Alþýðublaðið - 18.02.1947, Síða 7

Alþýðublaðið - 18.02.1947, Síða 7
>riSjudagur, 18. feBr. 1947. ALÞÝÐUBLAPIÐ ' ;í ♦--------- j Bærjnn í dag. o------------------------- Næturlæknir er í læknavarð stofunni, simi 5030. Næturvörður er í lyfjabúð- inni Iðunni. Nætuirakstur annast Bifröst sími 1503. Stjórn Kvenafélags Hallgrímskirkju 'biður félagskonur að fjölmenna á aðalfund félagsins, sem hald- ánn verður í samkomuhúsinu Höðli kl. 8.30 í kvöld. Theodoras Bieliackinas menntamaðurinn frá Lithauga íandi, sem dvalizt hefur hér á landi undanfarin ár, lézt í Landakotsspítala um helgina eftir stutta legu. Verkfallið í Eyjum. |Flug og flugslys. Landburður af síld ígærmorgun. ÞAÐ VAR LÍF í síldinni liér fyrjr utan höfnina í gær- morgun. Fyrir hádegi komu nokkrir bátar drekkhlaðnir af síld, enda ÓS hún í torfum hér rétt fyrir utan hafnar- garðinn. Fyrir hádegið kom Andvari að bryggju og var svo drekk- Maðinn, að síldin féll út af iáðum borðum á honum. Mun skipið hafa verið með rnilli 1000 og 1100 mál. Enn- fremur kom línuveiðarinn Jökull fullfermdur af síld inn an af sundum, og hokkr- ir fleiri bátar voru einnig með góðan afla. í gær var Rifsnes að lesta síld úr Viktoríu og fleiri bát- um til norðurflutnings, og Ólafur Bjarnason frá Akra- nesi ætlaði í gær að byrja að lesta síld til flutnings norð- ur. Mun hann geta tekið um 1200 mál. . FELAGSLIF Valur: Meistarafl. I. fl. II. fl. Knattspyrnuæfing í kvöld í írnsi I.B.R. kl. 7,30. Frh. af 3/ síðu arhlutur sjómanna rýrðist alltilfinnanléga. Jóni varð þá það að fangaráði, að ráð- ast í Þjóðviljanum með heift mikilli á Siguirjón Á. Ólafs- son og Sjómannafélag Reykjavíkur, fyrir að hafa samið um 580,00 kr. grunn- kaupstryggingu á bátum frá Reykjavík, án þess að fara út í verkföll, og skyldi þetta duga til að breiða yfir ófar- irnar í Eyjum. Sjómenn við Faxaflóa hafa flestir í kauptryggingu kr. 500,00 í grunn og eru þeir áægðir með hana af þeirri einföldu ástæðu, að meðalhásetahlutur við Faxa- flóa á síðustu vertíð var um 12."000,00 krónur og verður nú, með sama aflamagni, 15 —16 þúsund krónur. Grunn- trygging er því lítils virði og sjómönnum er alveg sama, hvort tryggingin er kr. 580,00 eða 610,00 pr. mánuð; því ef vertíðin bregzt svo, að grípa verði til tryggingar- innar, þá er hún jafn mis- lukkuð fyrir hásetann, hvort hann fær kr. 90,00 í grunn meira eða minna. Sjómenn fara á vetrarvertíð vegna þess, að þeir hafa trú á vel- gengni síns skips; þeir vita af margra ára reynslu, að afli bregzt aldrei algjörlega á vetrarvertíð við Suðurland; þess vegna er tryggángin aukaatriði í kjarasamningum hlutarsjómanna :;en hluta- skiptin aðalatriðið. Hlutaskiptasamningarnir við Faxaflóa og í'Vestmanna eyjum eru nokkuð sitt með hvorum hætti og vandséð er, hvor er hagstæðari fyrir sjó- menn. En síðar 'gefst vænt- anlega tækifæri til að bera saman þessa samninga og birta niðurstöðurnar af þeim samanburði. Kemur þá í ljós, hvorir haldið ha;fa betur á kjaramálum sjómanna, Sjó- mannafélag Reykjavíkur eða þeir Guðmunduf Vigfússon og Jón Rafnsson. Frh. á 5. síðu skyggni, þegar hann þarf að flýja undan stormi. I raun- inni er þetta kerfi úrelt í isamanburði við radiomiiðun- arstöðvarnar, sem eru stór- um áhrifameiri. Þessi aime- rísku helti liggja ekki beint til lendingarstaða flugvél- anna, hdldur til ýmissa mið- unarstöðva, sem venjulega er fyrirkomið í tveggja mílna fjarlægð frá lendingarstöðv- unum. Hver miðunarstöð hef iur sitt vissa hljóðmerki, sem flugmaðurdnn tekur á móti er bainn náiigast hiana, svo að hann getuir með fullu öryggi tekið stefnuna til lendingar- staðarins. Samt sem áður eru fáar lendingarstöðvar út búnar góðum tækjum til hjálpar við lendingu í slæmu skyggni. Auk þess mega á- ætluaiarfilugvélar ekki lenda, á flugvöllunum nema skýja- hæð og skyggnd sé meiri en það ilágmark, sem ákveðið er af yfirflugstjórninni. Ame- ríkumönnum eru iljósir hinir og þessir gallar á flugkerfi þeirra, og þeir hafa ekmig reiknað út, hvað þeir verða að