H. Jónssonar í þágu félagsskap- ar prentara, en þar sem ég vona, að hann eigi enn eftir að vinna lengi að þessum störfum, þótt hann hafi nú tekið sér hvíld frá þeim um stund, bíður það betri tíma. Eitt af þeim málum, sem Magnús ibeiitti sér fyrir inn- an Prentarafélagsins, er stofnun ellistyrktarsjóðs fé- lagsins. Hefur sá sjóður gert preruturum kleift að hætta vinnu, þegar þeir eru sjö- tugir, og má það fyrst og fremst þakka ötulli forgöngu Magnúsar, að sá sjóður gat tekið jafn snemma íil starfa og raun varð á. Þótt Magnús H. Jónsson hafi fórnað félagsskap prent- ara miklu af tómstundum sínum, hefur hann þó haft fleiri áhugamálum að sinna. Hann er t. d. allmikill 'bóka- maður, eftir því sem prént- árar hafa éfni á að vera, og hefur gaman af að eignast Magnús H. Jónsson. góðar bækur og lesa sér til sálarheil'la að loknu þreyt- andi dagsverki, og oft og tíð- um vanþakklátum rnála- rekstri fyrir félaga sína. Þegar Magnús var um tví- tugsaldur hafði hann mikinn áhuga á leiklist og fékkst við hana um nokkurra ára skeið hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Þó'tti hann efnilegur byrj- andi í leikMstinni ogi hefði vafalaust náð langt á þeirri braut, ef hann hefði lagt stund á hana til langframa. Magnús hefur átt. sæti á flestum Alþýðusamhands- þingum síðusu 15—20 árin sem fulltrúi Prentarafélags- ins. Hann átti og sæti í stjórn Sambandsins um nokkurra ára skeið og þótti sæti hans þar vel skipað sem annars staðar. Magnús er hreinlundaður og drengilegur í framkomu. Hann er ósmeykur við að segjiá hverjum sem er mein- ingu sína, og er þá stundum all beinskeyttur, hvort sem er í sókn eða vörn. Sópar þá oft að honum í ræðustól, enda hefur hann gott lag á því að ná eyrum áheyrenda sinna. Prentarar þakka Magnúsi H. Jónssyni öll hin^ miklu störf hans í þágu H. í. P. og stéttarinnar og vænta þess að mega enn lengi njóta ágætra starfskrafta hans. G. H. ^rVmfm?r/lKY/iNlNGM UNGLINGASTÚKAN UNNUR nr. 38. Skemmtifundur á morgun kl. 10 f. h. Fjölmennið og greiðið gjöld ykkar. Gæzlumenn. Es. Brúarfoss fer ffá Kaupmannahöfn þriðjudaginn 12. nóvember til Reykjavíkur. Es. Lagarfoss fermir í Gautaborg um miðjan nóvember. fer frá Reykjavík laugardag- inn 9. nóvember til Kaup- mannahafnar og Gautaborg- ar og fermir þar síðaist í nóvember. HF. EIMSKIPÁFJÉLAG ÍSLANDS.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.