Alþýðublaðið - 12.04.1947, Blaðsíða 1
Forystugreiti
blaðsins í dag: HiS <
íslenzka preníarafélag
50 ára.
Umtalsefnið
í dag: 50 ára afmæli
prentarafélagsins.
Állmikil gos í
Heklu í íyrrinóit
TÖLUVERÐ gos voru í
Heklu í fyrrinótt, sagði Kjart
an Jóhannsson á Asum í við-
tali við blaoið í gær, en hami
var í fyrrinótt staddur aust-
ur í Landssveit og fylgdist
með Heklu mestalla nóttina.
Sagði hann, að frá klukk-
an 1—6 hefðu alltaf við og
við verið allmikil gos í toppi
fjallsins og einniig nokkur í
neðri gígunum. Taldi hann
þetta mestu gos, sem hann
hefði séð í fjallinu frá því
fyrstu daga gossins. Víða sá
hann glóandi eld í hraun-
straumunum niðri í hhðun-
um, en gosin sýndist honum
vera mest í toppi fjallsins
eins og áður segir.
Á Fellsmúla heyrðust lítils
háttar drunur í gærdag, en
ekkert gos sást þaðan, en
gufumekkir voru yfir fjall-
inu, og ennþá vellur hraunið
úr gígnum, sem opnaðist á
pálmasunnudag og stækkar
hraunstraumurinn jafnt og
þétt þótt hægt fari.*
Að Ásólfsstöðum heyrðust
engar drunur í gær, en hins
vegar heyrðust þangað tölu-
verðar drunur í fyrradag og
í fyrrakvöld. í gær sáust
miklir reykjarmekkir fram-
an í fjallinu.
Ekkert hefur borið á ösku-
fallinu síðustu daga.
Námskeið og mót
norrænu féiag-
aiina í sumar.
NORRÆNU FÉLÖGIN
efna til 5 námskeiða og móta
í Noregi, Danmörku og Sví-
þjóð, og eru þátttakendur frá
íslandi boðnir á þau. Einnig
er tveimur íslenzkum stúlk-
um boðin ókeypis skólavist
að lýðháskólanum Tarna í
Svíþjóð á þriggja vikna nám
hefst 1. maí.
Mót fyrr norræna sálfræo-
áinga verður háð í Osló 5.—-
10. ágúst í sumar. Þar flytja
ýmsir frægir sálfræðingar
fyrirlestra, efnt verður til
umræðufunda og ferðir farn
ar til fagurra staða í Noregi.
Fimm íslendingum er boðin
þátttaka í mótinu.
Lestrarfélag kvenna.
Bazar félagsins verður 16.
apríl. Félagskonur eru beðnar
að afhenda muni á bazarinn á
eftirtalda staði: Lestrarstofuna,
þriðjudaginn kl. 1—6, í Sokka-
búðina, Öldugötu 24, á Berg-
staðastræti 81' og til Guðnýjar
Vilhjálmsdóttur, Lokastíg 7.
Gata í Moskvu
Mynd þessi er af Gorkigötunni í Moskvu.
Viðtal.við Eriend E^orsteinsson, sem er
nýkominn Sieim frá Rússlandi.
ÍSLENZK SÍLD fæst nu í búðunum í Moskva og kostar
þar 10% rúhlu stykkið, eða sem svarar 14 krónum, sagði
Erlendur Þorsteinsson framkvæmdastjóri við blaðið í gær.
Hann er nýkominn heim frá hinni rússnesku höfuðborg, og
mun hann gefa ríkisstjórninni skýrslu um samningana
eystra, en hinir meðlimir samninganefndarinnar eru ennþá
i Moskvu.
Erlendur kvaðs’t ekkert
geta látið uppi um samning-
ana fyrr en hann hefði gefið
skýrslu sína, enda væri þeim
ekki lokið ennþá. En hann
hafði. frá ýmsu iað segja um
dvöl sína í Moskvu.
