Alþýðublaðið - 03.01.1947, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 03.01.1947, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐUBLAÐIÐ Föstudagur, 3. janúar 1347. Útgefandi: Alþýðuflokkurinn ftitstjóri: Stefán Pjetursson. Símar: Ritstjórn: símar 4901, 4902. Afgreiðsla og auglýsingar: 4900 og 490S. Aðsetur í Alþýðuhúsinu við Hverf- isgöfu. Verð í lausasölu: 40 aurar. Sett í Alþýðuprentsmiðjunni Prentað í Félagsprentsm. Ffrsfa vandamáf ÁRIÐ 1947, sem nú er ný- "byrjað, loíar ýmsu góðu um efnahagslega afkomu þjóðar- ánnar, sem méiin hefðu ekki þorað að gera sér vonir um fyrir nokkrum vikum síðan. Markaðshorfur fyrir aðalat- vinnuveg okkar, sjávarútveg inn, bötnuðu stórkostlega á Bretlandi rétt fyrir áramót- án svo að líkur eru nú til, að afurðir hans seljist á árinu við vel viðunandi verði. Og síðan alþingi samþykkti fyr- ir jólin, að ríkið skyldi á- byrgjast vélbátaútveginum, hraðfrystihúsunum og út- flytjendum verulega hækk- að fiskverð, og að það skyldi tryggf með verðjöfnun milli' vetrarfísksins, og síldarinn- ar næsta sumar, sem fyrirsjá anlegt þykir að verði í mjög háu verði, eru allar fleytur nú að búa siig á veiðar á vetrarvertíðinni. Vonir standa því til, að atvánna verði næg á árinu og afkoma almennings engu . lakari en undanfarin ár. En þó að um atvinnu og afkqrnu horfist þannig mikf- um mun betur á í byrjun hins nýja árs, en um alllangt skeið fyrir áramótin, er ann að stórt vandamál þjóðarinn- ar, sem mánuðum saman hef ur valdið mönnum áhyggj- um, óleyst enn, — en. það er myndun nýrrar ríkisstjórn-; ar. Þrír mánuðir eru bráðum i iliðnir síðan stjórnin baðst | lausnar, og ..margir viðræðu- íundir hafa verið haidnir með stjórnmálaflokkúnum og einstökum forustumönn- um þeirra; . eq . ennþá örlar ekki á' neinúm möguleikum til þess að mynda starfhæfa stjórn. í stað hinnar fráfar- andi, Mun shkur dráttur á Stjórnarmýndun í bingræðis landi, algert einsdæmi; og hann felur í sér, alvarlega hættu :—ekki aðeins fyrír á- lit þjóðarinr.ar út á við, heldur og fyrir þingræðið .ag lýðræðið . í landinu sjálfu.. Þess er að Vænta, að j stjórnmálamennirnir láti það ! verða sitt fyrsta .verk.á hinu rýbyrjaöa ári', að binda enda á þétta stjórnleysi.. Mörg’ vandamál kalla að, þó að ráðizt hafi fram úr markaðs- vandræðunum og erfiðleik- um sjávarútvegsins í bili. Ný sköpúnin á sviði atvinnulífs- ins er tafin og henni bein- línis teflt í hættu með því aiillibilsástandi, sem nú rík- 1 Mistök á gamlárskvöid. — Góður siður — og slæmur siður. — Undarleg spurning unglings. — Lögreglan — fyrirmæli hennar — skyldur o" réttindi. A GAMLAAESKVOLD urðu óeirðir við lögreglusíöðina, eins og flest önnur gamlaárskvöld. Þao er eins og aiístór hópur ungmenna í Reykjavík telji það sérstaka skemmtun á síðasta kvöldi ársins að gera aðsúg að lögreglunni. Það er mikil skömm að þessu, og með ein- hverjum ráðum verðum við að afnema þennan skrilslega ósið. — Gamlaá.rsk%'öld er eitt mesta hátíðarkvöld hvers árs. Þetta er um Ieið leiðasta og erfiðasía kvöld lögreglunnar. Lögregiu- þjónarnir fá setíð söniM skipnn- ina á gamlaársdag, að skipta sér ekki af gleðilátum horgar- anna nema beir telji að þau gangi svo langt að einstakling- um, eða verðmœtum, stafi hætta af, Lögregluþjónarnir fara eft- ir þessu, enda óska þeir einskis frekar, en að mega hafa frið- samt kvöld, og geía horft á gleðilætin án þess að grípa inn í þau. EN ÞEIR VERÐA alltaf , .að gera það að meiru eða niinna leyti. Ástæðan er sú, að ungl- ingar. haga sér eins og skríll, kveikja í, ráðast á farartæki til að velta þeim, hrinda.lögreglu- þjónum,. hrifsa af þeim húfurn- ai- og traðka á þeim. — Lög- regiuþjónarnir búa sig undir það á hverjum gamlársdegi að geta veitt „fyrstu hjálp“ ef meiðsli og slys bera að höndum, o'g jafnvel sumir söltudólgarn- ir verða að leita á þessar náðir og biðja um hjálp. MJíÍG SELNT.á . gaxnlaárs- kvöld frétti ég af óeirðum í mið bænum, umhverfis lögr.eglu- stöðina. Ég hitti ungljng, sem á einhvern há.tt hafði lent í þvög- unni og ég sagði: „Þetta er skrílsháttur. Hvernig stendur á því, að þið komið þessu af stað.