Alþýðublaðið - 03.12.1946, Blaðsíða 4
ALÞÝDUBLAÐiÐ
Þriðjudagur 3. des. 1946.
Útgefandi: Alþýðuflokkurinn
Ritstjóri: Stefán Pjetursson.
Símar:
Ritstjóri: Stefán Pétursson.
Afgreiðsla og auglýsingar:
4900 og 4906.
Aðsetur
í Alþýðuhúsinu við Hverf-
isgötu.
Verð í lausasölu: 49 aurar.
Sett í Alþýðuprentsmiðjunni
Prentað í Félagsprentsm.
VAXTABRtF STOFN-
LÁNAPEILDAR SJÁVAR-
ÚTVEGSINS höfðij um
mánaðamótin selzt fyrir ná-.
ilega sjö milljónir króna síðan
hin nýja sókn lánsútboðsins
hófst. Má því segja, að árarig
urinn hafi verið góður síð-
asta mánuð, þar eð salan hef-
ur að meðaltali. numið um
tvö hundruð þúsund krónum
á dag, Eri betur má þó ef
duga skal og það takmark á
að nást, sem sett hefur verið,
en það er að vaxtabréf stofn-
lánadeildarinnar hafi selzt
fyrir fimmtán milljónir
króna um áramótin.
Nú verður sóknin í lánsút-
boðinu enn hert og var Lands
bankinn opinn í gær milli
klukkan 5 og 7, til þess að
þeir, sem vinnu sinnar vegna
hafa átt erfitt með að koma
á venjulegum afgreiðslutíma,
gætu gerzt áskrifendur að
vaxtabréfunum. Um mánaða
mótin hafa menn meira fé
handabært en um miðjan
mánuð eða þegar líður að
mánaðamótum, svo að þess
er að vænta, að sala vaxta-
ibréfanna aukist að mun
næstu daga. Má því segja, að
,góðar vonir standi til þess,
að takmarkið náist, að salan
hafi numið um áramót þeirri
upphæð, sem forráðamenn
lánsútboðsins gera sér vonir
um.
Ýmis fyrirtæki hafa að
undanförnu keypt vaxtabréf
stofnlánadeildarinnar í áll-
stórum stíi, og .vissulega má
segja, að undirtektir almenn-
ins hafi verið góðar. Hitt
vekur að vonum athygli, að
þei.r, sem mest fjárráð
hljóta að hafa. virðast. seinir
til að leggja, fé í betfá fyrir-
tæki; sem tryggir aukningu
og endurnýjun stórvirkustu
atvinnutækja okkar og rekst
ur þes£ atvinnuvegar, sem
þjóði.n á fyrst og fremst hag
sinn og velferð undir að vel
vegni.
Það er vitað mál, að al-
menningur á nú við óvenju-
lega góð fjárhagskjör að búa,
þrátt fyrir dýrUðina. húsa-
leiguokrið og aðra bá erfið-
leika, sem heria okkur og
koma þyngst niöur á alþýð-
unni og launþegumim. Þetta
fólk heíur reynzt skilnings-
gott á nauðsyn þess að leggja
frarn fé til að tryggia fram-
tíð sjávarútvegsins. En þeir,
sem safnað hafa auði vegna
dy rtíðarinnar og húsaleigu-
Hátíðahöldin fyrsta desember. — Stúdentarnir í
hátíðaskapi. — Handritamálið og ummæli Gylfa
Þ. Gíslasonar prófessors.
STÚDENTAR héldu 1. des-
ember hátíðlegan og' voru há-
tíðahöld þeirra þeini til sóma,
að minnsta kosti sá hluti þeirra
sem ég gat fylgst með. Margar
ræður voru fluttar. Þeir töluðu
meðal annars allmikið um flug-
vallamálið og sýndist sitt
hverjum eins og eðlilegt er um
það deilumál. Og sjálfsagt: að
allar skoðanir á því máli komi
fram, annað væri ekki sam-
boðið lýðræði okkar, þar sem
málfrelsi og skoðanafrelsi er í
heiðri haft. Einhver tilraun var
þó gerð til aS beita kúgun og
útiloka vissar skoðanir.