LÍK LENINS
„Á Rauða torginu standa
menn í röðum, sem mundu
ná frá Leifsstyttunni niður
að Lækjartorgi, og 'bíða allt
að fjórum tímutn 'til að
ganga fram hjá smurðu liki
Lenins“, sagði Erlendur.
„Grafhvelfing hans er mjög
fögur, gerð úr marmara og
slípaðri igranít. Lenin iliggur
þama undir glerhjálmi, í
venjulegum hermannafötum,
á rauðum silkifánum, og eru
raðir af fólki, sem kemur
þarna til að sjá hann, á
hverjum einasta degi.
Við bjuggum á Hotel Nat-
ional“, hélt Erlendur áfram.
„Það er gömul bygging, en
rétt hjá því, eða við sama
torg, er Hotel Moskva, sem
er ný og ©læsileg bygging,
og var hún að mestu leyti
tekin til afnota fyrir utan-
ríkisráðherrafundinn, með-
an ég var eystra og er enn.
Rússarnir igera sér mjög far
um að itaka vel á móti slík-
um gestum, og tókum við til
dæmis eftir því, að allir
þjónar, lögreglumenn (sem
alltaf voru í hótelinu) og
bílstjórar voru komnir í ný
og betri einkennisföt, iþegar
fundurinn hófst. og leigubif
reiðum í nágrenninu fjölgaði
mlkið“.
íslenzku sendinefndinni
var boðið að sjá ýmsa staði
í Moskvu, til dæmis Stalin
bifreiðaverksmiðjurnar (sem
þar eystra heita SIS), vín-
verksmiðjurnar, sem fram-
leiddu jafnt hið borgaralega
kampavín og óteljandi teg-
undir af vodka, fiskverk-
smiðju og svo fengu nefnd-
armenn að :skoða Kreml,
sem er mikill heiður austur
þar og fáir Rússar virtust fá
að sjá.
r|j ,
HEIMSÓKN í KREML"^
„Kreml er eiginlega heil
borg innan gamalla borgar-
múra“, sagði Erlendur. „Þar
eru keisarahöllin gamla,
kirkjur, þinghúsið o>g bústað
ur Stalins. Þinginu, eða
„æðsta ráðinu“, eins og það
heit'ir, var nýlokið, er við
vorum þarna, og hafði það
staðið í fjóra daga, afgreitt
fjárlög og unnið önnur störf
sín.“
„Keisarahöllina gömlu
skoðuðum við hátt og. lágt“,
■hélt Erlendur áfram, „og
var þar geysimikill iburður,
sem fylgdarmenn okkar virt
ust mjög hreyknir af. Þarna
voru geysilegir dýrgripir,
sem keisararnir áttu, allt frá
kórónum iþeirra niður í
sverð, greypt gimsteinum.“
Erlendur sagði að það
hefði verið ákaflega erfitt að
gera sér grein fyrir kjörum
Fhr. a 2. síðu
Velmegun allra þjóða komin undir
heilbrigðum heimsviðskipíum
- segir Sir Stafford Cripps í Genf.
VELMEGUN ALLRA ÞJÓÐA er komin undir heil-
brigðum heimsviðskiptum og víðtækari verkaskiptingu
mllli allra landa, sagði Sir Stafford Cripps í ræðu, er hann
flutti á viðskiptaráðstefnunni í Genf í gær. Hann hvatti
allar þjóðir til að draga úr tollmúrum eða afnema þá, svo að
óþvinguð heimsviðskipti geti átt sér stað.
Cripps minntist á tvö meg
inatriði, sem mikla þýðingu
hefðu í þróun heimsviðskipt
anna eftir stríðið. Annað at-
riðið er vöxtur Ðandaríkj-
anma í viðskiptaheiminum,
og kvaðst íCripps vona að
Ameríkumenn lækkuðu toll
múra sína og keyptu vörur
annarra landa. Hann sagði,
Evrópulöndin væru fátæk af
dollurum, og þau gætu því
aðeins keypt 'það sem þau
þurfa og vilja í Bandaríkj-
unum, að Bandaríkin kaupi
einnig útflutningsvörur af
þeim.