leggja í sölurnar- til að ráða hót á þvi. í skýrslu, sem nýlega var birt helztu bonkum og tryggingafélög- um landsins, var gert ráð fyrir < 125 000 000 dollara til endurbóta á þessum göllum. En iþar með var ekki talin sú upphæð, sem ríkin bæði sér og í sameiningu verða að verja til lagningar nýrra flug valla. Frímúrarar fá að byggja við Melaforg EINS OG skýrt var frá ný- lega, sóttu frímúrarar um lóð fyrir væntanlega félagsbygg ingu við Melatorg. Nú hefur bæjarráð afgreitt þetta mál og gefið frímúrurum kost á leigulóð fyrir bygginguna við Melatorg, eftir nánari út vísun bæjarverkfræðings og með skilyrðum er hann setur um fráræsi. Byggingarfrest- ur er gefinn til 1. marz 1948. HRINGFLUG ef veöur leyfir: Flugfélag íslands, Lækjar- götu 4, sími 5040, — Loft- L leíðír h.f., Hafnarstrætí 23, sími 2469. Kvikmyndir: GAMLA BÍÓ: „Loftskip í hern- aði“, Wallace Beery, Ton Drake og James Gleason. — Sýnd kl. 5, 7 og 9. NÝJA BÍÓ: Innan fangelsismúr anna“, Tomas Mitchell, Ed- ward Ryan, Mary Andeirson. Sýnd kl. 5,' 7 og 9. TJARNARBÍÓ: „Saga frá Lissa bon“. — Patricia Burke, David Farrar og Walter Rilla. — Sýnd kl. 3, 5 og 9. : — „Reykjavík vorra daga“ i kl. 7. BÆJARBÍÓ: „Nóttin okkar“ — Franchot Tone, Susanna Foster og Louise Allbritton. ■í Sýnd kl. 7 og 9. HAFN ARF J ARÐ ARBÍÓ: — „Klukkur heilagrar Maríu“. — Ingrid Bergman, Bing Crosby. — Sýnd kl. 6 og 9. Söfn og sýningar: MÁLVERKASÝNING Kjarvals - í Listamannaskálanum. Gpin kl. 10—22. YFIRLITSSÝNING á verkum Þórarins Þorlákssonar í Odd- fellow. Opin kl. 11—8. ÞJÓÐMINJASAFNIÐ: Opið kl. 13—15. N ÁTTÚRUGRIP AS AFNIÐ: — Opið kl. 14—15. Samkömuhúsin: BREIÐFIRÐIN GABÚÐ: Nem- endasamband Gagnfræða- skóla Reykjavíkur. árd. Hljómsveit frá kl. 9.30 síðd. HÓTEL BORG: Dansað kl. 9— 11.30 Hljómsveit Þóris Jóns- sonar. INGÓLFSCAFÉ: Opið frá kl. 9 RÖÐULL: Aðalfundur Hall- grímssóknar. TJARNÁRCAFÉ: — Árshátíð Námsflokka Reykjavíkur. Öfvarpi?: 19.30 Ávarp frá Rauða krossi íslands. 20.00 Fréttir. 20.25 Orgelleikur í Dómkirkj- unni: Forleikir eftir Pái ísólfsson (Höfundur Ieik- ur). 20.50 Erindi: Um hræðslu, III (dr. Jóhannesson). 21.15 Tónleikar. 21.20 Smásaga vikunnar: „Graf ið ljóð“ eftir Halldór Stefánss. (Höíundur ies). 21.45 Spurningar og svör um íslenzkt mál (Bjarni Vil- hjálmsson). 22.00 Fréttir. * 22.05 Djazz-þáttur (Jón M. Árnason). 22.30 Dagskrárlok. JARÐARFÖR MANNSINS MÍNS og föður okkar, Gústafs A. Pálssonar, Skálholti, Grindavik, fer fram fimmtudaginn 20J febrúar og hefst með húskveðju kl. 1 eftir hádegi. Bílferð um morguninn frá B. S. í. Guðbjörg Guðlaugsdúttir og synir. Jarðarför móður okkar, iónínu Rósinkransdóttur, fer fram fimmtudaginn 20. þ. m. frá Dómkirkjuiini. og hefst frá Herkastalanum kl. í e. h. Athöfninni í kirkjunni verður útvarpað. Sesselja J. Christensen. Þórður Björgvin. Sigurður Árni. Jóhann Jóhannesson. Efri hæð og rishæð í fokhekhi við Mávahlíð er til sölu. — Enn frernur er húsgrunnur við Blönduhlíð og kjallari í smíðum við Hofteig. BALDVIN JÓNSSON hdl. Vesturgötu 17. Sími 5545. ANGLIA EKSKÓSUNZKA FÉIMID heldur fjórða fund sinn á þessum vetri í Odd- fellowhúsinu, fimmtudaginn 20. þ. m., kl. 8.45 e. h. SKEMMTIATRIÐI: — 1. ) Tveir stuttir leikþættir. Leikendur: Miss Joan Wassell, Miss Carola Ball, Hr. Friðrik Diego, - Mr. John Burgess, Mr. K. M. Willey. 2. ) Sýndar íslenzkar kvikmyndir. Að lokum verður dansað til klukkan 1. Mætið stundvíslega. STJÓRNIN érSeyfisbifreiðar fil sölu. Bifreiðar þær, sem vér nú notum á sér- Jeyfisleiðinni Reykjavík—Hafnarfjörður, eru til sölu og afhendingar að afloknu yfir- standandi sérleyfistímabili. Bifreiðarnar eru til sýnis daglega við verk- stæði vort við Flensborg í Hafnarfirði, þar eru og nánari upplýsingar gefnar. Tilboð, sem miðuð séu við hverja bifreið um sig, eða allar í einu lagi, sé skilað á sama stað fyrir 25. febr. 1947. — Réttur áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum, áætlunarbífar Hafnarfjarffar h.f.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.