“ Unglingurinn horfði á mig stór urn bláum augum og spurði svo. „Ja, en hvað á maður að gera sér til skemmíunar á gamla- árskvöld?“ -— Þessi spurning Itom mér á óvart, en hún vakti athygli mína á meini okkar. Þa.ð er.eihs og. við getum ekki sleppt okkur lausum í saklaus- um galsa. Ef við sleppurn okk- ur lausum þá verðura víð að skríl. ERLENÐIS,er þaö mjög víða syo, að borgararnir. eiga götuna á gamraárskyöld. Þeir fara um þær í tugþúsundatali, haldast í hendur, syngja og dansa og faðmast og í flestum tilfellum hefur lögreglan engin afskipti einhverjum fýlupoka, sem ekki getur gerst þátttakandi í gleð- inni, og þar með forðast á- rekstra. Við þurfum að tileinka okkur þennan sið. Það er held- ur ekki örgrannt um að ýmsir reyni að koma honum á. Á EINSTAKA STAÐ í bæn- um dansaði fólkið og söng á götum um leið og gamla árið kvaddi.. í húsi þusti fólkið út á götu, tókst í hendur og söng, en . samstundis opnuðust allir gluggar og allar dyr í nærliggj- andi húsum og fólk þaut út og gerðist þátttakandi í leiknum. Það var tekið á móti því, og .svo var haldið áfram að syngja. Slík skemmtun er góð og þrosk andi. Hvers vegna gerum við þetta ekki öll? Hvers vegna safnast fólk kringum íögreglu- stöðina með illt í huga? Hvers konar, fólk er þetta? EF VI® , tökum upp hinn sið- inn. þarf enginn unglingur að spyrja. „Já, en hvað á maður eiginlega að gera sér til skemmt unar á gamlaárskvöld?“ — Þessi skemmtun er einhver sú bezta, sem gefst, og ég hygg, að þegar hún er komin á, þá muni unga fólkið hlakka enn meira til gamlaárskvölds en það ger- ir.nú.. MENN HAFA ekki .alltaf til- Hneigingu til að gagnrýna lög- regluna. Men,n. ,-vilja deila við hana. Oft er. það hægt. En mér finnst að lögreglan . hafi að minnsta kosti . alltaf á réttu að stanöa á gamlaárskvöld. Þá er ekki hægt að deila við hana. Stundum getur saklaus veg- farandi orðið fyrir hnjaski af hennar völdum þetta kvöld, en þó aðeins ef hann er í þvögu óróaseggja. Þess vegna er það hans sölc en ekki hennar. Hannes á horninu. Einkaskeyti frá BÍLDUDAL. MJÓLKURVERÐ á Bíldu- dal er nú kr. 2,05 pr. lítra og heí'ur það þó nýlega lækk- að um 11 aurá; var áður 2.16 pr láitra. Er fc'lk mjög óá- nægt yíi.r þessu háa veröi á mjólkinni, sem er langt fyr- af þessu. Borgararnir gæta þess i,ir ofan lögákveðið hámarks- að fara ekki yfir. mörkin, að ; verð. — Það er hreppurinn, hrökkva undan ef þeir mæta: sem sér um mjólkursöluna. ir. Dýrtíðin heldur áfram að magnast og grafa ræturnar undan framtíð eívinnuveg- anna. Enguiu blandast hugur um.' að mikií og samStillt á- tök þarf tils ef stöðva á slíka öfugþróun áður en það er um seinan og hrunið er skollið á. Menn mega í því efni ekki' láta hinar bjartari markaðs- horfur. nú. í ársbyrjun villa sér ,sýn. Þær gera ekki bet- ur en að fresta þeim vanda, sm dýrííöin hefur okkur. að ho.ndum færí og yið verðum fyrr eða síðar að leysa. En fvrsta skilyrði'ð til þess, að það megi takast, er, að þjóð- i n fái . sterka og starfhæfa stjórn. verður haldinn með foreldrum og styrktarmönn um sjálfseignarstofnunarinnar „Skóli ísaks Jóns- ar“ laugardaginn 4. janúar 1947 kl. 3 síðdegis í Kennaraskól'a'num. Fundarefni; 1. Skipulagsskrá fyrir stofnunina lögð fram til samþykktar. 2. Önnur mál. Reykjavík, 2. janúar 1947. Isak Jónsson. Verkakvennafélagið Framtíðin og Alþýðuflokksfélögin í Hafnarfirði þalda í G. T.-húsinu laugardaginn 4. jan. kl. 2,30 e. h. . Aðgöngumiðar verða seldir í G. T.- húsinu frá kl. 10 f. h. sama dag. verður á sunnudaginn. Stjórnir félaganna. 10- 1 Til 15. jan.1947 heimilast tollstjórum og nm boðsmönnum þeirra að tollafgreiða vörur, sem,, komnar eru til. landsiins, gegn innflutningsleyf-■ um, sem giltu til 31. des. 1946., Til sama tíma framlengist giidi gjaldeyris- leyía, sem féllu úr gildi 31. des. 1946, þó því að-, eins að þau séu fyrir, innheimtum, sem komnar eru í banka og tilheyra vörum, sem komnar eru til landsins. Eftir 1. jan. 1947 er óheimilt að stofna til nýrra vörukaupa og yfirfær.a gjaldeyri í sambandi við þau, gegn leyfum, sem falla úr gil.di 31. des. 1946, nema því aðeins að þau séu endurnýjuð af Við- skiptaráði. Reykjayík, 28..,desf 1946, Viðskiptaráðið.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.