Hitt atriðið, sem Cripps
minntist á, er hin breytta
aðst:aða Breta. Þeir voru áð-
lánadrottnar margra
ur
landa, en eru nú orðnir
skuldunautar þeirra. En
Bretland væri mikill markað
ur fyrir viðskiptalönd sín og
kæmi því efnahagsástand
Breta við margar þjóðir.
Cripps ræddi um við-
skiptasamvinnu heimsveld-
islandanna og sagði að hún
bryti ekki í bága við alheims
viðskipti.
Miklar umræður um
tekjuöflunarfrum-
vörpin á alþingi.
TEKJUOFLUNAR-
FRUMVÖRP ríkisstjórnar
innar, sem borin voru
fram á alþingi í fyrradag,
vorú til umræðu á fund-
um beggja deilda þingsins
í fyrradag og í gær. Siúðu
fundir yfir langt fram á
nótt í fyrradag, og í gær
var fundum ekki lokið,
þegar blaðið fór í prentun.
Eru líkur á, að tekjuöfl-
unarframvörpin þrjú hafi
verið afgreidd í neðri
deild einhvern tíma í nótt.
Afli Reykjavíkurbátanna
í gær var þessi, talinn í smá-
lestum: Heimaklettur 5, Skíði
6, Skeggi 4, Jón Þorláksson 4,
Friðrik Jónsson 3, Ásgeir 5,
Elsa 5, Þorsteinu 4.
Ferðafélagið heldur
N ÆSTKOMANDI mánú-
dag heldur Ferðafélag ís-
lands kvöldskemmtun, lík-
lega þá siðustu á þessum
vetri. Verður þar sýndur m.
a. hluti úr kvikmynd, sem
Kjartan Ó. Bjarnason tók á
síðast liðnu sumri af ilax-
veiðum. Stendur til að halda
áfrám með þessa mynd á
komandi sumri og lætur
Stangaveiðifélag Reykjavik-
ur gera myndina með að-
stoð nokkurra áhugamanna.
Myndin var frumsýnd á
skemmtifundi félags stanga-
veiðimanna hér í vetur, og
eru allir á einu máli um það,
að Ijósmyndaranum hafi
tekizt friamúrskarandi vel,
enda er myndin tekin við feg
urstu laxár landsins, svo
sem Laxá í Þingeyjarsýslu,
Miðfjarðará, Sogið, Laxá í
Hreppum og svo við Elliða-
árnar.
Alþjóðafundor um
sicreiS og saítfisk.
MATVÆLA- OG LAND-
BÚNAÐARSTOFNUN hinna
sameinuðu þjóða (F. A. O.)
hefur boðað sérfræðinga
margra þjóða til fundar í
Wiashington 21.—25. þ. m.
Eru það einkum fulltrúar
þjóða, sém hagsmuna hafa
að gæ.ta um innflutn'ing eða
framleiðslu saltfisks og harð
fisks. Sérfræðingarnir eiga
að ganga frá tillögum til
matvælastofnunarininar um
rannsókn vandamála í sam-
bandi við íramleiðslu og inn
flutning skreiðar og salt-
fisks.
Eftirtaldir fulltrúar taka
þátt í fundinum, þó ekki
sem fulltrúar ríkisstjórna,
heldur sem sérfræðingar;
Thor Thors, séndiherra ís-
lands; Niels Jangaard, Nor-
egi; B. S. Dinesen, Dan-
mörku; I. S. McArthur, Kan
ada; E. G. Reid, Nýfundna-
landi; Higine de Matos Qu-
eriez, Portúgal; A. W. And-
erscn, U. S. A.; Scorrer,
Bretland'i. Einnig er von á
fulltrúum frá Frakklandi,
Brazilíú og Kúbu.
Blaðamannafélag: íslands
heldur fund í dag (laugar-
dag) kl. 1 að Hótel Borg. Efni:
Fulltrúar til Prag. Norskir
blaðamenn og Norðurlanda-
mótið.