Alþýðublaðið - 18.02.1947, Síða 4

Alþýðublaðið - 18.02.1947, Síða 4
ALÞÝÐUBLAÐIÐ Þriðjudagur, 18. febr. 1947. ^(|>(|ðnbla5ið Útgefandi: AiþýSuflokkurinn Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Símar: Bitstjórn: símar 4901, 4902. Afgreiðsla og auglýsingar: 4900 og 4906. Aðsetur í Alþýðuliúsinu við Hverf- isgötu. Verð í lausasölu: 50 aurar. Sett í Alþýðuprentsmiðjunni Prentað í Félagsprentsm. Fyrsfi nýi fogarinn. FYRSTI TOGARINN af J>eim þrjátíu og tveimur, sem samið var um smiði á i Bng- 'landi á vegum nýbyggingar- ráðs, kom til landsins i gær; ■er það „Ingólfur Amarson“, sem er eign Reykjavíkur- bæjar og verður geirður út -af honum. En hinir munu koma á eftir með um það bil. mánaðar millibili þar til all- ;ur hinn nýi togarafloti er kominn og togaraeign þjóðar- ;innar hefur á'llt að því tvö- 'faldazt. Koma „Ingólfs Arnarson- ar“ er mikill viðburður í sögu sjávarútvegsins og at- vinnulífsins yfirleitt hér á landi; enda var mikið urn 'dýrðir, er hann sigldi í höfn hér í gær. í mörg ár hefur verið talað um nauðsyn þess, að endur- nýja togaraflotann, þessi af- kastamestu og þýðingar- mestu fram'leiðslutæki okkar, .sem árin fyrir styrjöldina og á óffriðarárunum voru stóð- ■ugt að ganga úr sér. En efnin voru lítil til þess og hagur út- gerðarinnar þröngur. Það var fyrst við söfnun hinna ó- venjulegu innstæðna erlend- is á ófriðairárunum, sem möguleikar sköpuðust til þess að endurnýja og auka logaraflotann; og hefðu þeir möguleikar þó vei getað far- ið forgörðum eins og stríðs- gróðinn eftir fyrri heimsstyr- öldina, ef ekki hefði verið tekin hin stórhuga og djarfa nýsköpunarstefna á sviði at- vinnulífsins, sem fylgt hefur verið síðan haustið 1944 og fylgt mun verða einnig í framtíðinni, þar til atvinnu- lií okkar hvilir á traustum grundvelli hinna fulikonni- ustu framléiðslutækja, sem fáanleg eru i okkar höfuðat- vinnugreinum. í engri atvinnugrein á þjóðin eins mikið undir þess ari nýsköpun og í sjávarút- veginum, og engin skip eru þar eins afkastamikil og eins gífurlega þýðigarmikil fyrir allan þjóðarbúskapinn og ■einmitt togararnir. Þess- vegna vekur „Ingólfur Arn- arson“, þessi fyrsti hinna ný- smíðuðu togara okkar á Eng- landi, sem hingað er kominn, svo mikinn fögnuð og svo miklar vonir. Öllum, sem vit hafa á, ber saman um það, að hann sé sannkallað listasmíðl, búinn öllum beztu tækjum, sem nú tíðkast, til veiða, og meiri þægindum fyrir sjó- mennina, sem eiga að sigla Rómantík þessara daga. — SkíSaferðirnar. — Sunnudagurimi. Síldveiðarnar. — Ingólfi Arn- arsyni fagnað. — Umferðarkvikmyndin og happ- drætti Hreyfils. KÓMANTÍK þessara vetrar-' skipin, sem koma síðar, qg þeim daga er margvísleg. Sólskin og hvítur snjór, síldveiði í hafnar- minninu, nýir togarar til lands- ins, hlýja og birta um allt. Við höfum sannarlega elcki undan neinu að kvarta og við værum vanþakklát ef við gerðum það. — í fyrradag var veður fagurt, enda fór mikill fjöldi manna úr bænum. I»að var eiginlega alveg óslitin íést af bifreiðum austur á fjall við og við um hádegisbilið og allir skíðaskálar voru troðfullir af fólki. BREKKURNAR við skíða- skálann í Hveradölum voru voru þaktar af ungviði, sem brunáði niður á fleygiferð, en á veginum var fólk að spásséra, ungir og gamlir alveg eins og það væri á rúntinum í Austur- stræti. Það hafa ekki komið margir svona dagar á þessum vetri og það er því ekki nema von að fólk reyni að notfæra sér þá þegar þeir gefást. Ann- ars hefur fólk líka gert ákaf- lega mikið að því undan farna beri því að styðja það eftir fremsta megni. Mest ríður að sjálfsögðu á starfi sjómann- anna, pn það ríður líka á miklu, að allir aðrir, sem vinna við' þetta fyrirtæki, stjórnendur þess og verkamennirnir, finni til ábyrgðar sinnar gagnvart því. ÉG GÆTI trúað því að marg- ir muni óska eftir þvi, að mega skoða þetta skip næstu daga. Ætti það að leggja hér við bryggju um stund svo að almenningi gaefist kostur á að koma um borð og kynna sér það. Ég gæti trúað því, að gamlir og ungir sjómenn muni nota það tækifæri og koma í heimsókn um borð í Ingólf Arnarson. ÝMISS KONAR SAMTQK berjast gegn umferðarslysun- um við hlið hins opinbera. Bif- reiðastjórarnir talca þá.tt í þess- ari baráttu og fer vel á því. Bif- reiðastjórafélagið Hreyfill hef- ur þetta mál á dagskrá hjá sér daga, að horfa á síldveiðarnar 0g nú ætlar það að láta gera hér við nágrennið. Nú getur kvikmynd, umferðarkvikmynd, maður jafnvel labbað út á og safnar fé til þess fyrirtækis. hafnargarð og horft á þær Það er mj.