Alþýðublaðið - 19.04.1947, Side 4

Alþýðublaðið - 19.04.1947, Side 4
ALÞYBUBLAÐiÐ Laugardagur, 19. apríl 1947, |U|>()dnb(QM2) Útgefandi: Alþýðuflokfeurinn * Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Símar: Ritstjórn: símar 4901, 4902. Afgreiðsla og auglýsingar: 4900 og 4906. Aðsetur í Alþýðuhúsinu við Hverf- isgötu. Verð í lausasölu: 50 aurar. Alþýðuprentsmiðjan h.f. Heimsókn í læknabúið að Laxnesi. — Vííamín í mjólk. — Hluthafarnir fara að þekkjast úr. —- Um útvarpið. — Matjurtagarðar við kirkjug^rð. HIN ýtarlega og sköruí- lega ræða Stefáns Jóh. Ste- fánssonar forsætisráðherra á íundi Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur síðast iiðið miðvikudagskvöld um hina nýju skatta og tolla, sem al- þingi samþykkti á dögunum til að tryggja refesturshalla- laus fjárlög, íletti rækilega ofan af fa'lsi og blekkingum kommúnista um þessi mál. Eins og kunnugt er, hafa feommúnistar borið það út bæði i Þjóðviljanum og í ítali manna á meðal, að hinir nýju skattar og to'llar væru „árás á áiþýðu landsins“ og „launalækkun", og hafa þeir i því sambandi talað digur- barkalega urn, að þeir muni beita sér fyrir nýjum kaup- hækkunarkröfum og verk- föllum til þess að vega upp á móti 'henni. Forsætisráðherrann sýndi í ræðu sinni hins vegar tví- mælalaust fram á, að hér er síður en svo'um nokkra árás á kaupgjaldið í iandinu að ræða. 'Því itil sönnunar benti hann á eftir farandi stað- reyndir: 1) Allar helztu ilífsnauð- synjar almennings eru und- anþegnar tolihækkuninni. 2) Kaupmönnum er bann- að að ;lleggja á þá tollhækkun, sem ákveðin hefur veivð á öðrum vörum. 3) Sú verðhækkun, sem tolihækkunin sjálf kemur til með að valda á vísitöluvör- um, kemur að sjálfsögðu fram í vísitölunni og nækk- aðri dýrtíðaruppbót á kaup- gjaldið í lándinu, nema því aðeins, að greitt verði niður af opinberu fé verð á öðrum vísitöluvörum til að hindra hækkun vísitölunnar. En hvort heldur, sem gert yrði, halda allir óbreyttu grunn- kaupi, að viðbættri fuliri dýrtíðaruppbót samkvæmt réttri vísitölu! * Þetta er þá öll „árásin á alþýðu landsins" og „launa- lækkunin“, sem kommúnist- ar eru að fimbulfamba um og þykjast þurfa að svara með nýjum kaupkröfum og verkföllum! Þeir eru þó ekki vissari í sinni sök en það, að samtímis því, sem Þjóövilj- inn þykist nú þegar geta sagt uppr á hundraðshluta, hverju kauplækkunin nemi. lætúr hin kommúnistiska Alþýöu- sambandsstjórn það boð út ganga, að hún ætli að láta fara fram rannsókn á því, hver áhrif hinir nýju skattar og tollar muni hafa á kaup- f»AÐ ER GAMAN a3 koma app að Laxnesi, hinu forna að- setri skáldsins í Gljúfrasteini. Þar er komið upp hið myndar- legasta kiiabú, hreint og fall- egt, með nýtízku útbúnaði, húsakynnum, vélum og starfs- aðferðum. Þarna hrjótast nokkr ir framtakssamir Reykvíkingar í því, að skapa sér aðstöðu til að fá góða óspilita mjólk handa heiiililum sínum og hugsa þeir sér að auka þetta fyrirtæki að miklum mun á næstu árum, en kúabúið er raunverulega alveg nýlega tekið til starfa. EN ÞAÐ ER EKKI NÓG með þaS að nýtízku aðferðir séu viðhafðar í þessu kúabúi og að fjósið sé til fyrirmyndar og öll aðferð við hagnýtingu og útbúnað mjólkurinnar heldur ætla læknarnir, en nokkrir læknar hafa forustu fyrir þessu, að setja vítamín af ýmsum gerðum í mjólkina. Halda þeir því fram að nær allt C-vítamín sem er í mjólkinni þegar hún kemur ur spenanum, hverfi á leiðinni austan úr sveitum og hingað í bæinn vegna hristings- ins. Er þetta byggt á reynslu og rannsóknum, sem Níels Dungal og Jónas Sveinsson hafa gert. . VIÐ ÞJÁUMST AF ýmsum sjúkdómum, sem stafa af skorti á vítamínum og þá fyrst og fremst af skorti á C-vítamínúm. Þessir sjúkdómar valda sleni og deyfð, auk ýmislegs annars. Got,t er ef hægt verður að lækna þetta með því til dæmis, að auka C-mítamínmagn mjólk- urinnar. Verst. er, að búið er enn svo lítið, og að sjálfsögðu fer mjólkin tíl heimila þeirra manna, sem hafa komið því á fót. — Ekki er því ólíklegt, að hægt verði að þekkja hluthaf- ana úr á götum Reykjavíkur