HANDRITAMÁ1.ID bar og
mjög á góma. í því máli stend-
ur þjó?in sem órjúfandi heild.
Gylfi I?. Gíslason prpfessor og
ritari Alþýðuflokksins talaði
vel fyrir því máli, af fullri
kurteisi og dirfsku. Hann túlk-
aði slcoðanir allrar íslenzku
þjóðarinnar á þann hátt sem er
okkur til sóma, því að öll dig-
urmæli og hótanir á borð við
þær, sem einstaka StórrDanir
hafa viðhaft. gagnvart okkur út
af þessu máli, éru ekki sam-
boðin málstað okkar. Gylfi Þ.
Gíslason sagði meðal annars í
ræðu sinni. „Það.hafa löngum
verið meginrök íslendinga í
sjálfstæðisbaráttu þeirra, að
þeir værti. sérstök þjóð,. sem
ætti sér forna menningu og
langa sögu, merka tungu og
glæstar bókmenntir. Þessi vopn
reyndust bitrari en flest önn-
ur. En á niðurlægingaröld
glataði þjóðin úr landi gersem-
um, sem höfðu ómetanlega þýð-
ingu fyrir þessa baráttu, hand-
ritum að hinum fornu bók-
menntum og gripum ýmsum.
Hinn dýrmætasti hluti þessara
skjala er nú í vörzlu Hafnarhá-
skóla. Það er safn Árna Magn-
ússonar, safnið, sem hann arf-
leiddi þann háskóla að, hinn
eina háskófa, sem þá gat talizt
háskóli íslendinga."
„NÚ EIGA ÍSLENDINGAR
sinn eigin háskóla og hafa búið
vel og glæsilega að honum. Þeir
hafa lagt sérstaka áherzlu á að
hlynna þar að íslenzkum fræð-
um. Við Háskóla íslands starfa
6 vísindamenn að kennslu og
rannsóknum á þessu sviði, einn
að rannsóknu.m án kennslu-
skyldu, og ennfremur hefur
verið stofnað sérstakt bókavarð-
arembætti. Hann er orðinn
miðstöð þessara fræða, svo sem
vera ber. En eitt skortir. Hand-
ritin að fornbókmenntunum eru
í vörzlu annars háskóla. ís-
lendingar hafa óskað þess að fá
þau afhent, og bíða svars.“
s . j
„ÞAÐ HEYRIST SAGT, að
Iiafnarháskóli eigi handritin og.
beri því engin skylda til afhend
ingar þeirrá, Það er hægt að eiga
vöru og hvérs konar fjármuni,
kaupa þá, selja og. gefa. Væri
hér um að ræða skinnpjötlur
einungis, mætti.segja, að sá ætti
þær, sem hefði keypt þær, eft-
ir máli eða vog,; eqa. hlotið þær
að gjöf, Eir þao. sem á skinnið
er ski;áð, verður hvp.rki mælt
né vegip.pg ekki paptið til.fjár
og það getur aldre.i orðið. éign
annars. en þesé, ,sem skóp það.
Það voru íslepzkar hendur, sem
rituð.u letrið á þpssi blöð, það er,
íslenzkt mál, sem á þeim stend-
ur, það eru íslenzkar bókmennt-
ir, sem þau hafa að geyma,
hold af holdi íslendinga og
blóð r.f blóði þeirra, Dönum
geta þessi skinnblöð aldrei orð-
ið annað en sýnisgripir, verð-
mætt skart í söfniim þeirra. En
þau eru íslendingum allt annað
og :meira,“
„ÞAU ERU HELZTI skerfur
þeirra til heimsmenningarinn-
ar. Vitundin um þann ljóma,
sem.þau hafa varpað á landið,
hefur verið þessari þjóð hugg-
un og styrkur, þegar allt virt,-
ist verða óhamingju hannar að
vopni, náttúran: :fór. hamförym:
gegn henni og erjendir vald-.
hafar léku hana, grátt, Bók-.
