Alþýðublaðið - 03.12.1946, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 03.12.1946, Blaðsíða 7
ÞriSjudagur 3. des. 1946. jííini * • J# ALÞYÐUBLAÐIÐ Bærinn í dag. Næturlæknir er í Læknavarð stofunni, sími 5030. Næturvörður er í Laugavegs- apóteki. Næturakstur annast B.S.R., simi 1720. Minningarspöld styrktarsjóðs ekkna og munaðar lausra barna íslenzkra lækna fást í skrifstofu héraðslæknis í Reykjavík. 85 ára varð í gær. Jóhannes Magnússon frá Laugabökkum, nú til heimilis í Reykjahlíð 12. Hjónabönd: Halldóra Jónsdóttir og Jón Sigtryggur cand, phil. Heimili þeirra verður að Arnargötu 9. Rakel Sveinbjörnsdóttir og Eiríkur Guðmundsson. Heimili þeirra verður í Garðarstæri 39. Fjórar hornsúlur Framhald af 3. síðu. heill hópur lltilla barna, sem ekkert hljóta i föðurarf ann að en svik og brigðmælgi, og ekki er enn séð, að hin opinberu stjórnarýöld hafi nein ráð til þess að láta feð- ur þeirra sæta eðlilegri á- byrgð, eins og sjálfsagt þætti, ef þeir væru íslending ar. Með þv'í, sem ég hef sagt, er ég ekki að hvetja til þjóða haturs, heldur heilbrigðrar gagnrýni. Minn óskadraum- ur er sá, að ísland eigi heil- brigða samvinnu við aðrar þjóðir, án vantrúar og of- trúar. Vinátta við aðra verð- ur að vera hreinskilin, ann- ars leiðir hún til þeirrar ó- heilu auðmýktar, sem kom fram í fari kotbóndans, sem stóð berhöfðaður við búðar- borðið, en bölvaði kaupmann inum, þegar hann var kom- inn fyrir húshornið. Og það vil ég ííka að skiljást, að ef vér eigum að geta séð kost og löst á öðrum þjóðum, verðum vér að geta litið á sjálfa oss með hreinskilni og einurð. Það þarf meira en fyr-j a-dr-' b rrgeður til að vernda sjálfstæðið. Og húrra hróp úr brennivínsbarka bjargar engri þjóð úr vanda. ; i mtm m Til er þjóðsaga um það, að einhvers staðar á .íslandi hafi sóknarnefndin farið á fund setuliðsins og beðíð það að færa „braggann“ lengra frá kirkjunni. Liðsforinginn á hafa svarað því, að það væri alveg sjálfsagt áð færa „braggann“, og þó væri hann ekki eins mikil svívirða við kirkjuna og sú, sem byggðarmenn sýndu sjálfir með því að koma aldrei í hana. — Ég ber enga ábyrgð á þessari sögusögn, en hún er að einu leyti táknræn. Ef vér viljum að aðrar þjóðir haldi sig í hæfilegri fjar- ilægð frá þv.i, sem þjóð vorri er heilagt, hvort sem það er ein ikirkjulóð eða landið í heild sinni, þá er aðeins einn kostur fyrir hendi, — að vér sjálfir rækjum helgidómana, séum sannir íslendingar í orði og verki. Ýmsir eru svartsýnir í þessum efnum. Ég er það ekki, þótt ég vilji vera raunhæfur í skoðunum mínum. Saga landsins sann- ar það, að ávallt þegar mest- an vanda hefur að höndum borið, hefur forsjónin sent oss menn, sem trúðu á köll- un þjóðarinnar og áttu mann dóm til að fylgja henni. Svo mun enn fara. /desember-fagnað- ur lagsins. ALÞÝÐUFLOKKSFÉLAG REYKJAVÍKUR hélt fyrsta desember fagnað í Alþýðu- húsinu við Hverfisgötu á sunnudagskvöldið. Hófst skemmtunin með sameiginlegri kaffidrykkju. Ræður fluttu séra Sigurður Einarsson, Haraldur Guð- mundsson, Birglr Halldórs- son söng einsöng, Ármann Halldórsson skólastjóri las upp og Ársæll Pálsson leik- ari skemmti með gamanvís- um. Að lokum var stiginn dans. V! úfför Þórðar Sveins- sonar prófessors í gær JARÐARFÖR ÞÓRÐAR SVEINSSONAR prófessors fór fram að viðstöddu miklu fjölmenni í gær, og var sorg- arathöfninni. í dómkirkjunni útvarpað. Húskveðja fór fram að heimili hins látna og flutti séra Jón Auðuns hana, en séra Bjarni Jónsson flutti ræðu í kirkjunni. Kista hi.ns látna var borin í kirkju af stjórn og félögum Sálarrannsóknafélags ís- lands, en úr kirkju báru hana stjórn og félagar Lækna félags íslands. í kirkjugarð báru kistuna nánir vanda- menn hins látna, en síðasta spölinn að gröfinni, synir hans. Jarðað var í gamla kirkju- garðinum. Bazar