á ist þar. Reynandi væri að hef jast handa af miklum krafti næstu árum, og að þeir kunni að verða allfjörmiklir og fyrir- ferðarmiklir. Meðal þeirra , eru Jónas Sveinsson læknir, Héðinn Valdimarsson og Ragnar í Smára. Þurfa þeir nokkuð við að bæta dugnaðinn? JÁ, HVAÐ LÍÐUR Korpúlfs- stöðurn? Bæjarbúar brjóta mjög heilann um það, hvað ger- um kúabúið þar og þá hafa ýmsar aðferðir, sem læknarnir taka upp, að Laxnesi, og þá með al annars, að setja vítamín í mjólkina. Jónas Sveinsson sagði mér í gær að það væri ekki mikill kostnaðarauki. ÁRNÝ SKRIFAR: „Þegar fermingarræðum er útvarpað, þykir mér og öðrum dálítið und arlegt að þeim er ekki útvarp- að til enda eins og hverri ann arri athöfn úr kirkju. Annars hef ég orðið þess vör, að hlust- endur yfirleitt eru orðnir mjög óánægðir með það, sem útvarp- ið hefur að bjóða, það er að segja að hljómplötur eru meiri hluti þess, sem hlustendum er boðið. LEIKRITIN MEGÁ EKKI vera þung og leiðinleg, heldur létt og hlægileg, þá veita þau hressingu. Smásaga vikunnar er oft góð. Fyrir mér og öðrum vakir, að hljómplötur ættu að hverfa að mestu eða ætla þeim viss kvöld fyrir þá, sem á þær vilja hlusta.“ KJARVAL GAF í fyrradag út öpinbera tilkynningu þar sem hann krafðist þess að allir, sem stunda matjurtarækt Við kirkju garðinn í Fossvogi, yrðu settir í tukthúsið. Ég er sammála. í tukthúsið með þá — og þá fyrst og fremst þá, sem leyfðu þetta. Við verðum ekki billegir í þessu máli, Kjarval og ég, það skuluð~ þið sanna. Hannes á horninu. igjaldið. Má á ’því sjá, hve mikinn trúnað kommúnistar sjálfir leggja á fleipur Þjóð- viljans! * En hvað myndi það þýða fyrir afmenning og fyrir þjóðina alla, ef dýrtíðar- skrúfan yrði nú enn á ný sett í gang með ástæðulaus— um kaupkröíum og verkföll- um? Nú þegar iiggur við, að að- alatvinnuvegir landsins stöðvist sökum dýrtíðarinn- ar; og hinir nýju skattar og tollar eru raunverulega fyrst og fremst tll þess ætlaðir, að ríkisstjórnin . hafi fé milli handa til að halda dýrtið- inni í- skefjum, koma í veg fycrir frekari hækkun vísi- tölunnar cg hálda á þann hátt atvinnuvegunum gang- andi. Og hvort halda menn svo ekki, að það væri heilla- vænlegt fyrir állþýðu lands- ins, að láta kommúnista æsa sig út í það, að eyðileggja þessi bjargráð rikisstjórnar- innar og gerast sinn eigin böðull með því að hef ja nýja kauphækkunarherferð, koma nýrri dýrtíðarskriðu af stað og 'leiða hrun yfir atvinnu- vegi landsins? Eða hvað halda menn, að hækkað kaupgjald myndi gagna, eft- ir að atvinnuvegirnir væru stöðvaðir og atvinnuleysið gengið í garð? * Þetta ættu menn að íhuga vel í sambandi við lýðskrum kommúnista og læti út af tekjuöflunarlögum ríkis- stjórnarinnar. Þá munu þeir sjá, að' það er ekki einasta algert fals og blekkmg, að > þeim felist nokkur órás á álþýðu landsins; þau voru þvert á -móti þjóðhagsleg nauðsyn og það ekki hvað sízt fyrir hið vmnan-li fólk, sem þarf stöðuga og trygga atvinnu. Sýning miðvikudag kl. 20. eftir Thornton Wilder. Aogöngurnioasala í dag kl. 2—6. Tek- ið á 'móti pöntun í síma 3191 milli 1 og 2 Pantanir sækjist fyrir kl. 4. Frumsýning kl. 3 Barnaleiksýning: æfintýraleikur í 2 þáttum eftir Óskar Kjartansson. ieikstjóri Jón Aðils. Aðgöngumiðasala í dag kl. 4—7. Ny Ijósmyndástofa í Höfðahverfi, Miðtún 34, sími 2152. Myndir teknar alla virka daga, nema laugar- daga, frá kl. 4—6 e. h. Myndatökur má panta í síma 2152. Passamyndir, fyrir ökuskírteini og fl. afgreiddar með stuttum fyrirvara. „Amatör“ vinnustofur mínar halda áfram sem áður óbreyttar, með afgreiðslu í Lækjargötú 8, sími 5583. , r Carl Olafsson Ijósmyndari. S. F. J. ! í Breiðfirðingabúð í Évöld (laugardaginn) 19. apríl kl. 10 e. h. Aðgöngumiðar seldir í anddyri hússins eftir kl. 4 í dag. Eldri-dansarnir í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu í kvöld hefjast kl. 10 Aðgöngumiðar frá kl. 5 í dag. Sími 2826. HARMONÍKTTHLJÓMSVEIT leikur. Ölvuðum mönnum bannaður aðgangnr. % áuglýsið í Alþýðublaðinu

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.