ög dýrt að gera slíkar .kvikmyndir og ekki íyrir aðra en þá, sem ráða yfir allmiklu fé. i BIFREIÐASTJÓRAFÉLAG- IÐ EFNIR TIL happdrættis til ágóða fyrir þetta fyrirtæki og eru tveir vinningar, ný fólks- bifreið frá Ameríku og 10 daga skemmtiferðalag í sumar í góð- um bíl. Ég vil hvetja fólk til að taka þátt í þessu happ- drætti. Með því styður það mikið nauðsynjamál og getur, ef heppnin er með, fengið mik- inn og glæsilegán vinning. Hannes á honiinu. þaðan. OG í GÆR kom Ingólfur Arnarson, fyrsti togarinn, sem Reykjavík á sjálf og ætlar að reka. Með komu þsssa skips er náð miklum og söguríkum á- fanga í baráttumáli. Ég hef enn ekki, þegar þetta er ritað, séð þetta skip, en allir, sem segja sögur af því, lofa það. Við vonum líka öll að það verði brautryðjandi nýrrar aldar í búskap höfuðstaðarins, og að þrátt fyrir það þó að mjög hafi verið deilt um bæjarútgerð á tveimur liðnum áratugum, þá sannfærast allir um það, þegar tímar liða, að bæjárútgerð er ekki tíl tjóns fyrir neinn, en til hags og aukins öryggis fyrir alla. einstaklingana og bæjar- féíagið í heild. UM LEIÐ og skipið kemur og hefur starf sitt, mega gjarna hætta déilurnar um málið, en í þess stað leggist allir á eitt um það að gera veg fyrirtækisins ársrits með ritverkum sem mestan og veglegastan, og kvenna, er kominn út. að hver einn og einasti bæjar-j Flytur ritið greinar, kafla búi finni það sjálfur, að í raun : úr bréfum, sögur og kvæði og veru eiga þeir skipið og eftir um 30 konur. Embla", ársrif með ritverkum kvenna, komið út. ANNAR árgangur ,Emblu‘ honum úc á fiskimiðin og það an me<5 aflann til annara landa, en nokkru sinni hafi þekkzt hér hjá okkur. Það er þetta, sem hinir hugsjónaríkustu og framsýn- ustu hafa viljað stefna að í sjávarútveginum og í at- vinnulífi okkar yfirleitt hin síðustu ár. Þar þarf að fara saman hin fullkomnasta tækni til þess að afla auð- æfanna úr skauti náttúrunn- ar og hin bezta aðbúð fyrir sjómennina og verkafólkið, sem að framleiðslunni á að vinna. Með komu „Ingólfs Arnarsonar“, fyrsta nýja tog arans, til landsins, er nýjum áfanga náð í keppninni að þvi marki. Þessvegna er hann okkur bæði fyrirheit og tákn nýrra tíma og batnandii lífs- kjara fyrir þjóðina. Sýning á mfövikudag ki. 20. 21. sinn. gamanleikur eftir Eugene O’Neill. Aðgöngumiðasala í Iðnó frá kl. 2 í dag. — Tekið á móti pöntunum í síma 3191 kl. 1 til 2. — Pantanir sækist fyrir klukkan 4. LEIKKVQLD MENNTASKÓLANS 1947. Gamanleikur í þrem þáttum eftir LENNOX ROBINSON Sýning í kvöld klukkan 8. Áðgöngiimiðár seldir eftir klukkan 2. Pantanir óskast sóttar fyrir klukkan 4. LÉIKNEFND Orator, félag laganema. klukkan 10 í kvöld í Sjálfstaeðishúsinu. Aðgöngumiðar seldir í anddyri hússins kl. 5—7 í dag. Komið! Fagnið Öskudeginum! Augtýsið í Alþýðublaðinu. í verksmiðiur og srnærri eða stærri íbúðarhús. nokkrum í verksiðjur og smærri eða stærri íbúðarhús. Eimiig breytingar, viðgerðir og viðbótarlagnir í eldri hús. Sé einnig um teikningar af stærri og smærri veitum. Jón Ólafsson, rafvirkjameistari. Sími 6452. 25—35 rúmlesta mótorbátur óskast til kaups að aflokinni yíirstandandi vetrarvertíð. Línu- og síldveiðarfæri geta einnig komið til greina. Tilboð, ásamt lýsingu á báti og vél og gi’eiðsluskilmáium sendist í póstbox 1033, Reykjavík, fyrir 1. marz n.k., merkt „Mótor- bátur 25—35“. Fullri þagmælsku heitið.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.