menntirnar, sem. þe.ssi snjáðu
skinnblöð hafa að, geyma, hafa
verið . meðal hinna hinstu raka
fyrir tilverurétti þessarar þjóð-
ar. Þess vegna eiga þau hvergi
Ireima nema í vörzlu hennar
sjálfrar. Það getur enginn átt
þau annar en sú þjóð, sem. hef-
ur sltráð sögurnar og ljóðin,
sem eru letruð á þau og hlýtur
að telja þau meginþátt menn-
ingar sinnar,“
„OG ÞEGAR VIÐ þetta bæt-
ist, að engip. þjóð hefur nú til
þess hæfari fræðimenn og betri
skilyrði en íslendingar að
rannsaka handritin og auka
verðgildi þess fjársjóðs, sem
heimsmenningin á í þeim, þá
virðast frekari raka ekki við '
I
þurfa fyrir því, að þau eigi að
flytja híngað, og Háskóli ís-
lands að fá þau í vörzlu sína.
Aðrar þjóðir vsrða að skilja og
hljóta að.skilja, hversu sárt það
Framhald á 7. síðu.
okursins, hafa engan veginn |
sýnt sama skilning á því, að j
atvinnulífið í landinu þurfi
að blómgast og dafna. Fyrir- j
tækin, sem keypt hafa vaxta-!
bréfin a’ð undanförnu, eru j
heldur ekki í hórii þeirra j
stofnana, sem ástæða er til að
ætla, að safnað hafi mestum
auði undanfarin ár. Þau
munu telja sig hafa annað
við fé sitt að gera. En efa-
laust fer því fjarri, að súj
ráðstöfun fjár þeirra sé þjóð-1
holl eða pytsamleg í líkingu i
yi.ð, að það renni til fram-i
kvæmda á sviði sjávarútvegs
ins, sem munu marka tíma-
mót í sögu þessa aðalatvinnu
vegar þjóðarinnar, ef þannig
tekst, sem vonir standa til.
Lánsútboð stofnlánadeild-
ar sjávarútvegsins mun á
sinn hátt gefa þjóðinni vís-
bendingu um það, hverjir
eru þjóðhollir og skilnings-
ríkir á nauðsyn þessa stór-
máls og hverjir hugsa um
það eitt að hækka gróðakúf
sinn og vilja af engu fé sjá,
sem vari.ð sé til hags og ham-
ingju fyrir alla.
í ritstjóm Alþýðublaðsins. Vinnutími kl.
1—7 síðdegis. — Hátt kaup í boði.
Upplýsingar í ritstjórn Alþýðublaðsins í Alþýðu-
húsirsu eftir klukkan 1 í dag.
í nágrenni bæjarins óskast til kaups.
Staðgreiðsla.
Þeir, sem kynnu að hafa slíkan bústað til
sölu, sendi nöfn sín í lokuðu umslagi til-af-
greiðslu Alþýðublaðsins, merkt: „Þegar í
stað.“
Hvííi maðúrjjnn.
Ferðasaga eftir heimi'rægan ferðalang og rit-
höfund.
Kabloona hefur komið út á fjölmörgum þjóð-
tungum og hvarvetna átt miklum vinsæld-
um að fagna, enda opnar hún lesandanum
nýjan og framánd'i heim. Bókin er mynd
um skreyít og mjög; vönduð að öllum frá-
gangi, en þó ódýr.
Þetta er bók hánda eiginmanninum.
Fæst hjá bóksölum.
BÓKAÚTGÁFA GUÐJÓNS Ó. GUÐJÓNS-
SONAR. — SÍMI 4169.
Að marggefnu tilefni hefur bæjarráð Reykja-
víkur og byggingarnéfnd samþykkt eftirfarandi
aðvörun:
Leyfi verður ekki veitt til tenginga ann-
arra húsa við vatnsveitu eða rafmagns-
veitu Reykjavíkur, en þeirra, sem reist
eru skv. leyfi réttra stjórnarvalda.
Jafnframt verða gerðar ráðstafanir til
að koma í veg fyrir að byggíngar verði
reistar í óleyfi í bæjarlandinu, og að
byggingar, sem þar eru nú án leyfis,
verði fjarlægoar svo fljótt sem við verð-
ur komið, sbr. lög nr. 61, 31. oktbr. 1944.
IiATT KAUP.
Upplýsingar í afgreiðslu þessa blaðs.
Alþyðublaðið, sími