Verkakvenna- félagsins Framsókn. BAZAR fyrir hjálparsjóð Verkakvennafélagsins Fram sókn verður haldinn föstu- daginn 6. des. í Góðtemplara húsinu. Þær félagskonur, sem ekki. eru búnar að koma þeim munum, sem þær ætla að gefa, og aðrir, sem vilja styrkja bazarinn, eru vin- samlega beðnir að koma þeim fyrir n.k. föstudag á eftirtalda staði: Skrifstofu félagsins í Al- þýðuhúsinu, opin 4—6 e. h. og Jóhönnu Egilsdóttur, Ei- ríksgötu 33; Pálínu Þorfinns dóttur. Urðarstíg 10; Gíslínu Magnúsdóttur. Freyjugötu 27; Jónu Guðjónsdóttur, Freyjugötu 32. HANNES Á HORNINU Framhald af 4. síðu. er fyrir íslendinga, að fá ekki sjálfir að gæta þess arfs, sem hefur verið stærsti skerfur þeirra til sameiginlegrar menn- ingar allra þjóða, þegar þeir eru færir um það og engin önn- ur þjóð færari. Af þessum sök- um vænta ísiendingar þess, að endalok þessa máls verði á þann veg, sem þeir óska, þann- veg einan, sem væri sam- boðin norrænni menningu.“ Skemmtanir dagsims Kvikmyndir: GAMLA BÍÓ: „í blíðu og stríðu“. Irene Dunne, Alan Marshall og Roddy McDor- wall. Kl. 6 og 9. NÝJA BÍÓ: „Sakamálafrétta- ritarinn". Deanna Durbin. Kl. 5, 7 og 9. TJARNARBÍÓ: „Við munum hittast". Barbara Britton, Ray Millend. Kl. 5, 7 og 9. HAFN.FJ.-BÍÓ: „Þrjátíu sek- undur yfir Tokio“. Steam Certracy, Van Johnson. Kl. 6 og 9. Leilchúin: LEIKFF.L. RVÍK.: Aðgöngu- miðasala að sýningunni ann- að kvöld, lcl. 4—7 í dag. LEILFÉL. HAFNARFJ: „Húrra krakki“ í Bæjarbíó kl. 8,30. Söfn og sýninqar: ÞJÓÐMINJASAFNIÐ í Safna- húsinu, opið kl. 13—15. N ÁTTÚRU GRIP AS AFNIÐ í Safnahúsinu, opin kl. 14— 15. BÓKASÝNING IIELGAFELLS í Listamannaskálanum, opin kl. 11—23. Dansleikir: BREIÐFIRÐINGABÚÐ: — Skemmtikvöld kl. 9, Knatt- spyrnufélag Reykjavíkur. HÓTEL BORG: Framsóknar- flokkurinn 30 ára — afmæl- isveizla. INGÓLFSCAFÉ: Dansað frá kl. 9—11.30. Hljómsveitarstjóri Tage Miiller. RÖÐULL: Skemmtikvöld kl. 20—1, Bolvíkingafélagið. SJÁLFSTÆÐISHÚSIÐ: Kvöld- vaka Tónlistarfélagsins kl. 8. 30—2. TJARNARCAFÉ: Dansað frá kl. 9—11.30. Hljómsveitarstjóri Baldur Kristjánsson. ÍSfvarpiS: Konan mín, Jónína Jónatansdóttir, andaðist að heimili okkar, Lækjargötu 12 A, sunnu- daginn 1. desember. Vegna aðstandenda. FIosi Sigurðsson. 12.10—13.15 Hádegisútvarp. 15.30—-16.30 Miðdegisútvarp. 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Dönskukennsla, 1. fl. 19.00 Enskukennsla, 2. fl. 19.25 Þingfréttir. 20.00 Fréttir. 20.30 Syrpa um þróunarkenn- inguna. — Upplestur. — Forsagnir. — Tónl. (dr. Áskell Löve o. fl.). 21.30 íslenzkir nútímahöfund- ar: Guðmundur G. Haga- lín les úr skáldritum sínum. 22.00 Fréttir. Létt lög (plötur). ij Hérmeð tilkynnist vinum og vandamönnum að móðir mín, Quðrún Jónsdóttgr, andaðist í sjúkrahúsi í gær. Jarðarförin ákveðin síðar. Fyrir mína hönd og annarra aðstandenda. Sigvaldi Jónsson. BY6GINGÁRL0Ð óskast til kaups. STAÐGREIÐSLA Væptanlegir seljendur sendi nöfn sín í lokuðu umslagi til afgreiðslu Alþýðu- blaðsins, merkt „ L Ó Ð fyrir næst- komandi laugardagskvöld. Sfcrifsfofysfúlka óskast nú þegar um 4—5 mánaða tímabil, hálfan eða allan daginn. Nauðsynlegt er, að viðkomandi sé vel að sér í vélritun og annarri skrifstofuvinnu. Upplýsingar í skrifstofunni. Keramik-vörur. Krystals-vörur. Silfurplett-vörur. Gler-vörur. ÉG ÞAKKA INNILEGA öllum, sem vottuðu mér árnaðaróskir sínar með blómum, skeytum og heim- sóknum. á sjötugsafmælinu. Sérstaklega þakka ég kvenfélagskonum Fríkirkju safnaðarins fyrir þá fallegu gjöf, er þær færðu mér. Sömuleiðis börnum mínum, tengdabörnum og barna- börnum. I reð beztu kveðjum og árnaðaróskum til ykkar allra. Guðrún Jónsdóttir, Suðurgötu 28, Hafnarfirði. C -:m selt 25 tunnur af frostlegi (Ethylene- :: oi). jpplýsingar í skrifstofu FLUGVALLAR.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.